Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
31
Afmæliskveðja:
Hulda Gunnarsdóttir
Á merkisdegi í lifi kærrar frænku
minnar, horfir hugnrinn aftur um
farinn veg og skilur glöggt, að „ævin
manns hratt fram hleypur, hafandi
enga bið“. En mikil er miskunn
Guðs yfir þessum óðfluga dögum og
margan velgjörning þiggur mann-
eskjan af hendi gjafarans góða allra
hluta.
Hulda Dagmar, móðursystir mín,
fæddist á björtu vori í Reykjavík
hinn 8. maí 1912 og voru foreldrar
hennar Guðbjörg Kristófersdóttir,
ökumanns í Reykjavík Bárðarsonar
á Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi
og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur
frá Uppsölum í Hásahreppi í Borgar-
firði, og Gunnar Ólafsson, bifreiðar-
stjóri í Reykjavík, Ásbjarnarsonar
frá Innri-Njarðvík og konu hans,
Vigdísar Ketilsdóttur frá Kotvogi í
Höfnum.
Elstu Reykvikingar muna eftir
foreldrum Huldu, því að Guðbjörg
vann í Henningsens-verslun í Aust-
urstræti, en Gunnar var nætur-
iæknabílstjóri um áratugi.
Hulda ber hinu besta í ættum sín-
um glöggt og fagurt vitni, svo greind
og glöð sem hún er, dugleg, trygg
og vinföst, höfðingi í lund og þar
eftir rausnarleg. Vinhlý samskipti
okkar frá því ég var lítill drengur
hafa jafnan verið mér gleði- og þakk-
arefni.
Móðir hennar fluttist búferlum til
Danmerkur og gekk síðar að eiga
Carl Christinsen, módelsnikkara í
Kaupmannahöfn. Hún ólst því upp
hjá móðurforeldrum sínum á Berg-
þórugötu 16. Þegar þau féllu frá,
gekk móðursystir hennar, Jónína
Kristófersdóttir, Huldu í móðurstað.
Áttu þær Nína heimili saman ávallt
síðan og var mjög kært með þeim.
Bróðir Huldu að móðurinni er
Róbert Jörval, iðnrekandi í Hellerup
í Danmörku., Systkini hennar að
föðurnum eru fimm: Jóhanna, lést
árið 1985, Ingibjörg, Ragnheiður,
Elísabet og Ólafur.
Á morgni aldarinnar, sem nú fer
senn að kveðja, fóru að flytjast tii
íslands hægindasófar á hjólum,
auknir aflvél, og lögðu einhverjir til
að kallaðir yrðu sjálfrennireiðar.
Þessar kerrur runnu mjúkt og liðlega
um vegina, eins og segir í samtíma-
heimild, og létu vel að stjórn. Þeir,
sem fyrstir urðu til þess hériendis
og stýra slíkum undratækjum, nutu
virðingar og veraldargengis, enda
þótti síst á allra færi að gangast
undir svo viðurhlutamikla nýlundu.
Frænka mín varð ein fyrst kvenna
á landi hér til þess að aka bifreið,
fékk strax í upphafi ólæknandi bíla-
dellu, sem enn býr að (þótt Hulda
sé, eins og allir góðir bílstjórar, dauð-
hrædd í bíl með öðrum), og var ekki
nema 17 ára, þegar hún var orðin
fullnuma í iistinni undir öruggri
handleiðslu föður síns. Þó dróst að
vísu nokkuð, að hún fengi sveins-
bréfið, því að meistarinn harðneitaði
að gefa henni það. Hann var sann-
færður um að kvenmenn hefðu ekki
burði og varla heldur sálargáfur til
þess að keyra bíl og hélt fast við
þá skoðun til æviloka.
Sem oftar fór hér sem fara hlaut.
Hulda réðist til starfa í Smjörlíkis-
gerðinni Svaninum. Forstjóri þar á
bæ var Hólmjárn Jósepsson Hólm-
járn, eiginmaður Vilborgar, föður-
systur hennar. Hólmjárn fór þess á
leit við Huldu, að hún tæki að sér
að dreifa smjörlíki í höndlanir bæj-
arins. í þessu skyni hafði Svanurinn
eignast dálítið tveggja-manna-far
með geymsiurými fyrir aftan sætin
tvö, undir skrásetningarnúmerinu
RE-966. Þessi málaleitan Hólmjárns
fékk ágætar undirtektir hjá Huldu,
og er þá mjög vægt til orða tekið.
