Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. MAI 1992
35
á skólabekk í Háskóla íslands. Þar
urðum við samstiga við nám í landa-
fræði, sem þá var nýlega farið að
bjóða upp á innan Verkfræði- og
raunvísindadeildar, í nánu sambýli
við verðandi jarðfræðinga þjóðar-
innar. Og þar með var grunnurinn
lagður að ævarandi vináttu.
Þegar ég kynntist Palla fékkst
hann við kennslu á Akureyri og
eftir að hann hafði lokið BS prófi
í landafræði og numið uppeldis- og
kennslufræði sneri hann sér á ný
að kennslustörfum, lengst af við
Glerárskóla á Akureyri^ þar sem
hann var yfirkennari. Árið 1988
fékk hann árs leyfi frá störfum og
fór til Kaupmannahafnar til frekara
náms á fræðisviði sínu. Þegar hann
kom heim til íslands að nýju starf-
aði hann m.a. um nokkurra mánaða
skeið hjá Námsgagnastofnun, þar
sem leiðir okkar lágu aftur saman
í starfi. Því miður varð það sam-
starf skemmra en ætlað var, því
upp úr áramótum 1990 kom í ljós
að hann var haldinn þeim illvíga
sjúkdómi sem nú hefur borið hann
ofurliði. Eftir föngum annaðist Páll
þó ýmis vérkefni fyrir stofnunina
þegar heilsan leyfði, og er hér með
komið á framfæri innilegu þakklæti
fyrir Ijúfa samveru og vel unnin
störf frá samstarfsfólki á Náms-
gagnastofnun.
Páll Bergsson var ljúfur maður
sem gott var að vera samvistum
við í leik og starfi. Á háskólaárunum
var hann oft hrókur alls fagnaðar,
hafði sérlega hreina og fallega ten-
órrödd sem unun var á að hlýða
og var einkar lagið að skemmta
sjálfum sér og öðrum. Ekki var
komið að tómum kofanum ef rifja
þurfti upp vísukorn eða gaman-
kvæði. En það var líka gaman að
ræða við hann um ýmis alvarleg
málefni, hvort sem það var eitthvað
varðandi námið eða þá þjóðfélags-
mál og pólitík. Þá kom í ljós íhygli
þess sem vill kynna sér málefni og
setja þau í nýtt samhengi fremur
en feta troðna slóð.
Um tima tók Páll virkan þátt í
starfi Bandalags jafnaðarmanna.
Þá var hann ætíð virkur félagi í
sönglífi hvar sem hann var, söng
gjarnan í kórum bæði hér sunnan-
lands og á Akureyri. Lengi var
hann félagi í Passíukórnum þar og
Kirkjukór Akureyrarkirkju og for-
maður þess kórs um hríð. Á þeim
vettvangi áttu þeir -náið og gott
samstarf, faðir minn sem þá var
organisti við kirkjuna og Páll. Minn-
ist ég þess að oft var leitað til hans
ef nokkuð lá við, svo sem verða vill
í kirkjulegu starfi, og þar brást
hann aldrei.
Páll var kvæntur Helgu Guðna-
dóttur hjúkrunarfræðingi, ættaðri
úr Þorlákshöfn. Synir Páls og Helgu
eru Karl, nýorðinn stúdent, og
Sveinn sem fermdur var rúmum
hálfum mánuði fyrir andlát föður-
ins. Utan hjónabands á Páll dæturn-
ar Huldu Gústafsdóttur, Petru
Björk og Aðalheiði Pálsdætur.
Þegar Palli hélt utan til náms i
Kaupmannahöfn flutti fjölskyldan
sig um set frá Akureyri til Selfoss,
þar sem Helga starfaði við Sjúkra-
hús Suðurlands. Heimili þeirra var
að Fossheiði 54 þar sem Páll lést
í faðmi sinna nánustu. Það hefur
verið aðdáunarvert að fylgjast með
styrk fjölskyldunnar og alúðina sem
hún sýndi honum í veikindunum og
allt til hins síðasta stóð Helga eins
og klettur og hjúkraði manni sínum.
Ollum votta ég þeim rnína innileg-
ustu samúð.
Það er sárt að sjá á bak góðum
vini og venslamanni sem átti svo
margt eftir ógert. Eftir Kaup-
mannahafnardvölina ræddum við
Palli m.a. oft um umhverfismál, sem
honum voru hugleikin. í surriar-
starfi á vegum Heilbrigðiseftirlits
Eyjafjarðar um nokurra ára skeið
fór hann víða um og kynntist ýmsu
því sem miður fer á því sviði, um
leið og hann naut samvista við norð-
lensk fjöll og dali. Palli hafði mikinn
áhuga á því að leita leiða til að
koma umhverfisfræðslu í skólum í
þolanlegt horf og aldrei þrejdtist
hann á að velta fýrir sér leiðum til
vaxtar og viðgangs landafræðinnar
í skólum landsins. Á því sviði átti
hann eftir að láta enn frekar að sér
kveða, hefði honum enst aldur til.
