Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAI 1992
T© © H T| ^ 11 ®
olyusumarskoliim
PC eða Macintosh námskeið fyrir 10 -16 ára
Tölvusumarskólinn er einstakt tækifæri fyrir börn og unglinga að fá
þjálfun í öllum grunnatriðum tölvunotkunar sem nýtist þeim í námi
og starfi og gefur þeim góðan grunn sem þau geta síðar byggt á.
Námsgreinar:
• Ritvinnsla og vélritun
• Tölvuteiknun og myndgerð
• Tölvufræði
• Gagnagrunns- og töflureiknisnotkun
• Tölvugeisladiskar og alfræðisöfn
• Heimsókn í tölvufyrirtæki
2ja eða 3ja vikna námskeið í júni, júlí eða ágúst. Kennt frá 9-12 eða
13-16 fimm daga vikunnar. Nemendur velja hvort þeir læra á
Macintosh eða PC/Windows.
FJóröa sumar Tólvusumarskðlans
Ml«s hagstœtt vsr6
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar fl.
Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 Gf*
<Ð
*
TVÍ
HÁSKÓLANÁM
í KERFISFRÆÐI
Innritun á haustönn 1992 stendur nú yfir íTölvu-
háskóla VÍ.
Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemend-
ur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerð-
ar, skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrir-
tækjum og sjá úm kennslu og þjálfun starfs-
fólks. Námið tekur tvö ár og er inntökuskilyrði
stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Verið er að endurnýja tölvubúnað skólans. Á
haustönn verður kennt á tölvur af gerðinni Vic-
tor 386MX, IBM PS/2 90 með 80486 SX ör-
gjörva, IBM RS/6000 340 og IBM AS/400 B45.
Nemendur við Tölvuháskóla VI verða að leggja
á sig mikla vinnu til þess að ná árangri. Þeir sem
vilja undirbúa sig í sumar geta fengið ráðlegg-
ingu hjá skólanum. Mikil áhersla er lögð á forrit-
un og er því gagnlegt ef nemendur hrafa kynnst
forritun áður. Á fyrsta ári eru kennd tvö nám-
skeið íviðskiptafögum sem nýtast best þeim sem
áður hafa lært bókfærslu. Aðrar greinar fjalla
annars vegar um ýmiskonar stýrikerfi, notkun
og uppbyggingu þeirra og hins vegar um vinnu-
brögð við hugbúnaðargerð.
Eftirtaldar greinar verða kenndar auk raunhæfra
verkefna sem unnin eru í lok hverrar annar:
Fyrsta önn:
Forritun í Pascal
Kerfisgreining
og hönnun
Stýrikerfi
Fjárhagsbókhald
Önnur önn:
Fjölnotendaaumhverfi
og RPG
Gagnasafnsfræði
Gagnaskipan með C++
Rekstrarbókhald
Þriðja önn:
Gluggakerfi
Kerfisforritun
Hlutbundin forritun
Fyrirlestrar
um valin-efni
Fjórða önn:
Staðbundin net
Tölvugrafík
Hugbúnaðargerð
Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1992 er til 26.
júní. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða
afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Kennsla
hefst 31. ágúst.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á
skrifstofu Verzlunarskólans frá kl. 8-16 og í síma
688400.
TÖLVUHÁSKÓLIVÍ,
Ofanleiti 1,103 Reykjavík.
Það er leikur...
KRAKKAR VIÐ TOLVUl
VALGERÐUR
GUÐRÚN,
9 ÁRA
ún Valgerður Guðrún Halldórsdóttir var ekki nema tveggja ára
þegar hún snerti fyrst á tölvu foreldra sinna og byrjaði að leika sér
við að gera myndir á skjáinn með teikniforriti. Ennþá kemur teikniforrit-
ið að góðum notum, en hún segist líka nota tölvuna til þess að skrifa bréf
til frænku sinnar og svo reyndi hún einu sinni að gera bekkjaskrá á tölv-
una, en það tókst ekki alveg. Hins vegar eru allar líkur á að það takist
í næstu tilraun, því Valgerður Guðrún er búin að fara á tvö tölvunám- ■
skeið og eitt af því sem hún segir að hafi verið kennt í ritvinnslunni var
einmitt að gera slíka skrá.
skér, en á þeim síðarnefnda eru átta
tölvur fyrir um 20 nemendur í skól-
anum.
Að sögn Árna Sigfússonar borg-
arfulltrúa var sú ákvörðun tekin fyr-
ir gerð síðustu fjárhagsáætlunar að
tölvuvæða grunnskóla. borgarinnar,
þannig að jafnt yrði búið að nemend-
um hvað tölvufjölda snertir.
