Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 C 7 LLDÓR KNESS Auður og Halldór Laxness. Sjónvarpið og Rás 2: Minningartónleikar um Freddie Mercury Á annan í pásk- 00 55 um verða haldnir ^" miklir tónleikar á Wembley-leikvanginum í Lundúnum, til minningar um Freddy Mercury, söngvara hljómsveitarinn- ar Queen, sem lést úr eyðni í nóvember síðastliðnum. Sjónvarpið sýnir frá tón- leikunum miðvikudaginn 22. apríl en einnig verður samsending frá Rás 2 í steríó. Meðal þeirra sem fram koma eru Monserrat Caballé, Spinal Tap, Guns N’ Roses, U2, Metallica, David Bowie, Elton John, George Michael og Robert Plant. Á sviðinu birtast einnig gegnum gervi- hnattasamband frá Sakra- mento í Kaliforníu þeir Paul Young og Zucchero ásamt félögum í Queen, þeim John Deacon, Brian May og Roger Taylor. Freddy Mercury verður minnst á Wembl- ey. 1 •rsxus Kalli kanína alltaf jafn hress þrátt fjrir árin fimmtíu. Stðð 2: Kalli kanína 50 ára Stöð 2 sýnir klukku- io oo stundar langan þátt ** á páskadag, sem gerður er í tilefni 50 ára afmæl- is Kalla kanínu eða Bugs Bunny. Sýnt er frá einkalífi Kalla og margir góðir gestir líta inn í tilefni dagsins. Bill Cosby hyllir Mel Blanc, þann sem ljáði Kalla röddina. Af öðr- um gestum má nefna Whoopi Goldberg, John Goodman, Va- lerie Harper, Chuck Norris, Jane Seymour, William Shatner og Jon Voight. Kalli kanína kom fyrst fram í myndinni A Wild Hare og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammi- stöðuna. Sfðan hefur þssi ein- stæða kanína skemmt fólki á öllum aldri um allan heim. Bjarni Dagur og Kristján Jóhannsson á góðri stundu á Ítalíu. Bylgjan; BRAVO! BRAVISSIMO! son, María Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson. Skáldið á Gljúfrasteini Sjónvarpið sýnir þáttinn Skáldið á Gljúfrasteini kl. 20.35 að kvöldi sumardagsins fyrsta. Halldór Laxness kom fram á fyrsta útsendingarkvöldi sjón- varpsins og hefur æ síðan verið þar tíður gestur. Oft hefur hann birst í fréttatímum vegna frum- sýninga á eigin leikritum, en einn- ig í umræðuþáttum af ýmsu tagi. Þessi þáttur ber þess ótvírætt vitni, hvert heimildargildi sjón- varpið mun hafa í framtíðinni, því allt efni sem fýrir augu ber er úr safni sjónvarpsins. Sýnd eru brot úr viðtölum við skáldið á ýmsum tímamótum, þar sem rætt er við Haildór um verk hans, skoðanir á samtímamönnum og atburðum líðandi stundar. Einnig verður brugðið upp svipmyndum úr verk- um skáldsins, bæði brotum úr sviðsverkum og sjónvarpsupp- færslum. Rás 1: Krístni- hald í Japan ■R Kristnir Japanir eru ekki 20 stór hluti Japönsku þjóð- arinnar þar sem flestir eru Sinto- og Búddatrúar. í þætti sem er á dagskrá Rásar 1 klukkan 10.20 annan í páskum ræðir Anna Margrét Sigurðardóttir við séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur, en hún er nýflutt heim til íslands eftir að hafa búið í Japan i tvö ár. Eingin- maður Helgu er japanskur og prest- ur eins og hún, en hann þjónaði litl- um söfnuði í borginni Nagoya sem er mitt á milli Tókíó og Osaka. í þættinum segir Helga af kristni- haldi safnaðarins og lífi sínu sem prestfrú í þessu samfélagi þar sem langflestir eru annarar trúar og halda engar kristnar hátíðir. ■■ Á páskadagskrá Bylgj- 00 unnar er nýr þáttur um Kristján Jóhannsson óperusöngvara. Bjarni Dagur Jóns- son dagskrárgerðarmaður fór til Italíu i marsmánuði og fylgdist með Kristjáni á æfingu, bæði í Flórens og Veróna. Uppistaða þáttarins er viðtal við Kristján, en þar segir hann frá sorgum sínum og sigrum. Fyrstu árunum með karlakórnum Geysi, söngnámi heima og erlendis. Einnig segir Kristján frá kennurum sínum og hvaða áhrif þeir höfðu á hann. „Viðtalið iðar af lífi og fjöri, enda segir hann frá af sinni al- kunnu hreinskilni,“ segir í kynningu frá Stöð 2. Inn í þáttinn eru fléttuð viðtöl við vini og kunningja ásamt nýjum upptökum með söng hans. Frami Kristjáns á óperusviðinu hefur verið ótrúlegur síðustu árin. Fyrir um fimm árum tók hann þá ákvörðun að hætta að syngja í minni óperuhúsunum í Evrópu og Ameríku og reyna að komast að í þeim stóru á Italíu. Segja má að þáttaskilin hafi orðið þegar hann söng fyrir óperustjóra Scala í Mílanó, en eftir það buðust honum stórhlutverk víða um Ítalíu. Meðal tónlistarfólks víða um heim er Kristján talinn i hópi þeirra söngv- ara, sem augu og eyru unnenda óperutónlistar eiga eftir að beinast að á næstu árum. Glæsilegur og kraftmikill hetjutenór eins og ítalir vilja hafa þá, eða sprengitenór eins og Kristján hefur sjálfur orðað það. Þrátt fyrir að hann hafi aðlaðast lífinu á Ítalíu á hann sér þann draum stærstan að koma sem oft- ast til Islands og syngja fyrir ís- lenska áheyrendur. Þættinum verð- ur útvarpað í tvennu lagi, á páska- dag milli kl. 14 og 16 og á annan páskadag kl. 16-17. Umsjónarmaður og höfundur handrits er Björn Th. Björnsson en kvikmyndasljóri Valdimar Leifsson. Stöð 2: Kiri te Kanawa og ópevuperiur ■■■■■ Kiri te Kanawa hefur í nokkur ár verið meðal 1 7 00 mestu sópransöngvara heims. Hún er þekkt langt ■ út fyrir raðir unnenda óperutónlistar, enda hefur hún spreytt sig á margs konar tónlist. I þætti sem Stöð 2 sýnir á páskadag kynnir hún uppáhaldsatriðin sín úr óperum og eru þau bæði sungin af henni og öðrum frægum söngvur- um. Hún leiðir áhorfendur um húsakynni Konunglegu óper- unnar í London. Þaðan eru einnig upptökur með Placido Domingo (Ævintýri Hoffmanns), Ileana Cotrubas (La Bo- heme) og með Kiri sjálfri (Rósakavalerinn og Leðurblakan). .Frá Scala í Mílanó koma m.a. atriði úr Ernani og Andrea Chenier með José Carreras og Placido Domingo. Þá eru upptökur frá sýningu á Otello í Arena di Verona þar sem lafði Kiri fer með hlutverk Desdemónu. Einnig er sýnt frá fleiri uppfærslum, bæði á Englandi og á Ítalíu, og lafði Kiri rekur að nokkru söngferil sinn. Kiri te Kanavva. f J | 2 I I j/ í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.