Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 Páll Bergsson, Selfossi — Minning Fæddur 4. júlí 1945 Dáinn 1. maí 1992 Vinur minn er allur — langt um aldur fram. Fallinn í vaiinn fyrir krabbameini eftir harða baráttu. Sárgrætilegt en satt, einn af mðrg- um sem lúta þurfa í lægra haldi fyrir skaðvaldinum. Þessi góði drengur. Okkur setur hljóð, ljúfsár- ar minningar leita á hugann. Kveð- justundih er komin — alltof fljótt. Við vorum samstíga í Háskólan- um frá 1971-1975, Páll í landa- fræði. Bjuggum lengst af á Gamla Garði ásamt fjölmörgu öðru góðu fólki. Sungum með því „Vísur handa fínu fólki“. Hlustuðum á tón- list, slógum á strengi. Söngbækum- ar stundum teknar fyrir frá byijun til enda og síðan til baka. Ógleym- anleg er björt söngrödd Palla og þessi líka hreinræktaði norðlenski framburður sem Páll var svo stoltur af eins og flestir aðrir norðanmenn — okkur Sunnlendingum til nokk- urrar kátínu. Reyndar er ég ekki frá því að allir hafi sungið á norð- lensku þegar best lét. Áttum saman marga gleðistund í góðra vina hópi. Spiluðum ping pong í kjallaranum. Skeggræddum jarðfræði og landa- fræði og allt þar á milli. Það voru dýrðardagar gamans og alvöm. Og árin liðu hratt, námi lauk, leiðir skildu. Fljótlega tókum við svo til við að koma okkur upp litlum kössum sem sungum við um fyrr — enda búnir til úr dinga linga. Palli fyrir norðan, lengst af yfirkennari við Glerárskóla. Á þessari stundu er sárt að líta til baka en dýrmæt er minningin um góðan dreng. Þessi söngelski vinur — hvers manns hugljúfi, greindur vel og einkar næmur, réttsýnn, með ríka kímni- gáfu og gott hjartalag, fastur fyrir ef á reyndi. Þéttvaxinn, léttur í hreyfingum, kollvikin há, góðlát- lega strangur í útliti, með glettni í augum bak dökkri umgjörð gler- augna. En hví skal trega horfinn dag, sem heiður, bjartur framhjá rann? Og hví skal syrgja ljúflingslag, sem lífsglaðast í hjörtum brann? Um ást og vín bað æska þín, og ails þess naut sá þúsundfalt, sem lifað hefur líf sitt allt einn ljúfan dag, við ást og vín. (Úr Fögru Veröld Tómasar Guðmundsson- ar.) Ég kveð Palla með söknuði. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Helgu, Karli og Sveini vottum við Sigrún okkar dýpstu samúð, svo og dætrum hans þrem og fjölskyld- unni allri. Guðmundur Omar Friðleifsson. Föstudaginn 1. maí sl. lést á heimili sínu á Selfossi Páll Bergsson kennari frá Akureyri, eftir langa og erfíða baráttu við illkynjaðan sjúkdóm, sem læknavísindunum hefur ekki tekist enn að vinna bug á. Þótt vitað væri að hverju stefndi síðustu vikur, kom lát hans okkur á óvart vegna þess hve vel hann bar sig, enda var æðruleysi hans og þrautseigja með ólíkindum. Kynni okkar Páls og Helgu konu hans hófust fyrir um það bil 14 árum. Þá var hann yfirkennari við Glerárskóla á Akureyri og hún hjúkrunarfræðingur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, en í þess- um störfum lágu Ieiðir okkar sam- an. Samskipti okkar voru ekki mikil fyrstu árin en jukust smám saman, enda fengur að umgangast slíkt mannkostafólk, því hjá þeim var gestrisni og velvild í öndvegi, Páll alltaf jafn hraustur og yfirvegaður en glettnin aldrei langt undan og Helga glaðbeitt og orðheppin. Páll var landfræðingur að mennt og afar fróður maður sem fylgdist vel með á mörgum sviðum, söng- elskur mjög og hafði unun af