„í upphafi var stefnt að því að í
öllum grunnskólum borgarinnar
yrðu milli 8-14 tölvur, eftir eðli og
stærð skólanna. En í framhaldi af
þeirri ákvörðun þótti mjög freistandi
að ganga lengra og tryggja skólum
sem eru með eldri bekkina vel útbún-
ar tölvustofur með netkerfi og net-
stjórum. Allir sem að þessu standa
eru sammála um að slíkt væri mjög
skynsamlegt og við erum að kanna
möguleika á að koma slíkum tölvu-
stofum við á þessu ári,“ segir Ámi.
Hann segir á hinn bóginn skiptar
skoðanir á því hvort netkerfi séu
hentug til tölvukennslu í yngri bekkj-
unum, þar komi inn í sjónarmið eins
og að kennarar telji hentugt að geta
flutt tölvur á milli kennslustofa í
stað þess að vera bundnir með þær
í tölvustofu.
Tölvustofur og netkerfi
„Kostnaðurinn sem í upphafi var
ráðgerður, þ.e. fyrir það að bæta
tölvum við þær sem fyrir eru þannig
að allir grunnskólar hefðu 8-14 tölv-
ur, var talinn 8-10 milljónir króna.
Með netkerfi og fullkomnari upp-
bygging má auðveldlega tvöfalda
þessa tölur. Svo verður að segjast
eins og er, að þegar farið er að skoða
þessa auknu tölvuvæðingu grunn-
skólanna í Reykjavík er mjög freist-
andi að ganga enn lengra og henda
ýmsu af þeim búnaði sem fyrir er,
eins og gömlu BBC-tölvunum, og
bjóða öllum nemendum upp á PC-
vélar með 386 örgjöfum. Slíkt myndi
líklega kosta 30-40 milljónir króna,
• en þar með værum við búin að tölvu-
væða grunnskólana betur en mörg
fyrirtæki og komin með búnað sem
væri lausn til langs tíma,“ segir
Árni Sigfússon.
Annað atriði sem ýtir undir aukna
tölvuvæðingu grunnskóla á landinu
er að nemendum er nú ekki lengur
gert skylt að útvega sjálfir tæki til
vélritunarnáms, heldur ber skólun-
um að útvega þau. Má því ætla að
ýmsir kjósi að bjóða upp á vélritunar-
kennslu með tölvum í stað ritvéla.
Flest kennsluforrit
tengjast stærðfræði
En með aukinni tölvuvæðingu
grunnskóla kemur aukin eftirspurn
eftir íslenskum kennsluforritum. Slík
forrit hafa til þessa verið gefin út.á
vegum Námsgagnastofnunar og
hófst útgáfan 1988, eftir að Náms-
gagnastofnun, Reiknistofnun HÍ og
menntamálaráðuneytið gerðu með
sér samning um þýðingu og útgáfu
kennsluforrita. Er verkaskipting
þessara aðila þannig að ráðuneytið
hefur veitt fé til verksins, Reikni-
stofnun HÍ annast þýðingu forrita
og hefur umsjón með þýðingu leið-
beininga og bæklinga í samvinnu
við Námsgagnastofnun, sem hefur
gefið forritin og leiðbeiningamar út.
Að sögn Hönnu Kristínar Stefáns-
dóttur upplýsingafulltrúa Náms-
gagnastofnunnar tengjast flest for-
ritanna námsgreinum grunnskólans,
en nokkur nýtast einnig við kennslu
í framhaldsskólum, en skólar lands-
ins fá forrit út á sinn kvóta hjá
Námsgagnastofnun.
Alls er um að ræða 27 forrit frá
upphafi, mörg tengd stærðfræði-
kennslu, auk forrita sem tengjast
greinum eins og íslensku, ensku,
náttúrufræði, mynd- og handmennt,
sérkennslu og vélritun.
Kennsluforritin koma flest frá
svokölluðum tölvuhópi, þ.e. vinnu-
hópi sem settur var á laggirnar 1984
á vegum Norrænu ráðherranefndar-
innar með það sem eitt af forgangs-
verkefnum að stuðla að framleiðslu
kennsluforrita og forritaskipta, en
Danmörk, Finnland, Noregur og
Svíþjóð leggja árlega fram fjögur
kennsluforrit og fá 12 til baka. For-
ritunum er dreift endurgjaldslaust á
milli landanna og greiðir hvert um
sig aðeins fyrir þýðingu og útgáfu-
kostnað í viðkomandi landi.
Fjárskortur hamlar
forritaútgáfu
„íslendingar hafa því miður ekki
staðið sig sem skyldi í þessum efn-
um,“ segir Hanna Kristín. „Við höf-
um fengið alls 60 forrit endurgjalds-
laust, en aðeins látið tvö af hendi í
staðinn, þar sem nægilegt fjármagn
hefur ekki fengist hér til að greiða
fyrir forritagerð í þessu samstarfi.
