Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
Tækni
Nyljatæki í næstu framtíð
Myndsími, stafræn snælda og raddstýrð hljómtæki með innbyggðum bílsíma
á raftækjasýningunni miklu í Las Vegas
eftir Helga Rúnar Óskarsson
Myndsími, nú stafræn snælda og raddstýrð hljómtæki með innbyggð-
' um bílasíma er aðeins brot af því sem vakti athygli á raftækjasýning-
unni í Las Vegas í Bandaríkjunum, í janúar síðastliðnum. Þessi sýning
hefur verið árlegur viðburður í Bandaríkjunum sl. 25 ár, en tvisvar á
ári koma flestir helstu framleiðendumir í raftækjum fyrir neytenda-
markaðinn saman og sýna nýjustu afurðir sínar.
Ávarp Johns Sculleys
John Sculley, forstjóri Apple,
flutti ávarp við opnun sýningarinnar
þar sem hann lýsti því yfir að Apple
myndi færa út kvíamar á þessu ári
og hefja markaðssetningu á raf-
eindavörum fyrir neytendamarkað-
inn. Þar sem rafeindatæki nútímans
notast æ meira við stafræna tækni,
sagði Schulley að góð þekking Apple
á því sviði myndi greiða leiðina inn
á þennan eftirsóknarverða markað.
„Apple hefur alltaf haft sérstöðu í
tölvuiðnaðinum og vörur okkar era
þekktar fyrir að vera auðveldar í
notkun," sagði hann og bætti því
við að nýju vöramar yrðu jafn þægi-
legar og þjálar í notkun og aðrar
vörar frá fyrirtækinu.
Hann talaði um aukinn áhuga
Apple á margmiðlun (multimedia)
sem er sú tækni að sameina texta,
hljóð, grafík, kvikmyndir, ljósmyndir
og teiknimyndir. Geisladiskar leika
stóran þátt í margmiðluninni og
ætlar Apple að kynna tvö ný drif á
þessu ári sem lesa gögn af geisla-
diskum (CD-ROM).
Schulley sagði að Apple væri í
samvinnu við þekkt rafeindafyrir-
tæki en nefndi engin nöfn. Flestir
vita þó að Apple hefur átt í nánu
samstarfi við fyrirtæki eins og Sony
sem hefur smíðað ýmsa hluti í
Apple-tölvur.
Að Iokum sagði Schulley að staf-
ræn tækni væri það sem koma skyldi
og Apple ætlaði sér að taka þátt í
þeirri þróun. „Við (Apple) höfum
valið leið sem styrkir okkur og á
sama tíma deilum við tækniþekkingu
okkar með nokkram af fremstu raf-
eindafyrirtæknum heims,“ sagði
hann.
Myndsími
Það hefur lengi verið draumur
margra að eignast síma sem birtir
mynd af þeim sem er hinum megin
á línunni. Á rafeindasýningunni í
Las Vegas kynnti bandaríska síma-
fyrirtækið AT&T síma sem gerir
þennan draum að veraleika. Nýi
myndsíminn — VideoPhone 2500 —
er í rauninni nauðalíkur venjulegum
síma ef undanskilinn er 3,3 tommu
litaskjár og örsmá linsa.
Myndsíminn verður markaðssett-
ur vestanhafs í maí nk. og mun
hann kosta 1.500 dali (um 90.000
ísl.kr.). Þeir sem hafa efni á nýja
símanum geta stungið honum beint
í samband og byrjað að spjalla (og
horfa).
Steve Clemente, yfirmaður mynd-
símadeildar AT&T, segir að nýi
myndsíminn muni valda byltingu í
öllum fjarskiptum. „Við ætlum okk-
ur að vera fremstir á þessu sviði,“
sagði hann og bætti því við að stefnt
yrði að gera tækni AT&T að staðli.
Hann sagði að til að byija með yrði
aðalmarkaðurinn fjölskyldur þar
sem einn af meðlimunum væri lítið
heima við.
Hafi fólk áhyggjur af útlitinu áður
en tólið er tekið upp býður síminn
notandanum upp á að skoða sig á
skjánum áður en hringt er. Standi
illa á hjá þeim sem svarar í símann
er lítið mál að loka fyrir linsuna með
sérstöku loki.
