Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992
C 3
HVAÐ SEGJA ■H
TÖLVUSALARNIR?
Þegar leitað var til nokkurra tölvusala, kom í ljós að þeir sjá flestir
framtíðina í svipuðu ljósi. Lykilorðin hjá þeim voru netvæðing, auk-
in samvinna og samruni tölvufyrirtækja, heildarlausnir á einum stað
og að þjónustusamningar verði stærri hluti af tekjum fyrirtækjanna
í framtiðinni, vegna lækkandi verðs á tölvubúnaði. Margir telja að
verðstríðið fari upp um einn flokk, þ.e. frá 386 tölvum í 486 tölvurn-
ar. Magnús S. Norðdahl hjá ACO hf. taldi að strax á næsta ári
gæti markaðurinn á milli þessara gerða skipst til helminga.
Eg held að það liggi nokkuð í
augum uppi að fyrirtæki, eins
og okkar, sem hafa byggt á PC-vél-
um, þurfa að vera vakandi gagn-
vart möguleikum á nánari sam-
starfi við önnur tölvufyrirtæki,"
sagði Heimir Sigurðsson hjá Örtölv-
utækni, „tii að geta styrkt stöðu
sína gagnvart því að bjóða heildar-
lausnir. Af þessari ástæðu þá er
líklegt að væringar verði áfram á
tölvumarkaðnum varðandi samstarf
og samruna fyrirtækja. Aðstæður
í dag eru þannig að menn verða
að vera fjárhagslega sterkir og með
góða tæknilega getu til að lifa af.“
Margir tölvusalar spá því að fleiri
fyrirtæki á markaðnum eigi eftir
að sameinast eða auka samstarfið.
„Það er grundvöllur hér fyrir auknu
samstarfi tölvufyrirtækja eins og
gerðist t.d. með tölvuvæðingu Pósts
og síma,“ segir Frosti Bergsson hjá
Hewlett-Packard.
Það er nokkuð sammerkt hjá
tölvusölum að þjónustudeildir fyrir-
tækjanna hafa vaxið verulega að
undanförnu, fyrst og fremst vegna
netvæðinga. „Eftir að fyrirtæki fóru
að fara úr miðlungstölvuumhverf-
inu, fækkar þeim stöðugt, sem eru
með sérstakar tölvudeildir," sagði
Örn Andrésson hjá EJS hf. „Menn
hætta að líta á PC vélar og tölvu-
net, sem eitthvað sem þarf aðila í
að hugsa um. En staðreyndin er sú
að því auðveldara sem það tölvuum-
hverfi er, sem snýr að notandanum,
þá verða tæknimálin æ flóknari.
Krafan um meiri gæði á öllum svið-
um gagnvart notanda og meiri ein-
faldleiki gerir tæknina flóknari.“
Hugbúnaðarstuldur
Það hefur komið fram í samræð-
um við ýmsa tölvusala undanfarnar
vikur, að þeim finnst að hugbúnað-
arþjófnaður hafi færst í aukanna
upp á síðkastið. í nýlegri grein í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins var
giskað á að stolið hefði verið hug-
búnaði fyrir 700 milljónir á síðasta
ári. Einn tölvusali taldi þessa upp-
hæð vægt áætlaða.
Það hefur verið nánast ómögu-
legt að gera nokkuð í þessum mál-
um, nema að viðkomandi aðili sé
beinlínis staðinn að verki við að
afrita á ólöglegan hátt, að sögn
Árna G. Jónssonar hjá Apple-
umboðinu. Þar á bæ binda menn
miklar vonir við nýtt frumvarp sem
varðar höfundarétt á hugbúnaði.
„Það hefur verið mikill stuldur í
gangi frá upphafi á Macintosh hug-
búnaði almennt," sagði Árni, „og
þess eru dæmi að sami aðili hafi
keypt 3 forrit og 100 tölvur. Varla
hefur hinum 97 tölvunum verið
ætlað að standa ónotaðar?
