Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 2
I 2 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992 ISLENSKI TÖLVUMARKADURINN 9 mílljarða velta 1991 Nýherji (IBM og Skrifstofuvélar-Sund) Reiknistofa bankanna | Einar J. Skúlason hf. 1 Tæknival hf. (og Sameind hf.) 1 SKÝRR I 500 millj.kr. E Tj ,7|| l(».i B |*i t í hinum flokknum er kostnaður í tengslum við það sem notendur gera sjálfir. Gartner Group telur að þessi kostnaður sé svipaður og samanlagður kostnaður í fyrri flokknum. Kostnaðurinn í þessum flokki er að því leyti frábrugðinn hinum fyrri, að hann verður bara að hálfu leyti lesinn beint út úr bókhaldi. Hinn helmingurinn, sem nefndur hefur verið dulinn tölvu- kostnaður, verður ekki lesinn beint út úr bókhaldi. En hvernig er þessi duldi kostn- aðúr til kominn? Að hluta til er hann launakostnaður, vélbúnaður og hugbúnaður, vinnuaðstaða, ráð- gjöf, aðstoð og ýmislegt fleira. Sem dæmi um launakostnað má nefna þegar starfsmanni, sem er fyrir í starfi, er fengið það verkefni að hafa eftirlit með tölvubúnaði (t.d. staðarneti) og aðstoða notendur. Svona launakostnaður er sjaldnast flokkaður sem tölvukostnaður eða kostnaður við upplýsingakerfi. Annað dæmi um kostnað vegna launa, er sá tími sem fer í að læra á nýjan búnað, bæði vélbúnað og hugbúnað. Ennfremur sá tími, sem fer í að leita að lausn þegar eitt- hvað fer úrskeiðis. AÍlfþetta tekur ^sinn tíma og á meðan er tímanum ;ekki varið í þau störf, sem starfs- maður var ráðinn til að sinna. Þessi kostnaður er trúlega aldrei færður sem tölvukostnaður. Svo menn sjái betur hvað átt er við með dulinn tölvukostnað, er tal- ið að upphaflegu vélbúnaðarkaupin séu ekki nema 20% af heildarkostn- aði á líftíma búnaðarins. Hafi tölva kostað 200 þúsund krónur, má reikna með að heildarkostnaðurinn í kringum hana verði um 1 milljón krónur á líftíma hennar. Eða svo er a.m.k. niðurstaða skýrslu frá Goldstein, Golub, Kessler & Co. ráðgjafafyrirtækinu, sem gerð var fyrir IBM í Bandaríkjunum. í skýrslunni er tölvukostnaði skipt í fjóra aðalflokka og þeim síð- an í nokkra undirflokka. Aðalflokk- arnir eru eftirfarandi: — Sértækur kostnaður, sem kemur fyrir einu sinni: Þetta er venjulega stofnkostnaður í vélbúnaði, hug- búnaði, uppsetningu, húsnæði o.fl. — Ovæntur kostnaður, sem kemur fyrir einu sinni: Þetta er kostnaður, sem er ófyrirséður svo sem fórnar- kostnaður vegna þess að búnaður úreldist óvænt. Einnig fjármagns- kostnaður. — Síendurtekinn fastur kostnaður: Þetta er kostnaður vegna viðhalds- samninga á hugbúnaði og vélbún- aði, leiga á símalínum o.fl. — Síendurtekinn breytilegur kostn- aður: Þetta er beinn launakostnaður þeirra, sem vinna við kerfið, rekstr- arvara, aðkeypt þjónusta og annar rekstrarkostnaður. Inni í launa- kostnaðinum eru að sjálfsögðu öll þau atriði, sem talin voru upp í sambandi við skýrslu Gartner Group hér að framan. íslensku tölvufyrirtækin Fimm fyrirtæki og stofnanir, sem selja tölvutengda vöru og þjónustu, eru stærst og nokkuð jafnstór, a.m.k. eftir síðustu hræringamar á markaðnum. Þetta eru Reiknistofa bankanna, SKÝRR, Nýheiji hf., EJS hf. og Tæknival hf. Hvert um sig velti á árinu 1991 á bilinu frá 800 til 1.400 milljónum króna. (Reiknað er með sameiginlegri veltu IBM og Skrifstofuvéla-Sund hf. hjá Nýheija hf. og veltu Sameindar hf. í tölunum hjá Tæknivali hf.) Það vekur athygli að tvö þjónustufyrir- tæki eru á meðal fimm stærstu, en hin eru, eins og búast mátti við, tölvuinnflytjendur. Tölvuinnflytjendur Þessi hluti markaðarins velti um 5,5 miiljörðum