Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 38

Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÁRSHÁTÍÐIR Hnallþóru- þáttur á Jökuldal Arshátíð Skjöldólfsstað- askóla á Jökuldal var að mestu helgur Halldóri Laxness. Var meðal annars sýndur Hnallþóruþáttur úr Kristnihaldi undir Jökli. Kór skólans söng texta skáldsins við lög ýmissa höfunda og Sigríður Sigurðardóttir söng Hvert örstutt spor úr Silfurtúngl- inu. Á annarri myndinni sést kór yngri deildar Skjöldólfsstaðaskóla, hin er frá Hnallþóruþættinum sem leikinn var. Eric Douglas hlýðir á dómarann lesa dóminn. DANS í SUMAR í maí -21/2 vikna námskeib. 8 tímar. Mæting 3x í viku. Gjald: Fyrir börn kr. 3.600, fyrir fulloröna kr. 4.600,- Kennt á mánud., mibvikud. og föstud. Kennsla hefst mánudaginn 11.maí. í júlí - 5 vikna námskeib. 10 tímar. Mæting 2x í viku. Gjald: Fyrir börn kr. 4.000,- fyrir fullorðna kr. 5.000,- Kennt á mánudögum og miövikudögum. Kennsla hefst mánudaginn 29. júní. í júní - 5 vikna námskeib. 10 tímar. Mæting 2x í viku. Gjald: Fyrir börn kr. 4.000,- fyrir fullorðna kr. 5.000,- Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum. Kennsla hefst þriöjudaginn 2. júní. í ágúst - 4 vikna námskeib. 8 tímar. MætingJ2x í viku. Gjald: Fyrir börn kr. 3.600,- fyrir fullorðna kr. 4.600,- Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum Kennsla hefst þriðjudaginn 4. ágúst. Aðalkennari í sumar verbur Aubur Haraldsdóttir. Barnadansar 3ja-5 ára. Suöur-amerískir og standard dansar. Gömlu dansarnir og Rock'n'roll. Einkatímar. Byrjenda- og framhaldshópar. DA\SS Innritun stendur yfir á öll námskeiöin í síma 686893 frá kl. 10-19. AU Ð A R H A R A L ÞRÁHYGGJA Einn Douglas- bræðra í geðrannsókn Eric Douglas, 33 ára gamall bróðir Michaels Douglas, leikara og leikstjóra, var nýlega dæmdur í fimm daga betrunarvist og gert að greiða málskostnað eftir að hafa verið sekur fundinn um líkamsárás og síðan reynt að koma sér undan handtöku. Honum var einnig gert að sæta geðrann- sókn. Douglas sparkaði í tvígang í sköflunginn á lögreglumanninum Michael Carra sem hann veittist að í anddyri byggingar í Beverly Hills. Skömmu áður höfðu þeir þrefað um meinta ábyrgð Carra á þyrsluslysi sem faðir Erics, Kirk Douglas lenti í á sínum tíma. Kirk slasaðist í slysinu, en tveir farþeg- ar létust. Carra var þá lífvörður Kirks. Eric hefur síðan átt sökótt við Carra og sauð loks upp úr sem fyrr segir. Rannsókn á slysinu leiddi ekkert misjafnt í ljós varð- andi Carra. Nokkrir nánir vinir Erics Dou- glas voru viðstaddir réttarhöldin, en eftir því var tekið, að enginn hinna frægu fjölskyldumeðlima hans lét sjá sig. ÞJONUSTA Hefur predikað daglega í 15 ár Stykkishólmi. * Aþessu ári hefur þjónandi prest- ur katólsku kirkjunnar hér á landi, sr. Jan Habets, verið hér S' Stykkishólmsumdæmi í fimmtán ár. Hann hefur verið samviskusam- ur og prédikað daglega og svo auðvitað aðalmessur verið á hveij- um sunnudegi og öllum bæjarbú- um staðið til boða að koma þang- að til andlegrar upplyftingar. Hér hafa verið nokkrir Pólveijar sem unnið hafa við útgerð bátanna hér í vetur og hafa þeir sótt vel kirkjuna og sungið athyglisverða sálma á sinni tungu og undir ljúf- um lögum. Séra Jan er einnig í Rotary- klúbbi Stykkishólms og mætir þar betur en íslendingar. - Árni Morgunblaðið/Árni Jan Habets að störfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.