Morgunblaðið - 18.03.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIDVIKUDAGUR 18. MARZ 1992 B 3 Fmmleiðsluverðmæti í fiskeldi 1,9 milljarðar Fjöldi endurheimtra laxa úr hafbeit 1991 jókst um 47% frá næsta ári á undan VERÐMÆTI fram- leiðslu í fískeldi á árinu 1991 var 1.884 milljónir króna en sambærileg tala fyrir árið 1990 var um 1.922 milljónir. Árið 1991 var slátrað fiski og hann seldur fyrir 1.010 milljónir króna, samkvæmt skýrslu fiskeldisdeildar Veiðimálastofnunar. Störf í físk- eldi svöruðu til 227,5 mamiára í fyrra en það er fækkun um 12,5 mannár frá 1990. A skrá hjá Veiðimálastofnun eru 75 fískeldis- og Birgðir af laxi í áframeldi voru í ársbyijun 1991 2.665 tonn en í árs- lok 2.546 tonn. Seld voru 3.030 tonn af laxi á árinu 1991 en það ár var heildarframleiðsla af laxi 2.911 tonn. Á yfírstandandi ári er áætlað að framleidd verði 2.900-3.000 tonn af laxi til slátrunar í eldisstöðvum en 800-1.000 tonn af laxi fáist vegna hafbeitar. Þá er búist við að slátrað verði um 600 tonnum af silungi í ár. Sumarið 1991 endurheimtu 11 hafbeitarstöðvar alls 133.153 laxa úr sjó en þær seldu um 345 tonn af laxi í fyrra. Fjöldi endurheimtra laxa úr hafbeit 1991 jókst um 46,7% frá árinu 1990 en þá komu 90.726 laxar (280 tonn) úr sjó. í hafbeit var sleppt um 5,6 milljónum gönguseiða 1990 og rúmlega 6 milljónum 1991 en áætlað er að sleppa um 6 milljón- um gönguseiða í ár. Reiknað er með að hafbeit gefi af sér 797-1.086 tonn af laxi á yfir- standandi ári. Þá er annars vegar gert ráð fyrir 4% endurheimtum af laxi eftir 1 vetur í sjó og 2,4 kg. meðalþyngd en hins vegar 6% heimt- um af laxi eftir 1 vetur í sjó, og 2,4 kg. meðalþyngd, að viðbættum 0,7% heimtum af laxi eftir 2 vetur í sjó, meðalþyngd 5,6 kíló. Seldur lax frá strand- og landeld- isstöðvum 1991 var 1.195 tonn og 12 stöðvar stóðu að þessari fram- leiðslu. Sala á laxi árið 1991 var 46% minni en árið 1990 en þá seldu þær 1.739 tonn af laxi. Birgðastaðan í árslok 1991 var 904 tonn af lifandi laxi og birgðir í ársbyrjun voru 1.457 tonn og því var heildarframleiðsla þessara stöðva um 642 tonn á árinu 1991. Framleiðsla þessara stöðva hefur minnkað um'1.321 tonn milli ára. Sextán kvía- og fareldisstöðvar seldu 1.490 tonn af laxi 1991. Það er 52,5% aukning frá árinu 1990 en þá seldu 17 stöðvar 977 tonn. Fiskeldisrekstur breyttist nokkuð á árinu 1991, þar sem 15 fyrirtæki urðu gjaldþrota, 12 stöðvar hættu allri starfsemi og fækkun varð um 4 til viðbótar vegna sameiningar fiskeldisfyrirtækja. Á móti þessu kemur að ný fyrirtæki voru stofnuð um rekstur á fyrirtækjum, sem urðu gjaldþrota. Eftirfarandi eldisaðferðir eru not- aðar hér á landi: Seiðaeldi, strand- og landeldi, kvía- og fareldi, svo og hafbeit. Af 75 stöðvum um síðustu áramót voru 50 með seiðaeldi, 17 með strand- og landeldi, 13 með kvía- og fareldi og 14 með hafbeit. Tilraunastöðvar