Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 1

Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 1
Sigurður Valgerður Guðrún Anton Heiðar JRwDmtiritafrife FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992 KRAKKAR VIÐ TÖLVUR í LEIK OG IMÁMI ÍSLENSKI TÖLVUMARKAÐURINN 9 milljarða velta 1991 Á sama tíma lögðu fyrirtæki og stofnanir um 18 milljarða í tölvutengdan kostnað Hér a landi eru a.m.k. á annað hundrað fyrirtækja, sem hafa tekjur af því að selja vörur og þjónustu tengda tölvum og tölvubúnaði. Þetta eru seljendur tölvubúnað- ar, hugbúnaðarframleiðendur, þjónustufyrirtæki og tölv- uskólar. Samkvæmt lauslegri samantekt var velta þess- ara fyrirtækja á bilinu 8,5 til 9,0 milljarðar króna á síð- asta ári. Hún skiptist þannig að seljendur tölvubúnaðar (i flestum tilfellum innflytjendur) veltu rúmlega 5 millj- örðum króna, hugbúnaðarframleiðendur rúmlega 1 millj- arði króna, þjónustufyrirtækin rúmlega 2 milljörðum króna og tölvuskólar (þar með talinn tölvukennsla í skóla- kerfinu) um 500 milljónum króna. Inn í þessa tölu má svo bæta beinum innflutningi ýmissa fyrirtækja á tölvu- stýrðum vélum og tækjum, þ.m.t. ýmis tækjabúnaður Pósts og síma. A þessu ári má búast við að veltan auk- ist, lítillega eða standi í stað. essir 8,5 til 9 millj- arðar króna eru tölur, sem lesa mætti út úr bók- haldi allra annarra fyrirtækja og stofnana í landinu. Auk þess eyða flest þessara fyrir- tækja annarri eins fjárhæð í annan beinan eða óbeinan tölvukostnað. Þetta er a.m.k. skoðun alþjóðlega ráðgjafar- fyrirtækisins Gartner Group. Skipting tölvukostnaðar Samkvæmt lauslegu mati ráðgjafarnefndar um upplýs- inga- og tölvumál (RUT- nefnd) á vegum fjármála- ráðuneytisins var heildar- kostnaður opinberra aðila vegna tölvunotkunar um 3 milljarðar króna á síðasta ári eða um það bil 3% af fjárlög- um. Gartner Group telur að fyrirtæki hafi varið árið 1991 um 4,8% af tekjum sínum til tölvumála og því er spáð að árið 1995 verði þetta hlutfall orðið 7,7%. Gangi þetta eftir verður tölvukostnaður hins opinbera um 5 milljarðar króna 1995. Tölvukostnaðinum má skipta í tvo flokka. í öðrum flokknum er kostnaður vegna kaupa á tölvubúnaði (vélbún- aði og hugbúnaði), þjónustu og menntun starfsmanna. Allan þennan kostnað má lesa beint út út bókhaldi og er hann fyrrnefndir 8,5 til 9 milljarðar króna fyrir árið 1991. SJÁ NÆSTU SÍÐU Svoajorðu sem á himni klippt í tölvu Kvikmynd Kristínar Jó- hannesdóttur, „Svo á jörðu sem á himni“ er fyrsta íslenska tölvu- klippta kvikmyndin. Að sögn Sigurðar Snæ- bergs Jónssonar, sem klippti myndina er um nýjung í Evrópu að ræða. Kerfið sem er notað er amerískt og heit- ir EMC2. Frummyndin (negatívan) er yfirfærð á disklinga og þannig klippt eins og venjulega, nema nú eru notaðir takkar. Eins auðveldast öll eftir- vinnsla, skoðun og breyt- ingar. Sigurður segist líkja því að klippa með tölvu eða á gamla mátann við það að ganga annars vegar frá texta í tölvu og hins vegar á ritvél. AMD gegn Intel ÞAÐ vakti mikla athygli þegar örgjörvafyriilækið AMD hóf framleiðslu á 80386 örgjörvum í óþökk Intel, sem nánast hefur einokað framlciðslu á örgjörvum fyrir PC- samhæfðar tölvur. Skv. samningi fyrirtækj- anna frá 1982 taldi AMD sig hafa rétt á að fram- leiða hvaða örgjörva sem er frá Intel, sem á móti neitaði AMD um upplýsingar sem það taldi sig hafa rétt á. AMD hóf samt framleiðsluna og höfðaði mál gegn Intel. Því máli lauk fyrir skemmstu og fékk AMD, hálfan milljarð ÍKR í miskabætur. 