Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 2

Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNOLÍF FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Morgunblaðið/Emilía TOLVUSAMIMINGUR - í gær var gengið frá samkomulagi um að Örtölvutækni yfirtæki tölvu- deild KÓS, sem er með umboð fyrir Digital. Á myndinni eru Stig Orloff og Jan Friis Pedersen frá Digital í Danmörku, Jónína G. Jónsdóttir, stjórnarformaður Kristjáns 0. Skagfjör, Werner Rasmusson, stjórnar- formaður Örtölvutækni, Karl Wernersson, ljármálastjóri Örtölvutækni og Heimir Sigurðsson, framkvæmda- stóri Örtölvutækni Hlutabréfasala Vaxandi áhugi á hluta- bréfum í Samskipum ÁHUGI á kaupum á hlutabréfum í Samskipum hf. hefur farið mjög vaxandi eftir að Ijóst var að fyrir- tækið fengi 65% sjóflutninga varn- arliðsins, en þeir samningar voru ekki hafðir til hliðsjónar þegar gengi bréfanna var ákveðið 1,12 í sl. mánuði. í gær seldust bréf fyrir um 10 milljónir króna sem einn aðili keypti að mestu leyti. Gengi bréfanna verður reiknað að nýju eftir að hlutabréfin í fyrsta áfanga hlutafjárútboðsins hafa verið seld, en alls eru það 100 milljónir króna. Nú hafa hlutabréf í Samskipum hf. verið seld fyrir um 60 milljónir að nafnvirði þegar óafgreiddar pantanir eru teknar með í reikning- inn, að sögn Skúla Gunnars Sigfús- sonar fyrirtækjaráðgjafa hjá Lands- bréfum, sem sjá um hlutabréfasöluna í Samskipum. „Við reiknuðum með að það tæki um 3 mánuði að selja þessar fyrstu 100 milljónir en nú hefur helming- urinn verið seldur á aðeins hálfum mánuði. Þá hefur hefur áhuginn á kaupum bréfann aukist mjög und- anfama daga eftir fréttir bárust af því Samskip fengu samningana við varnarliðið. Við hjá Landsbréfum erum því mjög ánægðir með við- brögðin, en sala bréfanna hefur dreifst bæði á stofnanafjárfesta og einstaklinga," sagði Skúli Gunnar Sigfússon. Fyrirtæki Örtölvutækni tekur við Digital-umboðinu af KÓS GENGIÐ var frá samkomulagi í gær um að Örtölvutækni yfirtæki tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð sem hefur umboð fyrir Digital tölvur. Þetta er gert í samráði við Digital í Danmörku og tekur samkomulagið formlega gildi um næstu mánaðamót. f því er gert ráð fyrir að starfsmönnum tölvudeildarinnar verði boðin störf í hinu nýja fyrirtæki. „Kristján Ó. Skagfjörð er að endurskipuleggja reksturinn og styrkja fjárhagsstöðu sína og þessi aðgerð er liður í því,“ sagði Áðal- steinn Helgason, framkvæmda- stjóri í samtali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið þarf að lækka sínar skuldir og draga úr áhættu en tölvudeildin hefur verið langá- hættusamasti hluti rekstrarins. Við munum í framtíðinni leggja áherslu á heildverslun og þjónustu SUUUÉl i ‘ - j bBBHH SOLUAÐILAR: E. TH. MATHIESEN HF. PENNINN SF., HALLARMÚLA 2 E.TH.MATHIESEN HF, ?í JAHHRAUN! 14 • HAFNARFIRi)! • Sl'MI bSíOOO við útgerð en þetta eru þeir þætt- ir sem Kristján Ó. Skagfjörð hefur verið með í 80 ár. Tölvureksturinn hefur verið hér í 15 ár.“ Hann sagði að tölvudeildin hefði verið með 30% af veltu fyrirtækisins eða um 300 millj. króna og þar hefðu starfað 18 manns. Heimir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Örtölvutækni, sagði að mikils væri vænst af þessu samkomulagi fyrirtæksins við einn stærsta tölvuframleiðanda heims. ,;Það er rétt að taka það fram að Ortölvutækni stendur alfarið eitt að þessari yfirtöku. Hins vegar sjáum við ekki að hún breyti for- sendum um sölu okkar á jaðar- tækjum frá HP þar sem um hefur 'verið að ræða gott samstarf á báða bóga. Samningur okkar við HP byggir á því að við seljum ein- menningstölvur og jaðartæki. Við erum ekki að selja stærri kerfin frá HP.