Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
19
Sigrún og Selma í tón
leikaferð til Litháen
ÞÆR Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðluleikari og Selma Guð-
mundsdóttir píanóleikari
verða á tónleikaferð um Lithá-
en dagana 11.-17. maí nk.
Þær munu halda þar 5 tón-
leika m.a. i borgunum Kaunas
og Klaipeda og auk þess í
höfuðborginni Vilnius. Ferðin
er skipulögð af Fílharmóníu-
hljómsveitinni í Vilníus og í
boði þarlendra aðila.
Sigrún hefur nýlokið þátttöku
í alþjóðlegri fiðlukeppni í Nýja-
Sjálandi þar sem hún vann til
verðlauna.
Hjá þeim Sigrúnu og Selmu
eru annasamir tímar framundan.
Að þessari tónleikaferð lokinni
mun Sigrún halda til Tékkósló-
vakíu þar sem hún mun leika
einleik með hljómsveit en Selma
mun koma fram á Listahátíð í
Bergen ásamt Reykjavíkurkvart-
ettinum. Þær munu síðan halda
saman tónleika í Glasgow 11.
júní og Sigrún auk þess leika
fiðlukonsert eftir Leif Þórarins-
son með Skosku BBC-Sinfóníu-
hljómsveitinni.
Sigrún Eðvaldsdóttir
Selma Guðmundsdóttir
Broddur til sölu
í Kolaportinu
SAFNAÐARKONUR í Hrepphóla-
sókn munu selja brodd og kökur á
laugardaginn til fjáröflunar fyrir Sig-
ríði Grétarsdóttur í Miðfelli, sem er
á förum til Bandaríkjanna vegna
nýrnaflutninga og Önnu Mary Snor-
radóttur í Syðra-Langholti, sem bíð-
ur á Bromton-sjúkrahúsinu í London
eftir skiptum á hjarta og lungum.
Þær selja broddinn og kökurnar í
Kolaportinu á laugardag.
-----♦ ♦ ♦---
Ingunn Eydal sýn-
ir í Hafnarborg
Ingunn Eydal hefur undanfarið sýnt
málverk í Hafnarborg. Um helgina
eru síðustu sýningardagarnir, en
sýningin verður opin frá kiukkan 12
til 18 til ll.maí.
Píanótónleik-
ar í Lista-
safni íslands
BETH Levin heldur píanótón-
leika í Listasafni íslands föstu-
daginn 8. maí kl. 20.30. Á efnis-
skránni eru fantasía í d-moll, K
397 eftir Miozart, sónata nr. 31 í
As-dúr, op. 110 eftir Beethoven,
Ondine eftir Ravel og Kreisleri-
ana op. 16 eftir Schumann.
Beth Levin er búsett og starfandi
í New York. Tólf ára gömul lék hún
einleik með Fíladelfíuhljómsveitinni
og stuttu seinna var hún valin, einn
þriggja nemenda, til að læra hjá
Rudolph Serkin við The Curtis Inst-
itute. Hún vann til verðlauna í al-
þjóðlegu píanókeppninni í Leeds
árið 1978. Hún hefur leikið einleik
með ljölda bandarískra sinfóníu-
hljómsveita og komið fram á tónlist-
arhátíðum þar vestra svo sem á
Marlboro, Casals, Harvard, Am-
herst og Blue Hill hátíðunum og
leikið inn á hljómplötur fyrir Col-
umbia Masterworks.
—....♦■■■■♦ ♦---
Málþing um trú
og siðferði
RANNSÓKNARSTOFNUN í sið-
fræði stendur fyrir málþingi um
siðfræði og trú laugardaginn 9.
maí nk. í Odda, stofu 101. Þingið
hefst kl. 14.
Á málþinginu verður fjallað um
lífsstefnu nútímafólks í ljósi vest-
rænnar skynsemishyggju, kristin-
dóms og annarra trúarhugmynda
sem teflt er fram í samtlmanum.
Þar fjallar dr. Sigutjón Eyjólfsson
um kristna trú og afhelgun verald-
arinnar, Salvör Nordal um heimspeki
stóumanna, Róbert Haraldsson um
lífsskoðun fjölhyggjumanns og
Jörundur Guðmundsson flytur erindi
um leit fólks að lífsviðhorfi. Fundar-
stjórar á málþinginu verða Björn
Björnsson og Páll Skúlason.
Málþingið er öllum opið.
(Fréttatilkynning)
Kristinn H. Árnason gitarleikari.
VORDAGAR í
BITAT - HUSINU
1ENGINN
ÆTTIAE
TÆKFÆR
SAAF!
BIANCA MATAR- OG KAFFISTELL:
Dæmi: Bolli kr. 245.-, undirskál kr. 195.-
súpudiskur kr. 195.-, matardiskur kr. 295.-
NICKY FELLISTOLL (járnstóll): 3 litir,
kr. 995.-
AFRICA LEIKSTJÓRASTÓLL: Kr. 2.995.
DECK SÓLSTÓLL, 4 litir: Kr. 2.895.-
COVENT GARDEN RUM ( m. springdýnu ) : Kr. 23.900.
0KEYPIS BÍLASTÆÐI!
Við greiðum 2ja klukku-
stunda bílageymslu á
Bergstöðum, á horni
Skólavörðustígs og Berg-
staðastrætis, fyrir þá sem
versla í HABITAT.
habitat
LAUGAVEGI13 - SIMI (91) 625870
Opii virka daga (rá
kl. 10.00 til 18.00
Opið á laugardaginn frá
kl. 11.00 til 15.00
Verið velkomin!