Sumarið 1989 vann Palli við sýn-
ingu íslendinga á umhverfis-
fræðsluráðstefnunni Miljö 89 úti í
Kaupmannahöfn. Þar áttum við
saman yndislega, sólríka og
skemmtilega daga og Palli lék á
alls oddi. Engan renndi þá grun í
,að einungis fáeinum mánuðum síð-
ar yrðu svo hastarleg straumhvörf
í lífí hans. Nú er gott að ylja sér
við minninguna um þessa hlýju
sumardaga.
Það lýsti Páli vel að hann skyldi
hringja í mig haustið 1990, hart
leikinn af lyfjum gegn sjúkdómnum,
að minna mig á að 15 ár væru lið-
in frá útskrift okkar úr Háskólan-
um. „Það hefur nú einhverntíma
þótt ástæða til að lyfta glasi af
minna tilefni," sagði hann. Og mitt
í veikindastríðinu héldum við upp á
tímamótin yfir veisluföngum og
áttum saman yndislega kvöldstund
austur á Selfossi.
Páll Bergsson verður jarðsettur
á Akureyri í faðmi norðlenskra
fjalla sem hann unni svo mjög. Svo
var fyrir mælt og frágengið af hans
hálfu. Það var æðrulaus maður sem
gekk á vit örlaga sinna.
Guð blessi minninguna um góðan
dreng.
Tryggvi Jakobsson.
Það er einkennilegt þetta með
dauðann. Við vitum öll frá blautu
barnsbeini, að hann er það eina
vísa og áreiðanlega hér í heimi. Við
gerum okkur vonir um gott líf og
farsælt ævistarf, en enginn getur
sagt með nokkurri vissu fyrir um
það, allt þar að lútandi væri ágisk-
un ein. En dauðann eigum við vís-
an, það veit samt enginn hver verð-
ur næstur. Við eigum samt alltaf
jafn erfitt með að taka honum, þeg-
ar einhver okkur nákominn, hvort
sem það er ástvinur eða vinur, á í
hlut. En við fáum engu ráðið. Við
verðum að trúa því að almættið
hafi tilgang með þessu, tilgang sem
við skiljum oftast ekki, en okkur
er mikil huggun í því að vita að
með jarðvist okkar er ekki öllu lokið.
Páll Bergsson yfirkennari er lát-
inn. Hann lést á heimili sínu á Sel-
fossi 1. maí sl. Þetta er búinn að
vera erfiður tími, þessi rúmlega tvö
ár frá því sjúkdómurinn uppgötvað-
ist og þar til yfir Iauk.
Ég undraðist styrk og rósemi
Páls í þessum veikindum. Þegar ég
talaði við hann og þau bar á góma,
átti ég oft í erfiðleikum með tilfinn-
ingar mínar, en hann var svo sterk-
ur, að hann gat miðlað mér af krafti
sínum. Mér varð oft hugsað til þess
hvað honum var gefinn mikill styrk-
ur í þessari baráttu, sem hlýtur að
hafa verið ógnvekjandi erfið. Hann
stóð reyndar ekki einn þar sem var
konan hans og synir og systkini,
sem öll veittu honum þann kraft
og stuðning sem þau frekast máttu.
En jafnlyndi hans og trúarstyrkur
hefur þó haft mikið að segja.
Páll Bergsson réðst sem kennari
að Glerárskóla haustið 1976. Hann
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
bii-tingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort Ijóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra.
varð yfirkennari árið eftir, þegar
fræðsluyfirvöld samþykktu að ráða
mætti yfirkennara að skólanum í
fyrsta sinn. Hann vann svo sam-
fleytt við skólann fram til ársins
1988 er hann fékk orlof frá kennslu,
sem hann notaði til að fara til Kaup-
mannahafnar og innritast í Kaup-
mannahafnarháskóla til að læra
ýmislegt tengt landafræði, sem var
hans sérgrein og honum þótti vænt
um. Þegar heim kom úr orlofinu,
sótti hann um ársleyfi án launa og
settist að með ijölskyldunni á Sel-
fossi, en þar höfðu konan hans og
synir búið meðan hann var úti.
Á þessum tíma kom í ljós, að
hann var kominn með þennan voða-
lega sjúkdóm, sem að lokum dró
hann til dauða. Þetta hlýtur að
hafa verið ægileg uppgötvun fyrir
hann.
