Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 2

Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 Símag'abb í nafni Morgunblaðsins Málið hefur verið kært til lögreglu EINHVERJIR óprúttnir náungar gerðu það að leik sínum á mið- vikudagskvöldið að hringja í fólk og bjóða því að vera með í lukku- potti Morgunblaðsins vegna úrslitaleiks FH og Selfoss á Islands- mótinu í handknattleik karla. Morgunblaðið var ekki með lukku- pott vegna þessa leiks og hefur málið verið kært til Rannsóknar- lögreglu ríkisins. ið Toyota bifreið og að blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins ætluðu að hitta hann daginn eftir og afhenda honum bifreiðina. Drengurinn, sem er aðeins átta ára gamall, var að vonum ánægð- ur og spenntur en vonbrigðin urðu þeim mun meiri þegar í ljós kom að þetta var illkvittinn leikur ein- hverra óprúttinna manna sem eru Morgunblaðinu og viðkomandi bif- reiðaumboði óviðkomandi. Karl- maður hringdi heim til drengsins á fimmtudagsmorguninn og sagði að um gabb hefði verið að ræða. Morgunblaðið hefur kært þetta athæfi til Rannsóknarlögreglunn- ar og biður fólk að vara sig á til- boðum sem þessu. Morgunblaðið var ekki með lukkupott vegna leiksins, en hefði svo verið hefði verið sagt frá þvi á síðum blaðs- ins. Ef einhveijir geta veitt upplýs- ingar um þetta mál og gætu leitt til þess að þeir sem að gabbinu stóðu fyndust, eru þeir beðnir að hafa samband við íþróttadeild Morgunblaðsins í síma 91-691100 eða Rannsóknarlögreglu ríkisins. Margir höfðu samband við íþróttadeild Morgunblaðsins í gær til að athuga hvenær sækja mætti vinningana. Málavextir eru þeir að á miðvikudagskvöldið, á meðan umræddur leikur fór fram, hringdi kvenmaður sem sagðist vera að vinna fyrir íþróttadeild Morgun- blaðsins og bauð fólki að taka þátt í lukkupotti vegna úrslita- leiksins. Síðar um kvöldið, þegar leiknum var lokið, var hringt í að minnsta kosti einn ungan dreng og honum sagt að hann hefði unn- > * Utreikningar FIB: Kostar 343- 705 þús. á ári að eiga og reka bíl Morgunblaðið/Sverrir Hreinsuðu veggjakrotíð Hópur nemenda úr Seljaskóla tók sig saman í gær og hreinsaði veggjakrot af verzlunarmiðstöð við Kleifarsel. Ofbauð unglingunum sóðaskapurinn sem krotinu fylgdi. Vegagerð ríkisins: Bundið slit- lag lagt á 130 km í sumar LAGT verður bundið slitlag á tæplega 130 kílómetra af þjóð- vegum landins í sumar, að sögn Jóns Birgis Jónssonar, forstjóra framkvæmdadeildar Vegagerðar ríkisins. Á síðasta sumri var lagt slitlag á um það bil 100 kílómetra. Stærsta verkefni vegagerðarinn- ar er gerð jarðganganna á Vest- fjörðum en stærsta nýja verkefnið sem byijað verður á á þessu ári er tenging Breiðholtsbrautar við Suðurlandsveg með brú yfir Elliða- ár. Lokið verður endurbótum á Ölfus- árbrú og ný brú yfír Markarfljót tengd hringveginum. Sjá nánar á bls D/ll -----♦ ♦ ♦---- Laxeldisstöð- in íslax seld Kirkjubæ. Laxeldisstöðin íslax á Naut- eyri var seld á opinberu uppboði í gær. Hún var slegin þremur bændum í Nauteyrarhreppi fyrir 2,5 milljónir. Kaupendurnir eru oddviti Naut- eyrarhrepps, Ástþór Ágústsson í Múla, Reynir Stefánsson bóndi í Hafnardal og Snævar Guðmunds- son bóndi á Melgraseyri. Jens