Morgunblaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992 C 13 Tölvunám i Iðnskola „Það sem gerir nám á tölvu- braut nokkuð frábrugðið mörgu öðru er að við sjáum nemendur farna að nýta sér það strax á fyrstu önnunum," segir Marteinn Sverrisson, dcildarstjóri tölvubrautar Iðn- skólans í Reykjavík. Á tölvu- braut, sem er 3ja ára nám, eru m.a. kennd undirstöðuatriði í tölvunotkun, forritun, upp- bygging tölvukerfa, uppbygg- ing og notkun fjölnotenda- stýrikerfa, samskiptabúnaður, nettengingar og samspil hug- búnaðar og vélbúnaðar. Að sögn Marteins hefur þetta nám verið að þróast í nokk- uð langan tíma í skólanum og tekið talsverðum breytingum frá upphafi. Um helmingur námsefn- is eru greinar tengdar tölvu- fræði, en hinn helmingurinn byggist á almennum greinum. Fyrstu tvær annimar eru nám í sameíginlegum kjarna, en að því loknu skiptist námið í tvær braut- ir, tölvubraut I, þar sem áherslur eru meira á notendahugbúnaði með greinum á borð við bók- færslu, fjárhag, hugbúnað, mark- aðsmál, rekstrarhagfræði, stjórn- un og verslunarrétt. Á tölvubraut II liggja áherslunar á sviði forrit- unar og kerfisfræði með greinum á borð við forritun, kerfisforritun, tölvutækni, rafeindatækni o.fl. Nám á tölvubraut er 108 einingar og þarf 40 til viðbótar í tækni- stúdentspróf. Að sögn Marteins er nokkuð um að nemendur í öðru iðnnámi, s.s. prenttækni eða rafeindavirkj- yn, taki til viðbótar tölvufögin, auk nemenda með stúdentspróf sem eingöngu taka tOlvufög. Marteinn segir minna um að nemendur komi beint að loknu grunnskólanámi, þótt ekkert sé því til fyrirstöðu. Nám á tölvu- braut, sem er 100% lánshæft nám, var upphaflega hugsað sem braut til stuðnings nemendum í námi í öðrum fögum, en þróunin orðið sú að nú leggja um 200 nemendur stund á tölvunám í Iðnskólanum í Reykjavík og kennarar sem einungis sinna tölvukennslunni eru tíu talsins. Samningur um tölvukaup Tölvuháskóla VÍ undirritaður. F.v. Þorvarð- ur Elíasson, skólasljóri, Jón Vignir Karlsson, frkv.slj. Nýherja, Ólaf- ur Daðason, tölvunarfr. VÍ, Nikulás Hall, Kennslustjóri TVÍ og Gunn- ar Sigurðsson, kerfisfræðingur VI. Stórefldur tölvubúnaður í Tölvuháskóla VÍ og KHÍ TÖLVUHÁSKÓLI Verslunar- skóla íslands festi í sl. mánuði kaup á afkastamikilli tölvu frá IBM, RISC System/6000 (gerð 340) sem keyrir UNIX stýrikerfi (AIX) og getur þjónað tugum notenda samtímis. Þá voru einn- ig keyptar 24 tölvur af gerðinni PS/2 með Intel 486 örgjöfum og hugbúnaður, auk þess sem AS/400 tölva skólans stækkuðu verulega. Allar PS/2 tölvurnar eru með 8MB minni, 160MB diski og hágæða grafískum lita- skjám og keyra þær hið nýja stýrikerfi OS/2 2.0. Vélarnar eru tengdar saman á neti ásamt RISC System/6000 tölvunni og AS/400 tölvunni. 30 kerfisfræðingar árlega Tölvubúnaðurinn verður notaður í kennslu nemenda í Tölvuskóla VÍ og er um að ræða eitt öflug- asta kennsluumhverfi landsins, en að sögn Nikulásar Hall, kennslu- stjóra skólans er markmið námsins að útskrifa kerfisfræðinga sem geta unnið við öll stig hugbúnaðar- gerðar, skipulagt og séð um tölvu- væðingu fyrirtækja og annast kennslu og þjálfun starfsfólks. Tölvuháskóli VÍ hefur útskrifað kerfisfræðinga frá 1989, árlega um 30 talsins, og hefur um þriðjungur þeirra farið til starfa hjá hugbúnaðarfyrirtækjum, tæpur helmingur ráðið sig