Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 1
<í<t A
1 f i 1
D I
FJÁRMÁL: Skuldir heimila víöa svipaöar og tekjur eftir skatta /4
RÚSSLAND: Gífurleg náttúruverömæti og miklir viðskiptamöguleikar /6
VIÐSHPTI ÆVINNULff
n
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 BLAÐ 1-J
Bankamál
Hagnaður Búnaðarbankans
um 70 milljónir á sL ári
Aukið aðhald með útlánum vegna versnandi lausafjárstöðu
HAGNAÐUR Búnaðarbankans fyrir tekju- og eignarskatt nam
alls 172 milljónum á sl. ári en skattar lögðust óvenju þungt á
reksturinn á árinu, þ.á.m. eignarskattur. Að teknu tilliti til skatta
nam hagnaður alls um 70 milljónum króna samanborið við tæpar
204 miiyónir árið áður. Að sögn Jóns Adólfs Guðjónssonar, banka-
stjóra Búnaðarbankans, hafði verið reiknað með um 200 milljóna
hagnaði á árinu en vegna lítillar verðbólgu undir lok ársins báru
óverðtryggð innlán hærri vexti en gert hafði verið ráð fyrir.
Þannig var raunávöxtun bundinna innlána á Metbók 8,12% á árinu.
Vaxtamunur Búnaðarbankans á
sl. ári var 4,25% þegar miðað er
við mismun fjármunatekna og fjár-
magnsgjalda að teknu tilliti til
verðlagsbreytinga og hefur hann
lækkað úr 5,59% frá árinu 1989.
Þegar tekið er tillit til framlags í
afskriftarreikning hefur vaxta-
munur hins vegar lækkað úr 5,18%
í 3,37% á tímabilinu.
Rekstrargjöld bankans hækk-
SÖLUGENGI DOLLARS
Síðustu fjórar vikur
61,00----------------------------
kr.
60.50 --------------------t-------
6o,oo---------------------- 59,39
59 50^"\^l-------------
59,00--------....................
58.50 ---------'-----------------
58,00----------------------------
57.50 ---------------------------
I-----1-------1--------1-----1
25.mars 1. apríl 8. 15. 22.
uðu um 17,5% milli ára en þar
vegur þungt rúmlega 20% hækkun
á launakostnaði. Jón Adólf segir
að skýringin á þessari hækkun sé
miklu leyti fólgin í fjölgun starfs-
manna í stoðdeildum þar sem laun-
akostnaður sé hár t.d. markaðsde-
ild og skipulags- og hagræðingar-
deild. Að sama skapi hafi starfs-
mönnum fækkað í afgreiðsludeild-
um þar sem laun séu lægri. Auk
þess stafi þessi hækkun af kjara-
samningum og hækkunar á launa-
tengdum gjöldum. Starfsmanna-
Qöldi var óbreyttur milli ára eða
491.
Framlag í afskriftarreikning út-
lána á sl. ári nam alls um 354
milljónum samanborið við 249
milljónir árið áður og voru afskrif-
aðar um 130 milljónir vegna tap-
aðra útlána. í árslok nam afskrift-
arreikningurinn 672 milljónum og
er það 1,8% af útlánum, áföllnum
vöxtum og veittum ábyrgðum.
Framlag vegna lífeyrisskuld-
bindinga nam á sl. ári 56 milljónum
samanborið við 123 milljónir árið
áður og var staða sjóðsins í árslok
alls 1.176 milljónir. Hefur bankinn
nú að fullu uppfyllt skuldbindingar
sínar að þessu Ieyti.
Heildarinnlán Búnaðarbankans
í árslok námu alls 31,1 milljarði
og höfðu aukist um 14,5% á árinu.
Þar af var aukning innlána á Met-
bók 40% og námu þau alls 9,5
milljörðum í árslok. Heildarútlán
bankans námu alls 29,1 milljarði
og höfðu aukist um 19% á árinu.
