Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 1

Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 1
VIKUNA 9. — 15. MAI PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 BLAÐ Hvert verður svar dómnefndanna við íslenska laginu Nei eða já? Stöð 2: Gusu- gangur FYRRI mynd Stöðvar 2 laugardagskvöldið 9. maí kl. 21.45 er Disney-mynd- in Gusugangur eða Splash frá 1984 og segir frá bandarískum heildsala sem er í sumarfríi. Hann verður yfir sig ástfanginn og konan í draumum hans er með Ijóst sítt hár, dökk augu, yndislegt bros og heillandi sporð! Eins og menn rennur grun í er hér um smellna gamanmynd að ræða og leikur Daryl Hannah hafmeyjuna af hreinni list, en hún lék í myndinni Ruglukollar eða Crazy People, sem nýlega var sýnd á Stöð 2. Tom Hanks leikur heildsalann og John Candy fer einnig með stórt hlutverk. Leik- stjóri myndarinnar er Ron Howard, en hann hefur m.a. leikstýrt myndunum Night Shift og Parent- hood. Kvikmyndahandbók Maltin's gefur ★★★ og Myndbandahandbókin gefur ★ ★'/2. Tom Hanks horfir djúpt í augu hafmeyjar sinn- ar, sem leikin er af Daryl Hannah. Sjónvarpið: SONGVAKEPPNIN - úrslitin ráðast á morgun, laugardag ÞRÍTUGASTA og sjöunda söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu verður haldin í Málmey í Svíþjóð á morgun, laugardaginn 9. maí. Keppnin hefst kl. 19.00 að íslenskum tíma og verður hún sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Fyrir íslands hönd mætir hljómsveitin Stjórnin, með söngkonurnar Sigríði Beinteinsdóttur og Sigrúnu Evu Ár- mannsdóttur í broddi fylkingar, og flytur lagið Nei eða já eftir Friðrik Karlsson, Grét- ar Örvarsson og Stefán Hilmarsson. Fulltrúar 23 þjóða koma saman í skauta- höllinni í Málmey og hefur fjöldi þátttakenda aldrei verið meiri. Áhorfendur í skautahöll- inni geta orðið 3.700, en um 250 manns vinna við keppnina. Sænska sjónvarpið sér um að mynda keppnina og notar meðal annars til þess 12 myndatökuvélar, þar af 10 á sviðinu. Einnig er notast við 3 krana, 100 hljóðnema og 58 sjónvarpsskjái, svo eitthvað sé nefnt. Á fjórða tug (slendinga verða í Málmey vegna keppninnar, m.a. Arni Snævarr frétta- maður, sem sér um lýsingu. í íslensku dómnefndinni eru 16 manns, sem valdir voru samkvæmt þeim reglum sem um keppnina gilda. Ekki má gefa upp hverjir sitja í nefninni fyrr en á sjálfan keppn- isdaginn, en vitað er að helmingur fulltrú- anna starfar á sviði tónlistar og að jafnrétt- is er gætt hvað varðar aldur og kyn. Dóm- nefndirnar taka til starfa snemma á laugar- deginum þegar aðalæfing og tilrauna- útsending fer fram, þannig að frammistaða keppendanna þá gildir að einhverju leyti líka. Lagið Nei eða já kemur út á geisladiski í íslenskri og enskri útgáfu á morgun, laugar- dag. Enska heiti lagsins er Heart 2 Heart. Alþjóðlegur aðdáendaklúbbur í tengslum við söngvakáppnina starfar alþjóðlegur aðdáendaklúbbur, sem nefnist Organisation Générale des Amateur d’Euro- vision (OGAE). Morgunblaðinu hefur borist bréf frá Leif Thorsson forsvarsmanni sænska klúbbsins, en OGAE er með útibú í 16 löndum. Segir í bréfinu, að klúbburinn hafi verið stofnaður 1984 og að gefið sé út fréttabréf fimm sinnum á ári. Ennfremur er bent á að hafi íslendingar áhuga á að gerast félagar, fá frekari upplýsingar eða stofna útibú geti þeir skrifað til: OGAE-SWEDEN c/o Leif Thorsson Torvalla 2436 S-831 92 Östersund, Sweden Bíóin í borginiý bls. 4 Rás 1: RúRek ’92 DJASSHÁTÍÐ Ríkisútvarpsins, Reykjavíkurborgar og djass- deildar Félags íslenskra hljómlistarmanna (RúRek) verður haldin í annað sinn dagana 9.-16. maí. Hátíðin hefst kl. 17.00 laugardaginn 9. maí með beinni útsendingu úrTjarnar- sal Ráðhússins í Reykjavík. Aðalgesturtónleikanna er Banda- ríkjamaðurinn Richard Boone. Andrea Gylfadóttir, Carl Möller, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur Steingrímsson munu einnig leika og syngja við setningu djasshátíðarinnar. Richard Boone hóf feril sinn sem söngvari í kirkjukór fimm ára gamall og tólf ára var hann farinn að blása í básúnu. Hann sló í gegn með Count Basie-bandinu, en hin síðari ár hefur hann verið búsettur í Danmörku. Tónleikar verða alla daga vikunnar og má sérstaklega benda á að frá og með mánudagskvöldi verða á hverju kvöldi leiknar kl. 0.10 hljóðritanir frá tónleikum ásamt hljóðritunum frá fyrri djasshátíðum Útvarpsins. Miðvikudagskvöldið 13. maí kl. 0.10 verður m.a. útvarpað samleik Dana og íslendinga. Sigurður Flosason og danski gítarleikarinn Karsten Houmark léku saman á djasshátíð í Færeyjum fyrir nokkrum árum. Hér endurnýja þeir kynni sín og með þeim leika Kjartan Valdimarsson á píanó, Torben Westergaard á bassa, Soren Frost á trommur og Andrea Gylfadóttir syngur. Föstudagskvöldið 15. maí kl. 0.10 leikur íslenska „útlend- ingaherdeildin" í djassi. Þetta eru þrír kunnir íslendingar, sem búsettir eru erlendis: Árni Egilsson bassaleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari og Pétur Östlund trommari. Með þeim leika gamlir félagar, Árni Scheving víbrafónleikari og Þórarinn Ólafsson píanisti. Jón Páll og Pétur hafa heimsótt ísland af og til, en Árni lék hér síðast á Listahátíð 1974 ásamt André Previn, Cleo Laine og Johnny Dankworth. í Sjónvarpinu verður sýnt frá setningarhátíðinni sunnu- daginn 10. maí kl. 17.20. Auk þess verða kynningarþættir kl. 20.35 næstkomandi miðvikudag, “ fimmtudag og föstudag. Pétur Östlund trommari er einn gesta hátíðarinnar. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 V j. Myndbönd bls. 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.