í tölvu- deildir fyrirtækja, auk þess sem nemendur frá skólanum hafa starf- að við kennslu, tölvusölu og farið í framhaldsnám erlendis. Kennaraháskólinn í sókn Tölvukostur Kennaraháskóla ís- lands hefur tekið stakkaskiptum sl. vikur, en í tölvustofu skólans verða nú tíu Macintosh LC 4/80 tölvur með 12“ litaskjá frá Apple og átta PS/2 4/70 tölvur með VGA litaskjám, frá IBM. Þá hefur tölv- um fyrir starfsfólk verið fjölgað um tuttugu, frá fyrrnefndum fram- leiðendum. Kennaraháskólinn hefur einnig fest kaup á RISC System/6000 220 ásamt öflugri afritunarstöð. Vélin keyrir á UNIX-stýrikerfi og verður netstjóri fyrir allar tölvur í byggingu skólans við Stakkahlíð. PS og PC vélar tengjast af ether- neti og Macintosh vélarnar af phone-neti. Netin tvö verða svo samtengd með sérstöku tengiboxi. Þá verður skólinn tengdur Reikni- stofnun Háskólans um beina línu. Auk almennra tölvusamskipta um línuna er gert ráð fyrir að bóka- safn skólans verði aðili að Gegni, svo unnt verði að fletta upp í Þjóð- arbókhlöðusöfnum og safni skól- ans jöfnum höndum af neti KHÍ. Þá gerði skólinn nýverið samning við Apple-umboðið sem miðar að þróun kennslugagna fyrir tölvur til nota í íslenskum grunnskólum. NOTENDAHANDBÆKUR Allt það nýjasta! M.a. WINDOWS - DOS - UNIX - EXCEL - PAGEMAKER - CLIPPER - WORD WORDPERFECT - CORELDRAW - dBASE IV - TURBO PASCAL - C++ Líttu inn og kannaðu úrvalið bók/klfc. /t Údervt ðs. v/Hringbraut, sími 615961 Söluaðilí á Akureyri: Tölvutæki - Bókval, Furuvellir 5, s. 96-26100. VUQftDS KWC I Stetled trítíi j Microsoft ! Excel 3 I r»r VVitalmM KX-T 2386 BE Verð kr. 12.332 stgr. Sími með slmsvara — Ljós i takkaborði — Útfarandi skila- boð upp ( Vz mln. — Hver móttekin skilaboð geta verið upp ( 2Ví mín. — Lesa má inn eigin minnisatriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurtiringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóöstillir fyrir hátalara — Veggfesting. KX-T 2365 E Verð kr. 10.349 stgr. Skjásfmi, sem sýnir klukku, símanúmer sem val- ið er, tlmalengd sfmtals — Handfrjáls notkun — 28 beinvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja sfmanúmer f skamm- tlma endurvalsminni — Hægt að geyma við- mælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja slmanúmer I minni á meðan talað er — Veggfesting. HEKLA LAUGAVEGl 174 S. 695500/695550 PANAFAX UF121 Verð kr. 64.562,- stgr. Telefaxtæki með 10 númera skammvals- minni — Allt frá stuttum orðsendingum til Ijósmynda — Sendir A4 slðu á aðeins 17 sekúndum — í fyrirtækiö — Á heimilið. KX-T 2322 E KX-T 2342 E Verð trá kr. 5.680 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun — KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir beinval — Endurhringing — Hægt er að setja slöast valda númer I geymslu til endur- hringingar, einnig er hægt að setja simanúmer I skammtlma minni á meðan talað er — Tónval/ púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 stilling- ar fyrir hringingu — Veggfesting. FARSÍMI Veið frá kr. 96.775 stgr. Panasonic farsíminn er léttur og meöfærilegur, vegur aðeins 4,9 kg. og er þá rafhlaðan meötalin. Hægt er að flytja tækið með sér, hvenær og hvert sem er, en einnig eru ótal möguleikar á að hafa slmtækið tast I bllnum, bátnum eða sumarbú- staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.