Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 11

Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAl 1992 C 11 læra hluti nemenda er drengir, nokkuð sem Halldór segist ekki geta séð að haldist í hendur við tölvuleiki, þar sem stúlkur virðist engu síður en strákar nota tölvu sem leiktæki á heimilunum. „Án þess að vera beinlínis hlynnt- ur kynjaskiptingu erum við að íhuga það hér að bjóða upp á námskeið fyrir stúlkur sérstaklega, þótt náms- efnið verði i engu frábrugðið því sem er á unglinganámskeiðunum al- mennt. En stúlkurnar virðast feimn- ari við að hafa sig í frammi í blönduðum hóp og þess vegna er þessi hugmynd til komin.“ Þetta virðist ekki eingöngu bundið við námskeið, því drengir virðast í meiri- hluta í mörgum skólum þar sem boðið er upp á tölvunám sem val- grein í 10. bekk og meira að segja gætir kynskiptingar í sjálfu tölvun- áminu. A.m.k. hefur reyndin orðið sú með nemendur í tölvunarfræði í Iðnskólanum í Reykjavík, að sá hluti námsins sem snýr að forritun er meira sóttur af strákum, en stúlkur velja sér fremur þann hluta sem byggist meira á almennri tölvu- vinnslu. Nemendum mismunað Halldór segir mjög mismunandi hvort og þá hvernig unglingarnir sem koma á námskeiðin hafi kynnst tölvum og notað í skólum. „Mér finnst mjög umhugsunarvert að eins og skólakerfið hefur staðið að tölvu- væðingu, þá er nemendum mjög mismunað eftir skólum og lætur nærri að tala megi um stéttaskipt- ingu í þeim efnum. Þeim fækkar sífellt störfunum þar sem ekki er krafist einhverrar menntunar á tölvusviðinu og á með- an íslenska skólakerfið býður ekki upp á jafnt tölvunám fyrir alla nem- endur eru málin í höndum einstakra skóla sem eru misvel í stakk búnir til að bjóða upp á tölvukennslu. í sumum tilvikum hafa t.d. foreldrafé- lögin staðið að tölvuvæðingu, á sum- um stöðum er verið að kenna á tölv- ur sem hvergi annars staðar eru til og svo eru skólar þar sem engin tölvukennsla er í boði. Þá er tölvu- kunnátta unglinga farin að ráðast af áhuga og efnahag foreldra og þar með skapast skilyrði fyrir mismun- um og stéttaskiptingu." Dæmi um einmitt þetta kom ný- verið upp í fyrirtæki í Reykjavík, þegar gengið var frá ráðningu sendils til afleysinga fyrir sumarið. Endanlega var valið á milli tveggja stúlkna, sem báðar höfðu lokið námi í 10. bekk grunnskóla, en sú sem starfið hlaut hafði það framyfir hina að hafa lítillega lært á tölvu og unn- ið með ritvinnslu í skóla. Vinnuveit- andi sá sér hag í því þar sem hún gæti notað stundir sem ekkert væri að gera í sendilsstarfinu til að vinna einföld ritvinnsluverkefni á tölvu. Minnst átta tölvur í hvern grunnskóla borgarinnar Þróunin í þessum efnum virðist þó vera góð í Reykjavík a.m.k. og má ætla að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þótt þess beri að geta að vissulega er málum mjög vel far- ið í sumum þeirra og nægir að nefna staði eins og Raufarhöfn og Kópa- HELDUR ÁFRAM 3.1 útgáfan erkomin með snilldíarlausnir. Möguieikarnir eruþínir LJOSRITUNARVELAR ★ TELEFAX ★ FJOLRITARAR OPTiMA ÁRMÚLA 8 - SÍMI 67 90 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.