Páll var dagfarslega prúður mað-
ur, kurteis og óáreitinn. Það fór
ekki mikið fyrir honum, en hann lét
samt engan vaða yfir sig og hafði
skoðun á hlutunum og var óhrædd-
ur við að láta hana uppi. Það gerði
hann á greinilegan og skipulegan
hátt. Hann var það sem ég vil kalla
góður kennari, stjórnaði nemendum
sínum af lagni og röggsemi, lét þá
hafa nóg að starfa, var sanngjarn
í samskiptum sínum við þá og gerði
ekki ósanngjarnar kröfur til lítil-
magnans. Mér fannst gott að vinna
með Páli. Þessi 12 ár, sem við unn-
um saman, kom okkur ágætlega
saman og þrátt fyrir að við værum
ekki alltaf á sömu skoðun tókst
okkur ávallt að leysa ágreining
okkar á friðsamlegan hátt og í sátt
og samlyndi.
Páll var glaðlyndur maður og ég
man ekki eftir honum fýldum í skapi
eða hafandi allt á hornum sér, eins
og hendir okkur suma. Kennarar
Glerárskóla hafa haft þann sið í
áraraðir að fara í ferðalag, með
nesti og nýja skó, vor og haust. Þá
er gjarnan farið í næstu sýslur, í
sumarbústaði eða eitthvað annað,
sem fólki hefur litist best á í það
sinnið. Á þessum ferðalögum held
ég að mér sé óhætt að segja, að
fáir hafi verið eins skemmtilegir og
Páll Bergsson. Hann var einfaldlega
hrókur alls fagnaðar, hann söng
manna best, sagði fyndnar sögur
og kunni mikið af skemmtilegum
söngtextum. Hann átti það til að
læða út úr sér sprenghlægilegum
athugasemdum um ýmsa, en þær
voru ekki allar á annarra kostnað,
eins og okkur íslendingum hættir
svo til. Ég sagði að Páll hefði sung-
ið manna best og það fannst mér
alltaf, enda var hann ákaflega
söngvinn og músíkalskur, söng
lengi með kirkjukór Akureyrar-
kirkju og Passíukórnum.
En núna er skarð fyrir skildi.
Páll er allur. Hann kemur ekki aft-
ur til okkar í Glerárskóla. Við eigum
góðar minningar um Pál Bergsson.
I huganum þökkum við honum fyr-
ir öll árin, sem við unnum saman
í Glerárskóla og sendum Helgu,
konu hans, sonum og skyldmennum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Kennarar og starfsfólk Glerár-
skóla,
Vilberg Alexandersson,
skólastjóri.
Páll Bergsson, sem í dag verður
lagður til hinstu hvílu í eyfirskri
mold, þaðan sem hann er kominn,
hóf störf við Fjölbrautaskóla Suður-
lands haustið 1989. Þá var hann
að setjast að hér sunnan heiða, á
besta aldri eða 44 ára gamall.
Starfsferill Páll með okkur varð því
miður stuttur, eða fram á góu 1990,
en þá varð vart við þann vágest sem
Páll hefur nú orðið orðið að lúta,
langt um aldur fram.
Strax kom í ljós um Pál að þar
fór rífandi kennari. Hann hafði
djúptækan áhuga á fræðigrein
sinni, landafræði, og vann að
kennslubók um þau efni er kallið
kom. Sömuleiðis kenndi hann jarð-
fræði og félagsfræði. Allt lék hon-
um þetta í hendi, enda hafði hann
gott samband við nemendur og
gerði til þeirra miklar kröfur.
En áhugasvið Páls var miklu víð-
ara en fræðigreinum hans nam,
einkum bókmenntir og sagnfræði.
Hann var ferðaglaður, fjallagarpur,
gleðskaparfélagi; hann var húman-
isti í bestu merkingu og fengur að
honum á kennarastofu. Með Páli
barst hingað niður í Flóann ofurlít-
ill andblær af hinum létta og há-
fleyga hnúkaþey Eyjafjarðar, eins
og hann hefur sýnt sig hér bestan
við búferlaflutninga af svipuðu tagi.
Páll þoldi vel flutninginn og tók
heima í hinum framandi jarðvegi,
en slíkt reynist ekki öllum létt.
Hann eignaðist hér góða vini sem
trega hann sárt.
Ég mæli fyrir munn allra starfs-
manna skólans þegar ég nú þakka
Páli samfylgdina, tjái ástvinum
hans samúð okkar og óska þeim
af öllu hjarta allrar blessunar.
Þór Vigfússon.
Fleirí greinar um Pál Bergs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Weetob/x $