Morgunblaðið - 17.03.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 17.03.1992, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 KORFUKNATTLEIKUR / JAPISDEILDIN Skallagrímur hafði þaðaf ÞAÐ VAR rosalega góð stemmning ítroðfullu íþrótta- húsinu í Borgarnesi í leiknum gegn Tindastóli um helgina. Borgnesingar unnu og tryggðu sér þar með áframhaldandi veru ídeildinni. „Borgnesingar léku vel í þessum leik og það var ekki nægur kraftur i okkur til að taka á móti þeim,“ sagði Valur Ingimundarson fyrirliði Tindastóls eftir leikinn. „Það var allur vindur úr okkur. Okkur fannst að við hefðum misst af tækifærinu þegar KR vann Njarðvík og því náðist ekki upp nein stemmning hjá okkur, menn höfðu ekki nægan áhuga á leiknum.“ Liðin voru mjög jöfn í fyrri hálf- leik og aðeins 4 stig skildu í leikhléi, 43:39. Allt var síðan í járn- um í byijun síðari hálfleiks og liðin skomðu ekki stig í nokkrar mínútur en þá small lið Skalla- gríms saman og allt gekk upp og það náði 10 stiga forystu. Skalla- TheódórKr. Þórparson sknfarfrá Borgarnesi grímur hafði síðan tögl og hagldir í þessum leik og komst mest í 20 stiga forystu. Liðið sýndi allar sínar bestu hliðar. Þegar 5 mínútur voru eftir misstu Tindastólsmenn Val Ingimundarson út af með 5 villur og var liðið eftir það áberandi vængbrotið. Bestu menn Skallagríms voru Maxim, Birgir, Skúli og Þórður Jónsson sem náði að taka Val Ingi- mundar svo að segja úr umferð. Hjá Tindastóli voru Ivan Jonas, Einar Einarsson, Pétur Guðmunds- son og Haraldur Leifsson bestir. „Nú er takmarkinu náð, við erum í 8. sæti og fyrir ofan Þór og Snæ- fell. Þetta hafðist í síðasta leiknum. Ég var í sjálfu sér ekkert hræddur fyrir þennan leik, við höfum átt góða heimaleiki í vetur. En ég var hins vegar ekki rólegur fyrr en al- veg undir lok þessa leiks,“ sagði Birgir Mikaelsson þjálfari og leik- maður Skallagríms. Hann vildi taka fram að sér fyndist það ósanngjarnt hjá KKÍ að liðið sem þyrfti að spila aukaleikinn um veru sína í úrvals- deiidinni þyrfti að bíða í heilan mánuð þar til að honum kæmi. Það væri bæði erfitt og kostnaðarsamt. Borgnesingar fagna og þakka áhorfendum stuðninginn. Frá vinstri: Skúli Skúiason, Elfar Þórólfsson, Arelíus Emilsson li son þjálfari, Hafsteinn Þórisson fyrirliði, Valur Þorsteinsson, Þórður Helgason og Þórður Jónsson. Kveðju- leikur Þórsara Ekki fór á milli mála að leikmenn Þórs og Hauka höfðu ekki mikinn áhuga, þegar liðin mættust í Japisdeildinni á Reynir Akureyri á sunnu- Eiríksson dagskvöld. Þórsarar skrífar Voru þegar fallnir og Haukar höfðu misst af úrslitakeppninni. Nokkuð jafnt var á með liðunum komið í fyrri hálfleik, en Haukar höfðu þó undirtökin. Sama var uppi á teningnum fyrstu mínúturnar eft- ir hlé, en síðan hófu Haukar að leika pressuvörn, sem ungir Þórsar- ar réðu engan veginn við. Gestirnir náðu á skömmum tíma 20 stiga forskoti og sigurinn var aldrei í hættu. Þórsarar hafa þar með lokið veru sinni í efstu deild að sinni og þeirra bíður verulegt uppbyggingarstarf. Konráð Óskarsson var þeirra bestur og Joe Harge átti þokkalegan leik. Sama má segja um ungu strákana miðað við fyrstu skrefin í deildinni. John Rhodes var mjög sterkur hjá Haukum og Jón Arnar Ingvars- son