Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992 Fjölbreytt framboð af íslenskum hugbúnaði r■ A 2. þúsund manns starfa við hugbúnaðargerð ALLMARGIR aðilar vinna við að skrifa íslenskan hugbúnað fyrir stór sem smá tölvukerfi og eink- atölvur. Atján fyrirtæki eru í Félagi íslenskra iðnrekenda og milli 20 og 30 eru innan Samtaka hugbúnaðarfyrirtækja og segir Friðrik Sigurðsson formaður samtakanna að talsverð gróska sé í íslenskri hugbúnaðargerð en nokkuð á annað þúsund manns starfa á þessu sviði um þessar mundir. Eru þá bæði taldir þeir sem starfa hjá hugbúnaðarfyrir- tækjunum og tölvunarfræðingar hjá einstökum fyrirtækjum. Skipta má íslenskum hug- búnaði gróflega í tvö flokka. Annars vegar eru þeir sem selja svonefndar pakkalausnir og leggja mesta áherslu á sölu þeirra og hins vegar eru aðilar sem búa til sérstakir lausnir sem eru sérsniðnar fyrir viðiskiptavininn. Mörg íslensku hugbúnaðarfyrirtækin falla þó að einhveiju leyti undir báða þessa flokka. Tölvumyndir er dæmi um fyrir- tæki sem vinnur að hugbúnaðar- gerð sem sniðin er hveijum við- skiptavini. Fyrirtækið vinnur t.d. um þessar mundir að gerð fram- leiðslustýringar fyrir álverið í Straumsvík sem er umfangsmíkið verk og hófst árið 1988. Það er dæmi um verk sem margir tölvunarfræðingar sinna en dæmi um minna verk sem einn maður getur sinnt er t.d. pantanakerfi fyrir stangveiðifélög sem fyrirtæk- ið vinnur einnig að. A Akureyri starfar Tölvu- og hugbúnaðarþjónustan sem hefur í tvö ár verið að þróa bókhaldskerf- ið Garra og hafa nokkur fyrirtæki notað það. Hefur það að geyma fjárhagsbókhald, afstemmingar- kerfi, viðskiptamannakerfi, sölu- kerfi, tilboðskerfi og launabókhald svo nokkuð sé nefnt. Bjarni Einars- son aðaleigandi fyrirtækisins segir að allt kapp hafi verið lagt á að hafa Garra eins einfaldan og mögulegt var. Einn helsta kost Gara segir hann vera öflugt kennslukerfi sem kennir bæði bók- hald og á bókhaldskerfið Garra. Annar aðalkostur er sá að notandi getur fært sig milli kerfa og hægt er að fara úr einum verklið í annan án þess að nota valmyndir. Við útskrift reikninga getur notandi kallað fram viðskiptamann og séð hversu mikið hann skuldar. Nægi þær upplýsingar ekki getur hann með einni aðgerð séð ailar við- skiptahreyfingar og haldið síðan áfram útskrift reikningsins. Segir Bjarni Garra vera til jafns skrán- ingar- og upplýsignakerfi. Hand- bók er fyrir hendi hvar sem er í kerfinu og einföld hjálparmynd sýnir helstu aðgerðir í verkliðum. Tölvumiðstöðin í Reykjavík hef- ur í 10 ár boðið kerfið TM 2000 sem er alhliða viðskiptahugbúnað- ur. Sölukerfi, pantanakerfi, brigða- hald, tollkerfi, afgreiðslu- og laun- akerfi eru íslensk frumsmíð en hluti kerfísins hefur verið þýddur og aðlagaður. Kerfið er bæði fjöl- nota og fjölverka, þ.e. hægt er að vera með mörg verk á einum skjá en einnig nettengja það. Sérstaða þessa kerfis er dagbókarkerfi sem því fylgir, þ.e. notendur geta hald- ið þar dagbók sína og sent póst, skilaboðo og þ vílíkt milli annarra notenda kerfisins. Hugkorn heitir fyrirtæki í Reykjavík ssem hefur unnið bæði á almenna sviðinu og tekið að sér sérverkefni, m.a. mikið fyrir skóla. Fjárhagskorn heitir fjárhagshug- búnaðurinn sem er uppistaðan í starfsemi fyrirtækisins, frekari þróun og þjónustu við hann. Var það sett á markað í ársbyijun 1990 og hentar einkum minni fyrirtækj- um. Fyrir síðustu jól var sett nýj- ung á markaðinn, heimilisbókhald- ið Gullkorn sem nota má einnig til skráningar á bóka-, plötu- eða myndbandasafni heimilisins. Verið er nú að endurbæta Gullkorn m.a. til að geta skráð og reiknað út stöðu skuldabréfa. . Þá er ónefnt svið í tölvusam- skiptum sem snýr að telefaxi eða myndsendum. Tölvusamskipti heit- ir fyrirtæki sem hefur hannað tölvuhugbúnað sem notaður er til að senda símbréf beint af tölvunni á myndsendi hjá móttakanda. Bún- aðurinn heitir Skjáfax og hefur verið settur á markað hérlendis og erlendis. Fjórir menn starfa hjá fyrirtækinu í Reykjavík sem eink- anlega sinna framleiðslu og fjórir í Bretlandi og sinna þeir markaðs- setningu. Skjáfaxi tengist tölvu- netum og hægt er að senda frá öllum tölvum netsins til mynd- sendis móttakanda. Af öðrum hugbúnaðarhúsum má nefna Hugbúnað