Morgunblaðið - 19.03.1992, Síða 16

Morgunblaðið - 19.03.1992, Síða 16
VZterkurog k> hagkvæmur auglýsingamiðill! VIÐSKIPn An/niNULÍF XJöfóar til X X fólks í öllum starfsgreinum! FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Samtök Fólk Markaðsráð Borgarness stofnað nk. laugardag Fyrirtæki, Borgamesbær og stéttarfélög standa saman að stofnuninni MARKAÐSRAÐ — Séð yfir bæjarstæðið í Borgarnesi þar sem fyrirtæki, bæjaryfirvöld og verkalýðsfélög standa saman að stofn- un Markaðsráðs. MARKAÐSRÁÐ Borgarness verður stofnað næstkomandi laugardag til að vinna að mark- aðssetningu Borgarness sem fyr- irmyndar þjónustu-, verslunar- og iðnaðarbæjar. Að sögn Bjarka Jóhannessonar markaðsráðgjafa þjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur verið unnið að stofnun Markaðsráðs að frumkvæði at- vinnumálanefndar Borgarness í samvinnu við Atvinnuráðgjöfina. Nú hafa yfir 40 fyrirtæki, Borg- amesbær og stéttarfélögin í Borgarnesi samþykkt þátttöku í félaginu. Reiknað er með að fé- lagsgjöldin nemi um 2-2,5 millj- ónum árlega til að standa undir sameiginlegri kynningu á Borg- arnesi og þess sem bærinn hefur að bjóða. Markaðsráðið mun verða stofnað í tengslum við 125 ára verslunarafmæli Borgarnes- bæjar. Bjarki Jóhannesson segir að í drögum að lögum Markaðsráðs komi fram að félagið vinni eftir markmiðum sem það setji sér ár frá ári. „Það tryggir að Markaðsráð verði virkt og það mun leiða tii meiri árangurs en ella. Ráðið verður vakandi fyrir breytingum í um- hverfinu. í ár er markmiðið að markaðssetja Borgames sem fyrir- myndar þjónustu-, verslunar- og iðnaðarbæ. Á næsta ári verður markmiðið e.t.v. eitthvað allt ann- að, það fer algjörlega eftir vilja stjómarmanna, aðalfundar og þeirrar reynslu sem fyrsta árið veit- ir,“ segir Bjarki. Félagar að Markaðsráði geta orð- ið fyrirtæki, Borgarnesbær, stéttar- félög og einstaklingar sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni. Til að fjármagna starfsemi ráðsins greiða félagar árgjöld, sem miðast við meðalstarfmannafjölda einstakra fyrirtækja en sérstaklega er samið um árgjöld Borgarnesbæjar og stéttarfélaganna. Gjöldin munu verða á bilinu 10-200 þúsund. Nú hafa nokkur fyrirtæki í Borg- amesi ásamt Borganesbæ tekið sig saman um að auglýsa sig og bæinn á strætisvögnum Reykjavíkur í tengslum við 125 ára verslunaraf- mæli bæjanns. Þetta er gert í sam- vinnu við íslensku auglýsingastof- una, Strætó-auglýsingar og Islensk almannatengsl. Á morgun, föstudag, mun einn strætisvagn aka á milli fjölmiðla í Reykjavík og kynnt verður ýmis- konar framleiðsla og þjónusta úr Borgarnesi. Bílstjórinn verður í gervi Egils Skallagrímssonar og hljómsveit úr Borgamesi mun flytja frumsamda tónlist. Eftir stofnun Markaðsráðs mun félagið sjálft taka upp á ýmis konar kynningarstarfsemi ásamt því að finna leiðir til að bæta samkeppnis- stöðu bæjarins. Til þessa verður sérstakur starfsmaður ráðinn tíma- bundið. M.a. eru hugmyndir um að markaðshátíð verði haldin á Brúar- torgi í Borgarnesi í vor þar sem öll fyrirtæki í Borgarnesi fá tækifæri til að kynna sína framleiðslu og þjónustu. Að sögn Bjarka hafa fyrirtæki í Borgarnesi hingað til auglýst starf- semi sína hvert í sínu lagi en vegna smæðar flestra þeirra hefur hvert um sig ekki nægilega mikið fjár- magn til kynningar þannig að góð- ur árangur náist. Vinni þau saman nýtist fjármagnið til kynningar mun betur, auk þess sem markaðurinn fái heilsteyptari mynd af Borgar- nesi. Nýirmennhjá Fínutl MEYJÓLFUR Torfi Geirsson hef- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fínullar hf. í Borgarnesi. