Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 4

Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Fyrirtæki Viðunandi afkoma Flugleiða miðað við aðstæður í flugrekstri Rekstrarafkoman batnaði til muna en fj ármagnskostnaður vegur nú mun þyngra en áður ÞRÁTT fyrir að afkoma Flugleiða hf. á sl. ári sé engan veginn í samræmi við markmið félagsins geta hluthafarnir líklega sæmilega vel við unað sé litið til afkomu erlendra flugfélaga sem mörg hafa mátt þola mikinn taprekstur. Heildarhagnaður Flugleiða er um 150 milljónir króna að meðtöldum söluhagnaði að fjárhæð 69 milljónir og er arðsemi eigin fjár 3,5%. Á aðalfundi félagsins í dag niun sú staðreynd líklega vekja nokkra bjartsýni að rekstrarafkoman hefur batnað umtalsvert milli ára og jókst rekstrarhagnaður um rúmlega 50% að raungildi. Má rekja það til þess að rekstrartekjur jukust um 1,8% að raungildi meðan að rekstrargjöld drógust saman um 0,7%. Á þessu þarf félagið mjög að halda vegna stóraukins fjármagnskostn- aðar sem leggst nú af fullum þunga á reksturinn eftir hinar gríðar- legu lántökur undanfarin ár vegna endurnýjunar flugflotans. Af sömu ástæðu hafa afskriftir aukist verulega. FLUGREKSTUR — Kostnaður af beinum flugrekstri hjá Flugleiðum dróst saman um 9,6% að raungildi á sl. ári en hann nam alls um 2,7 milljörðum. Þar skilar sér augljóslega hagræði sem félag- ið hefur af hinum nýja flugfiota en einnig naut það lægra eldsneytis- verðs á sl. ári en á árinu áður. Rekstrartekjur ná'.nu um 12,7 milljörðum á sl. ári en rekstrargjöld 11,8 milljörðum þannig að rekstrar- hagnaður er um 908 milljónir sam- anborið við 598 milljónir árið áður. Af einstökum tekjuliðum félagsins má nefna að tekjur af farþegaflugi námu alls um 9,6 milljörðum og jukust um 1,7% að raungildi. Þá hafa tekjur af flugvélaleigu aukist um 22,8% og námu þær 747 milljón- um. I því sambandi má nefna að félagið fékk afhenta þriðju Boeing 757 vélina á sl. ári og var hún leigð erlendu flugfélagi. Tekjur af vöru- og póstflutningum jukust um 4,1% en aftur á móti varð 4% samdráttur í hótelrekstri og 8% samdráttur á öðrum tekjum. Beinn kostnaður við flugreksturinn lækkar Þegar litið er á gjaldaliðina sést að kostnaður af beinum flugrekstri dróst saman um 9,6% að raungildi milli ára en hann nam alls um 2,7 milljörðum á sl. ári. Þar skilar sér augljóslega hagræði sem félagið hefur af hinum nýja flugflota en einnig naut það lægra eldsneytis- verðs á sl. ári en á árinu áður. Aftur á móti kemur á óvait að við- haldskostnaður skuli hækka um 2% en það á sér skýringar í aukaaf- skrift varahluta í eigu félagsins. Að henni frátalinni hefði viðhalds- kostnaður lækkað. Þá vekur at- hygli að afskriftir aukast um 21,2% sem einkum má rekja til þess að tvær nýjar vélar bættust í flugflot- ann á sl. ári. Fjármagnskostnaður Flugleiða á sl. ári varð^alls 720 milljónir og jókst úr um l50 milljónum sem er tæplega fimmföldun að raungildi. Munar þar mest um gengishagnað sem varð 1,2 milljarðar árið 1990 samanborið við 182 milljónir á sl. ári. Langstærstur hluti skulda Flug- leiða er í dollurum þannig að lækki gengi dollars myndast gengishagn- aður en gengistap þegar um hækk- un er að ræða. Á árinu 1990 lækk- aði gengi dollars verulega gagnvart krónunni en lækkaði einungis um 0,4% frá uppgjörsgengi 1990 til 1991. Aftur á móti eru flugvélar og fylgihlutir endurmetnar í dollurum en jafnframt er tekið tillit til verð- lagsbreytinga í Bandaríkjunum. Þessi aðferð er rökstudd með því að vélarnar hafi markaðsverð í doll- urum. I skýringum með ársreikn- ingi um endurmat eigna kemur fram að áhrifin af viðmiðun við dollara við endurmat í stað þess að styðjast við byggingarvísitölu nema um 630 milljónum til hækkunar á fjármagnsgjöldum. Þá kemur fram að vaxtagjöld og verðbætur aukast um 32,1% milli ára eða úr 887 millj- ónum í um 1,2 milljarða á verðlagi 1991 enda voru tekin ný langtíma- lán að fjárhæð tæpir 3 milljarðar á árinu. Að teknu tilliti til fjármagnsliða nemur hagnaður af reglulegri starf- semi 188 milljónum samanborið við 448 milljónir árið áður. Söluhagn- aður eigna nemur 69 milljónum og hafði lækkað um 82% frá fyrra ári. Reiknaður tekjuskattur nemur 54 milljónum