Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LAIMDSMANNA 1992 ÞRKUUDAGUR 17. MARZ BLAD adidas .annað ekki ir KNATTSPYRNA Norðmenn hræðast Alfreð! Mynd: Bild Zeitung .■ • :■ SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Linz Norðmenn vonast til þess að lið Bidasoa, sem Júlíus Jónasson leikur með á Spáni, tapi strax í fyrsta leik bikar- keppninnar á morg- un er það mætir liði Teka. Ástæðan er sú að þeir hafa frétt að komist liðið áfram í keppninni sé von á stórskyttunni Alfreð Gísla- syni hingað til Austurríkis fyrir leik íslands og Noregs í B-keppnini á sunnudag. Fréttin þess efnis að Alfreð hefði gefið kost á sér í landsliðið, komi Jþlíus ekki, vakti litla hrifningu í herbúðum norska landsliðsins, að sögn norsks blaðamanns sem Morg- unblaðið ræddi við í Austurríki í gær. Hann sagði Norðmennina hræðast Alfreð meira en nokkurn annan íslenskan leikmann. Eyjólfur Sverrisson fagnar marki sinu, sem færði Stuttgart sigur, 1:0, gegn Köln á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni á laugar- dag. Eyjólfur skoraði þegar aðeins fimm mínútur voru eftir og lið hans er enn í öðru til þriðja sæti, ásamt Frankfurt. Það er út- herjinn Ludwig Kögl sem samfagnar ís- lenska landsliðsmanninum. Nánar/ B8 HANDBOLTi ÍÞRÓTTIR FYRIRALLA íþróttasamband íslands hefur ákveðið að stofna fjöldasamtök til eflingar almenningsíþróttum og útivist undir kjörorðinu •r “Heilbrigt líf - Hagur allra”. íþróttasambandið hyggst eiga samstarf við sem flest samtök, stofnanir, starfshópa, fyrirtæki ofl, sem láta sig varða hollustu og heilbrigði fólks á öllum aldri, hvort heldur samstarfsaðilarnir eru innan eða utan íþróttahreyfingarinnar. Formleg stofnun samtakanna fer fram í maímánuöi nk. Þar verða m.a. kynnt reglugerð samtakanna, kjörin stjóm, rætt um áformaða starfsemi ofl. Öllum aðilum, sem hafa áhuga á sinni eigin heilsu og annarra, er hér með boðin þátttaka. Vinsamlega hafið símasamband við skrifstofu ÍSÍ í síma 91-813377 og látið vita af ykkur. Velkomin til samstarfs. íþróttasamband íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.