klass- ískri tónlist. Hann var mörg ár starfandi í kirkjukór Akureyrar og fleiri söngflokkum. Við fyrstu kynni virkaði Páll á suma svolítið þungur, en þar var um að ræða yfirvegun og róleg íhugun, sem voru svo góðir eigin- leikar í fari hans. Þessir eiginleikar og kjarkur komu vel í ljós nú síð- ustu misserin. í sjúkdómsstríðinu naut hann umhyggju og ástríkis Helgu og sona þeirra sem lögðu sitt af mörkum til að gera honum lífið léttbærara. Þarna kom samheldni og styrkur fjölskyldunnar vel í Ijós. Við sem þekktum Pál söknum hans mikið en þó hlýtur sársaukinn og söknuðurinn að vera þeim nán- ustu mestur. Elsku Helga, Karl og Sveinn, við biðjum Guð að styrkja ykkur og vottum ykkur og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Guðmundur Víðir og Margrét. Þegar snjóa er að leysa og fuglar syngja um fæðingu sumarsins, berst sú frétt sem við höfum kviðið að heyra og breytir vori sálarinnar í tímabundinn vetur. Páll vinur okk- ar hefur kvatt. Markmið gamalla skólabræðra og vina í sameiginlegri heilsuleit, fallegi tindurinn á jóla- kortinu sem hann sendi, verður áfangi í huliðsheimi. I sorginni gleymum við svo oft þakklætinu fyrir þær gleðigjafír sem við höfum þegið af þeim sem horfinn er sjónum okkar. Orðin sem á gleðistundu eru svo nærtæk og sterk fölna. Æðrulaus, viljasterkur og glað- beittur birtist Páll í hugskoti okkar vina sinna. Alvarlegt og rólegt fas hans sem á augabragði gat breyst í glettni, skin augnanna og fallegt brosið lýsa umhverfið. Páll var söngvinn og við fengum að njóta þess á góðri stund eins og svo margir aðrir. Þó var sá innri söngur hljómmestur sem hjarta hans flutti vinum og vandamönnum. Haustið 1989 kom hann hraustur að sjúkra- rúmi mínu og leiddi huga minn á veg vonar og bata. Nokkrum mán- uðum síðar hóf hann sjálfur barátt- una sem á stundum virtist vonlaus en einnig ótrúlega árangursrík, og þar birtist hetjan Páll af þeim styrk og æðruleysi að umkvörtunarefni okkar urðu næsta fáfengileg. Við þökkum forsjóninni að mega deila með öðrum þeirri hamingju að hafa átt Pál að vini. Blessuð sé minning hans og nýir vegir. Góður Guð styrki og huggi ástvini hans. Innilegar kveðjur. Jón Hlöðver, Lalla og fjölskylda. Kveðjustund kallar fram ótal minningar, og minningar margra um Pál Bergsson munu óhjákvæmi- lega tengjast tónlist og þá einkum söng, því hann var, eins og margt hans ættfólk, óvenju mikill listunn- andi. Páll hafði mjög góða söngrödd og var tilvera án tónlistar honum óhugandi. Þar sem hann dvaldi hveiju sinni var hann fundvís á kóra sem voru að fást við eitthvað bitastsétt og gekk til liðs við þá, og kórar sóttust einnig gjaman eft- ir honum. Við Páll áttum margra ára sam- leið í Passíukórnum á Akureyri þar sem óteljandi tómstundir fóru í glímuna við mörg stærstu og þekkt- ustu verk tónbókmenntanna, ásamt mörgum smærri og lítt þekktari. Það þurfti mikinn tíma og áhuga til að hrinda þessum hlutum í fram- kvæmd, en þetta var góður skóli sem síðan leiddi til heils vetrar- starfs í leikhúsinu. Þar kom strax í ljós að Páll hafði forskot umfram okkur í sönghópnum, hann hafði á námsárunum í Reykjavík sungið með Þjóðleikhúskórnum og tekið þar þátt í mörgum leiksýningum og kunni því greinilega vel til verka. Nokkrum árum eftir þetta ævin- týri vorum við Páll allt í einu farin að starfa á sama vinnustað, Fjöl- brautaskóla