Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAI 1992 OS/2 2.0 Stendur það undir væntingum? IBM kemur með nýja útgáfu af OS/2 í kjölfarið á Windows 3.1 Samkeppnin milli IBM og Micro- soft um notendaskil heldur áfram. Fyrir einu og hálfu ári slitnaði upp úr samstarfi þeirra eftir að Microsoft ákvað að snúa sér alfar- ið að Microsoft Windows. Það furðulega við áróðursstríð fyrir- tækjanna er að þau unnu saman að þróun á OS/2 og eru með leyf- issamninga á ýmsa þætti í kerfum hvors annars. Undanfarna daga og vikur hef ég haft tækifæri til að skoða bæði umhverfin. Hér á eftir mun ég reyna að miðla les- endum af reynslu minni og nokk- urra dálkahöfunda í erlendum tímaritum af OS/2 stýrikerfinu. að fer ekkert á milli mála að bæði OS/2 2.0 og Windows 3.1 eru verðug- ir þátttakendur í stríðinu um notendaumhverfi framtíðarinn- ar. Microsoft hefur raunar þegar ákveðið að ný útgáfa af Windows komi innan tíðar, sem muni bæði koma í staðinn fyrir DOS og Windows, þ.e. Windows NT. (Fjall- að er um það annars staðar í blað- inu.) Betra Windows en Windows og betra DOS en DOS IBM hefur verið stóryrt í áróðri sínum um OS/2. T.d. hafa þeir ALLT TIL NETVÆÐINGA COMIKA netstjórar og vinnustöðvar DATEX D-Link netkort fyrir PC-, PS-, og EISA-tölvur: Ethernet 10BASET, 10BASE2, 10BASE5, ArcNet coax og twisted pair Token Ring Twisted Pair DATEX tengibúnaður fyrir net: Endurvakar (,,Repeater“), brýr, hafnir (,,HUB“) og fleira. FTP og LANsmart hugbúnaður f/net: Netstýrikerfi, PC/TCP, póstkerfi, viðaukar við Novell og fleira. AMP Tengiefni, kaplar, lok og fleira. TILBOÐ: Fullkomið net með hugbúnaði, netkortum og lagnaefni fyrir tvær tölvur frá kr. 19.290 .- stgr. án VSK. Tölvusalan HE SUÐURLANDSBRAUT 20,108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-813777, MYNDRITI: 91-687495 haldið því fram, að OS/2 sé bctra Windows en Windows og betra DOS en DOS . Ég held að það sé algjör óþarfi að vera með svona saman- burð. OS/2 sker sig úr á marga vegu. Það fer ekkert á milli mála að OS/2 2.0 er tækniundur sem þolir samanburð við það besta. OS/2 útgáfa 2.0 er stórt skref fram á við frá fyrri útgáfu. Þar ber hæst 32 bita forritunarumhverfi, sem hvork' Windows eða OS/2 l.x buðu upp á. Áfram er boðið upp á fullkomna fjölvinnslu (multitask- ing) m.a. fyrir biðill/miðill vinnslu. Stærsta breytingin frá fyrri útgáfu er líklegast samhæfnin. Mun auð- veldara er að keyra upp DOS og boðið er upp á að vinna ýmist í DOS glugga eða að skipt er alfarið yfir í DOS umhverfíð. Tæknilega virð- ast báðir kostir „betra DOS en DOS“. Hægt er að keyra mörg DOS forrit í einu, þar sem hvert um sig hefur aðgang að meira minni en undir DOS. Windows útfærslan í OS/2 er furðu góð. Að vísu saknaði ég þess að geta ekki sett upp Windows 3.1 í DOSinu, en IBM hefur lofað því fljótlega. Einnig er Windowsið sjálft berstrípað af flestum þeim búnaði, sem fylgir því venjulega, enda mun betri útfærsla á honum í OS/2 umhverfinu. Þar með er hrundið fullyrðingunni um „betra Windows en Windows". Eitt atriði, sem fór í taugarnar á mér, þegar ég var að vinna í Windows, var að músin var mjög hægvirk og uppstökk. Það er alveg öruggt, að skilyrði fyrir því að OS/2 2.0 nái einhverri útbreiðslu, er að hægt sé að keyra bæði Windows og DOS forrit sam- hliða OS/2. Þó svo að margir hug- búnaðarframleiðendur hafi lofað OS/2 útgáfum af hugbúnaði sínum er samt langt í land með að sá hugbúnaður sé tilbúinn og að fjöl- breytnin verði jafnmikil og fyrir DOS og Windows. Stærsta breytingin á OS/2 frá fyrri útgáfu er notendaskilin. í stað Presentation Manager er komin Workplace Shell. Skelin er hlut- bundið umhverfi í