hf. í Kópa- vogi sem vinnur um þessar mundir að stóru verkefni fyrir Flugmála- stjórn og íslenska forritaþróun sem hefur m.a. viðskiptahugbúnaðinn Ópus-Allt. íslensk forritaþróun hefur einnig hannað kerfi fyrir samskipti milli tölva sem þeir kalla SMT. Geta menn þá til dæmis unnið tollskýrslu og sent hana með einnig aðgerð í tollinn án þess að þurfa að fara út úr því og yfir í önnur samskiptakerfi. Þetta kerfi er nýtt og verður sett á markað strax og viðurkenning tollyfírvalda er fengin en við henni er búist í þessari viku. Þá hafa allmargar verkfræðistofur sérhæft sig á ýms- um sviðum hugbúnaðargerðar og rétt er að nefna Friðrik Skúlason sem hannað hefur leiðréttingafor- ritið Púka og fleiri forvitnileg for- rit. Háhraðanet Pósts og síma 1991 2.048Klsek Akureyri Viðskiptavinur nr. n | 64K-2.048K \ MÚLASTÖÐ 1 r 2.048K/sek Hvolsvöllur | f=K Arbær Z048Klsek Z048Klsek 64K-Z048K | rd Rauðará Z048K/sek 2.048K/sek Landsímahúsið Viðskiptavinur nr. 1 ■ | 64K-2 048K Viðskiptavinur nr. 2 '~¥ \ —m- T— —— ■k V J— ILLJ m S J m “11 iimMiim imtnifH) » J&ztA i mnMiiu liUllHIM i m = Háhraðanetið eykur hraða í samskiptum staðameta Á síðasta ári hófst tilraunarekstur á háhraðaneti hjá Pósti og síma en það er ný og bætt þjónusta við staðarnet sem víða eru fyrir hendi í fyrirtækjum. Helsta krafa notenda staðarneta er að geta átt sem hröðust samskipti við önnur net, þ.e. að svartími sé sem stystur. Háhraðanetið var opnað fyrir almcnna notendur í mars og greiða áskrifendur fast ársfjórðungsgjald óháð því hversu mikið magn þeir flytja eftir netinu. Skýrr og Ijármálaráðuneytið voru fyrstu notendumir sem tengdust háhraðanetinu og stóðu prófanir yfir í tvo mánuði áður en netið var opnað öðrum. Prófan- ir fóru fram með tveimur sam- skiptareglum, IPX og AppleTalk. Háhraðanetið er byggt upp með svonefndum leiðstjórum og hafa þeir verið settir upp á nokkrum stöðum í Reykjavík, Landssíma- húsinu, Rauðará, Múlastöð og Árbæ og síðan á Akureyri og Hvolsvelli. Hver notandi hefur síð- an leiðstjóra sem tengist í símstöð næst honum. Póstur og síma leig- ir notendum þann búnað sem sett- ur er upp hjá þeim. Mesti flutn- ingshraði er 2Mb/s og verður hann síðar aukinn í 34Mb/s og jafnvel meira í framtíðinni. Póstur og sími er með fyrstu aðilurn til að setja upp slíkt há- hraðanet en það hefur t.d. verið gert í Svíþjóð og Finnlandi. Foreldrar! IVemendur! Tölvuáltugamenn! Hefur helmilislölvan fcngiö aö kynnast kcnnsluforrltum Námsgagnastofnunar? Mörg kennsluforrit eiga fullt erindi í heimilistölvuna. Þau fást í Skólavörubúðinni og í mörgum tölvuverslunum. Kennsluforritin þjálfa stærðfræöi - íslcnsku - ensku - þrautalausnir o.fl. og henta börnum og ungmennum á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Flest forritin eru íyrir PC-tölvur. SKÓLAVÖRUBÚÐirV Laugavegl 166 - Síml 91-2 80 88 Sölokerfi á aðeins 20.100 kr. Víkurhugbúnaður hefur nú markaóssett nýtt viðskipta-, lager- og sölukerfi fyrir smærri aðila. Kerfió prentar út nótur, reilcningsyfirlit, límmiða, útskattskýrslu, verðlista og skulda- lista svo að eitthvað sé nefnt. Kerfið er aðeins hægt að fá sem viðbót við Ráð fjárhagsbókhald, og er því verð fjárhags- bókhalds, viðskjptamanna-, lager- og sölu- kerfis aðeins kr. 59.900 með VSK. Kerfið fæst hjá öllum helstu tölvusölum. Hringdu og við sendum þér fritt sýningareintak. Y VÍKURHUGBÚNAÐUR Bœjarhraun 20. 220 HafnaifjörSur. Sími: 65 48 70. Telefax: 65 48 72. " ------------------\ Sérhæfingí viðskipta- ogframleiðslu- hugbúnaði er vinnur á vogarbúnaði MAREL hf. Samhæfður hugbúnaður þar sem rekstur og framleiðsla vinna saman. F ramleiðsluhugbúnaður Matvælaiðnaður Efnaiðnaður Viðskiptahugbúnaður Fjárhagsbókhald - Launakerfi - Birgðabókhald Sölukerfi - Tollakerfi - Viðskiptabókhald Áætlanakerfi - Innkaupakerfi - Söluáætlun Pantanakerfi - Sölu- og framleiðsluskýrslur Hugbúnaður TN er framleiddur í 4G1 gagnagrunn- inum DataFlex, þar sem þarfir og kröfur vandlát- ustu notenda eru uppfylltar í hraða, notendaskilum og rekstraröryggi. TN. Hugbúnaðargerð í framleiðsluiðnaði TÖLVUNÝTING SF. SKEIFUNNI 3G • 108 REYKjAVÍK • SÍMI 91-689949 V_____________________________________>

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.