var öflugur í þriggja stiga skot- unum og skoraði úr sjö slíkum. Þá var Henning Henningsson dijúgur. Morgunblaðið/Einar Falur Þjálfaradans. Tómas Holton, þjálfari Vals, er ekki alveg með á hreinu hvar Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, heldur sig með boltann. KR-ingar í úrslitin KR-ingar sigruðu Snæfellinga örugglega í Japissdeildinni á sunnudagskvöid og tryggðu sér þar WKKKKKKM með þátttöku í úr- Ólafur slitakeppni fjögurra Sigurðsson efstu liða. Hólmarar skritar sjya eftjr meg ennið og þurfa að leika aukaleiki við lið númer tvö í 1. deild, þar sem Skallagrímur skaust upp fyrir þá með sigri á Tindastóli. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti og léku mjög vel. Vöm Hólm- ara var galopinn og KR-ingar náðu fljótlega 15 stiga forystu. Hólmarar skiptu yfir í svæðisvörn um miðjan fyrri hálfleik og Hreinn Þorkelsson skoraði þá tvær þriggja stiga körfur í röð. Með mikilli baráttu tókst Hólmurum að minnka muninn í fimm stig. Þar munaði mest um framtak Bárðar Eyþórssonar, sem átti frábæran leik. Á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks skoruðu KR-ingar 27 stig gegn fjórum og lið Snæfells sá ekki til sólar eftir það. Dave Grissom og Guðni Guðnason áttu stórleik fyrir KR, en hjá Snæfelli var Bárð- ur Eyþórsson yfirburðarmaður eins og áður er um getið. Snæfell þarf nú að bíða í þrjár vikur eftir því að leika aukaleikina um sætið í deildinni, þar sem úrsli- takeppninni í 1. deild lýkur ekki fyrr. Tim Harvey fer því ekki heim í dag eins og ráð hafði verið fyrir gert. ■ Úrslit / B6 ■ Lokastaðan / B6 Kefl- vfldngar öruggir sigur- vegarar Keflvíkingar sigruðu Valsmenn næsta örugglega 92:81 í Keflavík á sunnudagskvöldið í loka- umferð úrvalsdeild- Björn arinnar fyrir úrslita- Blöndal keppnina og urðu skrifarfrá þar meg deildar- meistarar. Keflvík- ingar sigruðu örugglega í B-riðli og mæta þeir KR-ingum í undanúr- slitum en þeir urðu í öðru sæti í A-riðli. Þar sigruðu íslandsmeistar- arnir úr Njarðvík og leika þeir gegn Valsmönnum sem urðu í öðru sæti í B-riðli. Leikurinn í Keflavík var ákaflega þýðingarmikill fyrir Keflvíkinga því með sigrinum tryggðu þeir sér oddaleikinn, leiki þeir til úrslita um íslandsmeistara- titilinn. Leikurinn á. sunnudagskvöldið bauð ekki uppá mikla skemmtun né spennu þrátt fyrir mikla þýð- ingu. Keflvíkingar voru mun betri lengstum og virtust um tíma ætla að stinga Valsmenn af þegar þeir náðu 12 stiga forskoti, 25:13, í fyrri hálfleik. En Valsmönnum tókst að jafna þann mun og tókst að hanga í heimamönnum allt þar til liðlega 5 mínútur voru til leiksloka. Þá var eins og allur vindur færi úr Valslið- inu og Keflvíkingar stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar. Jonathan Bow og Jón Kr. voru atkvæðamestir í liði ÍBK ásamt þeim Guðjóni og Kristni og einnig stóðu þeir Albert og Nökkvi sig vel. Franc Booker náð ekki að sýna sínar bestu hliðar að þessu sinni og varð að láta sér næga að gera 16 stig. Ragnar Jónsson, Matthías Matthíasson og Símon Ólafsson voru bestu menn Vals. Formaðurinn fékk Mikil gleði ríkti í herbúðum nýliða Skallag tryggt. Hér þakka leikmennirnir Sólrúnu Ra ar, fyrir vel unnin störf. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.