Morgunblaðið - 07.05.1992, Qupperneq 20
tölvur
FIMMTUDAGUR 7. MAI 1992
WINDOWS NT
Næsta skref í þróunmni
Nú er réttur mánuður síðan Microsoft kynnti Windows 3.1 með mik-
illi viðhöfn á COMDEX tölvusýningunni í vor. Ekkert bendir til þess
að forráðamenn fyrirtækisins ætli að láta þar staðar numið. Næsta
útgáfa, Windows 4.0, er væntanleg um mitt næsta ár og líka stýrikerf-
isútgáfa af forritinu, sem nefnd hefur verið Windows NT (new
technology). Raunar er sú nýjung í Windows 3.1 pakkanum, að forrit-
ið er sagt vera stýrikerfi. Með þessu er Microsoft bara að staðfesta
grun undirritaðs, að Win32 (eldra þróunarnafn á Windows NT) sé
ætlað að koma í staðinn fyrir gamla DOSið og fuilkomna þar með
færsluna úr stýrikerfi, sem notendur elskuðu að hata, yfir í kerfi sem
jafnvel hörðustu gagnrýnendur PC-tölva geta verið ánægðir með.
Windows NT er byggt á
OS/2 3.0 stýrikerf-
inu, sem Microsoft
og IBM unnu að í
sameiningu áður en slitnaði upp úr
fyrir einu og hálfu ári. Það er 32
bita stýrikerfi með Windows um-
hverfínu. Því er ætlað að keppa ekki
bara við DOS heldur líka OS/2 2.0,
UNIX, VMS og PathWorks og mun
koma í þremur megin útgáfum.
Einni fyrir 386 og 486 örgjörva,
annarri fyrir RISC örgjörva og þá
þriðju fyrir fjölgjörva tölvur.
Reynsluútgáfa af kerfinu er þegar
komin í takmarkaða dreifingu, en
Microsoft reikna/ með að það fari í
sölu fyrir lok þessa árs.
Breyttar áherslur
Vinnan við Windows NT byijaði
hjá Microsoft fyrir þremur árum.
Eins og áður segir byggir það á því
sem átti að verða OS/2 3.0, 32 bita
útgáfa af OS/2. Auðvelt á að vera
að setja það upp á mismunandi vél-
búnaði eins og RISC tölvum og fjöl-
gjörva tölvum, sem kallaði á gjör-
breytta uppbyggingu og er það skrif-
að í C í stað smalamáls (assembly
language).
Haustið 1990 tók þróun Windows
NT nýja stefnu. Hvorki gekk né rak
með sölu OS/2 l.x á sama tíma og
Windows 3.0 rokseldist. Það var til
þess að IBM og Microsoft hættu
samstarfi. Fyrirtækin skiptu OS/2
þróunarvinnunni á milli sín, þannig
að IBM tók við OS/2 2.0 (sem fjall-
að er um annars staðar í blaðinu),
en Microsoft hélt eftir OS/2 3.0. I
framhaldi af því ákvað Microsoft að
nota ekki Presentation Manager
umhverfið, sem notað var í OS/2
Hlutabréf til sölu
Af sérstökum ástæðum eru til sölu hlutabréf að nafnvirði kr.
4.547.714,- í hinu ört vaxandi fyrirtæki Tæknivali hf.
Söluaðili: Ihlutir hf., sími 91-668144, fax 91-666241.
Tæknival hf. er almenningshlutafélag og enginn forkaupsréttur
er á hlutabréfunum.
VASKHUGI
Meira en bókhaldsforrit...
Vaskhugi er forrit fyrir þá sem stunda atvinnurekst-
ur, öflugt en einfalt í notkun.
Vaskhugi sér um sölu, gjöld, viðskiptamenn, félaga
og birgðir. Hann er fjárhagsbókhald, ritvél, verk-
efnabókhald, vitjunarkerfi, pantanakerfi og margt
fleira. Þættirnir vinna sem ein heild.