En þar eð handhafi ökuskírteinis
skyldi eigi vera yngri en tvítugur
og Hulda ekki nema nítján ára,
þurfti undanþágu lögregluyfirvalda.
Að henni fenginni var í skyndi leitað
til ökukennara, er útvegaði hið nauð-
synlega plagg eftirtölulaust.
Eftir þetta vann Hulda að smjör-
líkiskeyrslunni í þrjú ár. Og mikið
voru kaupmennirnir hrifnir af þess-
ari snaggaralegu og ábyggilegu lip-
urtá, sem þeyttist með smjörlíkis-
kassana inn fyrir diskinn hjá þeim
með bros á vör, í leðuijakka með
kaskeiti. Kunnugir höfðu fyrir satt,
að henni gengi sýnu betur að selja
vöruna en starfsbræðrum hennar og
keppinautum — og skyldi engan
undra.
Síðar gekk Hulda í þjónustu
Heildverslunar Ásbjarnar Ólafsson-
ar, föðurbróður síns, og gerði það
ekki endasleppt. Þar vann hún sam-
tals í 40 ár, lengi í stöðu verslunar-
stjóra. Að auki hafði hún að miklu
leyti veg og vanda af því óslitna
gestaboði, er áratugum saman stóð
á heimili Ásbjarnar á Grettisgötu
2. Sá mannfagnaður var af sumum
nefndur Hótel Jörð, með skírskotun
til kvæðis Tómasar Guðmundssonar,
þótt það bæri að vísu frá um hótei
þetta, samanborið við önnur hótel,
að þar var ekki óskað greiðslu fyrir
veittan beina.
Hulda er snilldarhúsfreyja og mik-
il listakona við matseld. Einfaldar
meginlínur þessarar göfugu og gleð-
iríku listar eru henni innbornar.
Frumstefið er ætíð kórrétt og kröft-
ugt og þess vegna verða tilbrigðin
óteljandi, án þess nokkurn tíma sé
brugðið út af reglunni, sem þögul
býr að baki hveiju viðviki og ríkir
yfir verkinu öllu, eins og í hverri
annarri sannri list. Það mundi aldrei
henda hana að bera á borð „tilbe-
hör“, sem ekki passaði við aðalrétt-
inn samkvæmt menningarlegum
smekk bragðlaukanna eða út frá
næringar- og fagurfræðilegu sjón-
armiði.
Gestrisni er óviðjafnanleg á heim-
ili hennar í húsinu nr. 11 við Gaut-
landí Reykjavík. Þetta prúða inni er
líkt og afl í sigurverki tímans, gætt
listaverkum, útsaumi hennar sjálfrar
og góðum bókum. Kyrrlát birta er
þar ríkjandi og kemur gestinum óð-
ara í hátíðaskap. Það er birtan frá
sál húsfreyjunnar.
Mér er í barnsminni að hafa horft
aðdáunaraugum á þessa fáguðu og
virðulegu frænku mína í óteljandi
skyldmennaboðum stórrar fjöl-
skyldu. Oft skartaði hún íslenskum
búningi, og það geislaði af henni
fínheitunum og háttvísinni.
