Morgunblaðið - 18.03.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1992
B 7
Nokkur orð vegna umfjöllunar
um vaktavinnu í frystihúsum
í Morgunblaðinu þriðjudaginn 10. mars er fyrirsögn á frétt sem virð-
ist vera skrifuð úr munni Finnboga Baldvinssonar, framkvæmda-
sljóra Söltunarfélags Dalvíkur, svohljóðandi: „Verkalýðsfélög standa
í vegi fyrir aukinni atvinnu“. Minna mátti það ekki heita. í fram-
haldi af þessu er síðan farið með fullyrðingar um ábyrgðarleysi
verkalýðshreyfingarinnar og hún vænd um að ætla fiskviimslunni
allt önnur kjör en öðrum atvinnugreinum.
eftir
Snæ Knrlsson
Þessi hróp að verkalýðsfélögum
og fiskvinnslufólki era raunar lítt
skiljanleg ekki síst í ljósi þeirra stað-
reynda, að verkafólk í fískvinnslu
hefur búið við lakari samningsleg
kjör og minna at-
vinnuöryggi en
fólk í flestum öðr-
um atvinnugrein-
um. Enn óskiljan-
legri er þessi háv-
aði þó í ljósi þess
að i því máli sem
honum veldur lá
það fyrir að báðir
aðilar höfðu vísað
viðfangsefninu, sem er vaktavinna
í fiskvinnu, til heildarsamtaka sinna
og þau komið sér saman um að
taka málið upp með samningsgerð
um vaktavinnu í fískvinnu að
markmiði.
í grein í Verinu, sérblaði Morgun-
blaðsins um sjávarútvegsmál, 11.
mai-s sL, er rætt við Einar Svans-
son, framkvæmdastjóra Fiskiðjunn-
ar á Sauðárkróki, um vaktavinnu í
frystihúsum. Þar segir Einar að
málið, vaktavinna í frystihúsum,
strandi á verkalýðsforystunni, sem
hingað til hafi ekki verið til um-
ræðu um að koma á fót vaktavinnu
í fiystihúsunum.
Ekki veit ég hvaðan Einar telur
sig hafa þennan algjöra kunnug-
leika á málinu, en staðreynd er að
þegar þetta viðtal er tekið er málið
búið að vera nokkra daga í sam-
tölum á milli forystu deildar fisk-
vinnslufólks í verkamannasam-
bandinu og aðilar höfðu hist form-
lega og farið yfir málið og helstu
efnisþætti þannig að vinnan að
undirbúningi rammasamnings um
vaktavinnu er í eðlilegum farvegi.
Hitt er svo hægt að upplýsa að
vaktavinna er búin að vera í gangi
áram saman í einstökum þáttum í
fiskvinnslu með samningi á milli
einstakra félaga og fyiiitækja og
á Húsavík var fyrir nokkram áram
unnið í fiskvinnslu í vaktavinnu, eða
á meðan hráefni leyfði að haldið
væri uppi vöktum. Ýmislegt kemur
raunar fram í umgetnum greinum
í Morgunblaðinu sem skynsamlegt
er og vel er hægt að taka undir.
Undiiritaður hefur áður lýst
þeirri skoðun sinni við ýmsa foryst-
umenn í fiskvinnslunni, að við ætt-
um að skoða það alvariega hvort
ekki væri nauðsynlegt að breyta
vinnufyrirkomulagi í fiskvinnslunni.
Það myndi þýða betri nýtingu á
fjárfestingum. Það gæti komið í veg
fyrir að stofnað væri til óþarfrar
fjárfestingar og ekki síst gæti það
leitt til betri afkomu bæði fólks og
fyrirtækja. Þar sem við teljum að
séu möguleikar til að styrkja atvinn-
ustöðu verkafólks og auka tekju-
möguleika þess erum við alltaf
reiðubúnir til að skoða málin.
í ljósi þeirra breytinga, sem
hugsanlega eru framundan í mark-
aðsmálum fiskiðnaðarins, getur það
verið atvinnugreininni lífsnauðsyn-
legt að skoða alvarlega þessi mál.
Það gæti hinsvegar þýtt að frysti-
togaramir yrðu næsta loðdýra/fisk-
eldis-katastrófa í atvinnu og efna-
hagslífi okkar, sem ég er þó ekki
að segja að liggi í orðum Einars.