Eigið fé var alls 3.402 milljónir í
árslok og jókst um 10,2% á árinu.
Að sögn Jóns Adólfs lækkaði eig-
inyárhlutfall milli ára úr 9,9% í
9,4% skv. skilgreiningu laga um
viðskiptabanka.
Búnaðarbankinn uppfyllti
lausafjárskyldu Seðlabankans
fyrstu níu mánuði sl. árs en lausa-
fjárstaðan fór versnandi undir lok
ársins. Lenti bankinn undir til-
skildu 12% lausaijárhlutfalli Seðla-
bankans í október. Jón Adólf sagði
að framhald hefði orðið á þessari
þróun á það sem af væri árinu og
hefðu innlán lækkað um tæplega
1 milljarð á fyrsta ársfjórðungi en
á sama tíma hefðu útlán aukist.
Því hefði ekki tekist að uppfylla
tilskilið lausafjárhlutfall í mars og
apríl. „Það verður beitt auknu að-
haldi í útlánum. Við óttumst hins
vegar þessi innlánsþróun stafí að
einhveiju leyti af umræðu um
skattlagningu sparifjár að undan-
förnu. Það verður að hafa það í
huga að eldri kynslóðin, þ.e. 60
ára og eldri, á 60% af sparifé bank-
akerfisins og harðneskjulegar
kröfur um skattlagningu á þetta
fólk slær það óhug. Því er ástæða
til að vara stjórnvöld við hvatvís-
legum ákvörðunum í þessum efn-
um,“ sagði Jón Adólf Guðjónsson.
NÝTING hótela í Reykjavík
hefur minnkað verulega síðustu sjö
árin og hefur aldrei verið jafnléleg
og á síðasta ári, samkvæmt upp-
lýsingum úr nýju fréttabréfi frá
Sambandi veitinga- og gistihúsa. f
blaðinu kemur fram að skýringa á
þessari lélegu nýtingu megi meðal
annars leita í síauknu framboði
gistiherbergja. Síöan í júní 1990
hefur gistirúmum í Reykjavík
Pgað um 372xig er þá gisting á
einkaheimilum ekki talin með.
Meirihluti aukningarinnar varð á
árinu 1991. Betur horfir með
bókanir hótela í sumar enda er
fyrirhugað að halda hér allmargar
ráðstefnur. Forráðamenn hótel-
anna eru hins vegar hóflega bjart-
sýnir á sumarið því reynsla undan-
farinna ára sýnir að mikið af gisti-
rými er afbókað á vorin þegar of
seint er að ráðstafa því til annarra.
64,4%
63,8%
1988 19M
59,0%
Traust íyrirtæki - góð ávöxtun
Landsbréf hf. hafa til sölu skuldabréf Lindar hf. og Samvinnusjóðs íslands hf.
Ávöxtun þessara bréfa er nú 9,8% á ári umfram lánskjaravísitölu.
Lánstími er 3 - 4 ár.
Lind hf.
Lind hf. er eignarleiguíyrirtæki en Landsbanki
íslands á um 80% í íyrirtækinu. Lind hf.
starfar eftir lögum um eignarleigur og undir
eftirliti bankaeftirlitsins. Eignir Lindar hf.
voru alls rúmlega 2,5 milljarðar króna í lok
síðasta árs.
Samvinnusjóður íslands hf.
Samvinnusjóður íslands hf. er fjárfestingarsjóður
í eigu Samvinnuhreyfingarinnar. Eigið fé
Samvinnusjóðs Islands var í lok síðasta
reikningsárs um 382 milljónir og eigin-
íjárhlutfall 62%. Hagnaður síðasta LANDSBRÉF H.F. ?
reikningsárs var 13,4 milljónir króna Landsbankinn stendurwed okkur 1
Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 £
Löggilt verdbréfafyrirtæki. Adili ad Verdbréfaþingi íslands. <