Sé rétt, sem hermt er, að hver
sé sínum gjöfum líkur, þá á þetta
betur við Huldu en flesta aðra, sem
ég þekki. Daginn, sem ég þáði
prestsvígslu, fyrir bráðum 20 árum,
færði Hulda mér tvo gripi, sem dag-
lega fá mér ómældrar gleði. Þetta
er postulínseftirmynd af styttu hálf-
landa okkar, Bertils Thorvaldsens,
og sýnir Jóhannes guðspjallamann,
35 sentimetrar á hæð að stéttinni
meðtalinni, en á henni er silfurplata
með nöfnum okkar beggja. Myndinni
fylgdi hornhilla af gegnheilli eik,
útskorin fagurlegu skreyti, smíðis-
gripur Carls Christinsens. Háleit
köllun fjórða guðspjallamannsins
speglast í höggmyndinni, hann horf-
ir upp og fram, haldandi á bókfelli
á flötum vinstri lófa, en hægri hönd-
in er yfir bókinni, líkt og hann hafi
í andránni á undan fylgt línu í text-
anum með vísifingri. Nú er hann að
hugleiða það, sem hann las. Við
fætur postulans situr attribút hans,
örninn, sem flýgur fugla hæst. Þessi
stytta er meðal fyrstu verka Postul-
ínsverksmiðju Bing og Gröndahls í
Kaupmannahöfn og því gömul orðin,
sjaldfengin og dýrmæt.
Flestum er ekkert eðlilegra en að
auðsýna barni ástúð. En stundum
vilja þeir kærleikar fyrnast, þegar
ungviðið vex úr grasi og fundum
fækkar. Ég vil þakka elskulegri
frænku minni sérstaklega fyrir það,
að hjá okkur hefur þessu verið öfugt
varið: kynni okkar hafa orðið enn
nánari í seinni tíð.
Við Ágústa flytjum henni okkar
bestu afmæliskveðjur.
Gunnar Björnsson.
Oskar Kr. Júlíusson
á Kóngsstöðum 100
ára — Afmæliskveðja
í dag 8. maí er Óskar á Kóngs-
stöðum 100 ára. Á 95 ára afmæli
sínu sagði hann í viðtali í blaðinu
Degi á Akureyri: „Þetta er nú eng-
inn aldur og ég hefði viljað lifa
ævina öðru sinni. Því svo margt fag-
urt og gott gaf lífið mér og óend-
anlega margar hamingjustundir,
þótt á ýmsu hafi nú auðvitað geng-
ið.“
Þessi orð Óskars lýsa í raun af-
stöðu hans til lífsins. Jákvæð afstaða
til manna og málefna, umburðar-
lyndi, gamansemi og tilfinning fyrir
mannlegum samskiptum hafa ætíð
verið ríkur þáttur í fari hans. Á þess-
um tímamótum er fróðlegt fyrir okk-
ur yngra fólkið að líta til baka og
reyna að gera okkur í hugarlund í
hvernig umhverfi og við hvers konar
aðstæður Óskar hefur lifað og starf-
að þessi 100 ár.
Þetta tímabil er óneitanlega mesta
breytingaskeið íslandssögunnar frá
landnámsöld. Þær kynsióðir, sem lif-
að hafa þetta þróunarskeið, hafa
vissulega séð marga þá drauma
rætast, sem fyrir síðustu aldamót
voru draumsýnir einar. Fyrir alda-
mótin síðustu voru ekki aðrir vegir
um landið en götuslóðar, troðnir af
fótum hestanna sem voru einu sam-
göngutækin á landi. Ár og fljót voru
óbrúuð, bátar knúnir fram með árum'
eða seglum og híbýli manna voru
hlaðin úr torfi og grjóti. Þjóðin var
undir erlendum yfirráðum og landið
talið lítt búsældarlegt.
Inn í þetta umhverfi fæddist Ósk-
ar 8. maí, árið 1892 á Hverhóii í
Skíðadal og ólst þar upp til 17 ára
aldurs í lágreistum torfbæ. Hann
keypti jörðina síðan, 21 árs að aldri,
og-hóf búskap þar þremur árum síð-
ar ásamt konu sinni Snjólaugu Aðal-
steinsdóttur, sem fædd var 30. októ-
ber 1893. Árið 1925 fengu þau hjón-
in jörðina Kóngsstaði til ábúðar og
enn var búið í torfbæjum. Framfarir
í húsagerð voru mjög litlar á þessum
árum í sveitum landsins, en þrátt
fyrir það var árið 1926 byggt
tveggja hæða steinsteypt hús á
Kóngsstöðum og stendur það enn.