Suðurlands, og leið ekki á löngu þar til við vorum kom- in í Kirkjukór Selfosskirkju. Því miður varð samstarfíð á báðum stöðum allt of stutt vegna veikinda hans sem upp komu strax fyrsta veturinn. Þrátt fyrir þetta hélt hann einstakri tryggð bæði við skólann og kirkjuna með heimsóknum þang- að, hvenær sem því var við komið, og hélt þannig kynnum sínum við samstarfsfólkið. Þegar kirkjukórinn hóf æfíngar á fyrstu köflunum úr Messíasi Handels nú sl. vetur mætti Páll til leiks í þeirri von að hann fengi að syngja Messías einu sini enn á lista- hátíð nú í vor. Það verður ekki, en æfingamar sem hann kom á voru mikils virði því hann glæddi áhuga tenóranna á verkinu, sem hann gjörþekkti, og miðlaði þeim af kunnáttu sinni. Hetjulegri baráttu er lokið og lagt upp í hinstu ferð. Er sú ferð e.t.v. aðeins upphaf nýrrár ferðar í átt að uppsprettu æðri tónlistar? Því getum við ekki svarað, við get- um aðeins sent góðar óskir og þakk- að samfylgdina og það gerum við félagarnir í Kirkjukór Selfosskirkju af heilum hug um leið og við vottum fjölskyldu Páls innilegustu samúð. F.h. Kirkjukórs Selfosskirkju, Ásbjörg Ingólfsdóttir. í amstri hversdagsins missir maður stundum samband við gamla vini. Svo hendir það einn daginn að of seint er að taka upp þráðinn að nýju. Nú er Páll Bergsson, gamall vin- ur og samkennari, látinn. Hann háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, en játaði sig loks sigraðan af því æðruleysi sem ávallt prýddi Pál í leik og starfí. Okkur langar að minnast Palla, eins og við nefnd- um hann gjaman í okkar hópi, nokkmm orðum. Rúmur áratugur er nú liðinn frá því fundum okkar bar fyrst saman í Glerárskóla. Á þessum árum, 1979-1980, hóf allstór hópur kenn- ara störf við skólann, margir ný- komnir úr námi og þar af leiðandi að stíga sín fyrstu spor sem kennar- ar. Það kom í hlut Vilbergs skóla- stjóra og Páls yfirkennara að stýra þessum hópi til farsælla starfa og stuðla að sem bestum anda í hópn- um. Óhætt er að segja að þeim hafí farist það vel úr hendi. Við eigum aðeins góðar minning- ar frá árunum í Glerárskóla, minn- ingar um ánægjulegt samstarf sem gaf okkur svo mikið. Ekki síst ylja minningarnar um haust- og vor- ferðir Glerárskólakennaranna á vit norðlenskrar náttúru. Páll var dag- farsprúður maður og góður starfs- vinur samkennara sinna. Hann var einnig góðgjarn og kíminn og gjarn á að sjá spaugilegar hliðar tilver- unnar. Hann var því hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Hann hafði fagra söngrödd og lumaði á hnyttnum söngtextum, sem margir hverjir gleymast okkur aldrei, og verða ávallt tengdir Páli í minning- unni, Kennarar eru gjaman á faralds- fæti og smám saman tvístraðist hópurinn. Nokkrir hurfu til annarra starfa og sumir fluttu búferlum í önnur bæjarfélög. Árið 1988 flutti Páil frá Ákureyri, fyrst til náms í Kaupmannahöfn og síðan til Sel- foss, þar sem hann bjó uns yfír lauk. Við þökkum Páli ánægjulega en allt of skamma samfylgd. Helgu konu hans, börnum og öðrum ást- vinum sendum við hugheilar samúð- árkveðjur. Fyrrverandi samkennarar í Gler- árskóla, Magni Hjálmarsson, Bragi V. Bergmann. Það er skammt milli lífs og dauða, eitt augnablik. Páll, fyrrum samstarfsmaður minn er dáinn. Nokkuð er um liðið síðan hann veiktist, ýmsum batnar en því ekki honum? Það er erfítt að sætta