Morgunblaðið - 08.05.1992, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
Minning:
Ingþór Sigurbjörns
son málaram eistari
Það mun hafa verið um mitt ár
1981 að barið var að dyrum á
skrifstofu minni í háskólanum. Þar
var kominn Ingþór Sigurbjörnsson
málarameistari. Erindi hans var
að biðja mig að hjálpa sér að þýða
bréf á pólsku. Hann hafði þá
ákveðið að senda lítilræði til Pól-
lands og hafði utanáskrift barna-
deildar spítala í Lodz og yfirlæknis
hans. Sá læknir var kona, Renata
Rimler að nafni. Ingþór sendi börn-
unum á spítaladeild hennar fatnað
og ýmislegt góðgæti um tveggja
ára skeið. En það kom fijótt í ljós,
að örðugt var að koma sendingum
til skila til Lodz. Borgin er inni í
miðju landi. Oft komu kassamir
frá Ingþóri tómir í hendur Renötu
Rimler, eða þá að þeir voru troðn-
ir út af pappír og skítugum hand-
klæðum. Þegar þetta var, voru
herlög í gildi í Póllandi. Það varð
að ráði, að við beindum hjálpar-
starfi okkar annað. Ég komst í
tengsl við hjálparstofnun kaþólsku
kirkjunnar í Póllandi. Það var síðan
bundið fastmælum að við myndum
reyna að koma hjálpargögnum til
útibús hennar í borginni Olsztyn.
Sú borg er í suðaustur frá Gdansk,
í 135 km fjarlægð. Við sömdum
við Eimskipafélagið og Hafskip um
að fá að senda gáma héðan til
Gdansk, og tóku félögin á sig
kostnað við þetta. í Gdansk tók
pólska kirkjan við fatnaðinum í
samvinnu við pólsk yfirvöld. Þetta
starf hefur nú verið unnið í nær
10 ár. Ingþór hefur allan þennan
tíma lagt hart að sér að safna fatn-
aði og koma honum í gáma sem
Eimskipafélagið hefur svo flutt til
Gdansk. Síðastliðið ár sendi hann
14 fjörutíu feta gáma til Olsztyn.
Fólkið, sem tekur við fatnaðinum,
er honum mjög þakklátt.
Þegar Ingþór hafði unnið að
þessu í 8 ár, kom upp sú hugmynd
að Ingþór þyrfti að fá að heim-
sækja fólkið, sem unnið hefur að
þessu máli með honum í Olsztyn.
Fyrir atbeina Jóns Ögmundar Þor-
móðssonar deildarstjóra í stjórnar-
ráðinu varð af þessari ferð. í byij-
un september 1990 hittumst við
þrír á flugvellinum í Varsjá. Ingþór
og Jón Ögmundur komu að heim-
an, en ég var þar fyrir í landinu,
hafði farið viku fyrr. Frá Varsjá
ókum við til Olsztyn. Þar hittum
við að máli séra Bronislaw Sieki-
erski, forstjóra hjálparstofnunar
kaþólsku kirkjunnar þar í borg.
Ingþór hitti einnig að máli sam-
starfsfólk hans, og fylgdist hann
með því hvernig það dreifði hjálp-
argögnunum frá íslandi til þurf-
andi fólks í Olsztyn. Allt þetta fólk
þakkaði Ingþóri margfaldlega allt
það sem hann hafði unnið fátækum
og þurfandi í borginni Olsztyn í
Póllandi. Skömmu seinna sæmdi
pólska ríkisstjórnin Ingþór heiðurs-
merki fyrir þessi störf hans.
Öll þessi störf vann Ingþór fyrir
Góðtemplararegluna, en henni
gekk hann ungur á hönd og vildi
ætíð veg hennar sem mestan.
Ég þakka Ingþóri samvinnuna
öll þessi ár. Margir eru þeir, sem
hugsa nú hlýtt til hans, þeir sem
notið hafa árangurs verka hans
handa, en þeir eru flestir í fjarlægu
landi.
Arnór Hannibalsson.
Ingþór er dáinn. Fyrir nokkrum
mánuðum kom ég til hans með fulí-
an sendiferðabíl af fatnaði og öðr-
um vamingi til Póllands frá Lions-
konum úr Keflavík. í alllangan tíma
vorum við að afferma bílinn og setja
varninginn í gám. Allan þann tíma
voru stöðugar hringingar til Ing-
þórs og látlaus gestakoma með
gjafír. Vitaskuld var geta þessá
áttræða öldungs farin að dvína en
viljinn til að hjálpa var samur og
áður. Og nú er þessi mannvinur og
hugsjónamaður fallinn, 82 ára gam-
all.