En meginatriðin varðandi full-
yrðingar um að einhver óskilgreind
verkalýðsforysta hafi staðið í vegi
fyrir upptöku vatavinnu eða annarr-
ar hagiæðingar í fiskvinnslu era
þessar. Vaktavinna hefur verið tíðk-
uð í ýmsum þáttum í fiskvinnslu
um árabil. í sumum tilfellum hefur
slíkt vinnufyrirkomulag fallið um
sjálft sig sökum skorts á hráefni,
en kostir og oft nauðsyn.þess að
taka upp vaktavinnu era löngu
kunnir í atvinnugi-eininni.
Inn til Verkamannasambandsins
hefur ekki borist beiðni frá samtök-
um fiskvinnslunnar um gerð
rammasamnings fyrir fiskvinnslu
fyrr en um miðja síðustu viku (vik-
una 1. til 7. mars). Þeim tilmælum
var strax tekið mjög jákvætt og
undirbúningsvinna er hafin, eins og
hér að framan er lýst. í von um
að menn vilji heldur hafa það sem
sannara reynist, fremur en að búa
sér til ímyndaða óvini eða afsakanir.
Höfundur er
vinnsludeildar
bands íslands.
formaður fisk-
Verkamannasam-
TRAUSTAR VORUR
OG ÞJÓNUSTA
VIÐ ÍSLENSKAN
FISKIÐNAÐ OG
'STIVOKVAKERFI
Drifbúnaður fyrir spil o.fl.
Radial stimpildælur
Vökvamótorar
ALLT TIL RAFSUÐU
VÉLAR VÍR OG FYLGIHLUTIR
FÆRIBANDAMÓTORAR
MONO
FLYGT
RYÐFRÍAR HÁ- OG
LÁGÞRÝSTIÞREPADÆLUR
FISKIDÆLUR - SLÓGDÆLUR
þjónustudeild oKKar veita sölumenn fúslega
faglegar upplýsingar - hafiö samband.
HÉÐINN
SELJAVEGI 2, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
caas
VOGIR sem VIT er íá SJÓ...!
NÝ OG BETRI SKIPAVOG.
✓
Otrúlegur svartími í vigtun,
minna en 1 sek. (0.7 sek)
Þú kaupir áralanga reynslu í vigtun á sjó
með nýju POLS skipavoginni.
Val um 3 pallastæröir.
35x35 sm. • 45x45 sm • 50x60 sm.
Frá lkg til 150 kg með upplausn frá O.lg.
IjZsIS
RAFEINDAVÖRUR HF.
P.O.Box 424 • fsaijörður
S. 94-4400 • Fax: 94-4591
Síðumúla 23 • Reykjavík
S: 91-672122 • Fax: 91-679839
Til sölu er m/b Hlífar Pétur NK-15, sem er 63 brl.
frambyggður eikarbátur með 503 ha. Caterpillar
aðalvél árgerð 1985. Endurbyggður 1985. Varanleg-
ar aflahlutdeildir fylgja. Aflamark fiskveiðiársins
1991 -92 var 160,7 þorskígildi og 145,7 tonn af rækju.
Upplýsingar gefur Friðrik J. Arngrímsson, hdl., Ing-
ólfsstræti 3, Reykjavík, sími 91-625654, telefax
616297.
Fiskvinnsla og veiðar
Vantar þig eða þarftu að losna við fiskvinnsluvélar?
Hafðu samband.
Fundvís hf., framleiðslutækjamiðlun,
sími 91-643031, fax 91-40965.
120 feta fótreipistroll
sem nýtt til sölu.
Upplýsingar í símum 96-62468 og 985-20791.
Útgerðarmenn
Höfum til sölu Mustad beitingarvélar.
Einnig plötufrysta af ýmsum stærðum og gerðum
ásamt pressum og öðrum búnaði.
Skipavarahlutir, sími 625580.
Fiskkör
Notuð 660 lítra fiskkör til sölu.
Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„F - 660“ fyrir föstudag.
KVjpTABANKINN
Vantar þorsk, ýsu, ufsa og karfa.
Kynntu þér verðið.
Sími 656412, fax 656372.
Jón Karlsson.