Morgunblaðið - 25.02.1992, Side 12

Morgunblaðið - 25.02.1992, Side 12
HANDBOLTl || KÖRFUKNATTLEIKUR / STJÖRNULEIKUR KKÍ HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ ÍBVí úrslita- keppnina IBV vann Stjörnuna sannfærandi 26:20 í Eyjum í gærkvöldi og tryggði sér þar með væntanlega 5. sæti í deildinni. „Það Sigfús Gunnar er stígandi í liðinu Guömundsson og við spilum betur, skrifarfrá þegar mikið er í yjum húfí,“ sagði Sigurð- ur Gunnarsson, þjálfari og leik- stjómandi ÍBV við Morgunblaðið. „Vörnin er alltaf að batna og við erum famir að spila agaðri sóknar- leik. Mér fannst leikmenn Stjöm- unnar vera taugaóstyrkir, en lið þeirra er gott og það er erfitt að leika gegn því. Eg geng hins vegar óhræddur til úrslitakeppninnar og mér er sama gegn hvaða liði við lendum." Leikurinn var sveiflukenndur til að byija með, en Eyjamenn mættu mun ákveðnari til leiks eftir hlé, léku þá mjög skynsamlega í sókn «og varnarleikurinn var góður. Liðsheildin var sterk hjá Eyja- mönnum. Leikmenn Stjörnunar gáfust aldrei upp og Hafsteinn Bragason og Magnús Sigurðsson voru bestir. ■ Úrslit / BIO ■ Staðan / BIO LANDSÚRVALIÐ sigraði úr- valslið Suðurnesja 151:128 í stjörnuleik KKÍ í Laugardals- höll á sunnudaginn. Leikurinn var skemmtilgur og eins var boðið upp á þriggja stiga skot- keppni og troðslukeppni. Morgunblaðið/Einar Falur Samuel Graham, sem leikur með Hetti á Egilsstöðum í 1. deildinni, vann troðslukeppnina eftir harað keppni við Hurst. ■ JÚLÍUS Jónasson er í gifsi, eftir að hann meiddist á þumal- fingri hægri handar f leik með Bidasoa. Júlíus verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og er óvíst hvort hann verði orðinn góður fyrir B-kepgnina í Austurríki. ■ HEÐINN Gilsson skoraði átta mörk þegar Diisseldorf vann BFV Frankfurt/Oder, 27:24, um helg- ina. Radka skoraði 10/5 mörk fyrir Diisseldorf, sem gerði jafn- tefli gegn ATV Berlín, 16:16, í sl. viku. Héðinn skoraði fjögur mörk í þeim leik. ■ DÚSSELDORF er í áttunda sæti og ef liðið heldur því sæti mun það sleppa við fallkeppnina. Héðinn gæti því verið með landsliðinu í B-keppninni í Austurríki. Diisseld- orf er þó eftir í bikarkeppninni, þannig að það er annað ljón á vegin- um. ■ SIGURÐUR Bjarnason og fé- lagar hans hjá Grosswallstadt unnu Eisenack, 21:15, og er liðið í sjöunda sæti. Sigurður hefur skorað 91 mark í vetur. Þar af aðeins eitt úr vítakasti og er hann í þriðja sæti yfír markahæstu menn, ef vítaköst leikmanna eru tekin frá. ■ EINAR Þorvarðarson verður fjórði markvörðurinn í æfíngabúð- um landsliðsins í Stykkilshólmi, en það er þó óvíst hvort að hann verði í landsliðshópnum í B-keppn- inni. M GUNNAR K. Gunnarsson, for- maður HSÍ, mun taka við starfí framkvæmdastjóra sambandsins 1. mars. HANDBOLTI Danir búnir að velja Andreas Dahl-Nielsen, landsliðs- þjálfari Danmerkur, hefur val- ið þá fimmtán leikmenn sem taka þátt í B-keppninni í Austurríki. Þeir eru: Christian Stadil Hansen, Virum, John Iversen, Helsingör, Lars Lundbye, Taastrup, Jesper Holmris Hansen, Bjarringbro KFUM, John Jakobsen, Kolding, Flemming Hans- en, Helsingör, Eric Veje Rasmussen, Winterthur (Sviss), Hans Peter Munk-Andersen, Kolding, Jasn Ei- berg Jörgensen, Virum, Otto Mertz, Kolding, Michael Fenger, HIK, Kenn Eiberg Jörgensen, Helsingör, Frank Jörgensen, Virum og Claus Munked- al, Holte. Samuel Graham úr Hetti Egils- stöðum sigraði í troðslukeppn- inni, eftir harða keppni við Joe Hurst úr Grindavík. Jon Baer, KR, . sigraði í þriggja stiga skotkeppn- inni. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari UMFN og Suðurnesjaúrvalsins, varð annar. Landsúrvalið var yfír allan tím- ann í stjörnuleiknum og var staðan í hálfleik, 78:61. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en sigur landsúr- valsins aldrei í hættu. Franc Booker og Samuel Graham voru bestu leik- menn landsúrvalsins, en Joe Hurst, Guðmundur Bragson og Guðjón Skúlason bestir Suðurnesjaúivals- ins. Stig landsúrvalsins: Franc Booker 335, tJon Baer 26, Samuel Graham 25, Lárus Ámason 15, Maxím Krúpatsjev 14, Jón Amar Ingvarsson 9, Birgir Mikaelsson 9, John Rhodes 8 og Páll Kolbeinsson. Stig Suðurnesjaúrvalsinstleo Hurst 34, Jonathan Bow 22, Guðjón Skúlason 22, Guðmundur Bragason 14, Ronday Robins- son 9, Teitur Örlygsson 8, Jón Kr. Gíslason 8, Nökkvi Már Jónsson 5, Kristinn Einars- son 4 og Friðrik Ragnarsson 2. Vonast eftir jákvæðu svari frá Alfreð fljótlega - sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari. Landsliðið í æfingabúðir til Stykkishólms Eg hef rætt við Alfreð Gíslason og óskað eftir að hann gefi kost á sér,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, sem fór til Akureyrar fyrir helgi til að ræða við Alferð og kanna hvort hann gæti fengið frí frá starfí til að taka þátt í B-keppninni í Austurríki. Ég hef alltaf haft Alfreð inni í myndinni, en hef ekki viljað leggja neina pressu á hann fram að þessu,“ sagði Þorbergur, sem von- ast eftir svari frá Alfreð í vik- unni, eða áður en landsliðið fer í æfingabúðir til Stykkilshólms á fimmtudaginn. „Ef Alfreð gefur jákvætt svar mun hann taka þátt í æfingaferðinni og leika lands- leiki gegn Litháen í Stykkilshólmi á mánudaginn kemur og á Akra- nesi daginn eftir. Þorbergur mun velja 20 manna landsliðshóp til að fara til Stykk- ilshólms. Jón Kristjánsson er kom- inn heim frá Þýskalandi og Konr- áð Olavson, sem leikur ineð Dort- mund, kom til landsins í gær. „Sigurður Bjarnason kemur fljót- lega og við vonumst eftir að Diis- seldorf sleppi við fallkeppni þann- ig að Héðinn Gilsson komi einnig sem fyrst. Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, kemur frá Spáni fyrsta mars,“ sagði Þorbergur, en hann reiknar ekki með að Júlíus Jónasson verði orðinn góður fyrir B-keppnina, en Júlíus meiddis á dögunum - á þumalfingri hægri handar. Þorbergur sagði að Kristján Arason ætti eftir að fara í læknis- skoðun. „Kristján verður með. Við munum gefa honum hvíld frá æfingum á meðan hann er að jafna sig,“ sagði Þorbergur. GETRAUNIR: 111 1 X X 1 X X 1XX1 LOTTO: 7 10 26 29 36/6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.