Ingþór var fæddur á Kambhóli í .
Víðidal í Húnavatnssýslu, 5. júní
1909. Hann lauk iðnskólanámi í
Reykjavík 1933. Um skeið var hann
málari í Rvík en fluttist 1941 til
Selfoss, þar sem hann rak verslun
með húsgögn og málningarvörur. Á
þessum árum festi hann ráð sitt,
kvæntist Unu Pétursdóttur, list-
rænni konu, sem var gæslukona
barnastúkunnar Fossblómsins um
hríð. Una var mikil hugsjónamann-
eskja, sem lagði mikla vinnu í æsku-
lýðsstarf sitt. Var Ingþór hjálpar-
hella hennar. Árið 1954 lá leið
þeirra aftur til Reykjavíkur, þar sem
Ingþór tók virkan þátt í félags-
starfi templara og kvæðamanna
Iðunnar. En það er 1982, sem Ing-
þór hóf starf, sem halda mun nafni
hans lengst á lofti, Póllandssöfnun-
ina. í fyrstu voru það fatasendingar
til stofnunar Renötu Rimler, en með
sívaxandi umfangi tók kaþólska
kirkjan í Olsztyn þátt í dreifingunni
á fötum og hvers konar varningi
til nauðstaddra Pólveija. Þarna'
lögðu margir sitt af mörkum. Öll
bréfaskipti annaðist t.d. Arnór
Hannibalsson og fyrirtæki eins og
Heildv. Gunnars Ásgeirssonar og
Eimskip voru óspör á aðstoð og
gjafír. 1985 kom biskuplnn í Olszt-
yn hingað í heimsókn. Hann drakk
með okkur, stórstúkumönnum,
kaffi í Templarahöllinni. Það var
fróðleg og skemmtileg stund. Og
hægt og hægt veitti almenningur
og valdamenn þjóðarinnar þessari
hljóðlátu starfsemi Ingþórs athygli.
Forseti íslands veitti honum Fálka-
orðuna og sömuleiðis sæmdi pólska
ríkisstjórnin Ingþór heiðursmerki.
Ég held að honum hafi þótt vænt
um þessa viðurkenningu, en meira
um verður var velvilji almennings
bæði hér heima og í Póllandi til
þessa aldurhnigna stórmennis og
málefnisins, sem hann bar svo mjög
fyrir bijósti.
Nú þegar leiðir skilja hljótum
við, sem áttum samleið með Ing-
þóri að drúpa höfði í þökk og virð-
ingu. Unu og öðrum aðstandendum
sendum við bindindismenn okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hilmar Jónsson.
Þjóðhetja er látin.
Ingþór Sigurbjörnsson sýndi það
og sannaði að lífið getur blómstrað
í ellinni. Um sjötugt hóf hann sitt
mikla og þekkta hjálparstarf og
gegndi því til hinsta dags eða um
þrettán ára skeið alls. Hann safn-
aði notuðum fötum, aðallega barna-
fötum, og sendi til Póllands, sam-
tals um 300 tonn. Fyrir þrotlaust
starf sitt uppskar hann bros bama,
er gáfu og þáðu, og virðingu íslend-
inga og Pólveija, m.a. fálkaorðuna
úr hendi Vigdís^r Finnbogadóttur,
forseta íslands, og verðleikaorðuna
frá Lech Waleza, forseta Póllands
— allt mjög verðskuldað. Barns-
brosið mat hann þó mest, maðurinn
sem eignaðist aldrei fermingarföt
og skildi því hvað hann gerði, mað-
urinn sem undir lokin gaf sín eigin
spariföt. Það var heiður að kynnast
þessari þjóðhetju og fá tækifæri til
að fylgja henni til Póllands þar sem
hjarta hennar og Chopins var.
Þjóðhetjan mun lifa.
Jón Ögmundur Þormóðsson.
Því meðtak Móðir Jörð
í tnilda faðminn þinn
nú þann úr þinni hjörð,
er þráði fjörðinn sinn.
Því taugar tryggðabands
svo tært í stefjum sjást,
þar fannst til fólks og lands
hans fölskvalausa ást.
Þó stimað hans sé hold
og hljóðnað ylnkt stef,
Ó! kæra móðurmold
hann mildum örmum vef.
Þótt ég vissi að gangverkið í Iífs-
klukku frænda míns væri farið að
slitna þá hefur það enn einu sinni
sannast hve stutt er milli lífs og
dauða. Nokkrum dögum áður var
hann í afmælisboði vinar síns með
konu sinni, þau glöð og hress. Og
nú er maðurinn með ljáinn kominn,
eins og hendi veifað er öllu lokið.
