Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
D 3
Fyrirtæki
Sala á hlutabréfum í Samskipum
mun hefjast í næstu viku
Hagnaður á síðasta starfsári var 20,5 millj. samanborið við 47 millj. hagnað Skipadeildarinnar árið áður
UM síðustu áramót lauk fyrsta
starfsári Samskipa hf. sem bygg-
ir á grunni Skipadeildar Sam-
bandsins. Hagnaður félagins
nam 20,5 milljónum króna á
móti 47 milljóna króna hagnaði
Skipadeildarinnar árið áður.
Eigið fé Samskipa í árslok 1991
var skv. ársreikningi 974 milljón-
ir króna samanborið við 900
milljónir í upphafi árs. Eiginfjár-
hlutfallið lækkaði úr 29,7% i
28,9% á árinu. Á árinu varð 5%
aukning í heildarflutningsmagni
Samskipa.
Eins og áður hefur komið fram eru
fyrirhugaðar miklar breytingar á
eignarhaldi Samskipa hf. Heildar-
hlutafé Samskipa er að nafnvirði
900 milljónir. Hluthafar er 80 tals-
ins, en Samband íslenskra sam-
vinnufélaga á um 98% hlut í félag-
inu. Magnús Gauti Gautason, vara-
formaður stjórnar Samskipa, sagði
í ávarpi á aðalfundi félagsins í gær
að sala Sambandsins á 400 milljóna
eignarhluta í Samskipum hæfíst í
næstu viku. Þá liggur fyrir heimild
til aukningar hlutaíjár félagsins að
fjárhæð 300 milijónir.
Landsbréf hf. eru ráðgjafar Sam-
skipa vegna hlutafjársölunnar.
Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá
Landsbréfum, sagði í samtali við
Morgunblaðið að í fyrsta áfanga
væri áætlað að setja á sölu hluta-
bréf að nafnvirði 100 milljónir.
„Hins vegar er ekki ljóst hvenær
heimildin um hlutafjáraukninguna
verður nýtt. Það fer eftir almennum
markaðsaðstæðum, enda er hér um
langtímaáætlun að ræða. Sú
ákvörðun liggur fyrir að Sambandið
taki ekki þátt í fyrirhugaðri hluta-
fjáraukningu þannig að þegar henni
lyki væru þeir með 41,7% eignar-
aðild í stað 98% nú. Það er þannig
stefna Sambandsins að verða minni-
hlutaeignaraðili," sagði Davíð.
Heildartekjur Samskipa á síðasta
ári námu 3,728 milljónum króna
skv. ársreikningi samanborið við
3.214 milljónir árið áður í rekstri
Skipadeildar Sambandsins. Hækkun
heildarrekstrartekna nam þannig
16% milli ára. Heildarrekstrargjöld
án fjármagnsliða og skatta námu
tæpum 3,584 milljónum og hækk-
uðu um 15,3% milli ára. Þar af nam
afskriftarreikningur 204 milljónum
og hækkaði um 15,5% milli ára.
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns-
liði var tæpar 144 milljónir saman-
borið við 107 milljónir árið 1990.
Á síðasta ári hækkuðu fjár-
magnsgjöld Samskipa umfram fjár-
magnstekjur úr rúmum 60 milljón-
um árið 1990 í 123 milljónir. Hækk-
un heildarfjármagnsliða var þannig
rúm 104%. í skýringum með árs-
rm.iu.i
Hússtjómar-
kerfið
Vegna viðtals sem birtist í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins þann 16. apríl
sl. við þá Pétur Mogensen frá Radíó-
stofunni hf. og John Nicholls sölu-
stjóra hjá Andover Controls í Evr-
ópu, um hússtjómarkerfi Ráðhúss
Reykjavíkur vill Erling Ásgeirrsson
framkvæmdastjóri Radíóstofunnar
taka fram eftirfarandi: Samstarfsað-
ilar Radíóstofunnar í umræddu verki
voru Verkfræðistofan Afl hf., Verk-
fræðistofa Rafns Jenssonar og Raf-
stjórn hf. Undirverktakar voru CAD-
kerfið, Erla Norðfjörð og Securitas
hf.
Radíostofan annaðist einnig hönn-
un og uppsetningu á hljóðkerfi Ráð-
hússins og var undirverktaki þar við
einn þátt Radíóhúsið sf.
reikningi kemur fram að þar vega
þyngst stóraukin vaxtagjöld vegna
yfírtöku eigna og lána við stofnun
félagsins og ekki voru í efnahags-
reikningi Skipadeildarinnar árið áð-
ur. Einnig jókst neikvæður gengis-
munur nokkuð á 'árinu. Ekki kom
til álagningu eigna- og tekjuskatts.
Skv. efnahagsreikningi vom
eignir í árslok 1991 samtals að fjár-
hæð 3.372 milljónir samanborið við
3.025 milljónir í upphafí ársins.
Veltufjárhlutfall var 1,01 í lok árs-
ins á móti 1,31 í ársbyrjun. Heildar-
skuldir um síðustu áramót námu
2.398 milljónum samanborið við
2.125 milljónir í upphafí ársins og
eigið fé var að fjárhæð 974 milljón-
ir króna. Á árinu var tekin sérstök
niðurfærsla viðskiptakrafna til að
mæta áætluðum skuldatöpum og
nam hún 40 milljónum í árslok. Þá
vora gjaldfærðar 45 milljónir vegna
tapaðra og niðurfærðra krafna.
Fjármagn til
framkvæmda
SUÐURLANDSBR. 22
108 REYKJAVIK
SIMI 689050-FAX 812929
EUROCLASS EUROCLASS EUROCLASS
Tylltu þér
ádur en þú skoðar
þetta tilboð!
SAS Euroclass þægindin
byrja helma í stofu!
Þið eruð flutt með límósínu
frá útidyrum út á flugvöll.
90% afsláttur fyrir maka.
Hóteldvöl kostar 100 kr.
fyrstu nóttina á SAS hóteli
og síðan er 50% afsláttur.
Tilboðið gildir til allra
áfangastaða SAS á
Norðurlöndum
Að auki eru í fullu gildi
önnur hlunnindi
Euroclass.
II/IíSM
EuroClass
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegi 172 - Sími 62 22 11
*Gildir fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík.