Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAI 1992
Sunbréf á einkatölvum
BITFAX er heiti á búnaði fyrir einkatölvur sem ásamt
mótaldi gerir þeim kleift að senda símbréf (fax). Með því
að nota Microsoft Windows 3.0 BitFax fyrir Windows verð-
ur auðvelt að senda og taka á móti símbréfum og verulega
dregur úr pappírsnotkun. Fyrirtækið Tæknibær í Garðabæ
hefur umboð fyrir þennan búnað.
Hægt er að senda hvers kon-
ar Windows-skjöl með
BitFax rétt eins og um prentara
væri að ræða og eru skjölin send
með því útliti sem sendandi geng-
ur frá þeim (letur, grafík o.fl.).
Hægt er að taka á móti skjölum
og vinna annað á tölvuna á sama
tíma. Með BitFax ná einnig senda
sama skjalið til margra aðila,
senda að næturlagi þegar sím-
gjöld eru lægri og stilla á sjálf-
virkt endurval, sé lína móttak-
anda upptekin. BitFax heldur
skrá yfir hvert skjal er sent og
hvaðan skjal kemur og staðfestir
hvort skjal hefur komist til skila
og upplýsir hvað sé að ef ekki
næst samband. Þá hefur BitFax
að geyma símaskrá sem hægt
er að greina í ýmsa flokka til að
auðvelda fjöidasendingar.
Hvað er
PostScript?
FLESTIR seni hafa unnið við tölv-
ur hafa heyrt talað um PostS-
cript, en fæstir hafa hugmynd um
hvað það er.
PostScript er aðferð til að lýsa
útliti blaðsíðu (á ensku kallað
page description language eða PDL).
Því má skipta í tvo hluta; forritunar-
mál og túlk. Blaðsíðulýsing í PostS-
cript er forrit, sem skráð er með
PostScript málinu. Svona forrit er
búið til, flutt og túlkað yfir í ASCII
texta, sem er að mestu óháður hvaða
tæki er notað.
PostScript býður upp á fjórar
grunn leturgerðir. Síðan getur hver
sem er búið til sitt eigið letur svo
fremi hann/hún kunni að forrita í
PostScript.
Fyrirtækið Tauga-
greining hf hefur
hannað hugbúnað til
þess að taka upp heil-
arit og skoða. Umer
að ræða hugbúnað fyrir venjulegar
PC vélar og að sögn Sigurðar
Hjálmarssonar, tölvunarfræðings,
er fyrirtækið með þeim fyrstu í
heiminum að hanna slíkan búnað.
Hugbúnaðurinn gengur undir
vinnuheitinu Nervus sem er lat-
neska heitið fyrir taug. Taugagrein-
ing hf selur búnaðinn eingöngu er-
lendis og nú þegar hefur verið sa-
mið um sölu á kerfinu til fjöl-
margra aðila erlendis. Samningar
standa yfir við erlent dreifmgarfyr-
irtæki og segir Sigurður að ef þeir
samningar gangi eftir þá sé það
vendipunktur fyrir fyrirtækið.
Taugagreining hf var stofnað árið
1987 og er Nervus vara númer tvö
að sögn Sigurðar, áður hefur fyrir-
tæk-ið selt hugbúnað til Bandaríkj-
anna.
mm hewlett
mílrJk packard
HLJÓÐLÁTIR SNILLINGAR
PaintWriter/XL
Laserjet IIISi
Hewlett Packard prentaramir eru heimsþekktir
fyrir þau gæði sem þeir búa yfir, en hafa ekki hátt
um. Hægt er að velja milli fjölmargra tegunda
hvort sem um geislaprentara eða bleksprautu-
prentara er að ræða og henta þeir jafnt fyrir PC
sem Appel tölvur. Afköst geislaprentaranna eru
frá fjórum allt upp í sextán blöð á mínútu.
