Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992
KRAKKAR VIÐ TÖLVU
Tölvum kynntist Sigurður Ixing fyrst þegar frænka hans fór á tölvu-
námskeið fyrir unglinga 1989 og hann ákvað að fá að fara með.
Átti enga tölvu sjálfur á þeim tíma og þekkti lítið þessa tækni. Þeim
málum er talsvert á annan veg farið núna, námskeiðin orðin tvö og áhug-
inn vex enn. Sigurður á sína eigin tölvu nú sem hann notar bæði í leik en
þó aðallega við ritvinnslu og segir það spara heilmikinn tíma í náminu.
Því til viðbótar sér hann alfarið um að taka vikulega afrit af tölvugögnum
í fyrirtæki föður síns og þrífa tölvubúnaðinn þar. Hann er búinn að skrá sig
ítölvufræði í 10. bekkogætlar að haldatölvunáminu áfram, „enda er
miklu minna mál að læra á tölvur en ég hélt“.
ANTON
HEIÐAR,
6 ÁRA
Anton Heiðar Þórólfsson kynntist því fyrst að teikna á tölvu þegar
hann var þriggja ára og móðir hans fór að nota tölvu við textílhönn-
un. Reyndar gerði hann meira en að læra sjálfur að teikna á tækið, því
eins og bömum er tamt þá er svo gaman að reyna að gera meira og að
sögn móðurinnar lærði hún heilmikið á að fylgjast með syninum óhrædd-
um við að prófa sig áfram og finna út allt sem hægt væri að gera með
teikniforritinu. Ennþá notar Anton Heiðar tölvuna fyrst og fremst til að
teikna, setur stundum Ieiki í, en finnst teikningin miklu skemmtilegri.
m i
«e - ~
SIGURÐUR,
15ÁRA
Þeir verða ekki margir ís-
iendingarnir í yngi*i kantinum
sem eiga eftir að komast í
gegnum lífið án þess að not-
færa sér tölvutæknina með
einu eða öðru móti. Sjálfsagt
er réttara að staðhæfa að
ekki verði hjá því komist, því
tölvuvæðing í íslenska þjóðfé-
laginu er mikil og öll höfum
við eitthvað af henni að segja,
beint eða óbeint, og finnst hún
sjálfsögð. Og hver hræðist
það sem er sjálfsagt? Þar ligg-
ur kannski eimitt meginmun-
urinn á viðhorfum kynslóð-
anna og því sem stundum
hefur verið nefnt „tölvu-
hræðsla“ hjá sumum þeirra
sem hafa þurft að tileinka sér
tölvutæknina á fullorðinsá-
rum. Halldór Kristjánsson hjá
Tölvu- og verkfræðiþjón-
ustunni, einum þeirra aðila
sem eru með tölvuskóla fyrir
börn, unglinga og fidlorðna,
segir það ekki vafamál, að
krakkar séu u.þ.b. tvisvar
sinnum fljótari að læra á tölv-
ur en fullorðið fólk. Þau séu
óhræddari og nýjungagjarn-
ari og komi í námið með opn-
um huga. „Það er engin tilvilj-
un að við setjum okkar bestu
kennara í unglingakennsl-
una,“ segir Halldór.
- oft hefur þessi setning átt vel við,
en sjaldan eins vel og þegar kemur að
tölvuþekkingu barna og unglinga. Með
leik á tölvu er lagður grunnur að þekk-
ingu barna á þeirri tækni sem þau eiga
eftir að vinna með í auknum mæli inn-
an veggja skólanna og sjálfsagt flest á
einn eða annan máta í framtíðinni.
minni, einnig leikja á borð við
teikniforrit, en beinlínis ævintýra-
leikja. Oft vilja þessi atriði þó hald-
ast í hendur.
Framboð forrita sem sameina leik
og nám hefur einnig aukist mikið í
samræmi við eftirspurn. í þeim efn-
um eru flest forrit innflutt og á ensku,
nema þá helst íslensku forritin sem
Námsgagnastofnun hefur gefið út,
en hluti þeirra hefur verið settur í
sölu á almennum markaði, auk þess
sem öll kennsluforritin eru fáanleg í
Kennsluvörubúðinni.
Ævintýraleikir af ýmsum toga eru
margir til, bæði fyrir börn og full-
orðna, en þar segjast menn sjá merki
um að leikir fyrir sjónvarpstölvur
fari langt með að metta markaðinn.