í Kaldalóni. ÁRLEGUR kostnaður við að eiga og reka fólksbifreið í al- gengum verðflokki er frá 343 þúsund krónum til tæpra 705 þúsund króna, samkvæmt nýj- um útreikningum sem Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda hefur gert og styðjast við reiknireglur sem þróaðar hafa verið á Norðurlöndunum. Útflutningur SH1991 85.000 tonn að verðmæti 18,3 milljarðar króna Framleiðsluverðmæti útgerðarfélags Akureyringa 2,2 milljarðar króna Heildarframleiðsla frystihúsa og frystiskipa sem fela Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sölu á sjávarafurðum sínum nam 85 þúsund tonnum árið 1991 sem er 2,5% minna magn en árið 1990. Af einstökum fram- leiðendum innan SH var Útgerðarfélag Akureyringa hf. efst I fram- leiðslu með 9.000 tonn að verðmæti 2.199 milljóna króna miðað við útborgunarverð. Næst í röðinni kom Grandi hf. með 10.000 tonn að verðmæti 1.789 milljóna króna. Verðmætamunurinn Iiggur í samsetn- ingu afla. í útreikningunum er miðað við nýja bíla, árgerð 1992. Um er að ræða þijá verðflokka; 800 þúsund, 1 milljón og 1,5 milljónir króna. Utreikningar í hveijum flokki mið- ast við 15-30 þúsund km akstur ,á ári og að bíllinn sé seldur 3-5 ára gamall. í útreikningunum er tekið mið af bensínnotkun, viðhaldi, skött- um, tryggingum, verðmætatapi og fjármagnskostnaði. Auk útgjalda vegna notkunar vegur verðmæta- rýrnun þyngst í niðurstöðunni. Sjá nánar bls. D/10 Samkvæmt samstæðureikningi námu rekstrartekjur félagsins 16,5 milljörðum króna á móti 17,3 millj- örðum árið áður og hafa því dregist saman um tæp 5%. Afkoma SH hér- lendis var jákvæð í fyrra um 60 millj- ónir króna á móti tæpum 144 millj. kr. árið áður og svarar.það til 0,3.4% af útflutningsverðmætum. Heildar- hagnaður SH samkvæmt samstæðu- reikningi, þegar afkoma erlendra dótturfyrirtækja er tekin með, nemur 166 millj. kr. á móti'302 millj. kr. árið áður. Heildarútflutningur frystra sjáv- arafurða árið 1991 frá íslandi var 194.000 tonn að verðmæti 44 millj- arða íslenskra króna reiknað á fob- verði. Þar af nam útflutningur SH 85.000 tonnum að verðmæti 18,3 milljarða eða 42% alls útflutnings á frystum sjávarvörum. Þetta er 9,4% samdráttur í magni milli ára, en 4% aukning í verðmæti fyrir sama tíma- bil. Reiknað í cif-verðmæti nam út- flutningur Sölumiðstöðvarinnar 19,8 milljörðum króna árið 1991. í fyrra seldi Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum 32.600 tonn að verðmæti 170 milljónir doll- ara. Þar er um verulegan samdrátt að ræða milli ára eða um 24% í magni og 13% í verðmætum. Skiptir þar mestu samdráttur í flakasölu, en sala verksmiðjuframleiddrar vöru var 6% minni að magni en 10% meiri í verðmætum en árið áður. Coldwat- er skilaði 740 þúsund dollara hagn- aði í fyrra eftir skatta á móti 1,8 milljón dollara hagnaði árið áður. Sala Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby á sl. ári nam 46 millj- ónum punda fyrir 18.300 tonn, sem er samdráttur upp á tæp 3% í magni og aukning um rúm 4% í verðmæt- um. Hagnaður af IFPL nam um 370 þúsundum púnda, en sú jákvæða þróun sem hófst í rekstri árið 1989 hélt áfram sl. ár, þrátt fyrir mjög slæmt efnahagsástand í Bretlandi. Sjá nánar á