Morgunblaðið - 05.03.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992
B 3
Fyrirtæki
Tekjuaukning Toll-
vörugeymslunnar hf. 22%
HAGNAÐUR Tollvörugeymsl-
unnar hf. nam 13,5 milljónum
króna á sl. ári en árið 1990 var
hagnaður af rekstri fyrirtækis-
ins 3 milljónir. Rekstartekjur
ársins 1991 voru rúmleg-a 106
milljónir og er það tæplega 22%
aukning frá fyrra ári. Miklar
breytingar voru á rekstri fyrir-
tækisins á sl. ári og er þar fyrst
að nefna að nú geta innflytjend-
ur fengið fullnaðarafgreiðslu
hjá Tollvörugeymslunni.
sjóðurinn með um 9%, Lífeyrissjóð-
ur verslunarmanna með 4,3% og
Albert Guðmundsson með 3,5%
hlutafjár. Aðrir hluthafar eiga
minni hlut en alls eru hluthafar
635 talsins. Að sögn forsvars-
manna fyrirtækisins hefur gengi
hlutabréfanna aldrei verið hærra.
Gylfi Sigfússon fjármála- og
markaðsstjóri Tollvörugeymslunn-
ar segir fyrirtækið undirbúa rekst-
ur frísvæðis en nú sé verið að vinna
að starfsreglum fyrir það.
„Geymsla á áfengi verður einnig
stór þáttur í rekstri fyrirtækisins
þar sem erlendir aðilar munu nýta
sér kosti frísvæðisins og flytja lag-
er af frísvæði eriendis hingað, þar
sem varan er nær markaðnum,“
segir Gylfi.
Aðalfundur Tollvörugeymslunn-
ar verður haldinn að hótel Holiday
Inn þriðjudaginn 10. mars kl.
17.00.
HUSNÆÐI
TIL LEIGU
Til leigu húsnæði við Klapparstíg í Reykjavík.
Húsnæðið samanstendur af stökum herbergjum
sem henta vel til reksturs minni fyrirtækja.
Húsnæðið leigist annað hvort út í heild
eða í hlutum.
Nánari upplýsingar veitir:
Páll Helgason
Sími 686377 Fax 689379
Heildarhlutafé Tollvörugeymsl-
unnar er nú rúmlega 145 milljónir
króna. Stærsti hluthafinn er
Burðarás hf. með 34% hlutafjár
en þar á eftir kemur Hlutabréfa-
Nýsköpun
49 umsóknir
um vöru-
þróunar-
verkefni
ALLS bárust 49 umsóknir í vöru-
þróunarverkefni Iðntæknistofn-
unar og Iðnlánasjóðs og hafa 12
verkefni verið valin til þátttöku.
Áætlað er að um 100 milljónum
króna verði varið til þróunar
verkefnanna á næstu tveimur
árum. Þar af mun Iðnlánasjóður-
ur veita 50 milljónir til þeirra í
áhættulán og Iðntæknistofnun
veitir 10 milljóna styrk. Þá verður
sótt um 4 milljóna styrk til Rann-
sóknarráðs ríkisins.
Að sögn Karls Friðrikssonar, verk-
efnisstjóra, reyndist mjög erfitt að
gera upp á milli þeirra umsókna sem
bárust í vöruþróunarverkefnið. Þau
verkefni sem urðu fyrir valinu eru
hjá 2 málmiðnaðarfyrirtækjum, 2
fyrirtækjum í matvælaiðnaði, 3 fyr-
irtækjum í plastiðnaði, 3 vélsmiðjum
og þjónustufyrirtækjum í sjávarút-
vegi, 1 fataframleiðanda, 1 fyrirtæki
í stoðtækjaframleiðslu og 1 steypu-
gerð.
Karl segir það hafa komið á óvart
hversu margar góðar umsóknir bár-
ust í verkefnið og hafi fyrirtæki sem
tengd eru sjávarútvegi verið sérstak-
lega áberandi. Ennfremur hafi borist
allmargar umsóknir frá fyrirtækjum
í fullvinnslu landbúnaðarafurða en
þar sem þau greiði ekki Iðnlána-
sjóðsgjald uppfylli þau ekki skilyrði
fyrir þátttöku í verkefninu.
Stjóm vöruþróunarverkefnisins
skipa Hallgrímur Jónsson, Iðntækni-
stofnun, Davíð Lúðvíksson, Félagi
íslenskra iðnrekenda og Þórður
Valdimarsson, Iðnlánasjóði.
Fjármaga til
framkvæmda
SUÐURLANDSBR. 22
, 108 REYKJAVIK
SIMl 689050 -FAX 812929
Þessi athafnamaður er að fara
í dagflug frá íslandi með SAS...
...ekki þessi!
SAS fer i loftið á skikkanlegum tíma, þess vegna geturðu
farið á fætur á skikkanlegum tíma!
A veturna leggjum við í hann kl
við flugið kl.8.35.
Hentar það ekki ágætlega?
Hafðu samband við SAS eða
ferðaskrifstofuna þína.
9.35 og á sumrin tökum
ff///£4S
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
simi 62 22 11