Bleksprautuprentararnir afkasta allt að þremur
blöðum á mínútu. Kynntu þér geisla- og blek-
sprautuprentarana frá Hewlett Packard, prent-
aramir em til í fjölmörgum gerðum, fyrir
svart/hvíta- eða litaútprentun og miðast að því að
geta þjónað ólíkum þörfum, allt frá einstaklingum
upp í stór fyrirtæki þar sem hver mínúta er
dýrmæt.
Deskjet 500C - Deskwriter C
Dæmi um verð: DeskJet 500 (svarthvítur)
41.500 kr. stgr. með vsk.
= ÖRTÖLVUTÆKNI =
Tölvukaup hf. • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260
Apple Machintosh
höfðaði fyrir nokkr-
um árum mál á hend-
ur Hewlett-Pack-
ard framleiðanda
NewWave-notendaskila þar sem
krafist var stöðvunar á útbreiðslu
og sölu NewWave. Skorið var úr
um málið nýverið fyrir bandarískum
dómstólum og var stærstum hluta
ákæranna vísað frá.
Forsenda málshöfðunarinnar er
að NewWave-notendaskilin eru um
margt svipuð notendaskilum Apple
Machintosh. Líkt er eftir venjulegu
skrifstofuumhverfi á skjánum og
unnið með hluti í stað forrita og
gagna. T.a.m. er skráakerfið gert
með mynd af skjalaskáp, þannig
að notandi dregur skjal yfir mynd
af prentara og þar fram eftir götun-
um. Stýrikerfi vélar og uppbygging
er alfarið falin fyrir notanda.
I NewWave er einnig að finna
svokallaðan skrifstofutækni, sem
býður upp á sjálfvirkni í almennri
tölvuvinnslu. Með honum má t.d.
kanna birgðastöðu fyrirtækis með
ákveðnu millibili. Skrifstofutæknir-
inn kannar þá ákveðinn dálk í Ex-
cel-töflureikninum sem sýnir stöðu
birgða. Sé magnið komið niður fyr-
ir ákveðin mörk býr skrifstofutækn-
irinn til pöntunarbréf á viðkomandi
hlut og spyr notanda hvort prenta
eigi bréfið út og hversu mikið skuli
pantað. NewWave-notendaskilin
keyra á Hp-Ux, UNIX-stýrikerfi
HP, OS/2 og DOS-stýrikerfinu og
NewWave 4.0 vinnur með
Windows-fórritunum.
Samningur hefur nú
verið undirritaður á
milli Tæknivals hf.
og NOVELL úm söl-
uleyfi á NOVELL
netstýrikerfi fyrir PC-tölvur, en
NOVELL hefur rúmlega 60% mark-
aðshlutdeild á heimsmarkaði. Eru
þá viðurkenndir umboðs- og dreif-
ingaraðilar kerfísins á íslandi orðn-
ir tveir, því Microtölvan hefur einn-
ig umboð fyrir NOVELL.
Að sögn Kristjáns Óskarssonar,
sölustjóra tölvudeildar Tæknivals
stendur til að bjóða upp á nám-
skeið fyrir þá sem ætla að annast
viðhald og uppsetningu netkerfa og
er í gangi samningur við breska
aðila um kennslu og námsgögn til
slíkra námskeiða. Að námskeiði
loknu fá svo þáttakendur viður-
kenningu og ákveðna gráðu frá
NOVELL til staðfestingar á þátt-
töku sinni.
DISKLINGATÆKNI
hefur fleygt fram síð-
ustu misseri og sífellt
eykst það magn upp-
lýsinga sem koma má
fyrir á 3'/2“ disklingum. Þróuninni
hefur þo staðið nokkuð fyrir þrifum
að þó sett hafí verið á markað Z'h“
drif fyrir disklinga sem geyma má
á um 20 Mb, hafa þau ekki geta
nýtt upplýsingar á eldri gerðum
disklinga. Fyrir stuttu kom þó á
markað 3‘/2“ disklingadrif fyrir
disklinga sem geyma má á um 21
Mb af upplýsingum og getur líka
lesið venjulega 740 Kb- og 1,44
Mb-disklinga.