Morgunblaðið - 05.03.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.1992, Síða 1
FJARSIiIPTI: Samkeppni nauösynleg í símaþjónustu/4 VERSLUNARRÁÐ: Skjaldborg um frjálst og heilbrigt viöskiptalíf/6 VIÐSKHTIAIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992 BLAÐ B Bankamál NIB lánaði 3,3 milljarða króna til íslands ífyrra Hagnaður bankans um 3,2 milljarðar á árinu HAGNAÐUR af starfsemi Norræna fjárfestingarbankans (NIB) nam alls 3.198 milljónum króna á árinu 1991 samanborið við 2.959 milljónir árið 1990. I tilkynningu frá bankanum kemur fram að starfsemi hans gekk vel á árinu og jókst vaxtamunur um tæp 12% en hann nam 4.771 milljón. Bankinn varð ekki fyrir neinu útlánatapi á árinu. Utistandandi lán bankans til íslands námu um 21,2 milljarði um sl. áramót og voru veitt lán að fjárhæð tæplega 3,3 milljarðar hingað á sl. ári. Af útistand- andi lánum hingað er um fjórðungur af til orkumála, ríflega 20% til annars iðnaðar og um 15% til byggðamála. Efnahagslegur samdráttur, ekki síst á stærstu markaðssvæð- um bankans, Svíþjóð og Finnlandi hafði í för með sér samdrátt í sam- þykktum og útborgunum lána á árinu. Um 10% aukning varð á útlánum á árinu samanborið við 18% aukningu árið á undan, en útlán námu alls 288.267 milljónum í árslok. Lántökur bankans jukust á ár- inu um 13% og námu innlán bank- ans 355.700 milljónum í árslok. Munur á inn- og útlánum skýrist af lausafjárstöðu bankans sem nam 91.110 milljónum. Staðfest var á árinu að NIB nýtur áfram besta mögulega lánstrausts hjá matsfyrirtækjunum Moody’s og Standard & Poor’s. Niðurstaða efnahagsreiknings bankans um sl. áramót nam 479.523 milljónum og er þáð um 15% aukning frá fyrra ári. Norræna ráðherranefndin tók þá ákvörðun á árinu að hækka gnmnfé bankans um 63.648 millj- ónir og mun það nema 190.945 milljónum eftir hækkunina. Gert er ráð fyrir að ákvörðunin taki gildi þann 1. apríl 1993 eftir að hún hefur verið tekin til meðferðar hjá öllum eigendum bankans. Stjórn NIB hefur lagt til að eig- endum þ.e. Norðurlöndunum verði greiddur arður í ár að upphæð 796 milljónir. Eignarhlutur íslenska ríkisins í bankanum er 1%. íslenskir aðilar ena með um 8,4% af útlánum NIB til norður- landanna. eða sem nemur 21,2 milljörðum miðað við síðustu ára- mót. Er bankinn nú stærsti ein- staki erlendi lánveitandi íslend- inga. Það sem af er þessu ári hafa verið samþykkt lán hingað til lands að upphæð 530 milljónir og fleiri mál bíða afgreiðslu. Bankinn bauð sem kunnugt er út skuldabréf í íslenskum krónum á erlendum lánsijármarkaði á sl. ári að upphæð 2,7 milljarðar. Þar voru 1,2 milljarðar óverðtryggð lán en þar af hefur 800-900 millj- ónum verið ráðstafað í útlán hing- að til lands. Hins vegar hafa enn- þá ekki verið veitt verðtryggð lán í íslenskum krónum og er féð ávaxtað í íslenskum húsbréfum og spariskirteinum. Á sl. tveimur árum hafa verið veitt lán tengd fjárfestingum á sviði umhverfismála að upphæð um 24.823 milljónir. Lánveitingar bankans vegna fjárfestinga sem hafa í för með sér umtalsverðar bætur á sviði umhverfismála hafa á tímabilinu numið um 30% allra útborgaðra lána á Norðurlöndum. 15 stænstu hluthatar Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Háskólasjóður Eimskips Lífeyrissjóður verslunarmanna þús. kr. 87.177 '92 102.854 '91 í 52.100 46.724 34.576 I; 8,54% | 5,10% 3 5,02% 11,06% 3,39% 28.838 l, 1 3,10% Festing hf. 30.239 <HRH8IIR| 2,96% Halldór H. Jónsson 26.813 HRRHHi 2,63% 24.375 2,62% Sameinaðir verktakar hf. 21.822 HHHI 2,14% 19.838 CZZt2,13% Indriði Pálsson 18.403 RRRRH 1,80% 16.427 dUl.77% Lífeyrissjóður Eimskips 15.673 ■»1,54% 13.427 L31,44% Hlutabréfasjóðurinn hf. 14.994 HRRI. 1,47% 13.361 r~~i 1,44% Margrét Garðarsdóttir 14.438 RRRi 1,41% 13.125 O 1,41% Ingvar Vilhjálmsson sf. 13.765 ■1:1.35% 12.514 r~i 1,35% Sigurður Egiisson 13.112 RRH 1.28% 11.920 C3.1,28% Hörður Sigurgestsson 11.230 RH 1,10% 10.209 r~i 1,10% Hvalurhf. 11.138 wm 1,09% 10.125 01,09% St.sj. líknar og mannúðarmála 9.404 RH 0,92% 8.549 □ 0,92% 1 ÍM.'i ^ jf.i. |mm m m| 374.884 Heildarhlutafé 1.020.678 þús kr. EIMSKIP SAMANLAGÐUR hlutur 15 stærstu hluthafanna í Hf. Bmskipa- félagi íslands hefur lítið breyst frá sl. ári. Sú breyting hefor hins vegar orðið að hlutur Sjóvá-Almennra hefur minnkað úr 11,06% í 8,54% en fjárfestingarfélagið Festing hf. sem er tegngt tryggingarféiaginu er komið í Johnson út af listanum sem 15. stærsti hluthafinn en hans hlutur var skráður 0,88% á sl. ári. Þá ber þess að geta að Halldór H. Jónsson sem er skráður fimmti stærsti hluthafinn er nýlega látinn. SAGA BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga /^í A QQ Business Class lækkarðu ferðakostnað til muna með því að eiga kost á heimferð strax og þú hefur lokið viðskiptaerindum þínum. Ifti<isýnir knupsýslumcnn veljn nlltufSttgu Business Cluss Mundu einnig að eitt og sama fargjald með Saga Business Class getur gilt á milli margra áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er tekist á við verkefni sem bíða þín heima. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.