og reiknaður eignar- skattur 48 milljónum. Fyrrnefndi liðurinn kemur hins vegar ekki til greiðslu heldur færist sem tekju- skattskuldbinding þar sem gjöld eru ekki færð á sama tíma í skattupp- gjöri. Loks er í rekstrarreikningi Flugleiða gerð grein fyrir aíkomu dótturfélaganna sem eru Urval- Útsýn hf. og Kynnisferðir ferða- skrifstofanna sf. Tap vegna þeirra er bókfært alls tæpar 5 milljónir samanborið við 57 milljónir árið áður þannig að heildarhagnaður er alls 150 milljón en var 433 milljón- ir árið 1990 á núgildandi verðlagi. Mjög góð greiðslustaða Sú niðurstaða sem blasir við í sjóðstreymisyfirliti í ársreikningi Flugleiða staðfestir að greiðslu- staða félagsins er mjög góð og gleð- ur líklega bankamennina sem vaka yfir Ijárhagsstöðunni. Þetta yfirlit sýnir þær bi'eytingar sem orðið hafa á handbæru fé á árinu þ.e. stöðu banka, geymsluljár og mark- aðsskuldabréfa sem eru til skemmri tíma en 3ja mánaða. Þar kemur í ljós hversu mikið reksturinn hefur lagt af mörkum til afborgana af langtímalánum og til kaupa á fastafjármunum. Handbært fé frá rekstri nam alls rúmum 1,3 milljörð- um og handbært fé í árslok tæpum 1,3 milljörðum. Þetta stafar fyrst og fremst af því að sumir gjaldalið- ir á borð við afskriftir þýða ekki bein fjárútlát heldur er einungis um reiknaða stærð að ræða. Þessi rúma fjárhagsstaða gerir félaginu kleift að íjármagna frekari fjárfestingar á næstunni eins og t.d. í varahlutum og nýja flugskýlinu á Keflavíkur- flugvelli að einhveiju leyti með fé úr rekstrinum. Fjárfestingar sl. árs. námu alls rúmlega 3,1 milljarði og voru þær að mestu fjármagnaðar með nýju langtímaláni að Ijárhæð tægir 3 milljarðar. Á þessu ári er áformað að ljúka við byggingu flugskýlisins sem áætlað er að kosti um 835 milljón- ir. Félagið hefur tryggt sér erlend lán að fjárhæð um 780 milljónir til að fjármagna greiðslur á smíðatím- anum. Heildareignir 21,1 milljarður Efnahagsreikningur Flugleiða hefur vaxið gríðarlega frá því end- urnýjun flugflotans hófst og nema heildareignir félagsins í árslok alis 21,1 milljarði og höfðu aukist um 15% frá árinu áður. Flugvélar og fylgihlutir eru bókfærðir á 17,2 milljarða og hefur sá liður aukist um 18% frá fyrra ári enda fékk félagið afhentar tvær nýjar vélar á árinu. Þar var um að ræða eina Boeing' 757-200 vél og Boeing 737-400 vél en sú fyrrnefnda var leigð erlendu flugfélagi til tveggja ára. Ætla má að talsvert dulið eig- ið fé sé fólgið í flugvélaflota félags- ins enda þótt ekki sé sérstaklega getið um það í árssreikningi. Eink- um á það við um Boeing 757 vélarn- ar sem eru mjög eftirsóttar meðal flugfélaga í heiminum. Þá eru fast- eignir bókfærðar á ríflega 1,5 mill- arða. Skuldamegin í efnahagsreikningi sést að langtímaskuldir námu alls 13,9 milljörðum og hafði sú stærð aukist um tæpa 2,4 milljarða eða 21% frá árinu áður. Skammtíma- skuldir námp 2,8 milljörðum og juk- ust um 3%. í því sambandi má nefna að veltufjárhlutfall er svipað og árið áður eða 1,14. Eigið fé Flugleiða var um ára- mótin 4,4 milljarðar og jókst um 5% frá árinu áður. Eiginfjárhlutfall var 21% og lækkaði úr 2396 vegna aukinnar skuldsetningar. í stefnu- yfirlýsingu Flugleiða kemur fram að félagið hyggst ná a.m.k. 25% eiginfjárhlutfalli og var í þessu skyni veitt heimild til hlutaijárút- boðs á aðalfundi félagsins 1991. Ekki verður óskað eftir því á aðal- fundinum í dag að hann framlengi þessa heimild enda gefa aðstæður á hlutabréfamarkaði um þessar mundir ekki tilefni til bjartsýni um sölu nýrra bréfa. Tillaga verður lögð fram um að greiddur verði 10% arður og gefin út jöfnunarhlutabréf sem nemur 10% af hlutafé. KB EINAR GRENSÁSVEGI10 - 128 REYKJAVÍK * SÍMI 633000 MANNESMANN TÆLLY Mannesmann Tally leggur nýjar línur í geislaprentun meb MT904 + og MT908 geislaprenturunum. Ný tækni stóreykur prentgæðin á sveigðum línum/Stóru letri, myndum og teikningum. Aðrir kostir nýju MT prentaranna: • 4 og 8 bls. á mínútu • jaðarjöfnun(EET) • 1 MB minni • umkvarðanlegar leturgerðir (scalable) ® MT908 útbúinn með RISC örgjörva • uppfæranlegir í PostScript • ódýrir í rekstri • tviÍArt h^ncf-OQtt \/or^ Nýjar línur í geislaprentun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.