sig við að sumir fá ekki að lifa til elliár- anna. Leiðir okkar Páls lágu fyrst sam- an haustið 1981. Þá tók ég við for- mannsstarfí hjá BKNE (Bandalagi kennara á Norðurlandi eystra) og hann var kosinn til varaformanns. Ári seina tók hann- við formanns- embættinu til eins árs. Stjórnin var stórhuga og vegna hins stutta tíma sem hver var í starfí, reyndust menn ósparir á sjálfa sig, gilti það ekki síst um Pál. Skapgerð hans var með þeim hætti að hann hélt jafnan ró sinni og gerði oft að gamni sínu. Hann var athugull og tillögu- góður. Mér reyndist hann afar vel, enda veitti ekki af, þar sem ég var að stíga mín fyrstu félagsmálaspor um þetta leyti. Páll reyndist far- sæll formaður. Páll var Norðlendingur og starf- aði aðallega á Akureyri. Þegar við kynntumst var hann orðinn yfir- kennari við Glerárskóla, sem þá var fjölmennasti skólinn á Akureyri. Hann var landfræðingur að mennt og tók þátt í mótunarvinnu um sam- félagsfræði fyrir grunnskólastigið. Meðal annars var hann einn af höf- undum námsefnisins Á leið til Evr- ópu. Fyrir nokkrum árum fékk hann orlof til framhaldsnáms i landa- fræði og hélt til Danmerkur í þeim erindum og var þar einn vetur. Meðan Páli var við nám erlendis bjó Helga, kona hans, á Selfossi með bömin. Eftir heimkomuna ákváðu þau að ílengjast þar um sinn. Hann starfaði við Fjölbrauta- skóla Suðurlands en þó aðallega hjá Námsgagnastofnun á sviði sam- félagsfræðinnar. Þrátt fyrir veik- indin vann hann að verkefnum fyr- ir stofnunina fram undir það síð- asta. Páll var söngmaður góður og söng með Passíukómum og Kirkju- kór Akureyrar. Helga stóð styrk við hlið hans alla tíð. Hún er hjúkrunarkona og hefur eflaust skilið öðrum fremur hvernig málin gætu snúist. Helgu, börnum þeirra, og öðrum nákomn- um sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Páll var góður maður. Ég þakka honum samfylgdina. Rósa Eggertsdóttir, Sólgarði. Enn er höggvið skarð í stúdenta- hóp þann er útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1965. Fjórir era þegar fallnir í val- inn og er Páll Bergsson síðastur i þeirri röð. Páll var sérlega kurteis og dag- farsprúður maður, sem hafði ein- stakt Iag á að láta fara lítið fyrir sér en vera þó jafnframt stöðugur þátttakandi í öllu því er fram fór. Tónlistaráhugi hans var áberandi, einkum söngur, en sjálfur var hann söngmaður mikill. Við sem vorum honum samferða í menntaskóla minnumst hans sem sérlega félagslynds skólafélaga, sem kunni svo vel þá Iist að vera glaður á góðri stund og miðla þeirri gleði til annarra á ljúfan hátt. Hann háði harða baráttu í veik- indum sínum, auðvitað með það markmið að sigra, en hann tók tap- inu með aðdáunarverðri reisn. Gengin er góður félagi, sem við minnumst með hlýhug, nú þegar söngrödd hans er þögnuð. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginkonu, bömum og allri fjölskyldu Páls Bergssonar. Samstúdentar frá MA 1965. Þegar samferðamenn kveðja þennan heim koma minningar upp í huga þeirra sem eftir standa. Suma kveðjum við eftir löng og náin kynni eða lausleg kynni og löng. Aðra kveðjum við eftir skamma viðkynningu, en þau kynni geta einnig verið með þeim hætti að viðskilnaðurinn sé sár. Ekki urðu kynni mín af Páli Bergssyni löng, en með vissum hætti náin. Það var árið 1989, að hann sett- ist að hér á Selfossi með Helgu konu sinni og sonum