Morgunblaðið - 18.03.1992, Blaðsíða 8
i
iHoi'cumtiIaíiib
úr VERINU
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG
/
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1992
Hátt verð
fyrir kola
ÚTFLUTNINGUR á óunnum físki
fyrstu tvo mánuði ársins nam 11.501
tonni að verðmæti um 1,3 milljarðar
króna. Meðalverð á kíló var 117,18
krónur. Útflutningurinn skiptist
þannig, að fískiskipin settu 5.936
tonn í gáma og sigldu með 4.646 tonn.
Vinnslustöðvar fluttu svo 919 tonn
utan í gámum.
Mest var flutt utan af karfa, 5.519
tonn. 2.386 tonn af þorski voru flutt
óunnin utan, 850 af ýsu, 981 tonn af
ufsa, 265 af steinbít, 317 af grálúðu,
363 tonn af kola og 797 tonn af öðrum
botnfiski. Loks er annar afli 23 tonn.
Útflutningsverðmæti þorsks var 289
milljónir króna, meðalverð 118,15. Fyr-
ir ýsuna fékkst að meðaltali 146,21
króna og samtals 124 milljónir króna.
Fyrir ufsa fengust 83,59 á kíló og alls
82 milljónir króna. Karfínn skilaði 652
milljónum króna, en hann seldist að
meðaltali á 118,11 krónur.
LEYST FRA POKANUM
Morgunblaðið/Alfons
ÞEER eru að gera það nokkuð gott á dragnótinni Erlingur Helgason,
skipstjóri og áhöfn hans á Friðriki Bergmann SH 240. Þeir róa frá
Ólafsvík og þegar vinnufriður hefur verið fyrir veðri, hefur gengið
vel. Á dögunum fóru þeír út á Djúpaskarö og fengu þar góðan afla
af úrvals þorski. alls um 5,5 tonn. Að jafnaði eru þeir fjórir á og ianda
aflanum hjá Enni hf.
Loka þarf tveimur húsum
til að eitt af þremur beri sig
SOFFANÍAS Cecilsson, fisk-
verkandi í Grundarfirði, segir
að bátar hans séu að verða
búnir með kvótann og til
hreinnar auðnar horfi í Grund-
arfirði. Þar vanti físk og þar þurfí að loka tveimur frystihúsum af þeim
þremur sem þar eru.í rekstri, til þess að rekstrargrundvöllur verði fyrir
eitt, sem geti hæglega unnið allan þann físk sem á land kemur í Grundarfirði.
Rætt við Soffanías
Cecilsson í Grundarfírði
„Sannleikurinn er sá að það er svo
lítill fiskur núna, að til hreinnar auðnar
horfir. Kvótinn er svo lftill, að það þarf
að taka hann í rólegheitum, til að geta
jafnað vinnuna yfir árið. Hjá okkur
stefnir í að kvótinn verði búinn það
snemma, að ég geti ekki farið á rækj-
una, því það þarf fisk með rækjunni,"
segir Soffanías í samtali við Morgun-
blaðið.
„Það er óskaplega erfítt að hafa hem-
il á körlunum þennan tíma fram að því
að rækjuvertíðin hefst. Þeir vilja físka
meðan fiskur er til, en þá kemur að
því að enginn fiskur verður til með
rækjunni. Rækjan er ekki þess virði að
vinna hana og tæplega þess virði að
veiða hana. Þá stendur eftir úrræðið að
kaupa kvóta til að komi bátunum á
rækju, sem kostar 45 krónur kílóið."
Soffanías segir að slíkt dæmi gangi
ekki upp, því ef þorskurinn sem þannig
yrði veiddur væri svo seldur á markað
í Reykjavík, þá gæti hann gert sér von-
ir um að fá 90 krónur fyrir kílóið. Þá
yrði að draga frá 45 krónur á hvert
kíló, vegna kvótakaupa og afgangurinn
færi í að greiða áhöfninni kaup. „Með
hveiju á svo að borga allt hitt, olíuna,
veiðarfærin, viðhaldið og fleira?" spyr
Soffanías.
Hann segist aldrei hafa getað svarað
þeirri spumingu og þess vegna hafí
hann aldrei keypt kvóta. „Þetta er svo
skelfilegt dæmi, að það er ekki um
neitt annað að ræða, en hverfa frá
helvítis kvótanum. Hann hefur eyðiiagt
allan rekstur fiskvinnslunnar, svo ein-
falt er það. Það er ekkert nema kvótinn
sem er upphafið að öllum vandamálum
í sjávarútvegi," segir Soffanías.
Hann segir að jafnhliða'"þessu sé
annað vandamál. Það sé að enginn fái
að fara á hausinn. IHér í Grundarfirði
gæti ég unnið allan fiskinn sem kemur
á land, ef ég hefði til þess mannskap.
Sama máli gegnir um hin tvö frystihús-
in hér í Grundarfírði, þannig að hér er
tveimur frystihúsum ofaukið. Hér erum
við með þijú hús að guggta í því sem
eitt getur afkastað. Hér þarf einfaldlega
að loka tveimur frystihúsum, ef það á
að vera grundvöllur fýrir eitt."
FOLK
Þorgeir
Pálsson
Þorgeir hjá
FAO um tíma
■ ÞORGEIR Pálsson, mark-
aðsathugunarstjóri Útflutn-
ingsráðs Islands, starfar nú
framíapríl hjá
FAO, Mat-
væla- og land-
búnaðar-
stofnun Sam-
einuðu þjóð-
anna í Róm.
