Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 6

Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 ✓ Iðnaður Saltverksmiðjan gangsett á ný Rætt við Wilmar F. Fredriksen framkvæmdastj. og Ingólf Kristjánsson verksmiðjustj. Mbl/Björn Blöndal IÐNAÐUR —— Verksmiðja íslenska saltfélagsins hf. á Reykjanesi hefur nú verið endurbætt til þess að geta sinnt aukinni og fjölbreyttari framleiðslu. Þar eru framleiddar mismunandi tegundir af salti. Það sem mestar vonir eru bundnar við er framleiðsla á heilsusalti, sem sett verður á markað á þessu ári. A myndinni sést gufa stíga upp frá verksmiðjunni þar sem heitur jarðsjór er eimaður til saltframleiðslunnar. ÍSLENSKA saltfélagið hf. á Reykjanesi setti í gang verksmiðju sína um sl. helgi. Endurskipulagn- ing og umfangsmiklar breytingar hafa verið á verksmiðjunni frá því í ágústmánuði á sl. ári til að auka afkastagetuna og hefja fram- leiðslu á heilsusalti. Islenska salt- félagið hf. hefur þá sérstöðu með- al fyrirtækja hérlendis að það er að fullu í eigu danska fyrirtækis- ins Saga Food Ingredients (SFI), sem stofnað var árið 1989 en leyfi til starfseminnar var fengið hjá iðnaðarráðuneytinu. Af 320 millj- ón íkr. hlutafé eiga danskir aðilar 85% en íslendingar eiga einungis 15% af hlutafé fyrirtækisins. Aformað er að auka hlutaféð á næstunni um 50% í tæplega 480 milijónir. Nú þegar hefur fyrir- tækið fjárfest fyrir um 440 millj- ónir á Reykjanesi. Segja má að saltframleiðsla sé nú hafin aftur á Reykjanesi eftir nokk- urt hlé frá því verksmiðjan var tekin til endurskipulagningar og uppbygg- ingar. Upphaf saltframleiðslunnar þar má rekja til ársins 1976 er salt- verksmiðja var þar sett á laggirnar í kjölfar stofnunar undirbúningsfé- lags um saltverksmiðju á Reykja- nesi. Henni var síðar breytt í Sjóefna- vinnsluna hf. árið 1981. Sú fram- leiðsla gekk ekki vel og m.a. tapaði ríkissjóður miklum íjármunum á þátttöku í þeim rekstri. Þá tók fyrir- tækið Jarðvarmi við rekstrinum tii ársins 1990 þegar ísienska saltfélag- ið hf. samdi við Hitaveitu Suður- nesja, eiganda Sjóefnavinnslunnar, um leigu á aðstöðunni á Reykjanesi. Til að byrja með mun íslenska saltfélagið framleiða tvenns .konar salt. í fyrsta lagi salt með lágu natr- íumklóríð innihaldi og markaðssett verður sem heilsusalt af hollenska fyrirtækinu Akzo sem er stærsti salt- framleiðandi í heiminum. Ekki er enn búið að ákveða nákvæmlega hversu mikið verður framleitt af heilsusalt- inu en það mun fara eftir markaðsað- stæðum hverju sinni. í öðru lagi mun fyrirtækið framleiða salt fyrir fisk- vinnslu sem á að setja á markað hérlendis og reiknað er með að sú framleiðsla verði um 20.000 tonn á ári. Að sögn Ingóifs Kristjánssonar efnaverkfræðings og verksmiðju- stjóra mun saltfélagið setja afurðina á markað hér á landi í apríl eða maí nk. og mun hún aðallega vera í sam- keppni við innflutt sjávarsalt. „Okkar afurð verður mun stöðugri og hreinni en hið innflutta salt. Því mun inn- flutningur á salti vonandi minnka. Heilsusaltið mun hins vegar verða sent til Akzo í haust, sem mun síðan sjá um að setja það á markað í neyt- endapakkningum." Wilmar F. Fredriksen fram- kvæmdastjóri Saga Food Ingredients og íslenska saltfélagsins segir hið nýja salt frá fyrirtækinu vera áhuga- vert fyrir ýmsa matvælaframleiðend- ur á Islandi þar sem þeir geti aug- lýst að í framleiðslu sinni notist þeir eingöngu við hreint og stöðugt salt sem framleitt sé í verksmiðju við bestu aðstæður. Þetta sé ekki síst jákvætt fyrir fiskiðnaðinn sem hing- að til hafí að mestu notað salt frá löndunum umhverfis Miðjarðarhaf. Danskir lífeyrissjóðir eiga 50% íslenskra saltfélagið er í eigu 9 aðila. Þar á meðal eru 4 af stærstu lífeyrissjóðum í Danmörku með sam- tals 50% hlutafjár, Den danske bank sem er stærsti bankinn í Danmörku með 15,6% og Sodinol Proteins