40 Mhz 80386 örgjörvinn frá AMD hefur reynst hrað- virkari en Intel örgjörvar. AMD hefur selt 2 milljónir örgjafa og og stóran þátt í verðlækkunum á PC mark- aðnum. AMD hyggst mark- aðssetja 80486-örgjörva, sem sagt er að verði að jafnaði 40% hraðvirkari en sambæri- legir Intel-örgjörvar. Apple inn á PC-markað Microsoft hefur náð góðum árangri með Windows-notenda- skilunum og þegar útgáfa 3.1 var gefin út fyrir stuttu spurðist að Apple hygðist smeygja sér inn á þann mark- að. Ekki er ljóst hvernig það verður gert, en vekur at- hygli að Apple, sem áður hefur gagnrýnt PC-tölvur, hygg- ist nú framleiða fyrir þær forrit. Engum ætti að koma á óvart að Apple horfi til Windows-markaðarins enda talið að yfir 9 milljónir not- endur noti Windows daglega á móti 3'/2 .milljónum Macint- osh-notenda. Að sögn kunnugra hjá Apple hyggst fyrirtækið hanna útgáfu Macintosh- stýrikerfisins sem megi keyra á Intel eða Intel-samhæfðum örgjörvum, sem eru allsráð- andi á PC-markaðnum. Ekki er þó ljóst hvort Apple ætli að framleiða PC-tölvu sem keyrt geti Macintosh-stýri- kerfið, eða sendi frá sér for- rit sem ætluð eru til að laða PC-notendur að Macintosh. Apple hefur undanfarið sent frá sér skanna og leysi- prentara sem nota má jafnt fyrir Macintosh og PC-tölvur og að auki sendi Claris-hug- búnaðarfyrirtækið, sem er í eigu Apple, frá sér Windows- útgáfu af Hollywood-kynn- ingarforriti sinu. Því má segja að nokkuð sé síðan Apple hafi ákveðið að hasla sér völl á PC-markaðum. NETTENGINGAR eru víða í umræðunni þessa dagana, þar sem vöxtur sölu og þjónustu tölvufyrirtækja er þar einna mestur. Nettenging er einnig sú framtíðarsýn sem menn í skólakerfinu sjá fyrir sér, með íslenska menntanetinu, svokallaða. Pétur Þorsteinsson, skólastjóri á Kópaskeri er upphafsmaður þeirrar hugmyndar, en hann kom á fót IMBU, tölvumiðstöð skóla 1988, sem um 300 aðilar nota nær daglega. (íslenska menntanetið myndi leysa IMBU af hólmi. Kostnaður vegna vélbúnaðar við að koma netinu á er um 5-7 milljónir króna. Fjallað er um menntanetið á innsíðum, en Pétur segir kosti þess m.a. vera bein tengsl námsstjóra og kennara, samstarf auðveldist, sérþekking nýtist betur og aðstaða kennara og nemenda um land allt verði jafnari. Kennarar fái aðgang að nýjum þekkingarveitum, en verkefna- og hugmyndabanki er í smíðum nú þegar. Þá muni menntanetið opna nýja möguleika í fjarkennslu. MEÐAL EFNIS: Nettengingar, Windows NT, íslenskur hugbúnaður, OS/2 2.0, Háhraðanet, Afritun gagna, Pappírslaus samskipti, Tölvunám unglinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.