Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
FRJALSÍÞROTTIR / MEISTARAMÓTIÐ INNANHÚSS
Ætla að ná
lágmarkinu
í tugþraut
-segir Jón Arnar Magnússon, sem var
þrefaldur meistari á innanhússmótinu
„ÞAÐ er gaman að byrja aftur og ná svona árangri," sagði mað-
ur meistaramótsins ífrjálsum íþróttum, Jón Arnar Magnússon
úr Ungmennafélagi Gnúpverja. Jón sló níu ára gamalt Islandsmet
i langstökkinu og vann til þrennra gullverðlauna.
Jón Arnar, sem gekkst undir hné-
aðgerð í apríl á síðasta ári, er
nýbyrjaður að keppa aftur og í lang-
stökkskeppninni í Baldurshaga á
laugardag bætti hann íslandsmetið
um tólf sentimetra. Jón stökk 7,64
en fyrra íslandsmet þeirra Jóns
Oddssonar og Kristjáns Harðarson-
ar var sett 1983. Metið fauk strax
í fyrsta stökki. Jón Arnari tókst
ekki að bæta þann árangur í hinum
fimm stökkunum þrátt fyrir góðar
tilraunir. Tvö stökk hans mældust
styttri og þrjú góð stökk hans voru
ógild þar sem hann steig fram fyr-
ir plankann. „Ég hef lítið æft lang-
stökkið í vetur og þarf ýmislegt að
laga í atrennunni," sagði Jón Amar
Magnússon eftir langstökkskeppn-
ina.
A sunnudeginum vann Jón annað
gull sitt á mótinu þegar hann kom
fyrstur í mark ásamt frænda sínum
Olafi Guðmundssyni HSK. Þeir
komu í mark á 6,7 sekúndum sem
er jöfnun á íslandsmeti þeirra
Hjartar og Gísla Sigurðssona. Jón
Amar var hins vegar sjónarmun á
undan og dæmdur sigur. „Það er
alltaf keppni á milli okkar og við
virðumst vinna til skiptist. Síðast
vann Óli og nú var komið að mér.“
Þriðja gull sitt á meistaramótinu
fékk Jón Arnar síðan fyrir þrístökk-
ið.
„Þessi árangur gefur mér auknar
vonir um að ná Ólympíulágmarkinu
í tugþraut. Mig skortir 400 stig og
ég ætti að geta náð því ef að ég
hitti á góða þraut,“ sagði Jón Arn-
ar en lágmarkið er 7.750 stig.
■ HJÖRTUR Gíslason hefur til-
kynnt félagaskipti úr UMSE í FH.
Hjörtur starfar í Noregi og er í
ágætu formi um þessar mundir.
Hann hljóp 60 m grindarhlaup á
8,1 sekúndu á móti ytra fyrir
stuttu.
■ FH-ingar taka í fyrsta sinn
þátt í Evrópukeppni félagsliða í
sumar. Keppnin að þessu sinni fer
fram í Birmingham, Englandi í
lok maí. Mun FH senda 18-20
manns til keppni. Félagið keppir í
c-riðli.
■ Gunnar Smith hástökkvari úr
FH æfír einnig körfuknattleik með
KR og svo kann að fara að hann
komist á námssamning í körfu-
knattleik hjá bandarískum háskóla.
Einn af félögum föður hans var á
ferð í Bandaríkjunum fyrir skömmu
og hafði samband við bandaríska
háskóla sem benti þeim á Gunnar.
Tveir skólar skrifuðu Gunnari til
að forvitnast hvort hann hefði
áhuga. „Stefnan er sett á að kom-
ast í skóla í Bandaríkjunum. Ef ég
fer þá mun ég bæði æfa hástökk
og körfu,“ sagði Gunnar sem er
yfir tveir metrar á hæð sem ætti
að nýtast í báðum íþróttunum.
BLAK
KAfrest-
aði hátíd
Stúdenta
Stúdentar gátu ekki fagnað ís-
landsmeistaratitli um helgina.
Þeim fataðist flugið á Akureyri og
■■■■■■ töpuðu fyrir KA í
Guömundur fimm hrinu leik. Stúd-
Helgi entar urðu því að
Þorsteinsson fresta hátíðarhöldun-
skrifar um vegna titilsins,
sem þó er í sjónmáli.
