Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 1

Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 1
LOTTÓ: íslendingar spiluðu fyrir 5,3 milljarða á 5 árum /6 FLUG: Flugleiðir herða markaðssóknina á meginlandinu /8-9 Mengiumrvíirimrhúnaður selst fyrir hundruð milljóna AIR Purificaton Inc., sem selur íslenska mengunarvarnarbúnaðinn Rotorfilter, hefur undanfarið náð samningum við fyrirtæki víðs- vegar um heim um sölu á búnaðinum. Air Purification var stofnað í apríl 1989, en sala á búnaðinum hefst opinberlega 1. júlí nk. Kjartan A. Jónsson, eigandi fyrirtækisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að varlega væri áætlað að sölutekjur á fyrsta ári yrðu um 2,6-3,0 milljónir dollara eða um 150-180 milljónir íslenskra króna. Þegar hefði verið samið um trygga sölu fyrir um 120 millj- ónir króna. Mengunarvarnarbúnaðurinn er framleiddur í Vél- smiðju Sigurðar H. Þórðarsonar í Kópavogi. Rúm 20 ár eru síðan umræddur mengunarvarnarbúnaður var hannaður hér á landi af Jóni Þórð- arsyni, framleiðslustjóra á Reykja- lundi. Hann stofnaði fyrirtækið Lofthreinsun hf., setti búnaðinn víða upp til reynslu og seldi þrjú tæki til fyrirtækisins Lýsi og mjöl í Hafnarfirði. Vegna breytinga á mengunarvarnarlögum hér á landi fór markaðurinn út um þúfur fljót- lega eftir það eða undir lok 8. áratugarins. Kjartan komst í kynni við málið í heimsókn til íslands fyrir þremur árum, en hann hefur verið búsett- ur í Bandaríkjunum í áraraðir og rekið þar verkfræðistofu. „Það tók mig ekki langan tíma að sjá að þama var um að ræða mjög góðan búnað sem með áframhaldandi þróun er nú orðinn besti mengun- arvamar- og lofthpeinsibúnaður sem völ er á,“ sagði Kjartan. Vorið 1989 keypti hann fyrir- tækið af Jóni Þórðarsyni og gerði í kjölfarið samning við Vélsmiðju Sigurðar H. Þórðarsonar um smíði á tæki til reynslu. „Fyrsta tækið var sent vestur um haf til mín í desember 1989 og sett upp til reynslu í sorpbrennslu fyrir stórt sjúkrahús þar sem í ljós kom að það hreinsaði mjög vel agnir úr lofti og einnig salt- og brenni- steinssýru,“ sagði Kjartan. „Þessi reynsla varð til þess að ég ákvað að fara út í markaðssetningu á tækjunum og hef nú þegar sett upp sölukerfi í 25-30 fylkjum í Bandaríkjunum.“ Air Purification hefur nú sett Rotorfilter mengunarvarnarbúnað upp \dð sorpbrennslur tveggja sjúkrahúsa í Bandaríkjunum. Sjálfstæðar rannsóknarstofur í hvora fylki hafa tekið búnaðinn út og komist að þeirri niðurstöðu að hann uppfylli fullkomlega allar kröfur yfirvalda varðandi mengun- arvamir. Kjartan segir að nú liggi fyrir til viðbótar pantanir á átta tækjum sem eigi eftir að afgreiða til Bandaríkjanna. Þá hafi eitt kerfi verið selt til Tékkoslóvakíu. „Það má segja að notkunar- möguleikar þessa búnaðar séu nánast ótakmarkaðir,“ sagði Kjartan. „Við erum með pöntun frá aðila í Danmörku og þar era menn einnig að kanna hvort sú fullyrðing okkar standist að Ro- torfilter eyði lykt eins og tækin hjá Mjöl og lýsi gerðu. Þá má nefna að við eram í samningavið- ræðum við japanskt stórfyrirtæki sem hefur mikinn áhuga á að selja þessi tæki þar. Samningar eru að ganga saman við annað þarlent fyrirtæki um kaup og sölu á mengúnarvamarbúnaði fyrir stóra sorpbrennslu og kemur aðili frá því til íslands seinna í þessum mánuði. Þarna er um að ræða sölu fyrir um hálfa milljón dollara eða 30 milljónir króna.