miðopnu. -----♦ ♦ ♦---- Blaðamenn undirrita samninga Kjarasamningur var undirrit- aður í gærkvöldi milli Blaðamann- afélags Islands og Félags íslenska prentiðnaðarins fyrir hönd útgef- enda Morgunblaðsins og DV. Samningurinn er gerður á grund- velli miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara. Auk þess eru í honum ákvæði um vaktavinnu og bókanir fylgja um seratriði, svo sem lífeyrismál. Gert er ráð fyrir að kjarasamning- ar blaðamanng, verði bornir undir atkvæði um miðja næstu viku en enn er ósainið við aðra samningsaðila Blaðamannafélagsins. Mímir Reynisson átti hugmyndina að Louis-tölvuhugbúnaðinum: Fékk hugmyndina þegar ég ætl- aði að endurbæta bókhaldsforrit „ÉG FÉKK hugmyndina að Louis þegar ég var að vinna við bók- haldsforrit, sem notað var í fyrirtæki pabba. Forritið var mjög þungt í vöfum og ég ætlaði að reyna að bæta úr því. Þá kviknaði frumhugmyndin að Louis, sem hefur síðan verið þróuð áfram. Af bókhaldsforritinu er það að segja, að vinna við það gleymdist og það er enn jafn þungt í vöfum,“ sagði Mímir Reynisson, tvítugur tölvuáhugamaður, i samtali við Morgunblaðið. Fyrir tveimur árum fékk hann hugmynd, sem nú er talið að geti valdið tölvubyltingu. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur nýr hugbúnað- ur verið þróaður af íslenska fyrir- tækinu Softis hf., eftir hugmynd Mímis. Hugbúnaður þessi auðveld- ar mjög tölvuforritun. Hann er talinn geta valdið byltingu í tölvu- heiminum og skilað fyrirtækinu veltu upp á milljarða króna á næstu árum. Morgunblaðið náði í gær tali af Mími, sem býr um þessar mundir í Hollandi. Hann sagði, að tölvu- áhugann mætti rekja til þess er hann var sex ára, en þá hóf faðir hans, Reynir Hugason, viðskipti með tölvur. „Ég fékk fljótlega mína eigin tölvu, en ég var aldrei sáttur við tölvuleiki eftir annarra forritun, heldur bjó til mína eigin,“ sagði Mímir. „Ég gerði samt ekk- ert af alvöru fyrr en ég var tólf ára, en þá þýddi ég kerfí yfir á íslensku." Mímir sagði, að eftir að hann byijaði að vinna við bókhaldsforrit föður síns, til að endurskrifa það svo það yrði léttara í notkun, hefði hugmyndin að Louis smám saman fæðst. „Þessu laust ekki allt í einu niður í huga mér, heldur kom þetta smátt og smátt. Og í stað þess að bókhaldskerfinu væri breytt, þá var farið að þróa Louis. Ég gerði Mímir Reynisson. hlé á menntaskólanáminu, því ég varð að velja á milli þess og vinn- unnar við tölvuna. Ég hugsaði aldrei um þetta sem söluvöru, held- ur áhugaverða leið til að leysa vandamál. Besti kostur Louis er, að hægt er að flytja vinnsluforritið milli stýrikerfa. Það hafa margir lagt hönd á plóginn við þessa þró- un.“ Mímir, sem verður tvítugur á sunnudag, sagðist hafa hug á að Ijúka menntaskólanámi, eða taka inntökupróf í hollenskan háskóla. „Ég veit ekki hvaða nám ég legg fyrir mig, en ætli ég endi ekki í tölvunni," sagði hann. Mímir sagði að lokum, að honum þætti skondið til þess að hugsa, hvað hugmynd hans um Louis- hugbúnaðinn væri nú orðin að stóru máli. „Skondnast af öllu er auðvitað, að bókhaldsforritið var aldrei lagað. En það er gott fyrir alla ef vel tekst til með Louis.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.