Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 33 börn. Sonur hans, Sigurður, var meira og minna hjá afa og ömmu og er hann nú nýgiftur og býr í Bandaríkjunum. Dóttir hans, Zanný, á tvö börn og býr í Reykja- vík. Ingþór reyndist dætrum Unu og barnabömum eins og besti faðir og var umhyggjan gagnkvæm. Ingþór lærði málaraiðn og varð málarameistari árið 1936. Ég man hve mér sem barni þótti allt fallegt sem frændi minn gerði. Ég held ég hafi rétt fyrir mér í því að Ingþór hafi verið með þeim fyrstu hér á landi sem málaði mynsturmálningu. Gamlar hurðir, karmar-og veggir skreytti hann fagurlega svo unun var á að horfa. Eg fékk til dæmis kommóðu í fermingargjöf sem Ing- þór málaði með viðarmálningu. Ingþór mat konu sína mikils enda áttu þau mörg sameiginlega áhuga- mál og voru í fjölmörgum félögum og alls staðar voru þau hjón hrókar alls fagnaðar. Þau ferðuðust bæði utan lands og innan, höfðu ákaflega gaman af að spila og dansa og ómissandi voru þau á öllum 'stúku- skemmtunum. Eftir að Ingþór hætti að mála, eða síðustu 11 árin, hefur hann unnið í bílskúrnum sínum á Kambs- vegi 3 við að taka á móti fötum sem hann sendi til bágstaddra barna og fullorðinna í Póllandi. Fyrir þessi störf sín var Ingþór heiðraður á margvíslegan hátt og var m.a. boð- ið til Póllands fyrir rúmum tveimur árum. Sagði hann mér að þá hefði hann verið hvað glaðastur er hann sá börnin í fötunum sem hann hafði sent þeim. Þótt byrgi stundarbil mér beggja heima sýn þá dýpst úr hugans hyl og horfi upp til þín. Mér ljós var lífið þitt, því lund mín bljúg og köld. Eg hneigi höfuð mitt í hjartans dýpstu þökk. (Ingþór Sigurbjömsson) Þetta ljóð var hinsta kveðja Ing- þórs til Gunnlaugs, bróður síns. Það birtist í „Daggir“, II. hefti, kveri með ljóðum Gunnlaugs P. Sigur- björnssonar, sem Ingþór og séra Bragi Friðriksson bjuggu til prent- unar árið 1972. Ég vil þakka Rögnu og Valgeiri í Sigtúninu fyrir hina miklu um- hyggju sem þau hafa sýnt Unu og Ingþóri, frænda mínum, alla tíð. Um leið og ég kveð Ingþór Sigur- björnsson með virðingu og þakka tryggð og vináttu gegnum árin votta ég Unu, konu háns, dætrum hennar, barnabörnum og barna- barnabörnum svo og öllum ættingj- um og vinum mínar samúðarkveðj- ur. Útför Ingþórs Sigurbjörnssonar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag kl. 13.30 og verður hann lagður til hinstu hvíldar við hlið sonar síns í Grafarvogskirkjugarði. Veri hann kært kvaddur, Guði á hendur falinn. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Það mælir hans bróðurdóttir, Jónina Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. Ingþór vinur minn er látinn rúm- lega áttræður, fæddur 5. júní 1909 að Kambshóli í V-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Björnsson bóndi þar og kona hans Sigurlaug Níelsdóttir. Ungur flutt- ist hann til Reykjavíkur og hóf málaranám hjá Katrínu Fjeldsteð árið 1929, en lauk síðan námi hjá Jóni Björnssyni. Vinátta okkar Ingþórs hófst þeg- ar við vorum tæplega tvítugir og hefur sú vinátta staðið allar götur síðan. Við vorum á sama tíma í málaranámi og lukum sveinsprófi sama ár eða 1933 og vorum heldur betör hamingjusamir menn að vera orðnir fullgildir málarar og með bréf upp á það. Við héldum alltaf okkar kunningsskap þó oft væri vík milli vina eins og gengur. Hann fluttist að Selfossi og bjó þar nokk- ur ár. Ingþór var mikill félags- hyggjumaður og tók þátt í margvís- legu félagsstarfi bæði innan sinnar stéttar og utan. Meðal annars starf- aði hann