Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 10

Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Sjónarhorn Ný og ódýrari fjarskiptaþjónusta m j 1 iL&É&AwnÉaiB&tis SÖLUAÐILAR: E TH. MATHIESEN HF. PENNINN SF., HALLARMÚLA 2 E.TH. MATHIESEN HF, BÆJARHRAUNI10 • HAFNARFIRÐi ■ SÍMi 651000 eftir Holberg Másson Á síðustu vikum hafa erlend sím- afélög boðið þjónustu sína á ís- lenska markaðinum. Ekki er bara verið að bjóða lægra verð en Póstur og sími gerir, heldur og nýja þjón- ustu fyrir viðskiptavini. í febrúar var fyrirtækið Fónn hf. stofnað m.a. til að bjóða viðskipta- vinum hér á landi aðgang að ýmissi nýrri þjónustu sem er á fjarskipta- markaðinum og gæti verið áhuga- verð fyrir íslendinga og íslensk fyr- irtæki. Vert er að taka fram að þegar Fónn hf. var skráð hjá Hag- stofunni, var ekki mögulegt að skrá félagið sem fyrirtæki er byði síma- eða fjarskiptaþjónustu! Fyrsta þjónustan sem Fónn hf. Disklingar allar geröir Nú 11 fyrír sama verð og 10 Arvík ÁRMÚL11, REYKJAVÍK, SÍMI687222, TELEFAX 687295 býður er boðin af bandaríska síma- félaginu IDT sem rekur tækjabúnað í New York sem leyfir aðgang að bandaríska símakerfinu og þjónustu og gjaldskrá þess. IDT semur síðan við stóru bandarísku símafélögin sem hafa línur til annara landa, svo sem Islands, um aðgang að þjón- ustu þeirra. Ef þjónusta IDT í Bandaríkjunum er notuð til að hringja til íslands kemur reikning- urinn til viðskiptavinar IDT frá t.d. AT&T, sem greiðir Pósti og síma gjald fyrir þann hluta af þjónustu- keðjunni sem er hér á landi. Það sem Póstur og sími er óánægður með er að með þessu kemur lægri upphæð til þeirra en ef hringt væri héðan til Bandaríkjanna. Póstur og sími fengi sennilega svipað greitt, sama í hvora átt væri hringt til eða frá Bandaríkjunum, væru gjöld þeirra fyrir símtöl til útlanda ekki svona há. Það er athyglisvert að innan Evrópska efnahagssvæðisins, skuli einungis símagjöld frá Banda- ríkjunum til Portúgals vera hærri en frá Bandaríkjunum til íslands. IDT 40-60% ódýrari í grein á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins í síðustu viku um gjaldskrá Póst og síma, sem var skrifuð af blaðafulltrúa Pósts og síma, var tekin óstinnt upp sú umræða sem hafin er um stofnunina. M.a. var gerð athugasemd við nokkur atriði sem komið var inná í viðtali við undirritaðan viku áður á viðskipta- síðu Morgunblaðsins og verður nokkrum þeirra atriða gerð skil hér á eftir. I verðsamanburði sem Fónn hef- ur sent frá sér um verð á þjónustu IDT annars vegar og Pósts og síma hins vegar má vísa til meðfylgjandi töflu, sem er byggð á sama grunni og samanburður Pósts og síma, þ.e.a.s miðað er við 7 mínútna sím- tal við Bandaríkin. Niðurstaða okk- ar er að fyrir flesta sem nota þjón- ustu IDT er þjónustan 50-60% ódýr- ari en gjaldskrá Pósts og síma, í sumum tilfellum er hún reyndar yfir 65% lægri en aldrei minna en 40% ódýrari. Miðað er í öllum tilfell- um við að notkunin fari í að minnsta kosti 10-15 mínútur á dag, þ.e.a.s. þá er búið að greiða mánaðarlegu áskriftina til IDT sem í dag er USD 250 og farið að nýta lægri gjald- skrá. Þeim viðskiptamönnum sem nota þessa þjónustu býðst eining svokölluð símkort, sem þeir geta skuldfært símtöl á, frá nánast öllum símum þar á meðal hótelsímum um nánast allan heim, á gjaldskrá bandarísku símafélaganna. Á samkeppnismarkaði er mjög eðlilegft að boðin sé ýmis þjónusta til markhópa á mismunandi verði, samanber verð á flugfargjöldum, þar sem flugfélög bjóða mismun- andi kjör fyrir hina ýmsu mark- hópa, þó ferðast sé með sömu flug- vélinni. Þannig býður Póstur og sími hæsta verðið, AT&T býður annað verð fyrir sína viðskiptavini sem eftir atvikum getur verið lægra en verð Pósts og síma eða allt að 35% og IDT býður fyrst og fremst fyrir- tækjum lægsta verðið, enda er þar miðað við magnkaup á þjónustu. Verið er að skoða af hálfu IDT að bjóða svipaða þjónustu á næstu vik- um sem væri sniðin að þörfum þeirra sem þurfa að hringa minna. Ekki við Póst og síma að sakast Með lögum sem Alþingi setti á sínum tíma, var Póst- og símamála- stofnunni falið að fara með einka- leyfí til að veita ýmsa þjónustu, þ.