Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 6

Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 Sagan gerist að miklu leyti í fangabúðum. Sjónvarpið: Fyrsti hringurinn ■■■■■ Skáldsaga sovéska nóbelsskáldsins Alexanders Solzhenit- 99 05 syns er efniviðurinn í bíómynd Sjónvarpsins að kvöldi páska- ^ dags. Eins og kunnugt er var Solzhenitsyn virkur andófs- maður gegn kommúnismanum og sat oft og einatt í fangelsi fyrir þær sakir. Fyrsti hringurinn eða First Cirele gerist að miklu leyti í fangabúðum. Stalín situr við völd og það er mál manna að allir helstu hæfileikamenn og hugsuðir Sovétríkjanna sitji bak við lás og slá. Til þess að nýta á einhvern hátt hæfileika þessa fólks hafa stjórn- völd komið upp Mavrino fangelsinu þar sem ófrjálsir vísindamenn vinna að tilraunum og uppfinningum fyrir ríkið. Ein af uppfinningun- um sem unnið er að er raddgreiningartæki og þegar leyniþjónustu- menn ná hljóðupptöku af rödd meints föðurlandssvikara leggja yfir- völdin allt kapp á að hönnun tækisins ljúki sem fyrst svo hafa megi hendur í hári njósnarans. Vísindamennirnir sem að tilrauninni vinna standa hins vegar frammi fyrir erfiðu siðferðismati. Með helstu hlut- verk fara Robert Powell, Victor Gerber, Robert Joy og Christopher Plummer. Leikstjóri er Sheldon Larry. Fyrri hluti myndarinnar verð- ur sýndur í kvöld en sá síðari annað kvöld. Sjónvarpið: Ástríkur og þrautimar tólf ■H A annan páskadag hefst 00 dagskrá Sjónvarpsins með efni fyrir börn á öll- um aldri. Það eru kumpánarnir Ástríkur gallvaski og Steinríkur alvaski sem létta okkur Iund, en þeir eiga sér fjölmarga aðdáendur hér á landi sem annars staðar. Teiknimyndasaga þeirra Goscinnys og Uderzos um litla, þrautseiga þorpið í miðri Gallíu sem alla tíð stendur uppi í hárinu á rómverska heimsveldinu hefur farið sigurför um heiminn og vakið kátínu ungra sem aldinna, hvort sem menn vilja Ieggja pólitíska merkingu í sögurn- ar eða einfaldlega lesa þær sér til skemmtunar. I þessari teiknimynd er Sesar orðinn úrkula vonar um að sér takist nokkurn tíma að leggja Gaulveijabæ undir sig með hefð- bundnum aðferðum. Hann hugsar því upp herbragð sem hann ætlar að verði þorpinu að falli. íbúunum er boðið að leysa tólf þrautir. Tak- ist þeim það hljóta þeir yfirráð yfir gjörvöllu Rómarveldi, en mistakist þeim er þeim skylt að gefast upp fyrir Sesari. Vitaskuld eru það Ástríkur og Steinríkur sem Gaul- veijabæingar setja allt sitt traust á. Það eru leikararnir Erla Rut Harðardóttir, Magnús Ólafsson, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson og Sigurður Siguijónsson sem ljá per- sónum myndarinnar raddir sínar. Ástríkur og Steinríkur eiga stöðugt í stríði við Rómverja. Stöð 2: Ástar- bönd yfir Atlants- hafid ■■■■ Það er rómantík eins og 91 05 hún er fallegust í mynd- “" inni Ástarbönd yfir Atl- antshafið eða „Charing Cross Road 84“, sem Stöð 2 sýnir á páskadag. Helen Hanff var bandarískur rithöf- undur og hafði geysilegan áhuga á bókum og bókmenntum. Hún skrif- aði endurminningar sínar og á þeim er bíómyndin byggð. Sagan er hnyttin og hugljúf og myndin skilar fullkomlega andblæ sögunnar og þeim styrk, sem fólst í þessu ótrú- lega ástarsambandi. Helen situr í New York og skrifar bóksala í London bréf, þar sem hún biður hann um að útvega sér frekar sjald- gæfa bók. Þetta bréf varð upphafið Anne Bancroft fer með annað aðalhiutverkanna í myndinni. að 20 ára ástarsambandi fólks, sem bjó sitt hvorum megin við Atlants- hafið, hafði aldrei hist og átti aldr- ei eftir að hittast. Með