Svo byggðann hallir hátt
minn huga sýn til brast.
Ég tíðum leit of lágt,
hann leið mér benti fast.
Ingþór var fæddur 5. júní 1909
í Kambsholti í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru Sigur-
björn Björnsson Konráðssonar
skálds frá Kljá. Afi Ingþórs var
Björn Konráð í Bjarnarhöfn, bróðir
Gísla Konráðssonar sagnaritara.
Móðir Björns, kona Konráðs, var
Margrét, dóttir séra Bjarna á Mæli-
felli, en bróðir hennar var séra
Brynjólfur í Miklaholti. Móðir Ing-
þórs var Sigurlaug Níelsdóttir Þórð-
arsonar. Amma Ingþórs var Ingi-
gerður Bjarnadóttir, bónda á Bjargi
í Miðfirði. Bjami var bróðir Mar-
grétar, konu Konráðs í Bjarnarhöfn.
Úr giýttri götu manns
hann glaður tók upp stein,
því glitri á grafreit hans
í gulli döggin hrein.
Ingþór var næstyngstur af fjór-
um bræðram. Elstur var Gunnlaug-
ur Pétur, bóndi á Torfastöðum í
Vestur-Húnavatnssýslu. Björn
Konráðs var verkamaður, hann bjó
lengst af hér í Reykjavík. Skarphéð-
inn Kári er yngstur og lifir nú bræð-
ur sína.
Ingþór var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn og fríður sýnum. Hann
samsvaraði sér mjög vel og var létt-
ur á fæti. Hann hafði afar fagurt
málfar svo og málstíl og röddin
sérstök,. þannig að allir hlustuðu.
Ingþór var hagyrðingur góður og
átti auðvelt með að setja saman
stöku. Hann hafði yndi af skáldskap
og liggur eftir hann mikið af góðum
frásögnum, að ótöldum greinum og
Ijóðum, bæði í bundnu og óbundnu
máli. Ér Ingþór sagði frá varð allt
svo glatt og lifandi, það góða ríkti
í öllu og í öllum hans gjörðum. Þar
sem Ingþór föðurbróðir minn gekk
var engin lognmolla, hann var sí-
vinnandi.
Ingþór var mannvinur mikill.
Hann var sérstaklega trúaður og
vil ég leyfa mér að minnast ræðu
er hann hélt yfir kistu föður míns
og sendi honum bróðurkveðju í
bundnu máli. Þeir sem hann heyrðu
gleyma henni aldrei. Hann var
sannarlega trúr kenningunni „vinn
þú meðan dagur er, nóttin kemur
þá enginn getur unnið“.
Ingþór fór snemma að vinna fyr-
ir sér eins og hans segir svo vel frá
í æskuminningum sínum í bókinni
Dagsins önn, II. hefti. Þar segir
hann frá þegar foreldrar hans
þurftu að leysa upp heimilið og
hann fór fyrst úr föðurhúsum. Þar
er einnig góð lýsing á byggingu
Geitlands, húsinu, sem faðir hans
reisti við Víðimel. Þar er sagt svo
frá: „Veggirnir vora hlaðnir úr
klömbruhnaus og strengur á milli,
langbönd voru sett á veggina, og
svo reistar sperrur. Á efri þekju var
notað rekatimbur. Svo var rifið hrís
í nágrenninu, og því raðað þétt og
þykkt yfir areftið. Þetta var svokall-
að tróð. Yfir var svo þakið með
tvöföldu eða jafnvel þreföldu torfi.
Allir innviðir rekatimbur. Stærð
bæjarins mun hafa verið það sem
kallað var þrjú stafgólf. Veggirnir
voru mannhæðar háir. Einn gluggi
var á suðurstafni og tveir litlir þak-
gluggar á baðstofunni. Bærinn var
vel byggður og hlýr. Eldstóin var í
miðju húsinu." Síðar segir í bók-
inni: „Býlið stóð við suðurhornið á
Miðfjarðarvatni, upp af víkinni þar
sem Grettir Ásmundarson og Auð-
unn Skökull léku sér á ís forðum
að því að sögur herma, Iíklega í
eina skiptið sem Grettir varð undir
í leik.“
Upp úr 1932 kynnist Ingþór
ekkju með þrjár dætur. Hún heitir
Una Pétursdóttir. Þau felldu hugi
saman og giftu sig 10. nóvember
1934. Þau eignuðust einn dreng
sem hét Sigurbjöm. Hann var mik-
ill tónlistarmaður og spilaði á
kontrabassa í mörgum þekktum
hljómsveitum, þar á meðal í sinfón-
íuhljómsveitinni. Hann lést fyrir
nokkrum árum en lét eftir sig tvö