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólan- um árið 1970. Ey- jólfur starfaði sem bókari hjá Kaup- félagi Borgfirð- inga í tvö ár, fram- kvæmdastjóri Ungmennafélags Skallagríms um 10 ára skeið til 1984, aðalbókari hjá Borgarnes- hrepp frá 1982-1986, bókari hjá Endurskoðunarskrifstofunni sf. frá 1986-1988 og hjá BTB frá 1988 þar til hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra Fínullar hf.. MGUNNAR Björn Hinz hefur ver- ið ráðinn markaðsstjóri Fínullar hf. og verður hann með aðsetur á skrifstofum fyrir- tækisins í Mos- fellsbæ. Hann út- skrifaðist úr lyfja- fræði frá Háskóla íslands árið 1982, síðar úr Útflutn- ings- og markaðs- skólanum og sem markaðsfræðingur frá I H R í Stokkhólmi, Institutet för Högre kommunikation och Rekl- amutbildning, árið 1989. Gunnar starfaði hjá Apoteksbolagetí Stokkhólmi. Eiginkona hans er Þor- björg Guðjónsdóttir tannfræðingur og eiga þau tvær dætur. Hagfræð- ingur VSI H GUÐNIN. Aðalsteinsson tók til starfa sem hagfræðingur Vinnu- veitendasam- bands íslands þann 16. mars sl. Hann útskrifaðist með BS-econ gráðu í hagfræði frá Háskóla ís- lands árið 1991. Með námi og fram til 16. mars sl. vann Guðni hjá Guðni Torgið Hentar ísland hátækniframleidslu? Atvinnuástandið á íslandi í upp- hafi þessa árs er það versta í rúm tuttugu ár. Skráð atvinnuleysi á landsvísu var um 3% af áætluðum heildarvinnuafla í janúar og 2,8% í febrúar skv. upplýsingum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytis. í fyrradag var lagt fram á Alþingi yfirlit frá Þjóðhagsstofn- un þar sem fram kemur að í Ijósi þróunar fyrstu tvo mánuði ársins telur stofnunin ekki ástæðu til að endurmeta fyrri spá um 2,5% at- vinnuleysi á árinu. Þá kemur fram í yfirlitinu að á næsta ári megi jafn- vel búast við ívið meira atvinnu- leysi. Því miður er ekki útlit fyrir að atvinnuástandið hér lagist í bráð að öllu óbreyttu. Á þessu ári er fyrirsjáanlegur mikill samdráttur í fiskveiðum og vinnslu vegna ^ minnkandi kvóta og háir raunvext- ir hafa neikvæð áhrif á fjárfest- ingu. Þá leiðir frestun álversfram- kvæmda til þess að ekkert verður af fyrirhuguðum stórframkvæmd- um á árinu sem hefðu tryggt fjölda manns vinnu. Það er deginum Ijós- ara að brýn þörf á aðgerðum í at- vinnumálum. Þó auðvitað væri best að þær aðgerðir yrðu almenn- ar undir forystu stjórnvalda og ýttu undir atvinnu í landinu í heild, má ekki vanmeta eða horfa fram hjá því sem einstaka aðgerðir og minni verkefni geta áorkað. Frfiðnaðarsvæði hafa oft verið 'rædd á íslandi, en aldrei af jafnmik- illi alvöru og nú. í næsta mánuði er að vænta niðurstöðu athugunar um hagkvæmni fríiðnaðarsvæðis á Keflavíkurflugvelli og segist Þröst- ur Ólafsson, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra, vongóður um að hún verði ásættanleg. Hugmyndin um þetta fríiðnaðarsvæði felur í meginatriðum í sér að fyrirtæki í Bandaríkjunum komi sér hér upp aðstöðu til samsetningar og dreif- ingar vöru á Evrópumarkað. Ef af þessu verður má segja að ávinn- ingurinn sé í stórun dráttum tví- þættur, annars vegar aukin umferð um Keflavíkurflugvöll og hins vegar aukin atvinna á svæðinu. Hugtakið fríiðnaðarsvæði nær yfir margs konar starfsemi tengda útflutningi á vörum og þjónustu. Ein tegund fríiðnaðarsvæða er svokallað framtakssvæði. Þar er um að ræða svæði þar sem sér- stakar'áðstæður eru boðnar fyrir- tækjum til