KA-menn byijuðu leikinn betur og
skelltu Stúdentunl í fyrstu hrinu 16:6
en nokkuð fát var á leik ÍS til að
byija með. Eftir heldur lélega byijun
hristu Stúdentar af sér slenið og unnu
aðra hrinu, naumlega þó, eftir að hafa
haft góða forystu. Þeir voru 9:1 yfir
um tíma en lokatölur urðu 15:13.
KA vann þriðju hrinuna og Stúdent-
ar þá fjórðu. Urslitahrinan varð ekki
löng. Heimamenn komust í 8:2, og
fátt gekk upp hjá ÍS. Mikil mistök
gerðu möguleika liðsins um sigur að
engu og KA menn gengu á lagið og
unnu 15:5.
Flestir leikmenn KA áttu góðan dag
og lágvörnin var oft og tíðum frábær.
Bjami Þórhallsson var mjög dijúgur
í sókninni hjá KA en kantskellar ÍS
stóðu sig ekki i stykkinu að þessu
sinni. Sérstaklega Hiou Xiao Fei sem
hefur oft átt betri dag.
HK ■ baráttu
HK-liðið gerði góða ferð austur
á Neskaupstað og skellti þar heima-
mönnum í tveimur leikjum. Á föstu-
daginn vann liðið í þremur hrinum
en á laugardaginn bitu Þróttarar
hressilega frá sér og veittu HK pilt-
um harða keppni. Þeir urðu þó að
játa sig sigraða eftir fimm hrinur.
HK mætir KA í undanúrslitum
bikarsins í Digranesi um næstu
helgi og þá kemur í ljós hvort liðið
fer í úrslit en þessi lið léku til úr-
slita í fyrra.
Stúdínur unnu UBK
Sigurganga Stúdína í úrslita-
keppninni heldur áfram. Að þessu
sinni voru það Breiðabliksdömur
sem urðu að lúta í lægra haldi fyr-
ir þeim. ÍS vann fyrstu hrinuna
15:8 en Blikar þá næstu 15:5. Stúd-
ínur voru fastar fyrir í næstu tveim-
ur hrinum og það var aldrei spurn-
ing hvort liðið færi með sigur.
Þórey Haraldsdóttir var sterk í
liði ÍS og Friðrika Marteinsdóttir
sýndi góð tilþrif í uppgjöfum. ÍS
er nú efst í úrslitakeppninni en á
eftir að mæta Víkingsstúlkum í
fyrri umferðinni.
Ágætis árangur í mörgum greinum
ÁGÆTUR árangur náðist í
mörgum greinum á Meistara-
mótinu í f rjálsíþróttum sem
haldin var í Baldurshaga og
Kaplakrika um helgina. Eitt ís-
landsmet féll og ein metjöfnun
leit dagsins Ijós í f ullorðins-
flokki. Þá féllu nokkur ungl-
ingamet á mótinu.
Einar Þór Einarsson, Ármanni,
sigraði örugglega í 50 metra
hlaupi karla á 5,8 sekúndum sem
er 2/10 frá meti
hans sem sett var á
meistaramótinu í
fyrra. „Það er búið
að ganga allt á aft-
urfótunum í vetur. Ég tognaði tví-
vegis í vöðva aftan á læri og fékk
síðan flensu sem ég er að losna við.
í fyrra var veturinn góður en sum-
arið lélegt en ég verð bara að vona
að það verði þveröfugt í ár,“ sagði
Einar.
í 50 metra hlaupi kvenna stóð
baráttan á milli Geirlaugar Geir-
laugsdóttur Ármanni og Snjólaugar
Vilhjálmsdóttur. Geiriaug hafði bet-
ur. „Ég hef aldrei æft jafn vel og
í vetur. Snjólaug var sjónarmun á
undan í undanúrslitunum en ég var
ákveðinn í að gefa allt í úrslita-
hlaupið,“ sagði Geirlaug.
Sögulegt 800 m hlaup
800 metra hlaupið var nokkuð
sögulegt. Raðað var niður í þijá
riðla eftir styrkleika og besti tími
látinn gilda. Þorsteini Jónssyni,
knattspymukappa úr FH sem aldrei
hefur keppt í 800 m hlaupi var
raðað í 2. riðil og vann óvæntan
sigur. Þorsteinn háði mikla keppni
við Jón Þór Þorvaldsson UMSB um
fyrsta sætið í riðlinum Þorsteinn tók
forystuna á síðasta hring og Jóni
Þóri skorti þrek til að fylgja honum
eftir. Tími Bjöms Traustasonar úr
FH sem sigraði í „sterkasta" riðlin-
um nægði hins vegar aðeins til
bronsverðlauna.