mikið í Góðtemplararegl- unni. í félagsmálum málarasveina unnum við töluveit saman og síðar í Málarameistarafélagi Reykjavík- ur. Var hann ritari í stjórn þess um tíma. Ingþór var sæmdur þjónustu- merki félagsins á 80 ára afmæli sínu. Á þeim tíma sem verið var að vinna að undirbúningi að „Málara- tali“, tók hann mikinn þátt í að safna upplýsingum í það. Hann var góður félagsmaður og málsvari sinnar stéttar. Á seinni árum hóf hann ógleym- anlegt hjálparstarf fyrir fátæk börn í Póllandi og vann að því starfi af hug og sál. Fyrir þetta starf var honum sýndur mikill heiður og hon- um boðið til Póllands sem hefur eflaust verið honum ánægjuleg ferð. Kona Ingþórs er Una Pétursdótt- ir og hafa þau lifað í farsælu hjóna- bandi í meira en hálfa öld. Una er mikil afbragðskona, listfeng með afbrigðum. Þau eignuðust einn son, Sigurbjörn, en urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa hann á besta aldri. Hann var efnilegur tónlistar- maður. Ég átti oft góðar stundir er ég heimsótti þau Unu og Ingþór á Kambsveginn. Ingþór var skáld- mæltur og kastaði oft fram stöku og Una var skemmtileg kona heim að sækja. Við sem þekktum Ingþór og aðr- ir vinir í málarastétt kveðjum þenn- an góða mann og vottum Unu og öðrum ástvinum hans dýpstu sam- úð. Sæmundur Sigurðsson, málari. Kveðjuorð Þyrí Gísladóttir Ein fyrsta minning mín úr Hvassaleitinu er tengd þessari sómakonu. Það var árið 1962 þegar hverfið var enn í byggingu og sum- arbústaðir og hænsnakofar voru uppi í holtinu þar sem barnaheimil- ið og Austurver eru nú. Fjölskyldan var nýflutt á þessar framandi slóðir og börnin í hverfinu voru smám saman að kynnast. Þegar ég gekk framhjá Þyrí, þar sem hún var að vinna í garðinum sínum, kallaði hún til mín með nafni. Ég hafði aldrei séð hana fyrr. Hún tók mig tali og spurði mig, níu ára snáðann, hvem- ig ég kynni við mig og hvort ég væri ekki farinn að leika mér við börnin í nágrenninu. Ekki man ég hveiju ég svaraði en hún kvaddi mig með þeirri orðum að hún biði kærlega að heilsa móður minni. „Þekkjast þær?“, varð mér hugsað og igekk hugsandi á brott. Eg átti því láni að fagna að koma oft til þeirra Halla og Þyrí þar sem við Guðni sonur þeirra lékum okkur talsvert saman. Ég bar mikla virð- ingu fyrir eldri bróður Guðna, Steina, sem var okkur stærri og meiri og því fyrirmynd í flestu því sem stráka dreymdi um. Ég man eftir því hvað okkur þótti gott að fá brauð og mjólk í eldhúsinu hjá móður þeirra. Sumarbústaðarferðin með þessari fjölskyldu til Þingvalla er mér líka enn í fersku minni, svo og bíltúrinn til Laugai*vatns þar sem við fórum í gufubað. Okkur þótti merkilegt að fá að ferðast í dross- íunni með frænda Guðna. Þetta var í fyrsta sinn sem ungi snáðinn á númer 147 gisti utan borgarinnar og ferðalög í ijaðursófum glæsibif- reiðar ekki daglegt brauð. Þvílíkt ævintýri. Halli og Þyrí voru afar samheld- in hjón og ófeimin við að láta að- dáun sína í ljós hvort á öðru. Halli var rólegri en bjó yfir ágætri kímni- gáfu. Þyrí var blátt áfram, hress í bragði og glæsileg í framgöngu, kona sem setti svip á umhverfið hvar sem hún kom. Hjalti Jón Sveinsson. Krisljana Krisijáns dóttir - Minning Móðursystir mín, Kristjana Krist- jánsdóttir, lést 19. mars 1992. Mig langar að minnast Sjönu frænku með fáum orðum og rifja upp kær- ar minningar sem ég á um hana. Sjana missti mann sinn, Júlíus H. Kristjánsson, sem dó löngu fyrir aldur fram stuttu eftir að ég flutti til Bandaríkjanna fyrir þijátíu árum. Eftir lát