sínum Karli og Sveini. Réðst Páll þá til kennslu- starfa við Fjölbrautaskóla Suður- lands. Hóf hann þá strax að starfa með kirkjukór Selfoss. Bæði í skóla og kirkjustarfinu gat hann sér fljótt það orð að enginn vildi þurfa að sjá honum á bak héðan. Hann var ótvírætt maður, sem með fram- komu sinni brá nokkurri birtu á veg samstarfsmanna. Kómum barst með Páli mikill liðsauki. Hafði hann bjarta tenórrödd og næmt tóneyra. Var hann kunnáttusamur söngmað- ur, enda rækti hann sönginn frá unga aldri. Ekki ætla ég að rekja æviferil Páls Bergssonar enda þekkti ég þá sögu takmarkað. Hins vegar veit ég að ég mæli fyrir munn margra hér á Selfossi er ég segi, að hann verður okkur eftirminnilegur af þessum stuttu kynnum ekkert síður en margur sá er hér hefur lengi verið. Lengst af vera sinnar hér átti Páll við þungbær veikindi að stríða. I þeirri baráttu sýndi hann óvenjulegt andlegt þrek og sanna hetjulund. Þá sótti hann styrk í trú sína og kirkjuna rækti hann bæði með þátttöku í kórstarfinu og al- mennri kirkjugöngu, enda vita þeir það sem best til þekkja, að brottför sína undirbjó hann án allrar örvænt- ingar í þeirri lifandi von, sem okkur er gefin fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðanum. Ilér í Selfosskirkju er Páls Bergs- sonar nú minnst í þökk og virðingu og fyrir munn okkar allra, sem reglulega störfum við kirkjuna, tjái ég konu hans og börnum hluttekn- ingu og bið þeim blessunar frá húsi Drottins. Síðast bar fundum okkar saman, er hann á pálmasunnudag síðstlið- inn fylgdi Sveini syni sínum að borði Drottins á fermingardegi hans. En við það borð hittumst við Páll oftat þessi fáu ár hans hér á Selfossi. í einni þakkarbæninni sem við notum í messuni eftir bergingu segir svo: „Hjálpa oss að halda svo minningu Jesú Krists á jörðu, að vér getum orðið þátttakendur í hinni miklu kvöldmáltíð á himnum." Guð varðveiti okkur öll á þeim vegi sem liggur til lífsins, svo að í krafti trúarinnar á upprisinn Drottinn væntum við endurfunda og þátttöku í hinni himnesku kvöldmáltíð. Sigurður Sigurðarson, Selfossi. Morpninn eftir komu konumar til þess að gráta við gröfína. Og sjá: Þær fundu gul blóm sem höfðu sprúngið út um nóttina. Vorið var komið þrátt fyrir allt. (Vilborg Dagbjartsdóttir.) Páll Bergsson fæddist í Reykja- vik 4. júlí 1945, sonur hjónanna Bergs Pálssonar skipstjóra og Jón- ínu Sveinsdóttur sem nú eru bæði látin. Hann andaðist að heimili sínu 1. maí síðastliðinn eftir rúmlega tveggja ára harða baráttu við krabbamein. Páll var næstelstur í hópi fimm systkina, en eldri er hálf- bróðir hans, sonur Bergs. Heimili fjölskyldunnar var að Austurbyggð 4 á Akureyri þar sem systkinahóp- urinn óx úr grasi. Páll lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og að því loknu nam hann í Noregi í eitt ár og síðan um tveggja ára skeið í Háskóla ís- iands. Hann varð síðan að hverfa frá námi um hríð er hann þurfti að gangast undir aðgerð á augum. Það var fyrir 22 árum að leiðir okkar Páls lágu fyrst saman um- fram það sem gerðist meðal ná- granna á Akureyri. Ég kannaðist lítillega við þennan sviphreina mann sem tilvonandi eiginkona mín kynnti stutt og laggott: „Þetta er Palli frændi." Þrátt fyrir lítilsháttar aldursmun höfðu atvikin hagað því svo að báðir vorum við að setjast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.