Hulda Björk Pálsdóttir úr ÍR
vann öruggan sigur í 800 m hlaupi
kvenna. Hulda sem keppti í síðari
riðlinum náði forskoti eftir þijá
hringi af sjö og hún jók jafnt og
þétt forskot sitt til loka. „Ég var
samt aldrei ömgg um sigurinn. Ég
er ánægð með tímann og það er
greinilegt að æfíngarnar hafa skilað
sér. Mér fannst létt að hlaupa fyrstu
fimm hringina en síðan fór ég að
finna fyrir þurra loftinu," sagði
Hulda. Fimmtán ára stúlka úr FH,
Ásdís M. Rúnarsdóttir, kom fyrst í
markið í fyrri riðlinum og nægði
tími hennar til silfurverðlauna.
Pétur Guðmundsson fékk litla
keppni í kúluvarpinu. Oll köst Pét-
urs voru yfir nítján metra. Það
lengsta 19,85 en hann lét engu að
síður illa af kúlunni sem var plast-
húðuð og nokkuð meiri að ummáli
en þær kúlur sem notast er við
utanhúss. Pétur breytti um stíl,
notaðist ekki við hringstílinn þar
sem hann náði ekki traustu haldi á
plastinu. „Miðað við stílinn og kúl-
una get ég vel við unað,“ sagði
Pétur.
Hinn tvítugi Gunnar Smith úr
FH var nokkuð ömggur sigurveg-
ari í hástökkinu. Gunnar stökk 2.01
m og bætti sig um einn sentimetra.
„Ég hef lítið æft að undanförnu
vegna anna í skólanum en hvíldin
virðist hafa gert mér gott,“ sagði
Gunnar eftir sigurinn. Magnús Ar-
on Hallgrímsson, efnilegur
hástökkvari úr UMFS, varð í öðru
sæti. Hann stökk yfír 195 sm í
þriðju tilraun sinni við þá hæð og
jafnaði þar með sveinamet ÍR-ings-
ins Stefáns Stefánssonar frá 1979.
Þess má geta að Stefán keppti einn-
ig í greininni og hvatti Magnús
óspart til dáða.
Sentimetri skildi aö
Sunna Gestsdóttir USAH og Þur-
íður Ingvarsdóttir UMFS háðu
harða baráttu um sigurinn í lang-
stöki. Sunna stökk 5,66 m, senti-
metra lengra en Þuríður og uppskar
sigur og Islandsmet í meyjaflokki.
Fyrra metið átti Bryndís Hólm, 5,56
m sett 1981. „Ég er búin að reyna
við þetta met á öllum mótum og
loksins tókst það,“ sagði Sunna.
Þess má geta að Sunna tábrotnaði
í síðustu viku. Hestur steig ofan á
litlu tá en brotið háði Sunnu ekki
á mótinu.
Sigurður T. Sigurðsson vann ör-
uggan sigur í stangarstökkinu með
því að fara yfir 4,90. Tómas Gunn-
arsson HSK átti ágæta tilraun við
3,92 sem er sentimetra hærra en
gildandi drengjamet.
Jóhann Ingibergsson FH og Jón
Þór Þorvaldsson UMSB börðust um
sigurinn í 1500 m hlaupi. Þeirtóku
forystuna um mitt hlaupið og Jó-
hann var sterkari á endasprettinum.
Tími Jóns Þórs er nýtt drengjamet.
íris Grönfeldt UMSB vann sigur
í kúluvarpi kvenna. Berglind
Morgunblaöið/Frosti
Þorsteinn Jónsson
Bjamadóttir UMFT og Þuríður Ing-
varsdóttir UMFS bættu báðar besta
árangur sinn í greininni.
Þórdís Gísladóttir HSK kom frá
Noregi til þess að taka þátt í há-
stökkskeppninni. Hún vann Örugg-
an sigur, stökk 185 sm og jafnaði
þar með meistaramótsmet sitt frá
því í fyrra. Þá átti hún ágæta til-
raun við 188 sm. „Ég var aðeins
of fljót á mér í síðustu tilrauninni
en að öðru leyti er ég sátt við árang-
urinn,“ sagði Þórdís.
Frosti
Eiösson
skrifar