Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 DRÖFN Friðfinnsdóttir, mynd- listarkona frá Akureyri, opnar sýningu á verkum sínum í FIM- salnum við Garðastræti í dag, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru tuttugu og eitt verk, unnin í tréristu. Stærð myndanna er frá 25x35 cm til 100x150 cm og er hver mynd í tíu eintökum. Dröfn hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga, en þetta er hennar fimmta einkasýning. Áður hefur hún sýnt í Dynheimum á Akureyri árið 1987, í Hamengalleri í Lathi í Finnlandi árið 1988 og í Gamla Lundi á Akureyri árin 1989 og 1991. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14 tíl 18 fram til sunnudagsins 22. mars næstkom- andi. Dröfn stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla ís- lands árið 1963 og síðan við málaradeild Myndlistarskól- ans á Akureyri á árinum 1982 til 1986. Þá stundaði hún myndlist- amám við Listaskólann í Lathi í Finnlandi á árunum 1987 til 1988. Hún hefur á síðustu árum sinnt myndlistinni af kappi jafnframt því sem hún er starfsmaður íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar. Vinnustofa Drafnar er á heimili hennar við Lerkilund og segist hún kunna því vel að vinna að listsköp- un sinni heima við. „Stuttu stund- imar sem gefast nýtast mér vel og því hentar það ágætlega að hafa vinnustofúna innan seilingar," segir Dröfn. „Það er enginn vandi að fínna þann tíma sem maður þarf til að sinna myndlistinni og mér fínnst það á engan hátt trufla mig Viðfangsefnin segir hún vera samspil augans og túlkun tilfinn- inga á tilbrigðum náttúrunnar, það sem fólk fremur fínni en sjái; hitann og frostið, gný náttúruaflanna, hlýja goluna og norðangarrann. Menntun Drafnar á myndlistar- sviðinu er úr málaradeild og er fremur stutt síðan hún sneri sér að tréristunni. „Þetta form virkaði frekar fráhrindandi á mig, mér fannst þetta grófur miðill og trérist- an höfðaði á engan hátt til mín,“ segir hún, en hvers vegna fór hún þá að fást við þetta form sem hún hafði engan áhuga á? „Þegar ég var við nám í Finnlandi fylgdist ég með fólki sem var í tréristunni, ég var ekki þátttakandi í þessu sjálf, enda í allt annarri deild og ég sinnti þessu ekkert þarna úti. Þegar ég kom heim aftur fór ég að fikra mig áfram sjálf til að prófa og nú finnst mér þetta mjög heillandi." Dröfn segist finna fyrir meira fijálsræði í tréristunni en málverk- inu. Hún kalli á afdráttarlaus vinnu- brögð og það sé ekki hægt að mála yfir mistökin. „Þetta virkar skemmtilega og gefur manni mikið, það er þetta óvænta, hvernig þrykk- ið tekst til. Það getur komið manni þægilega á óvart, það koma iðulega fram tilbrigði sem maður ekki getur séð fyrir.“ Texti: Margrét Þóra - SEGIR DRÖFN FRIÐFINNSDÓTTIR, SEM OPNAR SÝNINGU í FÍM- SALNUM í DAG Morgunblaöið/Kúnar POr Dröfn Fridfinnsdóttir við eitt þeirra verka sem veróa ó sýningu hennar sem opnuð verður í FIM-salnum í dag. þó ég sinni einnig hlutastarfí úti í bæ. Það kennir manni að skipu- leggja tíma sinn vel og það má oft kenna um skipulagsleysi ef tíma- skortur hijáir okkur. En þetta fyrir- komulag, að skipta sér á milli mynd- listarinnar annars vegar og svo þess sem ég er að fást við þess utan hins vegar, kemur- vel út hjá mér. Þegar maður vinnur að mynd- list er nauðsynlegt að vera í tengsl- um við lífið í kringum mann.“ TRÉRISTAN KEMUR MANNI OFT ÞÆGILEGA Á ÓVART GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON, 3T: Háloftaflug. EINAR ÓLASON, Alþýóublaðið: Sjón. KELI, Morgunblaðinu: Ungfrú Leggjalöng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.