Það er kannski ekki að undra miðað
við tölur frá innflytjanda Nintendo,
sem er stærsti framleiðandi slíkra
tölva og leikja. Þorsteinn Garðarsson
hjá Hljómco segir að um 10.000 sjón-
varpsleikjatölvur frá Nintendo hafi
verið seldar hér frá upphafi og þar
af rúm 8.000 stykki frá byijun árs
1990. Seldir leikir fyrir þær eru á
sama tíma um 60.000 á markaðnum
hér og eru þá ótalin tæki og leikir
frá öðrum framleiðendum.
Reyndar er þróunin í leikjum fyr-
ir þessa gerð tölva í samræmi við
það sem er að gerast á einmenn-
ingstölvumarkaðnum, því leikir sem
reyna á einbeitingu og minni og
ýmiskonar þrautir eru, að sögn Þor-
steins, í mikilli sókn hér og er það
í samræmi við þróunina á Evrópu-
markaðnum.
Hver stund við tölvuna dýrmæt
Sjónvarpsleikir og leikjaforrit fyr-
ir PC- og Macintosh-tölvur eru yfir-
leitt einu kynni þeirra unglinga af
tölvum sem Halldór Kristinsson seg-
ist fá á bytjendanámskeiðin, en þau
eru fyrir 10-16 ára. „Sú neikvæða
umræða sem verið hefur um tölvu-
leiki krakka finnst mér einkennast
öðru fremur af vanþekkingu fullorð-
inna,“ segir Halldór.
„Staðreyndin er sú að hver stund
sem barn er við leik á tölvu er dýr-
mæt því það er um leið að öðlast
ákveðna grunnþekkingu. Á hinn
bóginn er ég ekki hlynntur því að
krakkar noti tölvur eingöngu sem
leiktæki. En með leiknum er í raun
verið að þjálfa þijú atriði.
1 fyrsta lagi er barnið að kynnast
tölvunni, venjast þessu tæki og læra
að líta á það sem sjálfsagðan hlut.
I öðru lagi er það að þroska með
sér samhæfingu augna og handa og
að því leyti ber ég hikiaust saman
skjáinn og lyklaborðið við nótnabók-
ina og píanóborðið. í þriðja lagi er
það svo að í flestum ævintýraleikjum
og öðrum þurfa krakkar að svara
tölvunni og skilja ákveðnar skipanir.
Og staðreyndin er að mörg hver eru
býsna vel á vegi stödd í enskukunn-
áttunni. Þessi þijú atriði eru í mínum
huga kostirnir við tölvur sem leik-
tæki og koma að góðum notum þeg-
ar krakkar fara að nota tölvur til
annarra verkefna," segir Halldór.
Drengir í meirihluta
Á vegum Tölvu- og verkfræði-
þjónustunnar heí'ur verið boðið upp
á unglinganámskeið nú á fjórða ár
og hafa um 200 börn og unglingar
sótt þau. Kennt er á þremur stigum
og unnið með forrit á borð við Works,
Word og Excel, auk þess sem krakk-
arnir heimsækja tölvufyrirtæki og
læra ýmislegt um kerfistækni í for-
ritum. Það vekur athygli að meiri-
Það er leikur að læra, segir
vísan og hvað tölvur
varðar á setningin vel
við, því flest börn kynnast
tölvm fyrst sem leiktæki. Deildar
meiningar. hafa verið um leiktölvur
og mörg móðirin h'efur kvartað yfir
því að barnið sé hætt að vilja fara
út að leika sér, heldur sitji öllum
stundum við tölvuskjáinn eða sjón-
varpsleiktölvuna. En það er með
tölvur eins og annað, að börn vilja
oftast meira en má af því sem þykir
gott og gaman og það er einungis
á ábyrgð foreldra að halda notkun
og neyslu innan skynsamlegra
marka.
Uppbyggilegir leikir í sókn
Barn sem situr við tölvu í leik er
ekki óvirkur áhorfandi. Leikir eru
mismunandi og reyna mismikið á
einbeitingi, snerpu, þolinmæði og
kunnáttu, en einhveija þessa þætti
þarf barnið _að nota til að taka þátt
í leiknum. Urval leikja er hér tals-
vert og að sögn innflytjenda leikja
fyrir Macintosh- og PC-tölvur er
eftirspurnin meiri í leikjum sem
reyna á hæfni, útsjónarsemi og
Myndvarpi sem stækkar mynd
allt að 12073 m í lit
með hágæða myndskerpu
Nettur myndvarpi sem skilar stórbrotnum 120"/3 m lit-
myndum sem breytir stofunni þinni í risastórt bíó og skap-
ar líflegar myndir bæði fyrir kennslu, viðskiptafundi og
alla þá staði sem venjulegt sjónvarp dugar ekki til.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Borgartúni 24 • Sími 626080
Það er leikur að
i