Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTL'ÚAGUR 7. MÁÍ 1992
C 17
y/////////////////////////////////////////
AFRIT: þriggja vikna hringrás
1. vika
Á mánudag er
tekið afrit af öll-
um gögnum á
A-disklinga
2. vika
Á mánudag er
tekið afrit af öll-
um gögnum á
B-disklinga
3. vika
Á mánudag er
tekið afrit af öll-
um gögnum á
C-disklinga
4. vika
Önnur hringrás.
Á mánudag er
tekið afrit af öll-
um gögnum á
A-disklinga
M
M
Afrit af viðbótargögnum eru tekin að kvöldi dags
■"X...........
-y-
•-J
m
NT
W
m.
m
A föstudögum
eru afrit
vikunnar tekin
með heim
X
B
Með því að nofa þrjú sett af disklingum, geisladiskum eða segulbandsspólum má tryggja að alltaf er
fyrir hendi afrit af því sem gert var vikuna á undan. Eindregið er mælt með því að afritin séu geymd
á öðrum stað en tölvan, helst í eldtraustu hólfi þar sem ekki er hætta á segultruflunum.
Allt í steik
Það eitt er öruggt að harði diskurinn mun gefa upp
öndina; spurningin er einungis hve mikið glatast
Einn veigamesti hluti hverrar
tölvu er geymslurými hennar, nær
alltaf harði diskurinn. Þar á er
geymd sú vinna unnin er á tölv-
unni, jafnvel margra vikna eða
mánaða vinna. Því má svo treysta
að fyrr eða síðar mun harði disk-
urinn bila, enda einn viðkvæmasti
hluti tölvunnar
Líklega hafa allir sem vinna
á annað borð við tölvur
orðið fyrir því að glata
einhveijum gögnum. Þó
nenna fæstir að hafa fyrir því að
taka afrit af harða disknum, þó það
geti verið nánast rothögg fyrir lítið
fyrirtæki að tapa öllu bókhaldinu eða
viðskiptamannaskrám í einu vet-
fangi. Helsta regla allra sem vinna
við tölvu ætti því að vera að taka
afrit reglulega.
f þesu yfirliti verður helst fjallað
um einmenningstölvur, enda fylgja
yfirleitt afritunarforrit og búnaður
þegar menn eru að kaupa stærri
tölvunet og t.a.m er afritshugbúnað-
ur innifalinn í UNIX- og OS/2-stýri-
kerfunum og verður í Windows NT,
sem koma á á markað með haustinu.
Plássleysi ágerist
í seinni tíð hafa orðið miklar breyt-
ingar í PC-heiminum í átt að grafísk-
um notendaskilum, en slík notenda-
skil, eins og til að mynda Windows,
kalla á mjög aukið rými á harða
disknum og þegar við bætast forrit
sem keyrð eru undir Windows er
rýmið farið að skipta tugum mega-
bæta. Tölvusalar segja að 80Mb di-
skar séu að verða algengasta lág-
markstærð í nýjum tölvum, og sumir
halda því fram að 100Mb séu í raun
það minnsta sem hægt sé að komast
af með. Það vex því eðlilega mörgum
í augum að taka afrit á diskettur,
því það getur þýtt að allt upp í 90
disklinga þurfi til að taka afrit og
ef vel á að vera þarf viðkomandi að
hafa undir nálægt 200 disklingum.
í PC-heiminum sækja segulbands-
stöðvar á, en þær geyma gögn á 8
mm segulbandi og yfirleitt fylgja
forrit sem sjá um að taka afrit eftir
sem menn vilja, en einnig er hægt
að kaupa sérstök afritsforrit. Verð á
segulbandsstöðvum er misjafnt eftir
framleiðendum og útfærslum, en
segja má að hjá fyrirtæki sem þarf
að taka afrit af t.a.m. 200Mb viku-
lega og svo afrit af daglegum breyt-
ingum þarf að kaupa disklinga og
hugbúnað fyrir um 50.000—70.000
kr., aukinheldur sem mikill tími fer
í að taka afrit og skipta um disklinga
fyrir forritið. Skynsamlegt væri því
að huga að því að fá sér segulbands-
stöð, því þó stofnkostnaður sé nokk-
ur, er það fljótt að skila sér í vinnu-
sparnaði, öiyggi og disklingaverði.
Segulbandsstöðvar sækja á
Hjá Tæknivali varð fyrir svörum
Kristján A. Óskarsson sölustjóri.
Hann sagði fyrirtækið hafa til sölu
Norton Backup, sem er ætlað til af-
ritatöku og nýtist til að taka afrit á
segulbandsstöðvar ekki síður en
disklinga. Kristján segir að greinilegt
sé að segulbandsstöðvar sæki í sig
veðrið, enda hafi verð á þeim lækkað
mjög hratt undanfarið. Hann nefnir
sem dæmi Mountain-segulbands-
stöðvar, sem fyrirtæki hans selur,
og segir að fyrir ári hafi 40Mb-stöð
kostað í kringum 29.000 kr., en nú
fáist stöð á sama verði sem tekur
120Mb. Innifalið í verði er hugbúnað-
ur og ein spóla, en spólan stök kost-
ar 3.500 kr. Kristján segir að hug-
búnaðurinn sé þannig vaxinn að
hægt sé að stilla segulbandið inn á
það að taka sjálfkrafa afrit, t.a.m.
eftir að vinnu er lokið eða um nótt-
ina, en hægt er að fá stöðvar sem
þessa með allt upp í 2,2 Gb (gíga-
bæti = milliarður bæta eða þúsund
Mb).