sem er í eigu jWilmar F. Fredriksen sem á 19,4%. íslensku aðilarnir eru Burð- arás og Iðnlánasjóður sem hvor um sig eiga 6,25% og Þróunarfélagið sem á 2,5%. Athygli vekur að lífeyris- sjóðir í Danmörku skuli fjárfesta í fyrirtæki á íslandi sérstaklega í ljósi þess að saltframleiðslan gekk ekki sem skyldi fyrr á árum. Fjárfesting í fyrirtækinu hefur jafnvel verið nefnd áhættufjárfesting. Að sögn Ingólfs er það hins vegar mat þess- ara dönsku lífeyrissjóða að fjárfest- ingin sé ekki mikil áhætta sérstak- lega vegna þess að sölusamningurinn liggi fyrir bundinn til 8 ára. Að sögn Wilmar F. Frederiksen framkvæmdastjóra er áformað að auka hlutafé fyrirtækisins úr tæp- lega 320 milljónum króna í tæplega 480 milljónir, en endanleg ákvörðun verður tekin innan næstu 6 mánaða. Að sinni mun ekki vera ætlunin að vera með opið hlutafjárútboð heldur munu hluthafar líklega auka sinn hlut í samræmi við núverandi hlutafj- áreign. Ástæðan fyrir hlutafjáraukn- ingunni er aðallega sú að forsvars- mönnum fyrirtækisins fínnst æski- legt að bæta eiginijárstöðu fyrirtæk- isins en nú þegar hafi verið fjárfest fyrir 44 milljónir Dkr. Wilmar fékk áhuga á rekstri salt- verksmiðju á Reykjanesi fyrir um þremur árum. Fyrirtæki hans Sodin- ol Proteins kannaði möguleikann og unnið var að rannsóknum á mögu- legri saltframleiðslu á Reykjanesi. Wilmar leitaði eftir Ijármagni til að byggja upp verksmiðjuna og fyrr- greindir aðilar sýndu áhuga og lögðu til hlutafé. Aðspurður um hvers vegna hann hefði talið heppilegt að fjárfesta í saltverksmiðju á Reykja- nesi sagði Wilmar þrjár ástæður vera fyrir því. „í fyrsta lagi vegna ein- stæðrar samsetningar jarðsjávarins á Reykjanesi en hann er mjög hent: ugur tíl framleiðslu á heilsusalti. I öðru lagi er opkuverð til lengri tíma mjög lágt á íslandi en til að eima vatna og framleiða salt þarf mikla orku. í þriðja lagi hafi verið hægt að leigja aðstöðuna til saltframleiðsl- unnar til ársins 2017 af Hitaveitu Suðurnesja sem er stærsti eigandi Sjóefnavinnslunnar." Hitaveitan leigir saltfélaginu húsnæði, tækja- búnað og það sem þarf til framleiðsl- unnar, þ.e. rafmagn, gufu, jarðsjó og ferskt vatn. Óriftanlegur samningur til 8 ára Að sögn Wilmars hefur mikill áhugi verið fyrir heilsusalti undanfarið. Margir tali um að hér sé á ferðinni ný tegund af salti sem eigi góða möguleika í framtíðinni. Þetta hafi skapað tækifæri til að byggja upp verksmiðjuna á traustum grunni með nægilega miklu fjármagni til að framleiðslan geti orðið mikil og íjöl- breytt. Samningar hafi verið gerðir um markaðssetningu, aðgang að orku, íjármagni og tækni. „Lang- tímasamningur hefur verið gerður við stærsta saltfyrirtæki í heimi, Akzo. Samningurinn er óriftanlegur til 8 ára og tryggir okkur sölu á allri okkar framleiðslu af heilsusaltinu. Fyrir venjulegt salt höfum við gert dreifingarsamning við Hafnar- bakka.“ Hafnarbakki- er dótturfyrirtæki Eimskips sem áður dreifði salti fyrir Sjóefnavinnsluna. Fyrirtækið flytur einnig inn salt erlendis frá og setur á markað hér á landi. Islenska saltfé- lagið kemur til með að selja saltið í stórum sekkjum en Akzo og Hafnar- bakki sjá um frekari pökkun og markaðssetningu. Nú er fyrirtækið rétt að hefja framleiðslu sína og mun fyrst um sinn reyna að greiða upp þær miklu fjárfestingar sem hafa verið lagðar í uppbygginguna. Wilmar segist bú- ast við að einhver hagnaður fari að skila sér upp úr árinu 1994. En verð á framleiðslunni mun nokkurn veg- inn ráðast af markaðsverði hveiju sinni. Þar séu hins vegar alltaf ein- hveíjar sveiflur. Salt er ekki bara salt Að sögn Ingólfs Kristjánssonar hefur átt sér stað ákveðin tæknibylt- ing á undanförnum mánuðum innan verksmiðjunnar. „íslenska saltfélag- ið mun framleiða mismunandi gerðir salts sem hægt er að nota við fisk- söltun og aðra matvælaframleiðslu, en ekki