“ Kjartan sagði ennfremur að ein af rannsóknarstofum Southem 111- inois University hefði valið Rotor- filter úr hópi ijölda hreinsunar- tækja til að staðfesta hve vel Ro- torfilter hreinsaði brennisteinssýra og önnur brennisteinsefni úr reyk sem félli til við kolabrennslu. BifreiðainnfEutningur janúar - aprfl 1991 og 1992 NY,R °s 2,801 NÝIR FÓLKSBÍLAR 2.1® NÝIRog NOTAÐIR VÖRUBÍLAR NOTAÐIR SENDIBÍLAR 632 ) 363 NOTAÐIR FÓLKSBÍLAR 123 73 1991 i 1992 1991 1992 mest seldu fólks- bílategundirner I jan.- apríl 1992 Fjöldi % 1. TOYOTA 384 18,0 2. DAIHATSU 380 17,8 3. MITSUBISHI 277 13,0 4. NISSAN 210 9,9 5. AE-LADA 131 6,1 6. MAZDA 100 4,7 7. VOLKSWAGEN 95 4,5 8. SUZUKI 82 3,8 9. SUBARU 79 3,7 10, RENAULT 63 3.0 Aðrir 330 15,5 SAMDRÁTTUR íinnflutrmgi á nýjum bílum var tæp 36% I apríí si. þegar fluttir voru inn 894 nýir bílar samanborið við aprílmánuö í fyrra þegar þeir voru 1.391 talsins. Þegar litið er á tjóra mánuði þessa árs hafa afls verið fluttir inn 2.539 nýir bílar samanborið við 3.363 í fyrra, sem er um 23% samdráttur, Jónas Þór Steinarsson tramkvæmdastjóri Bilgreinasambandsins segir þennan sam- drátt vera f samræmi við það sem menn höfðu reiknað með t upphafi ársins. Hinn mikla samörátt í april megi að nokkru ieyíi skýra með óvissu i efnahags- máium en etnnig verði að taka tillit tii þess að innftutningur í apríi i fyrra hafi verið sérstakiega mikilt. Það sem af er árinu hefur mest verið fiutt inn af Toyota-öbílum, en athygli vekur að næstmest er flutt inn af Dáhatsu sem kominn er með 17,8% markaðshiutdeild mióað við 4,4% á sama tima í fyrra. Að sögn forsvarsmanna Brimborgar sem fiytur inn Daihatsu má skýra þessa auknu markaðshlutdeiid að mestum hluta með bilasendingu sem átti að fara til Júgóslavíu en Brimborg náði samningum um. Alls voru þetta um 200 bílar sem nú er búið að selja. Þrtðju 1 röðinni eru Mitshubishi bílar með 13% af markaðshlutdeildinni. mmr ♦Tilboð þetta gildir til 31. maí og á hótelum sem Flugleiðir hafa samning við. EITT FARGJALD FYRIRBÆÐI SAGA Ánægjunnar, sem þú nýtur á Saga Business Class, nýturðu best með BUSINESS 1>V' ^e*‘a henni með þeim sem þér þykir vænst um. Þess vegna /Ái A*CC kj°ða ITugleiðir farþegum, sem greiða fullc Saga Business Class far- ^—■V'jD gjald, sérstök vildarkjör: frímiða fýrir maka til New York og Balti- more og til allra áfangastaða í Evrópu utan Norðurlanda og 90% afslátt af fargjaldi til áfangastaða á Norðurlöndum. Auk þess bjóðum við á Norðurlöndum 8000 kr. upp í hótelkostnað í sömu ferð.* - Gefðu maka þínum tækifæri til að kynnast kostum þess að fljúga með Saga Business Class. Breyttu venjulegri viðskiptaferð í einstaka upplifun fyrir ykkur bæði. FLUGLEIÐIR Traustur fslenskur ferdafélagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.