Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAI 1992 C 5 Tölvur og list Mörgum kann að virðast fjarri lagi að tengja tölvutæknina við listsköpun, að minnsta kosti við það sem fellur undir hið óræða heiti „æðri list“. Guðmundur Oddur Magnússon fæst jöfnum höndum við auglýsingar og myndlist og kennir auk þess grafíska hönnun. Guðmundur komst svo að orði að tölvan væri ekk- ert annað en stór tómur kassi sem gæti ekki neitt nema undir stjórn mannsins og eftir því yrðu menn að muna. Guðmundur segist nota tölvuna að mestu við hönnun á merkjum, bókum og þess háttar en listaverk hans verði til fyrir utan tölvuna og að hans sögn eru fáir myndlistarmenn að fást við alvöru myndlist með hjálp tölvunnar. Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmað- ur, segir tölvuna vera nauðsynlegt hjálpartæki fyrir tónlistarmenn sem vinna mikið einir. Þeir geti þá sett inn á tölvuna fjölda hljóðfæra án þess að þurfa að leita til annarra tónlistar- manna en hæpið sé að semja góða tón- list eingöngu á tölvu. Túlkunina, hinn óræða þátt, muni skorta: „Enn sem komið er kemur ekkert í staðinn fyrir mannlega þáttinn.“ Starfsbróðir Hilmars, Gunn- ar Þórðarson, tók tölvuna í sína þjónustu árið 1985. Hann segir það hafa verið svolítið moð að komast upp á lagið með að nota hana en það hafi fljót- lega reynst mjög auðvelt. Hann segist ekki vera með mikinn útbún- að en auðvitað sé endalaust hægt að bæta við. Not Gunnars af tölvunni felast einkum í því að setja lagið upp í tölvunni, eins og hann orðaði það. „Eg get sett lagið inn í tölvuna og raðað því upp, síðan get ég keyrt það til baka og heyrt hvernig það kemur út. Nú og svo get ég alltaf breytt röðuninni eða bætt einhverju nýju inn í. Tölvan hjálpar manni mikið við að stjórna hraðanum á laginu sem best. Ég get hægt og hert á laginu eftir vild í tölvunni. Hér áður fyrr kom það fyrir að lag reyndist kannski vera alltof hægt þegar búið var að taka það upp í hljóðveri. Mínusinn við tölvuna er auðvitað sá að tónlistin vill verða svolítið „steríl" og þess vegna er best að nota tölvuna í bland við hljóðfæraleikarana. Það var nú þannig að þegar tölvurnar komu í upphafi áttu þær að leysa allan vanda en það var nú ekki sem bet- ur fer.“ Gunnar segist skrifa allar nótur sjálfur þrátt fyrir að auðvelt sé að láta tölvuna um það en hann vill ekki týna nótnaskrifunum niður. Gunnar segir mörg þeirra laga sem spiluð eru á öldum ljósvakans hrein tölvulög og viðurkennir hlægjandi að hann hafi líka samið slík lög og bætir svo við „það eru ekki bara poppararnir sem nota tölvur, þeir eru í þessu líka karlarnir í klassík- inni“. Mynd sem syngur „1984, fór ég að láta tölvur hanna fyrir mig rýmið í myndum mínum ... Nú nota ég tölvunet að staðaldri við samsetningu stærri mynda og fylgist grannt með þróun- inni í grafískri tölvuvinnslu í von um að rekast á eitthvað fleira sem ég get notað í málverkinu." Svo farast listamanninum Erró orð í ævisögu sinni Margfalt líf. Hér á landi er það fyrst og fremst Tryggvi Hansen, myndlistar- og tónlistar- maður með meiru, sem hefur nýtt sér tölvutæknina svo einhverju nemi og líkar það vel. Hann hefur verið óragur við að leita nýrra leiða í list- sköpun og þá gjarnan blandað ólík- um listformum saman. „Þetta er bara spurningin um tjáningu og hvernig maður kemur því á fram- færi sem maður vill túlka þannig að maður nái sem bestu sambandi við fólk og þar er tölvan mjög öflugt tæki.“ Tryggvi neitar alfarið að tjáning- in verði dauð í meðförum tölvu- tækninnar. „Þótt ég máli á tölvuna þá gerir hún ekkert fyrir mig, mað- ur verður að fá góðar hugmyndir til þess að geta gert gott verk. Tölvan er fyrst og fremst spurning um geymsluform og Mozart er ekk- ert dauður þótt hann sé á geisla- disk. En tölvan býður upp á svo margt. Ég kannski teikna eitthvað, set það svo inn í tölvuna og þá get ég til dæmis búið til fjöldann allan af afritum af einhverjum hlutum úr myndinni og þannig fæ ég fullt af nýjum afbrigðum sem ég get svo þróað áfram. Þegar ég er svo ánægður með einhveija mynd þá mála ég hana í olíu til þess að festa hana niður. Ég get líka tengt tölv- una við myndband eða hljóð, þann- ig að ég get búið til mynd sem syngur! Þetta er bara ákveðið hugs- unarferli þar sem hugmyudirnar eru meltar og tölvan er einn liður í þessu ferli.