Skjárinn á símanum, sem getur
birt 10 ramma á sekúndu, var hann-
aður af Epson-fyrirtækinu. Tii að
senda myndina er notaður sérstakt
mótald líkt og tölvur notast við í
samskiptum í gegnum símalínur.
Ný stafræn snælda
Það sem vakti hvað mesta at-
hýgli á sýningunni á Las Vegas var
ný stafræn snælda (Digital Compact
Cassette — DCC) sem fyrirtækin
Philips og Matsushita hafa þróað í
sameiningu síðastliðin tvö ár. Nýja
snældan er af sömu stærð og al-
mennt er notuð í dag sem gerir not-
endum kleift að nota gömlu snæld-
umar í nýju stafrænu tækin. Nýju
tækin geta því bæði spilað gömlu
og nýju snældumar og hefur notand-
inn einnig þann möguleika að hljóð-
rita efni á nýju snældumar, þar á
meðal af geisladiskum.
Nýja snældan er með málmhlíf,
líkt og 3‘A tommu disklingar sem
notaðir era í tölvur, en hún ver band-
ið í snældunni gegn hnjaski, ryki,
óhreinindum og öðrum skakkaföll-
um. Notandinn þarf aldrei að snúa
nýju snældunni við til að spila hina
hliðina vegna þess hún spilast í báð-
ar áttir.
Gert er ráð fyrir fyrstu stafrænu
snældutækjunum á markað seinni-
hluta þessa árs. Philips hefur gefið
upp að fyrstu tækin muni kosta 700
til 800 dali. Aðrir framleiðendur,
eins og Technics og Panasonic (bæði
dótturfyrirtæki Matsushita), hafa
ekki viljað gefa upp verð að svo
stöddu. Auk Philips og Matsushita
hafa Tandy, Sony, Denon og Sanyo
ásamt fleiram gefið yfirlýsingar um
að muni bjóða upp á stafræn tæki
seinnihluta þessa árs.
Snælduframleiðendur, eins og
TDK og BASF, hafa þegar hafið
framleiðslu á nýju stafrænu snæld-
unum. Enn sem komið er hefur ekki
verið gefið upp hvert verðið verður
á nýju snældunum'.
Blöð sem sérhæfa sig í skrifum
um hljómtæki keppast nú við að
grandskoða þessa nýju vöra og bera
hana saman við aðra stafræna tækni
eins og geisladiskinn og DAT, staf-
rænu snælduna frá Sony sem kynnt
var árið 1987 en hefur ekki náð
mikilli útbreiðslu á almennum mark-
aði. Samkvæmt niðurstöðum blaða
eins og Audio virðist nýja stafræna
snældan ekki gefa geisladisknum
eftir hvað varðar hljómgæði og seg-
ir í janúarhefti blaðsins að hin staf-
rænu tæki framtíðarinnar geti jafn-
vel boðið upp á meiri gæði en við
þekkjum af geisladiskum í dag.
Hvort nýja stafræna snældan slær
í gegn á eftir að koma í ljós en au-
glóst er að kostimir eru fleiri en
gallarnir. Sem dæmi þá er rúmlega
50% af öllu tónlistarefni sem gefíð
er út í Bandaríkjunum á snældum.
Talið er að nýja stafræna snældan
eigi eftir að auka markaðshlutdeild
sína á kostnað geisladisksins. DCC-
snældan er að mörgu leyti auðveld-
ari í meðföram en geisladiskurinn,
kemur jafnvel til með að vera ódýr-
ari og svo býður hún auðvitað upp
á möguleika á hljóðritun. Gallarnir,
ef galla skyldi kalla, era þeir að lít-
il reynsla er komin á þessa nýju
vöra og til að byija með gætu tæk-
in verið of dýr til að ná útbreiðslu,
en líklegt þykir að verðið eigi eftir
að lækka líkt og á geislaspilurunum.
Hljómtæki með
innbyggðum bílasíma
Það stöldruðu margir við á bás
þýska fyrirtækisins Blaupunkt en
það kynnti meðal annars ný hljóm-
tæki í bíl sem era með innbyggðum
síma. Nýja tækið frá Blaupunkt —
Las Vegas RCM-84 — hefur geisla-
spilara sem tekur tíu diska, segul-
band, magnara, hátalara, útvarp og
bílasíma. Ollu þessu getur bílstjórinn
stjórnað með röddinni! Það sem þarf
að gera um leið og tækið er sett í
bílinn er að „kenna“ tækinu að
þekkja rödd viðkomandi og hvaða
orð þýða hvað. Eða m.ö.o. forrita
tækið fyrir viðkomandi notanda.