Meðal notenda Vaskhuga eru verktakar, arkitektar,
verkstæði, iðnaðarmenn, sendibílstjórar, verkfræð-
ingar, heildsölur og starfsmannafélög. Fleiri hundr-
uð aðilar um allt land nota Vaskhuga með góðum
árangri.
Vaskhugi skrifar sölureikninga, gíróseðla, póst-
kröfuseðla, víxla og reikningsyfirlit. Hann heldur
utan um birgðir og stöðu viðskiptamanna. Tugir
gagnlegra skýrslna fyrir rekstur og skatt koma úr
kerfinu.
Sölusöguskýrslur, til dæmis, svara spurningum eins
og „Hver keypti hvaða vöru hvenær?“ og „Hvaða
sölumaður seldi hvaða vörur, hverjum og hve-
nær?“. Uppgjör vsk og ársins verður leikur einn.
Verð á Vaskhuga er sambærilegt við verða á ein-
staka þætti í eldri forritum og er þó Vaskhugi hlað-
inn nýjungum.
Vaskhugi er saminn á íslandi fyrir íslenskar aðstæð-
ur. Fáðu frekari upplýsingar hjá okkur eða tölvusöl-
um um allt land.
VASKHIIGI HF.,
Grensásvegi 13, 108 Reykjavík, sími 682680.
l.x, en nota í staðinn 32 bita
Windows umhverfi.
Windows NT mun vera með 32
bita kjarna, sem mun ráða við íjöl-
gjörva og fjölvinnslu. I þessu um-
hverfi verður hægt að keyra 32 bita
forrit auk gömlu 16 bita Windows
og DOS forritanna. Reiknað er með
einhverri OS/2 samhæfni, þó svo að
það ráðist bara af veðrinu á ’nveijum
tíma.
Sagt er að Windows NT eigi mjög
margt sameiginlegt með núverandi
16 bita umhverfinu, Windows 3.1.
Mesti munurinn er fjölvinnslan. Líkt
og OS/2 2.0 forrit, verður hægt að
skipta Windows NT forritum upp í
mismunandi vinnslurásir, sem keyra
samtímis. Myndrænu notendaskilin
eru stórlega endurbætt (ef hægt er
að gera betur) frá fyrri útgáfum
með hjálp þeirrar tækni, sem gerði
OS/2 notendaskilin jafn aðlaðandi
og þau eru. Aðdáendut' DOSins
þurfa ekki að örvænta, því 32 bita
forritunarumhverfið mun líka verða
til í DOS útgáfunni af Windows, en
ekki fyrr en 1993. Sú útgáfa mun
þurfa a.m.k. 80386 örgjörva.
Microsoft lærir af reynslunni
Windows NT er talandi dæmi um
það, að Microsoft hefur lært af
reynslunni frá OS/2. Það er hægt
að biðja menn að skipta úr einu
umhverfi í annað, eins og frá DOS
yfir í Windows. En að ætla að koma
svo nokkrum árum seinna og segja
að nú sé Presentation Manager rétta
umhverfið, er óraunhæft. IBM er
búið að átta sig á þessu með því að
gefa notendum kost á að keyra DOS
forrit og 16 bita Windows forrit í
OS/2 2.0. Windows NT verður að
gera slíkt hið sama.
IBM hefur forskot á Windows NT.
Bæði hefur OS/2 2.0 slitið barns-
skónum og er í vaxandi mæli farið
að ná athygli notenda. Spurningin
er hvort það forskot nægir eða hvort
vinsældir Windows 3.0 og Windows
3.1 verði til þess að NT verði ofan
á. Kannski verða bæði kerfin til
þess að UNIX hverfi. Hver veit?