Erlendis er viðhorfið til stolins
hugbúnaðar allt annað og ef um
er að ræða stór fyrirtæki, sem eru
að kaupa vélar og hugbúnað i stór-
um stíl, er sérsamið um að hve
miklu leyti má samnýta hugbúnað-
inn. En hérna hefur það verið álitin
helber frekja okkur að ætlast til
þess að menn kaupi löglegan hug-
búnað.“ MGN/VE
Gagnahólf
fyrir
pappírslaus
viðskipti
Póstur og sími hefur um skeið
boðið upp á nýjan þjónustu á
sviði tölvusamskipta sem nefnd
er almennt gagnahólfa- og
skeytaflutningakerfi. Sam-
þykktur hefur verið alþjóðleg-
ur staðall, X.400, fyrir þessi
kerfi og opnar hann möguleika
á samskiptum milli tölva
mismundandi framleiðenda
sem fara nú mjög vaxandi.
Undir þetta falla pappírslaus
viðskipti, s.s. sendingar pant-
ana, reikninga og tollskjala í
gegnum tölvur.
Til að geta gerst áskrifendur
að þessari þjónustu Pósts og
síma þurfa menn einkatölvu, mót-
ald og viðeigandi hugbúnað. Hver
notandi fær ákveðið hólf og getur
sent hvers konar tölvugögn, við-
skiptaskjöl eða bréf, þ.e. texta og
myndir, til annars notanda og
fengið slík gögn í hólf sitt. Aðeins
notandi sjálfur kemst í hólfið.
Gagnahólfskerfið er svipað venj-
ulegri póstþjónustu. Sendandi sem-
ur bréf á tölvu, tilekur nafn og
aðsetur viðtakanda og sendir í
gagnahólf. Kerfið flytur bréfið og
afhendir viðtakanda, einum eða
fleirum skv. óskum sendanda.
Áskrifendur gagnahólfa greiða
fast gjald ársfjórðungslega og síð-
an fyrir magn sem sent er um
kerfið. Tenging við útlönd er
væntanleg á árinu. Gagnahólf-
skerfið byggir á SYSTEM/88
tölvubúnaði frá IBM og hugbúnaði
frá ICL.
Póstur og sími: Gagnakerfi
Póstþjónusta
Telexnetið
Símanetið
Gagnahólfa- og
skeytaflutningskerfi
ZZC
Utlönd
Gagnanetið
Einmennings-
I
tölvur
Gagnahólf
einkaaðila
Tenging íjarskiptakerfa Pósts og síma við almenna gagnahólfa- og
skeytaflutningsker fið.
MERUN GERIN
NEYÐARSPENNUGJAFAR
FYRIR TÖLVUR OG
TÖLVUKERFI
Stærðir: 250VA - 4800kVA
Getum einnig útvegað
með stuttum fyrirvara:
- Spennujafnara
(Line Conditioner)
- Spennusíur (Filters)
MERLIN GERIN býður
vönduð og nákvæm
tæki, þar sem öryggi
er í fyrirrúmi.
HF.
Vatnagörðum 10
Símar 685854, 685855.
J^iaeJHnnspu
bókhaldskerfi fyrir Macintosh-tölvur
MacHansa er öflugt bókhaldskerfi sem er notað af
meira en 4.000 notendum víða um heim, svo sem í
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Englandi,
Simbabwe, Ungverjalandi, Rússlandi og Póllandi.
Mac Hansa, sem er einstaklega þœgilegt í notkun,
samanstendur af
é Skró Sýtl Spjald Spjaldskré Vmlslegt
I lflj)l
Kerfið er hannað sérstaklega fyrir Macintosh og nýt-
ir allaeiginleika hins vingjamlega umhverfis, svo
sem: Útgáfu og áskrift, prentun á leysiprentara og
möguleika á tengingu við töflureikni og ritvinnslu.
MacHansa þarfnast ekki mikils diskrýmis og vinnur
á öllum Macintosh-
Fylgiskjol: SkoAo
Númer \l | Fœrsludags. | l.l.1992 | Undlrkerfl D
Tiluíiiun |L)ósrttunorvól
Lina Lykill Etnl TeHtl Oebet Kredlt
I 4240 Smóéhöld 60273,00
2 2173 Smóóhöid 16727,00
3 1 1 10 Áv 002 05000,00
4 *j Lelðréttlng o fylgiskjali|3
fjárhagsbókhaldi (3
útgáfur), sölu- og
viðskiptamannabók
haldi.
tölvum sem eru með
harðdisk, þ.e. allt frá
Macintosh Plus upp
í hina geysiöflugu
Macintosh Quadra.
Apple-umboðið
Skipholti 21, sími (91) 624 800
GKS '92