Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 43 SÍMI 320 75 IUIITT EIGIÐIDAHO Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.- Bönnuð innan 16 ára. *** „Sjaldgæflega hreinskilin lýsing á lxfi ungra manna sem selja blíðu sína. Persónulegt verk um dap- urlega einstæðingskennd í ömurlegri veröld" - Mbl. EFTIR LEIKSTJÓRA „DRUGSTORE COWBOY“ pSSSSx keanu reeves VÍGHÖFÐI Stórmyndin með Robert De Niro og Nick Nolte. Sýnd í B-sal kl. 5, 8.50 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. HETJUR HÁLOFTANNA Fjörug og skemmtileg mynd um leikara sem þarf að læra þotuflug. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Metsölublaó á hverjum degi! Banvæn barnagæla Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Höndin sem vöggunni ruggar („The Hand that Rocks the Cradle“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Curtis Hanson. Handrit: Amanda Silver. Aðalhlut- verk: Rebecca De- Mornay, Annabella Sci- orra, Matt McCoy, Ernie Hudson, Julianne Moore. Hollywood Pictures. 1992. í hinni bráðgóðu og bragðmiklu spennumynd, Hendinni sem vöggunni ruggar, er illinginn kona sem glatað hefur draumn- um um venjulegt fjölskyld- ulíf og barneignir og hefnir sín á þeim sem henni finnst að beri ábyrgðina. Það er einkar ástrík og samheldin íjölskylda en konan sest að á heimili hennar sem barn- fóstra undir fölsku flaggi og tekur að myrða hægt og örugglega fjölskyldulífið innan frá. Hún er einhver óvenjulegasti illingi spennumyndanna því glæp- urinn sem hún ætlar að fremja er að ræna hús- móðurina heimilislífinu. „Höndin" er mjög fag- mannlega gerð sálfræðileg spennumynd undir áhrifa- ríkri leikstjórn Curtis Hans- ons eftir frábæru handriti Amöndu Silver. í upphafs- kaflanum er lagður grunn- ur að sögunni: Kynsjúkdó- malæknir fremur sjálfs- morð eftir að húsmóðirin í áðurnefndri fjölskyldu kær- ir hann fyrir kynferðislega áreitni. Við fréttirnar miss- ir eiginkona læknisins fóst- ur og allar eignir þeirra í lagaþjarki svo hún stendur uppi slypp og snauð. Hún ræður sig 'undir dulnefni sem barnfóstra á heimili konunnar og þar hefst sag- an í raun fyrir alvöru. Eiginkonan telur sig eiga harma að hefna en það sem rekur hana einnig áfram er nánast dýrsleg þrá eftir hinu fullkomna fjölskyldu- lífi; hún berar tennurnar oftar en einu sinni eins og í vörn fyrir sínar illu fyrir- ætlanir. Þetta er ein af þessum myndum sem mað- ur vill sífellt hrópa á fólkið að vara sig; fóstran setur á sig unaðslega falska grímu, verður trúnaðarvin- ur húsmóðurinnar en gerir eldra barnið hennar afhuga henni og sáir grunsemdum í samband hjónanna, læðist á nóttunni og gefur unga- barni þeirra bijóst og geng- ur þannig frá málum að húsmóðirin verður sífellt örvinglaðri. Rebecca DeMornay er stórkostleg í hlutverki barnfóstrunnar hefni- gjörnu. Beitt eins og rak- vélarblað fer hún um húsið og sker pínulítil sár í fjöl- skylduna. Hún er falski vin- urinn með hlýja viðmótið, fláræðið uppmálað, og hún er óhugnarlegur morðingi þegar brestur í ráðabrugg- inu. DeMornay tekur hlut- verkið tröllatökum með þvinguðu rólyndi, sem felur hefnigirnina sem undir kraumar, og svipbrigðum sem lýsa fullkominni bijál- semi. Sciorra er einnig mjög góð sem húsmóðirin, auðveld bráð því hún veit ekki betur, asmasjúklingur sem nær ekki andanum þegar á bjátar en ver ríki sitt af harðfylgi. Hanson, sem gert hefur ágætar spennumyndir áður („The Bedroom Window“, „Bad Influence"), er orðinn fremstur í flokki þeirra sem haldið geta uppi góðri sál- fræðilegri spennu. Líkt og í „Bad Influence“ skapar hann óhugnanlegt and- rúmsloft í kringum leik kattarins að músinni, falska vináttu og stjórn- lausa illsku og slakar aldrei á klónni. Hann hefur gert mjög góða spennumynd sem á auðvelt með að halda manni á sætisbrúninni þeg- ar fram í sækir. Eitt verka Tuma. Sýnir í Ný- listasafninu OPNUÐ verður sýning á málverkum og teikningum eftir Tuma Magnússon í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 9. maí kl. 16. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 fram til 24. maí. Tumi sýndi fyrst í Ás- mundarsal árið 1978. Sýning í skotfimi SKOTSÝNING verður haldin á Kópavogsvelli í Kópavogsdal Iaugardag- inn 9. maí kl. 16.00. Sýningarskyttan John Satterwhite frá Bandaríkj- unum kemur hingað á veg- um Veiðihússins með milli- göngu Benelli-haglabyssu- framleiðandanna. Mun hann sýna listir og hittni með Benelli-haglabyssum. Sýn- ingin hefst með veiðihunda- sýningu í umsjón Ásgeirs Heiðars. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. & John Satterwhite Stórkostleg mynd með framúrskarandi leikurum. Paul Newman hefur tvisvar fengið Óskarinn eftirsótta og sex sinnum að auki verið útnefndur til þeirra verð- launa. Hér er á ferðinni mynd sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Myndin hefur hvarvetna fengið frábæra dóma. Aðalhlutverk: Paul Xewman og Joanne Woodward. Leikstjóri: James Ivory (A Room With a View. Sýnd kl. 5,9 og 11.15. LETTLYNDA RÓSA Sýnd kl. 5,7,9 og 11. UPPALIFOGDAUÐA Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð i. 16ára. KOLSTAKKUR Sýnd kl. 5,7,9og11. Bönnuði. 16ára. HOMOFABER ★ ★★★ Helgarbl. Sýnd kl. 7 og 11. FREEJACK Sýnd kl. 5,7,9og 11. Bönnuðinnan16. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Matsölu- og skemmtistaður Kringlan 4 CALIFORNIA cuisine GESTUR: T* ggj MA TREIÐSL UMEIS TARINN UJK. LISA STALVEY 0$ J'ni ve iI ingah úsin u Spago Um helgina JASS OG DINNER Jasscombó Sigurdar Flosasonar Ellen Kristjáns föstudagskvöld Richard Boon laugardagskvöld Borðapantnir í síma 689686 Dimmalimm í Gerðubergi FÉLAGIÐ Augnablik sýnir barnaleikrit um Dimma- Iimm í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi laugardag- inn 9. maí kl. 16. Leiksýningin er unnin upp úr sögunni um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Þetta er saga um litla prinsessu sem heimsækir svaninn sinn á hveijum degi í heilt ár og leysir hann þann- ig úr álögum með góðvild sinni og hugrekki. Tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann samdi fyrir uppsetningu Þjóð- leikhússins á Dimmalimm árið 1970. Leikarar í sýningunni eru þrír: Ásta Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Harpa Arnardóttir og flautuleikari er Kristín Guðmundsdóttir. Björg Vilhjálmsdóttir mynd- iistarmaður gerði leikmynd sýningarinnar. Verð að- göngumiða er 400 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.