bara eina tegund salts líkt og Sjóefnavinnslan gerði. Því munum við geta þjónað markaðinum mun betur með fjölbreyttari framleiðslu. Sjóefnavinnslan hætti rekstri árið 1988 m.a. vegna þess að hún hafði ekki nægileg framleiðsluafköst til að reksturinn stæði undir sér. Eina leið- in til að fá dýra saltverksmiðju til að skila hagnaði er að framleiða mjög mikið magn eða hafa dýrari aukaafurðir. M.a. vegna þess ætlum einnig að framleiða heilsusalt. Það er frábrugðið öðru salti að því leyti að í því er minna natríum innihald en venjulegu matarsalti, sem er nán- ast hreint natríum klóríð. Með tækni- þekkingu getum við komið í veg fyr- ir að saltið missi hið „rétta“ salt- bragð líkt og gerst hefur hjá öðrum aðilum sem hafa verið að framleiða heilsusalt. Að því leyti stöndum við skrefi framar öðrum saltframleiðend- um. Danirnir sáu möguleika á að fram- leiða hér heilsusalt og fundu leið til að hefja slíka framleiðslu. Að þessum rannsóknum og annarri tækniþekk- ingu störfuðu þeir í samstarfi með hollenska fyrirtækinu Akzo. Grunn- hönnunin að verksmiðjunni kom t.d. frá Akzo en sjálf uppbyggingin var fyrst og fremst í höndum á íslenskum verktökum, aðallega Vélsmiðju Orms og Víglundar og Verkfræðistofunnar Varmaverk. Framleiðsla okkar er í grófum dráttum mjög einföld. Hráefnið er heitur jarðsjór sem inniheldur upp- leyst sölt sem við fáum úr borholu okkar, sem er ein öflugasta í heimi. Hitaorkuna í jarðsjónum notum við til að eima vatnið í burtu. Smám saman þéttist vökvinn og saltkristall- ar falla út. Það sem eftir stendur er salt og við höfum ákveðna tækni til að aðskilja. efnasamböndin og stýra efnasamsetningunni. Með vissri efnasamsetningu getum við því feng- ið heilsusalt og með öðrum efnasetn- ingum fáum við aðrar gerðir af salti. Salt er ekki bara salt.“ Erlent fjármagn það sem koma skal? Hugmyndin að því að nýta jarðhit- ann til saltframleiðslu er gömul og ég held að hún hafi fyrst komið fram á sjötta áratugnum. Það er ekki fyrr en um 1978 að merin byija með til- raunaframleiðslu og nokkrum árum seinna var hafin alvöru saltfram- leiðsla. “ segir Ingólfur. Að sögn Ingólfs starfa nú í salt- verksmiðjunni 15 manns og þar af eru 9 manns við framleiðsluna sjálfa. Reiknað er með að 20 manns muni starfa í verksmiðjunni þegar hún hefur hafið fulla starfsemi. Við upp- bygginguna störfuðu 30-40 manns, þ.á m. verktakar og iðnaðarmenn. Uppbyggingin hefur gengið mjög hratt fyrir sig frá því verksmiðjan var lokuð og uppbygging var hafin í ágúst á síðastliðnu ári. Aðspurður um hvernig tilfinning það væri að starfa á íslandi í fyrir- tæki sem væri að 85% hluta í eigu erlendra aðila sagði Ingólfur sam- starfið vera mjög gott. „Það hefur verið faglega staðið að uppbyggingu verksmiðjunnar og ég kann vel við það. Það að erlendir aðilar eigi meiri- hluta fyrirtækisins á að öllum líkind- um eftir að verða mun algengara á íslandi þegar hugsað er til framtíðar- innar og EES-samninga o.s.frv. Það hefði líklega ekkert gerst með þessa saltframleiðslu ef erlendir aðilar með umtalsvert fjármagn hefðu ekki þor- að að fjárfesta hérlendis. Til að byggja upp hátækniiðnað á íslandi verðum við að fá erlenda aðila með tækniþekkingu og sterkan fjárhag til að taka þátt í því með okkur. Erlent samstarf er stundað í flestum ríkjum í meira eða minna mæli og það er ekkert óeðlilegt við það,“ seg- ir Ingólfur Kristjánsson. ÁHB Frá hugmynd... ... til framkvæmdar Við leysum verkefnið frá byrjun til loka, fljótt og örugglega. .© Leitaðu í smiðju til okkar = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI6 • GARÐABÆ • SÍMI 52000 Hönnun • smíöi • viögeröir- þjónusta K Y N N I N G Excel 3.0 fyrir Windows * í dag kl.13 á 2. hæb. ..4- i EINAR J.SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 68 6933

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.