Júlíusar bjó Sjana ein og lifði fábrotnu lífí, og var hún sjúklingur í mörg ár. Sjana átti fjöl- skyldu sem hún elskaði afar mikið og hún vildi ávallt breiða vængi sína yfir systur sínar Vilborgu og Bjargeyju, móður mína, Stefánsd- ætur. Sjana átti einkason, Sig- mund, sem var henni kær, og börn hans voru hennar dálæti og stolt. Það er ekki hægt að minnast Sjönu án þess að segja frá Júlla frænda og hans elskulegheitum gagnvart mér og öllum sem hann þekktu. Hann var góður maður, sem elskaði Sjönu sína og fjöiskyldu hennar. Sigmundur sonur þeirra var góður frændi og var mér mjög samrýmd- ur, en á heimili þeirra dvaldi ég löngum í góðu yfírlæti. Ég naut kærleika þeirra allra, og Sjana var mitt leiðarljós á margan hátt þegar barnssálin var lítil og heimurinn svo stór, með því að veita mér athygli og stuðning, sem gaf mér sjálfs- traust og öryggi. Það var alltaf gott að heimsækja frænku á leið heim úr píanótíma hjá Annie Leifs og gæða sér á brauði og mjólk. Sjana vildi heyra mig spila og hvatti mig til þess að æfa aftur og aftur lexíuna mína, þolinmæði hennar og elskulegheit þegar hún var að hjálpa mér með heimalærdóminn eru mér enn í fersku minni, því hún vildi mér allt það besta í lífínu og leiðbeiningar hennar voru mér gott veganesti á lífsins braut. Það er ekki hægt að hugsa til frænku án þess að minnast á heimil- ið á Hringbraut 58, og þá sérstak- lega á annan í jólum, sem var af- mælisdagurinn hennar. Þá var veisla haldin og íjölskyldur Júlla og Sjönu mættu prúðbúnar til hátíð- arhalda. Það var margt um mann- inn og mikið fjör. Matarborðin svignuðu undir hátíðarmatnum, hangikjöti, kartöflusalati, laufa- brauði og alltaf appelsín- og malt- ölsblanda, lagtertur og konfekt. Hún Sjana mín kunni svo sannar- lega að setja upp fína veislu. Það var leikið á píanóið, gengið í kring- um jólatréð og jólalög, sálmar og þjóðlög sungin. Þessi minning um ijölskyldur og vini sem hittust í jóla- skapi ágleðistundu til að njóta sam- vistar og kærleika var greypt í huga lítillar telpu til geymslu um alla lífstíð. Þegar ég lauk háskóla- námi mínu kom Sjana til Bandaríkj- anna til þess að vera viðstödd þeg- ar ég tók við háskólaskírteininu. Hún var stolt af frænku sinni á þessum áfanga hennar, frá barn- æsku minni hafði hún alltaf brýnt fyrir mér mikilsvirði menntunar, og mér fannst að ég gæti þakkað henni fyrir að ég lauk prófi. Eftir að Sjana veiktist fannst mér oft erfítt að fjar- lægðin á milli okkar gerði mér ókleift að launa henni allt það sem hún hafði gert fyrir mig. Hún var dásamleg frænka, sem þekkti barnssálina, og ég veit að þegar starfi hennar hér á jörðu var iokið kom engill Guðs og tók Sjönu mína til þess sess, sem henni var búinn hjá Guði. Veri elsku frænka mín blessuð. __ Anna Ágústsdóttir Severson. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. ISLENSKU BARNABOKAVERÐLAUNIN1992: NY OG AHRIFAMIKIL YERÐLAUNABÓK Hér segir frá viðburðaríku sumri í litlu hverfí þar sem raunveruleikinn verður stundum ótrúlegri en nokkurt ævintýri. Verðlaunabókin Benjamín dúfa verður öllum lesendum eftirminnileg. VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, 108 Reykjavík „Benjamín dúfa er nýstárleg og áhrifamikil saga sem jafnframt er spennandi og þaulhugsuð afhálfu höfundarins, Friðriks Erlingssonar" segir í umsögn dómnefndar sem valdi þetta verk úr liðlega þrjátíu handritum sem bárust í samkeppnina um íslensku barnabókaverðlaunin 1992.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.