að efla atvinnulíf í lands- hlutum sem eru illa staddir í at- vinnumálum. Á þessum svæðum eru sérréttindi fyrirtækjanna mun takmarkaðri en á fríiðnaðarsvæð- um almennt. Reynt er að létta sem mest undir stofnun fyrirtækja með því að draga úr allri skriffinnsku í kringum rekstur þeirra og veita ríf- leg skattafríðindi fyrstu árin m.a. með afskriftarreglum. Svona svæði eru t.d. algeng í Bretlandi þar sem atvinnuleysi hefur verið mikið um árabil. Fjárfestingaraðilar á framtaks- svæðum, sem og öðrum tegund- um fríiðnaðarsvæða, leggja mikla áherslu á ýmis ytri skilyrði atvinnu- rekstrar s.s. stjórnmálalegt jafn- vægi og jákvætt viðhorf stjórn- valda og almennings gagnvart er- lendu fyrirtækjunum. Auk þessa þarf að vera fyrir hendi hvers kyns þjónusta svo sem banka-, bók- halds-, samskipta- og flutninga- þjónusta. Bandaríska fyrirtækið Digital Equipment Corp., sem er annar stærsti tölvuframleiðandi heims, opnaði í september 1990 verk- smiðju rétt utan við Edinborg í Skotlandi. Þetta er önnur stærsta fjárfestingin sem Digital hefur ráð- ist í utan Bandaríkjanna og hefur alls kostað 200 milljónir dollara eða 12 milljarða íslenskra króna í uppbyggingu. Verksmiðjan veitir Hagfræðistofnun Háskóla íslands og var hann með stundakennslu við viðskipta- og hagfræðideild haustið 1991. Hann hefur setið í stjórn Hagfræðistofnunar Islands. Sam- býliskona Guðna er Ásta Þórarins- dóttir hagfræðinemi. Framkvæmda- stjóri Lýsingar MÓLAFUR Helgi Ólafsson var ráðinn framkvæmdastjóri Lýsingar hf. frá 15. mars sl. Hann var stúdent frá stærðfræði- deild Menntaskól- ans í Reykjavík árið 1965 og út- skrifaðist úr við- skiptafræðideild Háskóla íslands í janúar 1971. Ólaf- ur Helgi starfaði sem deildarstjóri tölvu og kerfis- fræðideildar ÍSAL á áninum 1971- 1976, deildarstjóri tölvudeildar Heimilistækja hf. 1976-1979, fjár- málastjóri Orkubús Vestfjarða 1979- 1987 og sem viðskiptafræðingur hjá Lýsingu hf. frá stofnun fyrirtækisins árið 1987. Sölustjóri hjá Eignahöllinni M FINNBOGI Kristjánsson var nýverið ráðinn sölustjóri hjá Eigna- höllinni fasteigna- sölu. Hann útskrif- aðist sem búfræð- ingur frá Bænda- skólanum Hvan- neyri árið 1977 og starfaði.við Kaup- félag Önfirðinga til 1984. Auk þess hefur Finnbogi verið við nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tækniskólann á ísafirði. Frá 1984-1986 starfaði hann við blaða- mennsku og fjölmiðlun, en hann lauk námi frá Samvinnuskólanum að Bifröst árið 1986. Frá þeim tíma hefur hann verið aðalsölumaður á fasteignasölunni Húsvangur þar til nú. Sambýliskona Finnboga er Magnea Jenný Guðmundardóttir og eiga þau eina dóttur. Ólafur 450 manns atvinnu og á síðasta ári var veitt 360 milljónum króna í þjálfun starfsfólksins. Verk- smiðjubyggingin lætur lítið yfir sér og uppfyllir ströngustu mengunar- skilyrði. Undanfarið hefur Digital veitt rúmlega þremur milljörðum króna til að undirbúa verksmiðjuna fyrir framleiðslu á nýjustu afurð fyrirtækisins, RISC örgjörvanum Alpha sem kynntur var um síðustu mánaðarmót. Þegar Pier Carlo Falotti, yfir- maður Digital í Evrópu, var spurð- ur hvers vegna fyrirtækið hefði valið þessari verksmiðju stað í Skotlandi nefndi hann þrjárástæð- ur: Nægt landrými, góða mögu- leika á að nálgast vel menntað starfsfólk og að skosk yfirvöld hefðu hvatt til byggingarinnar og boðið þá velkomna með ýmsum skattaívilnunum fyrstu árin. Þessi verksmiðja gæti verið á (slandi í dag. HKF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.