líkingu við það sem Macintosh notendur eiga að venjast. Skelin er ekki með vallínu efst á skjánum, heldur notar maður hægri músarhnappinn til að kalla fram valmyndir. Mjög auðvelt er að vinna í skelinni, þegar búið er að átta sig á kostum hennar. „Hlut- ir“ er lausnarorðið, sem allt snýst um. Skrármeðhöndlun er mjög auð- veld og raunar virkilega skemmti- leg. Við fyrstu sýn er OS/2 rós í hnappagat IBM, en spurningin er bara hvort það sé ekki of seint. Markaðurinn er þegar búinn að snúa sér að Windows og það getur verið erfitt að skipta yfir. Kostir og gallar í nýlegu tölublað af PC Magazine er ijallað um OS/2 af mönnum, sem hafa mun meira vit á þessum hlut- um en ég. Þar er meðal annars lit- ið á fimm atriði, sem mæla með því að kaupa OS/2 2.0, og fimm á móti. Þessi atriði eru: Fimm atríði með: Fimm atríði á móti: 1. Enn þá er lítið framboð af not- endahugbúnaði. 2. UNIX býður þegar upp á 32 bita fjölvinnsluumhverfi. 3. Ekki er hægt að keyra allan Windows hugbúnað í OS/2 og hann vinnur ekki eins vel. 4. Uppsetning kerfísins tekur mikið pláss og langan tíma (30 MB og 1 klst.). 5. Það eru þijú vinnsluumhverfi í gangi og erfítt getur verið að fylgj- ast með hvaða forrit keyrir í hveiju. OS/2 þarf mikið pláss og öfluga tölvu. IBM gefur sjálft upp lágmark 386SX örgjörva, 4 MB vinnsluminni og 60 MB harðan disk. Óháðir sér- fræðingar segja aftur á móti að 6 MB vinnsluminni sé lágmark og ekki skemmi að vera með öflugri tölvu. í minni prófun var ég með IBM PS/2 Model 90 tölvu (XP486) með 8 MB minni og 150 MB harð- an disk. Af þessum 150 MB fara, að því að mér virðist, um 40 MB undir kerfið með öllum fylgiforrit- um, og um 5 MB undir DOS og Windows. Samanborið við að Windows uppsetning þarf a.m.k. 15 MB. Minnsta uppsetning á OS/2 mun þurfa 18 MB. Er OS/2 2.0 fyrir hvern sem er? 1. Þú ert einn af þeim sem átt fyr- ir sérhannaðan hugbúnað fyrir OS/2 og vilt ekki færa hann yfír í Windows. 2. Þú ert að fara af stað með að þróa nýjan hugbúnað, sem þarf 32 bita vinnslu og raunverulegt fjöl- vinnsluumhverfi. 3. Þú þarft hugbúnað, sem krefst margfaldrar samskiptarásar. 4. Þú kaupir bara IBM búnað. 5. Þú er tilbúinn að kynnast fram- tíðinni í dag. Tölvu- og prentaraborð frá sis 3210 REPflÖ Kr. 16.230,- 3240 Kr. 20.860,- 3230 Kr. 13.140,- Tölvuborðin frá SIS eru létt og meðfærileg á sérlega hagstæðu verði. Borðin henta jafnt til fyrirtækja, stofnana og heimila. Hringið eftir myndalista, eða skoðið borðin í sýningarsal okkar að Hesthálsi 2-4,110 Reykjavik. Við póstsendum samdægurs. GAMLA KOMPANÍIÐ KRISTJÁN SIGGEIRSSON GKS hf., Hesthálsi 2-4 110 Reykjavík. Sími 91-672110 OS/2 2.0 hefur líkt og Windows 3.1 gengið í gegnum víðtækari próf- anir en fyrri útgáfur. Þessar próf- anir hafa sýnt að nær hver sem er getur nýtt sér kerfið. Einnig' var prófaði IBM kerfið á vélbúnaði frá öðrum framleiðendum, þannig að ekki þarf að einskorða sig við IBM vélbúnað til að geta notað OS/2 2.0. Áhyggjur manna að ekki sé til hugbúnaður sérstaklega fyrir OS/2 2.0 ættu ekki að vega jafn þungt eftir að ljóst er að flestur DOS og Windows hugbúnaður gengur. Ein- hver fyrirtæki hafa þegar tilkynnt OS/2 2.0 útfærslur af sínum hug- búnaði (má þar nefna Borland C++) og önnur hafa skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama á næstu mánuðum. IBM hefur heitið því að þetta sé það OS/2, sem allir hafa beðið eft- ir. Fyrirtækið hefur lagt sig fram við að slípa af galla fyrri útgáfu. Hvernig því tekst svo að markaðs- etja vöruna mun framtíðin leiða í ljós. OS/2 2.0 verður formlega kynnt hér á landi síðar í þessum mánuði. Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.