hlutverk bóksalans fer Anthony Hopins, sem fékk Óskarsverðlaun í ár fyrir leik sinn í Lömbin þagna. Anne Banc- roft leikur rithöfundinn, en hún er þekkt úr myndum eins og Agnes of God, The Elephant Man og The Graduate, svo eitthvað sé nefnt. SjónvarpSð: Dauðinn læðist ■■■■■ Á þriðjudag, miðvikudag og föstudag sýnir Sjónvarpið 91 05 spennandi myndaflokk með hinum geðilla rannsóknarlög- —1 -*• reglumanni Taggart og Jardine félaga hans, en þeir vinna saman að því að uppiýsa flókin morðmál í Glasgow. Áð þessu sinni fínnst maður látinn í íbúð sinni. í fyrstu liggur beinast við að gruna aðstandendur hins látna um ódæðið en þegar málin eru skoðuð nánar kemur ýmislegt upp á yfirborðið sem skekkir myndina. Þegar annað gamal- menni er síðan myrt á sama hátt taka málin nýja stefnu. Mark McManus leikur Taggart, James Macpherson leikur Jardine, Harriet Buchan leíkur Je- an, eiginkonu Taggart. I öðrum stórum hlutverk- um eru lain And- ers og Harriet Buchan. Taggart hinn geðilli r~ Itilefni níræðisafmælis Halldórs Laxhess verða Rás 1 og Sjón- varpið með ýmislegt á dagskrá sem tengist nóbelsskáldinu. Rás 1 ríður á vaðið á páskadag kl. 16.20, en þá verður fluttur leik- lestur á smásögunni Jóni í Brauð- húsum eftir Halldór. Rúmum tíu árum eftir dauða Jóns hittast tveir vinir hans fyrir tilviljun á förnum vegi. Við þennan fund riljast upp fyrir þeim sá tími þegar þeir fylgdu Jóni. En síðan hefur allt breyst og þeir eru ekki samir. Þátturinn verður endurfluttur þriðjudaginn 21. april kl. 22.30. Halldór Laxness- las söguna Kristnihald undir Jökli í útvarpinu árið 1976 við miklar vinsældir. Þriðjudaginn 21. apríl kl. 14.03 verður endurfluttur lestur Hall- dórs á sögunni. Sumardaginn fyrsta, á af- mælisdegi Halldórs, verður dag- skrá Rásar 1 helguð skáldinu og verkum þess frá kl. 13 til 18.30. I fyrsta hluta dagskrárinnar er reynt að bregða upp mynd af æsku- og mótunarárum hans með leiklestri úr bréfum, handritum og blaðaviðtölum, þar sem Halldór og samtíðarmenn hans koma við sögú. í öðrum hluta er svipast um á ferli Halldórs með úrvali úr seg- ulbandasafni útvarpsins og nýleg- um blaðaviðtölum. Einnig eru samferðarmenn hans teknir tali. Kl. 17.00 hefst bein útsending Útvarpsleikhússins og Þjóðleik- hússins á fyrsta leikriti skáldsins, Straumrofi. Leikritið var fyrst flutt í Iðnó árið 1934 og fyrsta útvarpsuppfærslan var árið 1971. Umsjónarmenn dagskrárinnar eru Friðrik Rafnsson, Pétur Gunnars- Sjónvarpið: ífótspoi Muggs ■* Nú eru liðin rétt 100 ár fi 00 fæðingu listamannsins Gui mundar Thorsteinssonar, eé Muggs, eins og hann var oftast kallai ur. Af því tilefni lét Sjónvarpið gei mynd þar sem rakin er stutt en viðburði rík ævi listamannsins, en Muggur vi ekki nema 32 ára þegar hann lést. Þs er Björn Th. Björnsson listfræðingur sei leiðir okkur í fótspor Muggs og segir fi helstu verkum hans. Björn kynnir áhor endum heimaslóðir Muggs á íslandi o fylgir honum síðan til Kaupmannahafi ar, en þangað flyst fjölskylda hans þeg; hann er 12 ára. Muggur var víðförull o Björn leiðir áhorfendur m.a. um stræ og torg hinnar fornu borgar Siena Toscanahéraði á Ítalíu, þar sem Muggi málaði altaristöfluna sem nú er í Bessi staðakirkju. Einnig er komið við í borj inni Cagnes á suðurströnd Frakklanc þar sem Muggur bjó síðasta veturinn se: hann lifði. Heitasta ósk hans var að kon ast heim til Islands og ná þar heilsu, c sú ósk rættist ekki, því hann lést í Kau] mannahöfn í júli 1924. Myndin er fran leidd af Saga film. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.