Morgunblaðið - 08.05.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.05.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 23 fcj JÖFUR NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 Afganistan: Skilmálum Hekmaty- ars hafnað Kabúl. Reuter. AHMAD Shah Masood, varnar- málaráðherra í nýskipaðri ríkis- stjórn Afganistans, hafnaði í gær friðarskilmálum Gulbuddins Hek- matyars leiðtoga skæruliða. Hek- matyar setti sem skilyrði fyrir friðarsamkomulagi að Uzbekar og Tadzhíkar í uppreisnarhernum í Kabúl yrðu fluttir á brott frá borg- inni. Masood sagði að Hekmatyar hefði ekki lengur burði til að ógna lífi og limum borgarbúa. Massod, sem sjálfur er Tadzhíki, sagði að her fyrrverandi ríkisstjórnar og uppreisnarherinn ættu þakkir skilið fyrir að ganga til liðs við muja- hideen-skæruliða í baráttu þeirra við að koma ríkisstjórn Najubullah, fyrr- verandi forseta landsins, frá völdum. „Það er undarlegt að Hekmatyar skuli hafna þeim öflum sem áttu þátt í að hrekja Kabúl-stjórnina frá völdum og styðja fremur þá sem stóðu fyrir utan það og bera enn hugsjónir kommúnismans í bijósti sér,“ sagði Masood. Skálafell sf. DRAUPNtSGÖTU 4 AKUREYRI • SÍMI22255 BIFREIÐAVERKSTÆÐI VESTMANNAEYJA HF. FLÖTUM 27 • VESTMANNA- EYJUM • SÍM112782 Það verður glæsileg bflalest sem lieldur úr bænum um helgina. Fremstur og alls staðar í sérllokki fer Chcrokee, jeppi og glæsivagn. Fast á ltæla hans konta hinir lipru og kraftmiklu bræður, Peugeot 405, sern er búinn öllum þægindum og öryggi fyrir eldb'nu umferðarinnar og Peugeot 106, S|)ameytni bfllinn með stóru kostina. Síðast en ekki síst skal telja hina rúmgóðu Skoda Favorit og Skoda Fonnan, kraftinikla bfla sem fara vel á vegi. Komdu við hjá Skálafelli sf., Draupnisgötu 4, Akureyri, (opið laugardag og sunnudag kl. 13-17) eða hjá Bifreiðaverkstæði Vestmannaeyja, Flötum 27, (opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17) um helgina. l>ar finnur þú örugglega bfl við þitt hæfi. Reuter Krefjast afsagnar forsætisráðherrans Yfir 150 þúsund manns hundsuðu fyrirmæli tælensku herforingjastjórnarinnar og tóku þátt í mótmælum gegn stjórninni í Bangkok í gær. Myndin var tekin við þinghúsið sem þúsundir lögreglumanna umkringdu til þess að hindra að ráðist yrði þar inn. Mótmælendur lýsti stuðningi við Chamlong Srimuand leiðtoga stjórnarandstöðunnar og krafðist afsagnar nýs forsætisráðherra landsins, herforingjans Suchinda Kraprayoon. Milosevic, forseti Serbíu: Serbar eiga að hluta til sök á átökunum Helsinki. Reuter. SLOBODAN Milosevic, forseti Serbíu, sagði í gær að Serbar ættu að hluta til sök á átökunum í Bosníu-Herzegóvinu. Hann hvatti múslinia, Króata og Serba til að virða vopnahlé sem komið hefur verið á í lýðveldinu, en stríðsátökin þar hafa kostað um 400 manns lífið. Milosevic vísaði því á bug að Serb- ar hefðu hrundið átökunum í Bosníu af stað en sagði að líklegt mætti telja að Serhar hefðu farið frá serb- neska lýðveldinu til Bosníu til að taka þátt í átökunum. Hann hét því að komið hefði verið í veg fyrir slíka liðsflutninga frá Serbíu. Neyðarfundi embættismanna- nefndar Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, um hvernig binda eigi enda á átökin í Bosníu-Herzegóvínu, var frestað í gær í Helsinki nokkrum mínútum eftir að hann hófst. Ástæðan var ósætti um þátttöku júgóslavnesku