“ Heimir sagði hins vegar að það samstarf sem Örtölvutækni hefði átt við HP á íslandi hf. varðandi tilboð í stærri verkefni myndi breytast þar sem fyrirtækin vær nú komin í beina samkeppni á því sviði. Jan Friis Pedersen, frá Digital í Danmörku, sagði í samtali við 'Morgunblaðið, að ákvörðunin um að ganga til samstarfs við Örtölvu- tækni hefði verið tekin að vand- lega athuguðu máli. „Um síðustu helgi hittum við viðskiptavini tölvudeildar KÓS, þ.e. notendur Digital hér á landi, og þá aðila sem höfðu áhuga á Digital umboðinu og í kjölfarið tókum við þá ákvörð- un að besta lausnin yrði að ganga til samninga við Örtölvutækni. Við höfum átt langt og gott samstarf við tölvudeild KÓS sem yonandi verður framhald á hjá Örtölvu- tækni. Starfsmenn tölvudeildar KÓS hafa mikla reynslu og þekk- ingu á tölvubúnaði frá Digital og það er mikilvægt að Örtölvutækni nýti sér hana,“ sagði Jan Friis Pedersen. HP á íslandi tók ákvörðun í gær um að endurskoða einkasölusamn- ing sinn við Örtölvutækni sem hefur um árabil selt Hewlett Pack- ard jaðartæki. Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri HP á íslandi, sagði að viðræður hefðu átt sér stað um sameiningu við Örtölvu- tækni en niðurstaðan orðið sú að slík sameining þjónaði ekki hagsmunum HP á Islandi. Fleiri aðilar yrðu nú fengnir til að selja Hewlett Packard jaðartæki enda þótt Örtölvutæki yrði áfram sölu- aðili og sagði Frosti að m.a. hefði verið rætt við Tæknival um sam- starf. Fyrirtæki Gosan í nýtt húsnæði GOSAN hf. hefur keypt nýtt 4.000 fermetra húsnæði að Við- arhöfða 4-6 á Höfðabakka und- ir starfsemi fyrirtækisins. Að sögn Björgúlfs Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Gosan, er þarna verið að stíga fyrstu skrefin í viðamiklum skipu- lagsbreytingum í gos- og bjór- framleiðsludeild Pharmaco hf. sem á bæði Gosan og dótturfyr- irtækið Viking Brugg hf. „Undanfarið hefur starfsemi fyrirtækisins farið fram í algjör- lega ófullnægjandi húsnæði þannig að hér er um að ræða geysilega hagræðingu að loknum breytingum á húsnæðinu sem nauðsynlegar eru,“ sagði Björg- úlfur í samtali við Morgunblaðið. Aðrar breytingar eru í undirbún- ingi, en eins og áður hefur komið fram er stjórn Pharmaco að skip- uleggja sameiningu Gosan og Vikings Brugg. Björgúlfur sagði að með nýja húsnæðinu væri kominn grund- völlur fyrir sókn Gosan á gos- drykkjamarkaðnum. „Við höfum tekið því rólega undanfarið, en munum nú við láta til okkar taka á þessum markaði. Þá eru ýmsar nýjungar í framleiðslunni vænt- anlegar." Fyrirtæki Sæplast eykur ú t- flutning stórlega SÆPLAST hf. á Dalvík jók útflutning á fiskikerum og trollkúlum um rúmlega 50% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Nemur útflutningsverðmætið um 58 milljónum króna á þessu tímabili samanborið við 38 milljónir i fyrra og er það um 51% af heildarveltu fyrirtækisins. Á innanlandsmarkaði varð á hinn bóginn um 22% samdráttur í sölu fyrstu fjóra mánuði ársins. Þessi aukni útflutningur hefur gert fyrirtækinu kleift að fullnýta afkastagetu verksmiðjunnar en frá áramótum hefur framleiðslan verið í gangi allan sólarhringinn fimm daga vikunnar. I apríl var einnig fram- leitt um helgar til að anna mikilli eftirspurn. Sæplast hefur selt íiskkör til Frakklands, Hollands og Danmerk- ur. Kaupendur eru m.a. tvö stór Þú svalar lestrarþörf dagsir ó sjöum Moggans! ins or Eft RAÐSTEFNA NAMSKEIÐ EÐA FUNDIR Á DÖFINNI? í Múlalundi færð þú fundarmöppur, barmmerki (nafnmerki), álefranir, merkingar og annað sem auðveidar skipulag og eykur þægindi og árangur þátttakenda. Allar geiÖir, margar stærðir, úrval lita og áletranir aS þinni ósk! Haf&u samband vió sölumenn okkar í síma 68 84 76 e&a 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa S(BS - Hátúni 10o Slmar: 68 84 76 og 68 84 59. útgerðarfyrirtæki í Frakklandi sem hafa ráðist í að breyta skipum sín- um fyrir fiskiker, að sögn Kristjáns Aðalsteinssonar, framkvæmda- stjóra Sæplasts. Hafa þegar verið teknar ákvarðanir um breytingar á 10 fiskiskipum. „Við finnum fyrir mjög miklum áhuga á fiskikerunum því þau skila fyrirtækjunum bæði ~íægri löndunarkostnaði og betra hráefni auk mikillar hagræðingar. Salan í Frakklandi hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og við sjáum ekki fyrir endann á því hversu stór markaðurinn er,“ sagði hann. Sæplast hefur nú hafið fram- leiðslu á rotþróm og er henni ætlað að vega upp á móti sölusamdrættin-- um innanlands á fiskkörum og trollkúlum. Kristján sagði að mikil þörf væri á þessari framleiðslu því bróðurparturinn af íslenskum sveitabæjum væri ekki tengdur við rotþrær. Hin nýja rotþró væri bæði einföld í sniðum og auðveld í niður- setningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.