Hjá Örtölvutækni varð fyrir svör-
um Geir Jón Karlsson sölumaður.
Hann sagði fyrirtækið bjóða helst
segulbandsstöðvar, enda verð á þeim
orðið mjög gott. Ortölvutækni selur
Emerald og Everex-segulbönd sem
Geir Jón segir t.a.m. nýtast mjög vel
fyrir tölvunet. Ódýrasta stöð frá
Emerald eða Everex er á um 80.000
kr. Með selgubandsstöðvunum fylgir
hugbúnaður til að stýra afritum; þar
með talið að tímastilla afrit. Geir Jón
sagði þörfina fyrir segulbandsafritun
vissulega mismunandi eftir því hve
stóra diska menn hefðu, en það
kæmi hvað eftir annað fyrir að menn
kæmu með tölvur þar sem diskurinn
hefði hrunið og ekkert afrit til.
Hjá Einari J. Skúlasyni, EJS, varð
fyrir svörum Gunnar Þór Friðleifs-
son. Hann sagði EJS hafa umboð
fyrir Maynard, sem væri merki fyrir
fyrirtækjasamsteypuna Archive, Irv-
in og Maynard, sem býður allar hlið-
ar afritunar undir einum hatti. Gunn-
ar sagði samkeppni í tölvuheiminum
hafa aukist og verð almennt lækkað;
ekki síst á segulbandsstöðvunum.
Hann mælti með því að þeir sem á
annað borð væru að setja upp tölvu-
net eða jafnvel minna kerfí að reyna
að fá uppsetningu sem væri sniðin
að kerfinu. Hvað varðaði þörfina á
afritun þá væri þetta vitanlega
spurning um hvað mennn verðlegðu
gögnin sem þeir væru að vinna með;
.ef menn væru að vinna með bókhald
eða umfangsmikinn gagnagrunn
væri mjög ódýr trygging að fá sér
segulband til afritunar.
Fyrir Macintoshunnendur eru fjöl-
margar lausnir og þróunin almennt
komin allmiklu lengra en fyrir PC-
vélar, þó yfirleitt nýtist sama tækni
báðum. Þróunin er einna lengst kom-
in hvað varðar geisladrif, það er las-
erdrif sem skrifa á geisladiska og
hafa SyQuest-drif, sem nota geisla-
diska, verið vinsæl, en Sveinn Orri
Tryggvason hjá Apple-umboðinu
sagði að framtíðin lægi að hans mati
í nýrri gerð geisladrifa sem skrifuðu
á 128Mb 3'/2“ disklinga. Bæði er að
diskarnir eru ódýrir, þó þeir taki
gríðarmikið af upplýsingum, og svo
eru þeir afar handhægir. Sveinn
Orri sagði að SyQuest-stöð fyrir
44Mb diska kostaði 68.400, en hver
diskur í þá stöð kostaði 10.000.
Nýju geislastöðvarnar, sem eiga eftir
að lækka hratt í verði að hans mati,
sagði Sveinn Orri kosta 167.000, en
128Mb diskur kostar 7.500. Hann
sagði að þróun afrita fyrir Macintosh
hafi verið geysihraða, enda menn þar
snemma áttað sig á mikilvægi þess
að geta tekið öryggisafrit, þegar
þeir hafa verið að vinna með t.a.m.
litmyndir eða íburðarmiklar auglýs-
ingar. Hjá Apple-umboðinu fæst for-
ritið Retrospect Remoté, sem nýtist
til allrar afritunartöku, þar á meðal
yfir net, og kostar 34.000.
HVERSU TRYGG ERU
GÖGNIN ÞÍN?
ARCHIVE segulbandsstöðvarnar
Núna með „DATA COMPRESSION"
allt að 8 Gb.
ARCHIVE XL, 120 Mb............Verð m/vsk. kr. 29.731,-
ARCHIVE VIPER 150,250 Mb......Verð m/vsk. kr. 83.664,-
ARCHIVE VIPER 525,525 Mb......Verð m/vsk. kr. 88.146,-
ARCHIVE PYTH0N, DAT, 2,0 Gb...Verð m/vsk. kr. 179.280,-
Ef sveigjanleiki, hraði og öryggi er það sem þú
leitar eftir í öryggisafritun þá er hugbúnaðurinn
frá Cheyenne svarið. ÁRCserve afritar
NetWare miðlara, DOS, Windows, OS/2,
Machintosh og UNIX útstöðvar á segulbandsstöð
tengda NetWare miðlaranum.
Verð m/vsk. frá kr. 14.567,-
Komdu og kynntu þér lausnir í öryggisafritun sem duga.
Frí uppsetning út maí.
LANTIMES m íífl
iifflW
MAGAZINE«*MAGAZINE
NETW0RKING
X
-BQÐEIND SF.-
AUSTURSTRÖND 12
170 SELTJARNARNES
SlMI 612061
FAX 612081
JE.\-\>
„VOICE MAir
SÍMSVÖRUNAR-
BÚNAÐUR
• Sjálfvirkt svörunar- og upplýsingakerfi til tengingar við símkerfi fyrirtækja.
• Möguleiki á tengingum við ýmis konar gagnakerfi.
• Frábær lausn til að bæta símsvörun.
• Símsvörun utan skrifstofutíma.
• íslenskur hugbúnaður sniðinn að þínum þörfum.
• Símsvari fyrir hvert innanhússnúmer.
• Beint samband við deildir og innanhússnúmer.
• Veitum ráðgjöf varðandi notkunarmöguleika.
PÓSTH0LF 53
270 M0SFELLSBÆ
SÍMI: 91-668144
FAX: 91-666241
V