Þetta var eitt af fyrstu steinsteyptu
húsunum í dalnum, enda þá ekki
nema um 30 ár frá því að fyrstu
steinsteyptu húsin voru byggð á ís-
landi. Olík var aðstaðan þá og nú
til slíkra framkvæmda, til dæmis
þurfti Óskar að flytja alla möl í
steypuna á hestasleðum um veturinn
frá eyrunum niðri við ána og að sjálf-
sögðu var henni mokað með hand-
skóflum. Aðrir aðdrættirtil bygging-
arinnar, svo sem flutningur á timbri,
sementi og járni fóru fram á sama
hátt.
Framkvæmdaþrá og atorkusemi
aldamótakynslóðarinnar var mikil,
menn eygðu betri tíma og hrifust
af aldamótahvatningu framsýnna
manna. Framkvæmdagleðin hjá
Óskari var ekki eingöngu bundin við
rekstur búsins í Skíðadalnum, því
rúmlega tvítugur að aldri gerðist
hann vegaverkstjóri í Svarfaðardal
og víðar og gegndi því starfi í allt
að hálfa öld. I þessu_ starfi kom
glöggt fram hæfileiki Óskars til að
umgangast menn, stjórnun verk-
anna gekk jafnan áreynslulítið fyrir
sig og glaðværð og vinnugleði ein-
kenndu vinnuhópana. Á fyrri árum
vegagerðarinnar var hesturinn
nauðsynlegur við framkvæmdirnar
og var Óskar ætíð mikill hestamaður
og hafði unun af því að eiga góða
hesta.
Óskar hefur lifað tímana tvenna
á sínu 100 ára lífshlaupi, bæði hvað
varðar gífurlegar breytingar og
tækniframfarir, utan lands sem inn-
an, og einnig þá ólgu og eyðilegg-
ingu, sem fylgir styijöldum. Hann
naut þeirrar gleði og hughrifa með
samtíðarmönnum sínum, að vita ís-
land frjálst og fullvalda ríki.
Með vél- og tæknivæðingu hafa
á þessum hundrað árum orðið svo
stórstígar framfarir á flestum svið-
um sem snerta hið daglega líf
manna, að varla verður með orðum
lýst. Maðurinn, sem ólst upp í torfbæ
í stijábýlu landi norður undir heim-
skautsbaug, þar sem rafmagn, út-
varp og sími voru óþekkt fyrirbæri,
átti þess kost á áttræðisaldri að
fylgjast með í beinni útsendingu
sjónvarps, er fyrsta geimfarið með
menn innanborðs lenti á tunglinu.
Hann, sem naut þriggja vikna „opin-
berrar“ skólagöngu um ævina, fylg-
ist nú með afkomendum sínum
dvelja á skólabekk í einn til tvo ára-
tugi, ailt eftir áhugasviði hvers og
eins. Það er til merkis um að Óskar
er sáttur við sitt hlutskipti í lífinu
er hann segir í áðurnefndu blaðavið-
tali: „Ég veit svo sem ekki hvað ég
tæki fyrir ef ég fengi að lifa á ný.
Áður var fárra kosta völ fyrir fátæk-
an sveitadreng. Nú kannski of marg-
ar leiðirnar, sem erfitt er að velja
um.“ Óskar hefur alla tíð verið hrein-
lyndur og velviljaður maður og vel
virtur af samferðarmönnum sínum.
Slíkir mannkostir eru ómetanlegir.
Kæri afi; við þetta tækifæri vil
ég þakka þér fyrir ánægjulegar sam-
verustundir í gegnum tíðina og fyrir
hönd afkomenda þinna óska þér inni-
lega til hamingju á þessum merkis-
degi í lífi þínu.
Hittumst hressir.
Þinn nafni,
Óskar Valdimarsson,
Hafnarfirði.
I.O.O.F. 12 = 17358872 = L.F.
I.O.O.F. 1 = 17458872 = Lf.
Frá Guöspeki-
félaginu
Ingólfsstræti 22.
Áskriftarafmi
Ganglera er
38S73.
i kvöld kl. 21.00 lýkur vetrardag-
skrá Guðspekifélagsins með er-
indi Karls Sigurðssonar i húsi
félagsins, Ingólfsstræti 22.
Allir velkomnir.