á.m. fjarskiptaþjónustu og dreif- ingu pósts. Komið hefur fram að samgönguráðherra er að láta vinna áætlun um að breyta Pósti og síma í hlutafélag og verið er að skoða hvernig best verði komið á eðlilegri samkeppni á fjarskiptamarkaðinum í áföngum, þannig að íslensk fyrir- tæki geti farið að bjóða þjónustu á þessu sviði. Að nokkru leyti er Póst- og síma- málastofnun barn síns tíma sem hefur, eins og Evrópubandalagið bendir réttilega á um önnur símafé- lög í Evrópu, ekki fylgt eftir hröðum tæknibreytingum og breytingum sem hafa orðið á þjónustustigi, en gera má ráð fyrir stökkbreytingu þegar búið er að breyta um form á Pósti og síma og afnema einkaleyfi á ijarskiptaþjónustu í einhveijum áföngum á næstu árum. Má gera sér vonir um við séum að sjá fyrstu skrefin stigin í spennandi þátttöku Flugleiðir flytja frakt til og frá Evrópu í stórum stíl Fraktvélar Flugleiða fljúga á sunnu- dögum, og oftar ef þarf, til og frá Evrópu, nánar tiltekið Oostende í Belgíu. Burðargeta fraktvélanna er 45 tonn og því eru þessar ferðir tilvaldar fyrir þá sem þurfa að flytja vörur í stórum einingum eða miklu magni. Starfsfólk Flugleiða aðstoðar viðskipta- vini sína fúslega við að koma fraktinni á endanlegan áfangastað ef á þarf að halda. Daglegt áætlunarflug Flugleiða er síðan til 15 landa og þangað flytja Flugleiðir að sjálfsögðu einnig frakt. Nánari upplýsingar í síma 690 101. FLUGLEIDIR F R A K T íslendinga í verulega aukinni þjón- ustu á sviði fjarskipta, hvort sem er tölvu-, gagna- eða símaijarskipta eða þjónustu við dreifíngu upplýs- inga og aðgangi að þeim í gegnum fjarskiptanet. Verð á símtali milli íslands og Bandaríkjanna Tímabil, ísl. tími 8-12 12-18 Póstur og sími (m. VSK) 114,00 114,00 AT&T, „Bandar. beint“ 105,69 105,69 Póstur og sími (án VSK) 91,57 91,57 IDT (með 3% sk.) 38,89 43,97 Miðað er við USD 60 ÍKR, og 7 mín- útna samtal sem er algengasta lengd samtals samkvæmt upplýsingum Pósts og síma. Höfundur er framkvæmdnstjóri Fóns hf. VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF DAGBÓK Mars FUNDIR: ■ NESU-nefnd félags við- skiptafræðinema efnir til mál- fundar um vaxtamál á Islandi fímmtudaginn 19. mars kl. 15.15 í sal 4 í Háskólabíó. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, Einar Oddur Krist- jánsson, ýormaður VSÍ og Ragnar Onundarson, fram- kvæmdastjóri hjá Islands- banka munu flytja framsögu- erindi og að því loknu verða fyrirspurnir utan úr sal og umræður um þær. ■ Verslunarráð íslnnds held- ur morgunverðarfund fimmtu- daginn 19. mars í Átthagasal Hótel Sögu kl. 08.00-09.30. Á fundinum verður rætt um ijár- festingu erlendra aðila í ís- lenskum sjávarútvegi. Leitað verður svara við spurningunni hvort erlend aðild að þessari atvinnugrein sýnist til bölvunar eða blessunar. Frummælendur verða Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra, Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmað- ur, Friðrik Jóhannsson, for- stjóri Fjárfestingarfélags ís- lands hf. og Kristinn Björns- son, forstjóri Skeljungs hf. Fundarstjóri verður Haraldur Haraldsson, forstjóri Andra hf. Tími gefst fyrir athuga- semdir, fyrirspurnir og svör. Fundurinn er öllum opinn, en þátttöku þarf að tilkynna fyrir- fram í síma 676666. Þátttöku- gjald er 1.000 kr. ■ Ráðstefna um framtíð íslensks húsgagna- og inn- réttingaiðnaðar verður haldin þriðjudaginn 24. mars á Hótel Holiday Inn. Að ráðstefnunni standa: Félag húsgagna og inn- anhúsarkitekta, Félag hús- gagna- og inr.réttingaframleið- enda, Félag starfsfólks í hús- gagnaiðnaði, Iðja, Iðnaðarráðu- neytið, Landssamband iðnaðar- manna og Meistarafélag hús- gagnabólstara. Á ráðstefnunni verður kynnt stefnumótunar- verkefni í húsgagna- og inn- réttingaiðnaði sem ofangreindir aðilar hafa í sameiningu ákveð- ið að hrinda í framkvæmd. Gert er ráð fyrir að í framhaldi af þessu verkefni komi önnur s.s. á sviði gæðamála og mark- aðsmála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.