Þannig getur bílstjórinn beðið um
næsta disk í geislaspilarann, skipt
um útvarpsstöð, hækkað og lækkað
o.s.frv. án þess að sleppa hendi af
stýri.
Bílasíminn er sáraeinfaldur í notk-
un. Notandinn getur t.d. sagt,
„hringja heim“, slökknar þá á hljóm-
tækjunum og síminn hringir í viðeig-
andi númer. Rödd manneskjunnar
sem bílstjórinn talar við hljómar svo
í hátöluranum í bílnum. Sérstakur
hljóðnemi, innbyggður í hljómtækin,
kemur í stað símtóls.
Sé einhver að reyna að hringja í
bílstjórann, slökknar á hljómtækjun-
um og síminn tekur við. Bílstjórinn
á því aldrei að þurfa að sleppa hendi
af stýrinu til að svara símanum.
Talsmaður Blaupunkt vildi ekki
gefa upp hvað tækið kemur til með
að kosta þegar það kemur á markað
seinna á þessu ári, en sagði takmark
fyrirtækisins að bjóða það á viðráð-
anlegu verði. Tækið kemur fyrst á
markað í Bandaríkjunum og stuttu
seinna í Evrópu.
Geisladiskar
Geisladiskurinn hefur valdið bylt-
ingu í hljómtækjaiðnaðinum frá því
hann kom á markað fyrir tæpum tíu
árum. Það hefur verið ósk margra
að einhvem tímann yrði hægt að
hljóðrita á geisladisk jafn auðveld-
lega og við hljóðritum á snældur.
Mörg fremstu rafeindafyrirtæki ver-
aldar hafa unnið hörðum höndum
undanfarin ár við að þróa geisladisk
sem er hægt að endurhljóðrita að
vild. Það sýndi sig á sýningunni í
Las Vegas að nokkur fyrirtæki hafa
náð umtalsverðum árangri á þessu
sviði.
Pioneer, sem hefur verið framar-
lega í framleiðslu á myndgeislaspil-
urum, kynnti nýtt tæki sem getur
skráð bæði hljóð og myndrænt efni
á geisladisk. Nýi spilarinn getur
skráð 64 mínútur af myndefni á einn
og sama diskin (32 mínútur á hvora
hlið). Verð spilarans er 39.000 dalir
(rúml. 2,3 milljónir ísl.) og kostar
auður diskur 1.295 dali (rúml. 77
þús. ísl.).
Japanska fyrirtækið TDK, þekkt-
ast fyrir framleiðslu á segulböndum
og snældum, kynnti nýjan geisladisk
sem hægt er að hljóðrita allt að 63
mínútur af tónlist. Diskurinn kostar
80 dali (um 4.800 ísl). Talsmaður
TDK tjáði Morgunblaðinu af fyrir-
tækið myndi leggja áherslu á að
kynna diskinn fyrir atvinnumönnum
en gerði ekki ráð fyrir að hann yrði
vinsæl söluvara á almennum neyt-
endamarkaði.
Stórfyrirtækið Kodak kynnti
nokkrar gerðir af nýjum „ljós-
mynda“-geislaspilara. Kodak spilar-
inn er ætlaður þeim sem vilja skoða
ljósmyndir sínar í sjónvarpinu. Hver
geisladiskur rúmar um 100 ljós-
mundir. Notandinn getur stjórnað
hvaða myndir birtast á skjánum,
valið sérstakan hluta úr myndinni,
t.d. andlit, og stækkað hann á skján-
um.
Aðrar nýjungar
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóra varðandi það sem kynnt var á
sýningunni í Las Vegas. Ánnað sem
gestir fengu að beija augum var t.d.
háskerpusjónvarp (High-Definition
Television) frá Pioneer, myndbands-
upptökuvél frá Sharp með tveimur
linsum, stafrænir hátalarar frá
Philips og ýmsar nýjungar frá tölvu-
leikjaframleiðendum eins og Nint-
endo.
Samkvæmt upplýsingum frá
félagi raftækjaframleiðenda í
Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að
Bandaríkjamenn hafí keypt raftæki
fyrir 35,7 milljarði dala (um 2.142
milljarðar ísl.) á ári og er spáð 2,1%
aukningu í ár.