Lokaspurningin er: Hvað verður
um DOSið? Nær Windows NT að
velta því úr hásætinu þar sem það
hefur ríkt og stjórnað undanfarinn
áratug. —mgn
TOLVUVERK hefur
fengið umboð fyrir
^ Motorola RlSC-tölv-
J*°I l—jV ur á íslandi, en um
er að ræða fjölnot-
enda UNIX-tölvur, sem eru byggðar
á 88000 RlSC-örgjörvanum og af-
kasta frá 38 til 132+ MIPS. Moto-
rola hefur lengi framleitt örgjörva,
sem m.a. hafa verið notaðir af Apple
Machintosh og HP.
Tölvuverk mun eiga náið samstarf
við Boðeind um lausnir í uppsetn-
ingu netkerfa, sem innihalda bæði
UNIX- og PC-tölvur.
Fyrirtækin halda kynningu dag-
ana 11. og 12. maí nk. á UNIX- og
PC-lausnum í húsakynnum Boðeind-
ar á Austurströnd og kynna m.a.
RlSC-vél frá Motorola ásamt UNIX-
og PC-hugbúnaði, s.s. Xwindows
skjáhermi fyrir MS-Windows og
MS-DOS, ásamt hugbúnaði frá
Esker, sem gerir UNIX-vél kleift
að hafa aðgang að prenturum tengd-
um PC-vélum.
OLIKT PC-markaðn-
um hefur fátt verið
. um Macintosh eftir-
hermur. Þar kann þó
' " : : ; :—a ag verða breyting á,
því á markað eru væntanlegar tölvur
frá NuTek og einnig hefur Quorum
sent frá sér hugbúnað sem gerir
kleift að keyra Makkaforrit í UNIX
á RlSC-örgjörva. Ýmis fyrirtæki
hafa lýst því að þau muni vinna með
Quorum, þeirra helst Sun-tölvufyrir-
tækið, Silicon Graphics og hugbún-
aðarfyrirtækin Quark og Aldus.
//
Vaskurinn
U
„Vaskurinn" er forrit sem heldur utanum viröisaukaskatt, skráir
kostnaðarliði og veltu fyrirtækja og einstaklinga með rekstur.
Forritið prentar út reikninga og geymir vöruskrá, nöfn
viðskiptamanna og viðskipti þeirra yfir árið.
a Uatkurlnn * s
*B*j
MðskipUmenn Prenta reikninga
VSrur Prenta vask-yfirlit
KostnaDarliOir Slxákostnað Skrá tekjur Prenta reikningalista Prenta nafnalista
Sýna VASK-tölur Sýna reikninga
Sýna kostnaDarliði Sýna viðskiptamenn
Áramót Upplýsingar um fyrirtældð
SmtllKi limma 111 >51«ia I vi&omandl *ígeiJ
^■■■^^w■^■Bg^^aB■■B■B^H■■
Með Vaskinum er að prenta
út reikninga, auk þess sem
færa má inn sölutölur (t.d.
eftir kassauppgjöri), en sá
möguleiki kemur sér sérstak-
lega vel fyrir þá sem nota t.d.
handskrifaðar nótur eða eru
með löggilta sölukassa.
Auk virðisaukaskattsskýrslu er
hægt að prenta út nafnalista og
lista yfir allar reikninga raðaða
eftir viðskiptamönnum.
Mögulegt er að skoða veltu og
virðisaukaskatt hvers tímabils
fyrir sig (hvert tímabil er tveir
mánuðir), ásamt því að sjá
hverning kostnaður skiptist á
hina ýmsu kostnaðarliði.
mTTTTTTli 11 TKÞ IT hTTTfffí
Útskrift rtíkninga
Vikmttvr:
Haimilltf.:
Páltitil:
Kennitalt:
ryidi
(NSr relknlngur) ___
(Ulðtklptnmenn) ( Uörulistl ) |T^I
( Rellcno ) (Prento relknlng)
Samtal*:
Afalittur:
Upph. rtitnlns:
255P.Q
25.Q.Q.____
/TUOO . .
4426
Komdu og skoðaðu Vaskinn... hann kostaraðeins 7.500,- kr.
Apple-umboðið
Skipholti 21, sími (91) 624 800