Á laugardag verður aðalfundur
félagsins haldinn á sama stað
kl. 15.00. Á dagskrá verða venju-
leg aðalfundarstörf.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S. 11798 19533
Fuglaskoðunarferð FÍ
Laugardagur 9. mai
Kl. 10.00 Fuglaskoðunarferð á
Suðurnesjum.
í fylgd fróðra leiösögumanna
geta þátttakendur í þessari ferð
lært að þekkja fugla og um leið
fræöst um lifnaðarhætti þeirra
og kjörlendi. Leiðin liggur um
Álftanes, Hafnarfj., Miðnes og
Suðurnes.
Nú eru farfuglarnir óðum að
koma til sumardvalar á landinu.
Fuglaskoðun er gefandi tóm-
stundagaman fyrir unga sem
aldna og tengir þéttbýlisfólk
náttúru landsins. Þetta er kjörin
fjölskylduferð. Brottför frá Um-
feröarmiðstöðinni, austanmegin
og Mörkinni 6. Verð kr. 1500,
frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Fararstjórar: Gunnlaugur Pét-
ursson, Gunnlaugur Þráinsson
og Jóhann Óli Hilmarsson.
Ferðafélag íslands.
'lzffrniti fe*$
11ÚTIV9ST
Hallveigarstíg 1, sími 14606
Dagsferðir sunnud.
8. maí
Kl. 10.30 Fjallganga nr. 1:
Búrfell í Grímsnesi (536 m).
Kl. 10.30 Um Djúpagrafning að
Sogsbrú.
Ath.: Útivistardagur fjölskyld-
unnar, sem vera átti í Marardal,
fellur niður vegna snjóalaga og
fjallganga á Hengil verður
26. júlí. Sjáumst í Útivist.
Ungt fólk
(fðsa með hlutverk
YWAM - ísland
Fjölskyldunámskeið
með Eivind Fröen
Námskeiðið verður haldið í safn-
aðarheimili Seltjarnarnesskirkju
og hefst kl. 10.00 f.h. laugardag-
inn 9. maí. Þar mun norski fjöl-
skylduráðgjafinn Eivind Fröen
fjalla á lifandi og myndríkan hátt
um tjáskipti innan fjölskyldunn-
ar, mismunandi þarfir hjóna,
kynlíf og ást.
Námskeiðið samanstendur af
5-6 kennslustundum. Kaffi
framborið milli kennslustunda
og létt máltíð um hádegið.
Námskeiðsgjald kr. 1700 á
mann. Námskeið þessi hafa not-
ið mikilla vinsælda hér í
Reykjavík að undanförnu. Þetta
er gott tækifæri til að læra gagn-
lega hluti og bæta samskiptin á
heimilinu. Skráning i símum
611550 og 27460.
Námskeiðið er ölium opið.
S K R R
8. minningar-
mót um Harald
Pálsson,
skíðakappa
Skíðaráð minnir á tvíkeppni í
svigi og göngu næstkomandi
sunnudag, 10. maí, kl. 13.00 við
gamla Breiðabliksskálann í Blá-
fjöllum. Viggó Benediktsson,
mótsstjóri, biður allt skíðafólk
að mæta vel og stundvíslega.
Upplýsingar f síma 12371.
Ef veður verður óhagstætt kem-
ur tilkynning í Ríkisútvarpinu
kl. 10.00 á keppnisdaginn.
Skiðaráð Reykjavíkur.
SKFUK
Tkfuwi
Samvera fyrir fólk á öllum aldri
í kvöld í Suðurhólum 35. Bæna-
stund kl. 20.05, samveran hefst
kl. 20.30.
UNG Á NÝ; sérstök boösamvera
fyrir aðaldeildarfólk i KFUK og
KFUM. Vitnisburðir, tónlistar-
atriði, hugleiðing og kynning.
Kaffi eftir samveru. Skelltu þér
í Suðurhólana! Ungt fólk á öllum
aldri er velkomið.
IMámskeið - sjálfsþekking
Viltu láta ýta við þér?
Nýtt námskeið hefst fimmtudag-
inn 14. maí.
Upplýsingar í síma 77517 á
kvöldin og um helgar.