í fiskeldi eru 7. í fyrra voru teknar af skrám Veiðimál- astofnunar 2 stöðvar í seiðaeldi, 5 í strand- og landeldi, 5 í kvía- og far- eldi og 9 hafbeitarstöðvar. Óvíst er hvort starfsemi verði í ár hjá 12 stöðvum, sem voru í rekstri um síð- „Mendingar komnir lengst í bleikjueldi“ ÁÆTLAÐ magn af Stefnt er að því að merkja SSntíSS'aB hveija einustu bleikju hér SSl'SH Um 50 tonn voru seld á innanlandsmarkaði í fyrra en samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum var útflutningurinn þá um 178 tonn af slægðri bleikju og miðað við 350 króna fob-verð fyrir kflóið var útflutningsverðmætið um 63 mflljónir króna. Hins vegar er áætlað að slátrað verði inn 530 tonnum af bleikju í ár. Birgðir af bleilqu (mat- físki) um síðustu áramót voru 271 tonn en 161 tonn um næstu áramót Hermann Ottósson hjá Fagráði bleikjuframleiðenda segir að í fyrra hafi 45 stöðvar verið með bleikju í eldi. Flestar þessara stöðva séu hins vegar litlar og einungis 13 stöðvar hafi slátrað bleikju til sölu í fyrra. Þar af hafi 6 stöðvar verið með meira en 10 tonn. „íslendingar eru komnir lengst í bleikjueldi. Við erum hins vegar að vinna með stofna, sem eru villtir að upplagi og þurfum að hefja markvisst kynbótastarf. Bleikjueldi verður að byggja upp í takt við markaðinn. Við megum hafa okkur alla við að koma þeirri bleikju á markað, sem framleidd hefur ver- ið, og alltaf verður að gera ráð fyrir fylgni á milli framleiðslumagns og verðs. Framleiðsla á bleikju í heiminum var um 600 tonn í fyrra. Þar af voru íslendingar með um 350 tonn, Norð- menn um 200 tonn og Kanadamenn afganginn en þeir selja nær eingöngu villta bleikju. Norðmenn selja bleikj- una til Ítalíu og Frakklands en þó aðallega á heimamarkaði og í Sví- þjóð. Við erum að vinna að því að koma á samstarfi við Norðmenn um að samhæfa alla markaðssetningu og gæðavinnu hvað varðar bleikjuna og þeir hafa tekið vel í það,“ fullyrð- ir Hermann. Hann segir að aðilar að Fagráðinu séu framleiðendur, Búnaðarfélag ís- lands, Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva og Útflutningsráð íslands. Fagráðið var stofnað í jan- úar 1991 og vinnur að markaðs- og kynningarstarfi fyrir bleikjuframleið- endur. „Það starf hefúr skilað góðum árangri og við leggjum áherslu á að bleikjan sé einstök og dýr vara. í bleilqueldi hér hafi aldrei verið notuð lyf og sjúkdómar í bleikjunni eru nánast óþekktir. Við stefnum að því að merkja hveija einustu bleikju, þannig að hægt verði að rekja lífsfer- il hennar, allt frá framleiðanda, þar til hún er komin á borð neytandans. Bleikjan er flutt með flugi til Evr- ópu og Bandaríkjanna og hún er nú þekktari en áður á þessum mörkuð- um. Þetta markaðsstarf okkar hefur vakið athygli erlendis og birtar hafa verið greinar um íslenska eldisbleikju í erlendum tímaritum. Þá hefur fyrir- tækið Aquanor í Bandaríkjunum ákveðið að leggja áherslu á bleikju samfara sýningunni Boston Seafood nú í mars. Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir samtals 20 milljónum króna til þessa markaðsstarfs árin 1991- 1993 og þetta er stærsta einstaka framlag til markaðsstarfs á eldisfiski hérlendis. Við höfum unnið kynning- arefni um bleilqu á ensku, þýsku og frönsku og í athugun er að vinna að markaðsmálunum í nánu sam- starfi við virt útflutningsfyrirtæki," Atvinnutækifæri í fiskeldi Fjöldi mannára eftir kjördæmum og meðalfjöldi mannára í fiskeldisstöð Fjöldi mannáraí Fiskekji á árinu 1991 var 2271/2 og er þetta fækkun um 12,1/2 mannár frá 1990 en þá var fjöldi mannára í fiskeldi 240. Rest mannár voru unnin í Norðurlandskjördæmi eystra og í Reykjaneskjördæmi. áíiBáS VESTFIRÐIR 2,9 3 Jl 6__ /oi^ NORÐURL VESTRA 6,4 11 NORÐURL EYSTRA 5,1 6? = 10 mannár REYKJAVÍK 0,5 iSSa/ =10 Fiskeldisstöðvar 1,0 = Fjöldi mannára á stöð VESTURLAND 1,5 40 10 AUSTURLAND 1,6 20 ||7 SUÐURLAND2,0 REYKJANES 5,6 Áætluð framleiðsla og verðmæti sláturfisks hjá fiskeldisstöðvum 1992 2.976 Magn og verðmæti seldra afurða 1991 (fobverð) 3.030 Birgðastaða matfisks um áramót 1991-1992 (tonn) Oc 2 új OQ U- X 3: 797 Ct 3) CD —I co 600 I i co s C3 O <H o Uj cc 65 2.546 217 ^ 2 \ cc S I cc Uj 3> >< ?! 25 ULÍ L_J -J Framleiðsla (tonn) 892 909 Framleiðsla (tonn) co <c o ° 2 00 2 O Uj Lil —J CC 00 180 270 ——1 ....jl tt 2 új CQ 3: -j 279 □ Verömæti (millj. kr) ct CD </> 188 1 «ó O o cn s* o UJ ct 18 □ Verðmæti (millj. kr) Framleiðsluverðmæti í fiskeldi 1991 (millj. kr) 873 UJ —i 00 76 580 Q £ ct —j 156 □ ct O CD CO -SL ct Q CD co 2. 54 46 ct Q CD —1 S co I 175 □ kHÉÐlNN Héðinn smiðja byggir á áratuga reynslu og þekkingu í íslenskum jámiðnaði. Héðinn smiðja sérhæfir sig í hvers konar hönnun og leggur fram heildarlausn á verkefnum frá hugmynd til framkvæmdar. Þekkt hönnunarverkefni eru stálgrindahús, iðnaðar- hurðir, vélar og hvers kyns búnaður og kerfi. Héðinn smiðja smíðar allt milli himins og jarðar, jafnt einfalda hluti og flókinn búnað. Tæki, vélar, katlar, lyftur, stálgrindahús og iðnaðarhurðir eru bara nokkur dæmi um það sem við smíðum. Héðinn smiðja er þekkt fyrir lipra og skjóta viðgerðaþjónustu. Þrautreyndir starfsmenn með þekkingu á viðgerðum af öllum stærðargráðum sjá um viðgerðavinnuna. Meðal viðskiptavina má nefna skipa- og bátaflotann, fiskverkunarhús, verksmiðjur af ýmsu tagi og iðnaðarfyrirtæki. ÞJÚWUSTA Héðinn smiðja leggur áherslu á að viðskiptavinir fái bestu þjónustu sem völ er á. Til þess höfum við ábyrga og áreiðanlega starfsmenn sem leggja metnað í verk sín og kappkosta að finna lausnir sem hæfa hverjum og einum viðskiptavini. Leitaðu í smiðju til okkar = HÉÐINN = STÓRÁSI6 • GARÐABÆ • SÍMI 52000 Hönnun • smíði • viögeröir* þjónusta Fráhugmynd... ...til framkvæmdar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.