“ Tryggvi segir ótrúlega fáa mynd- listarmenn nýta sér tölvutæknina að einhveiju ráði við vinnu sína, sumir eigi þó tölvu en nýti hana þá helst til skipulagningar eða upp- setningar á verkunum. Hann segist gjarnan vilja vinna með öðrum sem væru að fást við tölvur líkt og hann og saknar þess að fá hvergi aðgang að öflugum tölvumiðstöðum. „Það væri til dæmis ekkert mál að koma hér upp alþjóðlegu stúdíói í mynd- list og tónlist og í kringum það yrði áreiðanlega margvísleg geijun. Þetta byggist allt á því að geta nýtt sér tæknina á skapandi hátt.“ Tryggvi segir möguleikana í tölvunotkun sífelit vera að aukast og hægt sé að týna sér í forritaskóg- inum en í framtíðinni vildi hann helst geta sett rafskaut á heilann og fá þannig hugmyndirnar beint inn á tölvuna! gþg Tölvur og Net Islandi hf. Erum fluttir í Mörkina 6f 108 Rvík, sími 681900. Fjölnotenda tölvukerfi og UNIX vinnustöðvar. Tölvunet, lagnavörur og netmagnarar. Harðir diskar og segulbandsstöðvar í úrvali. Tilboð: 40MHz UNIX vinnustöð, GSStation kr. 689.481 m. VSK. Ráðgjöf og þjónusta í sambandi við vélbúnað, hugbúnað og tölvunet. Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Þórðarson: „Best að nota tölvuna í bland við hljóðfæraleikar- ana.“ námskeið á vorönn 1992 - x Eftirfarandi námskeið verða haldin hjá HP á íslandi á næstunni: 1. HP-UX stýrikerfisumsjón. Haldið mánaðarlega. 3ja daga námskeið sem ætlað er þeim sem annast daglegan rekstur HP-UX kerfis. Farið verður vandlega í gegnum uppsetn- ingu, byggingu og stækkun skráarkerfa, tengingu og frumstill- ingu á jaðartækjum, afritatöku og endurbyggingu HP-UX kerfis. 2. HP LAN Manager. Haldið: 7.-8. maí 1992. 11A dags námskeið sem er ætlað þeim sem annast daglegan rekstur HP LAN Manager netkerfis. Fyrri daginn verður farið yfir mismunandi uppsetningar á einkatölvum og HP LAN Mana- ger fyrir OS/2 netþjón. Seinni deginum er skipt í tvennt. Fyrir hádegi verður farið yfir HP LAN Manager/X (HP-UX) netþjón og eftir hádegi verður farið yfir HP LAN Manager/iX og Reso- urce Sharing/iX (MPE/iX) netþjón. 3. X-Window notkun. Haldið: 12. mai 1992. 1 dags námskeið sem ætlað er notendum UNIX vinnustöðva og X-skjáa sem nota X11 gluggakerfi. 4. HP-UX öryggi. Haldið: 14. maí 1992. 1 dags námskeið sem ætlað er umsjónaraðilum UNIX tölva. Sérstök áhersla er lögð á aðgangs- og gagnaöryggi. 5. HP-UX netumsjón. Haldið: 18.-19. maí. 2ja daga námskeið sem ætlað er þeim sem annast daglegan rekstur nettengdra HP-UX kerfa. Auk yfirferðar á almennum netmöguleikum verður farið yfir NFS, NIS(YP), disklausar vinnu- stöðvar og X-skjái. 6. HP NewWave notendaskil. Haldið: 21. maí 1992. 1 dags námskeið sem ætlað er þeim sem vilja tileinka sér HP NewWave notendaskilin á hraðvirkan hátt án þess að opna handbækur. 7. HP MPE/iX Posix. Haldið: 26.-27. maí 1992. 2ja daga námskeið sem ætlað er umsjónaraðilum og notendum MPE/iX kerfa. Farið verður yfir Posix hlutann í MPE/iX 4,0 8. HP-UX grunnnámskeið. Haldið: 3.-5. júní 1992. 3ja daga námskeið fyrir þá sem þekkja UNIX stýrikerfið lítið eða ekkert en eru annars kunnugir tölvum, s.s einkatölvum með MS-DOS. Auk almennra skipana og notkunar á UNIX stýrikerf- inu verður farið yfir skeljaforritun. 9. HP-UX stýrikerfisumsjón. Haldið: 9.-11. júní 1992. 3ja daga námskeið sem ætlað er þeim sem annast daglegan rekstur HP-UX kerfis. Farið verður vandlega í gegnum uppsetn- ingu, byggingu og stækkun skráarkerfa, tengingu og frumstill- ingu á jaðartækjum, afritatöku og enduruppbyggingu HP-UX kerfis. Vinsamlegast hringið í HP á íslandi hf., í síma 67 1000, ef frekari upplýsinga er óskað. Athugið að óskir um breytingu á tímasetningu eða óskir um önnur námskeið sem ekki eru nefnd hér að ofan eru sjálfsagðar og vel þegnar. Ef næg þátttaka næst ekki í einstök námskeið á fyrirhuguðum tíma, kann svo að fara að námskeiðið verði fellt niður eða fært til með samþykki þeirra sem hafa skráð sig. V_______________________________‘___________) HEWLETT PACKARD H P Á Í SLANOI H F

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.