nefndarinnar á fundinum. Fulltrúar Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna: Aðildarríki Evrópubandalagsins sam- ræma afstöðu sína fyrir Ríó-ráðstefnuna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins leggur þessa dagana hart að aðildarríkjum bandalagsins að samræma innbyrðis afstöðu ríkjanna fyrir umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Rio de Janeiro 3. júní. Framkvæmdastjórnin leggur til að tekinn verði upp sérstakur skatt- ur á eldsneyti sem svari til rúmlega sex hundruð íslenskra króna á hveija olíutunnu um næstu alda- mót. Aðildarríkin hafa lýst yfir stuðningi við markmið tillögunnar en eru ófús að taka ákvörðun á meðan ljóst er að hvorki Japanir né Bandaríkjamenn eru tilbúnir í sambærilegar aðgerðir. Innan EB er þegar samþykkt fyrir því að út- blástursmengun í bandalagsríkjun- um verði sú sama árið 2000 og hún var árið 1990. Framkvæmdastjórnin vill og að aðildarríkin lýsi yfir stuðningi við tillögu Brasilíu og Argentínu um sérstakan olíuskatt, einn banda- ríkjadal á hveija tunnu, sem notað- ur yrði til að stuðla að orkuspar- andi aðgerðum í þróunarríkjum. Innan EB eru skiptar skoðanir um þessar tillögur og að sama skapi eru aðildarríkin ófús að koma til móts við hugmyndir framkvæmda- stjórnarinnar um að ná langtíma- markmiðum Sameinuðu þjóðanna í þróunaraðstoð, 0,7% af þjóðartekj- um, fyrir næstu aldamót. Einungis Hollendingar, Danir og Frakkar hafa náð þessu markmiði nú þegar. Að jafnaði eru framlög EB-ríkjanna 0,43% af þjóðartekjum en saman- lögð framlög Evrópubandalagsins eru um það bil helmingur allra styrkja sem veittir eru þróunarríkj- um í heiminum. Framlög Islendinga til þróunaraðstoðar eru nálægt 0,06% af þjóðartekjum eða innan við 10% af settu markmiði Samein- Bandaríkjanna hafa lagt til að full- trúar Serba verði útilokaðir frá fund- um embættismannaefndarinnar þar til almennt samkomulag hefur tekist um þátttöku þeirra. uðu þjóðanna. Carlo Ripa di Meana sem fer með umhverfis- og þróunarmál inn- an framkvæmdastjórnarinnar hefur vísað málamiðlun Sameinuðu þjóð- anna, sem leggja á fyrir ráðstefn- una í Ríó, á bug með þeim orðum að hún sé útþynningur til að þókn- ast Bandaríkjamönnum og ekki lík- leg til annars en að stuðla að átök- um á milli norður- og suður-þjóða á ráðstefnunni. Florídabúar ekki upp- vægir yfir afrekum Columbusar Florída. Frá Atla Steinarssyni, frétt- aritara Morgunbladsins. ÞO þess sé nú víða minnst að Columbus hafi fundið Amer- íku fyrir 500 árum halda Floridabúar ró sinni fullkom- lega. Eitt atriði hátiðahald- anna af mörgum, sem gefa átti „peninga í kassann" var að Florídabúum var gefinn kostur á að kaupa sérstakar bílnúmeraplötur fyrir 15 doll- ara eða um 900 krónur. Á bílnúmeraplötunni er Florída kallað „Fimm alda ríkið“ en í Florída stigu Spánveijar fyrst á land sem nú er banda- rískt , þó Columbus sjálfur stigi aldrei fæti á meginland Banda- ríkjanna. Aðeins 2000 bílnúmeraplötur hafa selst. Til samanburðar hafa yfir 100 þúsund bílnúmeraplötur selst í fjáröflun til að forða út- rýmingu sækúa og 20 þúsund plötur til að afla fjár í friðunar- sjóð pardusdýra í Florída. Ágóðanum af plötunum verð- ur varið til að standa undir kostnaði við menningarleg há- tíðahöld til að minnast afreka Columbusar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.