Verksvið hans
er könnun á
markaði fyrir
tilbúna sjávarrétti í Evrópu,
en það verkefni vinnur Út-
flutningsráð í samvinnu við
FAO. Þorgeir hélt til Rómar í
lok janúar. Rætt er við Þorgeir
í nýjastatölublaði Fréttabréfs
útflutningsráðs og lætur Þor-
geir vel af sér. „Kerfið innan
stofnunarinnar er frekar þungt
í vöfum og allur tækjakostur
fornfálegur. Það er auðvitað
gríðarlegt magn upplýsinga,
sem hingað kemur en báknið
er mikið og því er oft ekkert
auðvelt að nálgast skjöl eða
pappíra. Þetta er hins vegar
góður skóli en ég verð ósköp
ánægður að komast heim aftur
og starfa í aðeins minna og
skilvirkara umhverfi," segir
Þorgeir Pálsson.
Helgi
Hallvarösson
íslendlngar á
Nýfundnalandi
■ ÍSLENDINGA R eru tíðir
gestir á Nýfundnalandi um
þessar mundir, en þar eiga
menn við um-
talsverðan
vanda aðetja
vegna slæmr-
ar stöðu
þorskstofns-
ins. Telja
menn orsakir
þess ýmsar,
meðal annars
rányrkju skipa frá Evrópu-
bandalaginu á landgrunninu
utan lögsögu Kanada. Út-
gerðarmenn þar vestra höfðu
því samband við Helga Hall-
varðsson, skipherra hjá Gæzl-
unni, og brá hann sér vestur
með upplýsingar og myndir
um klippumar góðu, sem
komu að svo góðum notum í
Þorskastríðinu hér heima.
Hvort þær verða notaðar
vestra á svo eftir að koma í
ljós. Arthur Bogason, for-
maður Landssambands smá-
bátaeigenda, hefur einnig
verið á Nýfundnalandi að
kenna mönnum nýjustu að-
ferðir við veiðar á smábátum,
einkum með handfæri. Loks
var Páll Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Icecon, á Ný-
fundnalandi í vikunni að ræða
þar ýmis möguleg verkefni
fyrir íslenzka athafnamenn.
Margir bátar keyptir til
Flateyrar undanfarið
FLATEYRl - BÁTUM, sem gerðir eru út frá Flateyri,
hefur fjölgað mikið á síðustu vikum. Þrir bátar hafa ný-
lega verið keyptir til staðarins og sá fjórði er væntanleg-
ur. Auk þess er bátur frá Höfn í Homafirði nú gerður út
frá Flateyri og tveir aðrir aðkomubátar eru væntanlegir.
Þá leggja 2-3 bátar frá Þingeyri einnig upp á Flateyri.
Bjami Kristinsson á Flateyri festi nýlega kaup á 5,7 tonna
plastbáti, Straumi ÍS 205, sem er dekkbátur, smíðaður hjá
Samtaki hf. í Hafnarfirði árið 1991. Báturinn er á krókaveið-
um. Útgerðarfélagið Bót hf., sem stofnað var nýlega, keypti
15 tonna plastbát, Óla KE 166, sem smíðaður var í Englandi
árið 1983. Eigendur bátsins eru Sigurður Garðarsson, sem á
50% í Óla KE og eigendur útgerðarfélagsins Brimness hf., þeir
Hinrik og Guðmundur H. Kristjánssynir og Guðmundur Jóns-
son. Báturinn var í eigu Lsness hf. í Keflavík.
Kristinn Jónsson, Krislján Erlingsson-, Einar Oddur Kristjáns-
son og Karl újálmarsson keyptu nýlega 9,2 tonna yfírbyggðan
plastbát, Ármann SH 233 frá Ólafsvík, sem smíðaður var árið
1989 af Knerri hf. á Akranesi. Báturinr, fær nafnið Torfi ÍS 89.
Þá er Útgerðarfélag Flateyrar hf., sem er í eigu Hjálms hf.,
að festa kaup á skelfiskbátnum Villa Magg af Byggðastofnun.
Báturinn er 145 tonn að stærð og var smíðaður í Hollandi árið
1987 fyrir Bylgjuna hf. á Suðureyri. Villi Magg verður á skel-
fiskveiðum í Önundarfirði og að sögn Kristjáns Erbngssonar
hjá Hjálmi hf. er verið að koma upp aðstöðu á Flateyri til að
vinna aflann en skelfiskur hefur ekki verið unninn á Flateyri.
Faxafell GK 110, sem er 113 tonna stálbátur ftá Höfn í
Homafirði, kom til Flateyrar sl. laugardag. Eigandi hans er
Einar Kristinsson og á næstu dögum er væntanlegur annar
bátur til Fiateyrar í eigu Einars. Hann hyggst gera þessa tvo
báta út frá Flateyri og leggja upp aflann hjá Önfirðingi hf.
Með vorinu er einnig væntanlegur Gissur hvítí ÍS frá ísafirði,
sem einnig verður gerður út frá Flateyri.
VIKULEGAR
SIGLINGAR
Á MARKAÐI I
ÞÝSKALANDI
Erlendir fiskmarkaðir eru
kröfuharðir. Til að þú getir verið
fyllilega samkeppnisfær bjóða
Samskip þér fúllkomna frysti- og
ferskfiskgáma og sigla vikulega til
Hamborgar, þaðan sem vörumar
þínar berast fijótt og ömgglega á
markaði í Þýskalandi.
Samskip sjá þér fyrir ferskum
og traustum flutningum.
Truustur valkostur
Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavlk • Sími (91) 69 83 00