króna á síðasta ári. Fimm stærstu fyrirtækin, þ.e. EJS hf., Nýheiji hf., Tæknival hf., Ör- tölvutækni og Apple-umboðið vom þar af með um 4,0 milljarða króna eða 73% af markaðnum. Eins og áður sagði var velta EJS hf., Ný- heija hf. og Tæknivals hf. á bilinu 800 til 1.400 milljónir króna. Nokk- uð langt er í næstu fyrirtæki, þ.e. Örtölvutækni og Apple-umboðið, og síðan kemur annað stökk í Kristján Ó. Skagfjörð, tölvudeild, HP á ís- landi, Microtölvuna, Boðeind, Tölv- usöluna og Aco hf. svo nokkur séu nefnd. Hugbúnaðarframleiðendur Tuttugu og fimm fyrirtæki eru í Samtökum íslenskra hugbúnaðar- fyrirtækja og var samanlögð árs- velta þeirra á síðasta ári um 1,2 milljarðar króna. Utan samtakanna eru fjölmargir aðilar, sem vinna að hugbúnaðargerð, enda er þátttaka í þeim háð ströngum skilyrðum. Þar á meðal nokkur tölvusölufyrirtæki, sem hafa umfangsmikla hugbúnað- argerð, svo sem EJS hf. og Tækni- val hf. Erfitt er að gera sér grein fyrir hveijir eru umfangsmestir í hugbúnaðarframleiðslu hér á landi. Meðal þeirra mest áberandi undan- farin ár eru íslensk forritaþróun hf., Tölvumiðlun hf., Tölvubankinn hf., Hugbúnaður hf., Tölvumiðstöð- in hf., Kerfí hf. og Þróun hf. svo einhver séu nefnd. Ef taka ætti hugbúnaðargerðina út úr veltu- tölum allra íslenskra fyrirtækja, mætti ætla að útkoman yrði nokkuð há tala, a.m.k. 3 til 4 milljarðar. Mjög mörg fyrirtæki hafa hugbún- aðargerð af einum eða öðrum toga, þó hjá fáum þeirra sé um að ræða háar upphæðir. Undantekningin á þeirri reglu eru SKÝRR og Reikni- stofa bankanna, en báðar þessar stofnanir velta a.m.k. 100 milljón- um króna í hugbúnaðargerð. Þjónustufyrirtæki Tvö þjónustufyrirtæki eru á með- al hinna fimm stóru, þ.e. Reikni- stofa bankanna og SKÝRR með 800 til tæplega 1.100 milljónir krónur. Raunar er varla hægt að tala um að önnur þjónustufyrirtæki skipti máli. Bæði eru frekar sérhæfð og hafa fastan hóp viðskiptamanna, sem varla breytist mikið næstu ár- in. Reiknistofan hefur þá sérstöðu að ekkert getur komið í staðinn fyrir þjónustu hennar. Eins og áður hefur komið fram er hugbúnaðar- gerð talsverður hluti af veltu þess- ara fyrirtækja, en stærstur hluti er vegna útseldrar vinnu og tölvu- þjónustu. Tölvumenntun Fimm tölvuskólar eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu og bjóða þeir styttri og lengri tölvunámskeið fyr- ir einstaklinga og fyrirtæki. Þetta eru Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, Tölvuskóli EJS hf., Tölvuskóli Stjórnunarfélagsins, Tölvuskóli Reykjavíkur og Tölvu- skóli íslands. Auk þess bjóða ýmsir aðilar upp á tölvunámskeið. í menntakerfinu er boðið upp á skipulagt tölvunám á þremur stöð- um. Það er í Iðnskólanum í Reykja- vík, Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands og tölvunarfræði í Háskóla íslands. Til viðbótar þessu er tölvu- kennsla orðinn fastur liður í nám- skrá velflestra skóla í landinu. Allt frá milli bekkjum grunnskóla og upp úr. Marínó G. Njálsson Nýjar línur í geislaprentun MANNESMANN TÆLLY Mannesmann Tally leggur nýjar línur í geislaprentun með MT904 + og MT908 geislaprenturunum. Ný tækni stóreykur prentgæðin á sveigðum línum,stóru letri, myndum og teikningum. Aðrir kostir nýju MT prentaranna: • 4 og 8 bls. á mínútu • jaðarjöfnun(EET) • 1 MB minni • umkvarðanlegar leturgerðir (scalable) • MT908 útbúinn með RISC örgjörva • uppfæranlegir í PostScript • ódýrir í rekstri • mjög hagstætt verð EINAR j. SKULASON HF GRENSÁSVEG110 • 128 REYKJAVÍK • SÍMI 633000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.