Vonandi rætist úr því, þar sem nor-
rænu forritin falla oftast mjög vel
að námsefni grunnskólanna hér,
enda eru skólakerfi og námsefni á
Norðurlöndum lík.“
Vangaveltur um námsgagnagerð
hafa einnig komið upp í tengslum
við aukna tölvuvæðingu grunnskól-
anna í Reykavík. „Það sem hefur
verið gefið út af Námsgagnastofnun
er ágætt, en stofnunin hefur ekki
haft fjármagn til að vera með öfluga
forritaútgáfu og þegar borgin verður
komin með búnað í alla grunnskól-
ana viljum við auðvitað fá meiri
hugbúnað og hafa eitthvað um hann
að segja,“ segir Árni Sigfússon.
„Ekki síst vegna þessa er mikill
áhuga á að koma á samstarfi á milli
skólaskrifstofu borgarinnar, Fræðsl-
uskrifstofu ríkisins, Félags tölvu-
kennara og Skýrslutæknifélagsins
um stefnumörkun í uppbyggingu
hugbúnaðar fyrir grunnskólana og
þjálfun kennara."
Fleiri aðilar eru reyndar að huga
að forritaútgáfu fyrir skóla. Má í
þeim efnum nefna að innan Kenn-
araháskóla íslands er mikill áhugi á
gerð kennsluforrita og þróunarverk-
efna á því sviði, í framhaldi af stór-
aukinni tölvuvæðingu skólans á síð-
ustu vikum og tæknilegum mögu-
leikum á að útbúa kennslugögn fyr-
ir tölvur með texta, hljóði, teikning-
um, ljósmyndum og lifandi myndum.
Hafa, að sögn Torfa Hjartarssonar,
forstm. gagnasmiðju KHÍ. komið
upp hugmyndir um verkefni eins og
t.d. sögu Reykjavíkur, í samvinnu
við Árbæjarsafn, efni um íslendinga-
sögu eða sögur, nýstárlega fram-
setningu á stuttum sögum, ætluðum
byijendum í lestri og kennslugögn-
um fyrir unglinga, um umhverfis-
vernd í óbyggðum.
Ljóst er að hugur manna sem
starfa í íslenska skólakerfinu stend-
ur almennt til stórræða á sviði tölvu-
tækninnar og fátt sem hamlar nema
fjárskortur. En spurningin virðist
ekki vera um aukna notkun tölvu-
búnaðar við kennslu og í samskipt-
um á milli menntastofnana eða
öflugri tölvukennslu, heldur um
hversu hratt sú þróun á eftir að eiga
sér stað. Þá horfa menn til
margmiðlunar, eða almiðlunar, eins
og „multimedia" hefur verið nefnd
og sjá ýmis tækifæri opnast með
þeirri tækni sem sameinar kyrr-
myndir, lifandi myndir, teikningar,
hljóð, texta og tónlist og getur vald-
ið straumhvörfum í framsetningu
efnis fyrir nám, starf og leik. VE
Dæmí um kennslufomt
Kennsluforrit fyrir nemendur grunnskóla eru yfirleitt
þannig uppbyggð að kennslan sameinar nám og leik. Sem
dæmi um upjpbyggingu forrits má nefna tölvuforrit um
landafræði Islands sem Tölvu- og hugbúnaðarþjónustan
hefur unnið að frá 1990 með styrk frá Námsgagnastofnun,
þótt ekki hafi verið unnt að fjármagna útgáfu þess.
Forritið skíptist í tvo megin-
hluta, annars vegar leikinn
og hins vegar gagnagrunn. Fyrri
hlutinn, sem snýr að nemendum
gengur út á það að nemandinn
fer í hlutverk „spæjarans“ sem
tekur að sér að rekja slóð óprútt-
inna aðila sem eru á flótta undan
honum. Nemandi fær vísbending-
ar um hvert þeir fóru og getur
valið úr þremur til fímm mismun-
andi stöðum sem sýndir eru á einu
korti. Finni hann staðinn sem hin-
ir óprúttnu áttu leið um fær hann
tilkynningu um það og mynd af
staðnum. Nemandi sem finnur
réttu staðina þrisvar sinnum í
röð, á þá mögúleika á bónus í
ævintýraleik sem hann má fara í
eftir að hafa leyst verkefnin í
landafræðileiknum.
Seinni hlutinn forritsins, sem
snýr að kennurum, ákveður hvar
leikurinn á sér stað og hversu
þungar Vísbendingar eru notaðar.
Kennari velur sér kort og setur inn
á það punktana ásamt upplýsing-
um og vísbendingum, en auk aðal-
korts er hægt að hafa kort af af-
mörkuðum svæðum og láta leikinn
berast í ákveðinn landsfjórðung,
hrepp, þorp, fjall og þar fram eft-
ir götunum.
Til dæmis velur kennari heild-
arkort af íslandi og setur m.a.
punkt þar sem Akranes er. Hann
skrifar síðan kynninguna og setur
inn mynd af staðnum. Þá velur
hann vísbendingar af þyngdarstigi
sem hentar aldri nemenda. Ein
vísbending gæti verið: Þeir fóru
að syngja „Kátir voru karlar" og
önnur „þeir fóru til staðar þar sem
mikið er framleitt af sementi“VE