Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992
kOHLI
SKRIFBORÐSSTÓLAR
í MIKLU ÚRVALI
(uovos
S E R I A N
1200 BW6
/
fii? r!,.:
Kr. 25.300,-
1200 BW10m/örmum Kr. 31.700,-
VANDAÐIfí STÓLAfí
Á HAGSTÆÐU VEfíÐI
GAMLA KOMPANllÐ
KRISTJÁN SIGGEIRSSON
GKS hf., Hesthálsl 2-4______
110 Reykjavík. Slmi 91-672110
Ríkisfyrirtæki
Við getum lært af
einkavæðingu erlendis
Rætt við Þór Sigfússon hagfræðing og einn af höfundum bókarinnar
„Privatisation Yearbook 1992“
BÓKIN „Privatisation Yearbook 1992“ kom nýlega út í Bretlandi. í
henni er rakin einkavæðing í yfir 40 löndum, þar sem sérstakur kafli
er um hvert þessara ríkja. Þór Sigfússon, hagfræðingur, tók saman
kaflann um Island þar sem hann gerir grein fyrir áformum ríkisstjórn-
arinnar. Einnig lítur Þór til stöðunnar hérlendis eins og hún er nú.
Meginniðurstaða hans er sú að lítið hafi verið gert og íslenska ríkið
eip hlutfallslega fleiri fyrirtæki en almennt tíðkast í hinum vestræna
heimi. En hver telur Þór muninn vera á undirbúningi einkavæðingar
hérlendis og því sem annars staðar gerist?
„Þegar bókin „Privatisation Year-
book 1992“ er lesin þá vekur at-
hygli að mjög margar þjóðir eru að
velta fyrir sér einkavæðingu, hafa
nú þegar selt mjög mörg ríkisfyrir-
tæki og hafíð útboð. Þessar hug-
myndir tengjast almennri fijálsræð-
isbylgju sem gengur yfír þjóðfélög,
bæði hvað snertir erlendar fjárfest-
ingar og efnahagslífíð í héild.
Munurinn á því sem við íslending-
ar höfum verið að gera í sambandi
við einkavæðingu og því sem víða
er að gerast felst í fyrsta lagi í því
að víða er mun meiri pólitísk sam-
staða um einkavæðingu, a.m.k. í
sambandi við atvinnufyrirtæki. í
öðru lagi höfum við ekki náð að koma
á eins hagkvæmu sölukerfi ríkisfyrir-
tækja og mörg önnur lönd hafa gert,
t.d. var ekki kveðið nægilega skýrt
á um þennan grundvöll í stjórnarsátt-
mála núverandi ríkisstjórnar. í þriðja
lagi er lagaþátturinn víða mun skýr-
ari en hérlendis. Mjög mörg lönd eru
með heilstæð einkavæðingarlög, í
staðinn fyrir að vinna við eitt og eitt
fyrirtæki í einu stefna þau á að vera
með ein lög þar sem ráðherrum er
gefín heimild til að einkavæða innan
tiltekins ramma, þetta á t.d. við um
Nýsjálendinga. í fjórða lagi hafa
stjórnvöld ekki staðið sem skyldi að
kynningu á einkavæðingu, en hún
er mjög mikilvæg þar sem eðlilega
skortir skilning á því af hveiju eigi
að selja ríkisfyrirtæki sem t.d. ganga
vel. Því er eðlilegt að andstaðan við
einkavæðingu sé jafn mikil og hún
virðist því miður vera hérlendis. En
það sem skiptir mestu máli í sam-
bandi við sölu ríkissfyrirtækja er að
ákveðin valddreifing og pólitísk af-
skipti af atvinnulífínu minnka, en þau
hafa verið einn helsti dragbítur á
framþróun.
Sem dæmi um velheppnaða sölu
ríkisfyrirtækja má nefna að árið
1987 var símafyrirtæki og póstburð-
arfyrirtæki á Nýja Sjálandi breytt í
hlutafélög og að mati ríkisstjómar
landsins er árangur hlutafélagavæð-
ingarinnar m.a. aukin afköst og
bætt þjónusta við viðskiptavini. Sem
dæmi má nefna að 20% raunlækkun
hafí verið á símakostnaði árið 1989,
afköst á hvern starfsmann jukust
um 19% og t.d. var New Zealand
Post tímanlega með 95% af hrað-
pósti árið 1990 en um 80% árið
1987.“
Nútímavæðing
ríkisfyrirtækja
— Nú hefur mikið verið rætt um
einkavæðingu ríkisfyrirtækja á Is-
landi og fyrstu skrefin hafa verið
tekin, hvernig horfír staðan við þér?
„Vissulega hafa verið teknar
ákvarðanir um sölu einstakra ríkis-
fyrirtækja en við megum ekki gleyma
okkur og einblína einungis á þessa
sölu, hpn er af hinu góða en það er
ekki hægt að einkavæða allan ríkis-
rekstur. Danir hafa t.d. litið á þetta
í víðara samhengi en við, þeir leggja
meiri áherslu á útboð og einnig hafa
þeir velt fyrir sér hvort ekki sé hægt
að nútímavæða eða markaðsvæða
ríkisfyrirtæki eða ríkisstofnanir. í því
felst að valkostir í ríkiskerfínu eru
auknir, ekki bara með sölu ríkisfyrir-
tækja heldur einnig með því að gera
ríkisfyrirtæki sjálfstæðari. Sem
dæmi um það er stefnt á að bjóða
almenningi upp á fleiri valkosti í
heilbrigðis- og skólamálum. Höfuð-
atriðið er að stjórnendur fái aukið
svigrúm til sjálfstæðra ákvarðana og
jafnframt er fjárhagur stofnanna
gerður sjálfstæðari, m.a. í sambandi
við launastefnu þannig að góðum
starfsmönnun sé umbunað. Hvatarn-
ir eru í þá átt að starfa í takt við
það sem neytendur vilja. Um leið fá
neytendur aukið valfrelsi og rétt
gagnvart opinberum stofnunum.
Æskilegt er að þetta verði einnig
gert hérlendis, t.d. í skóla- og heil-
brigðiskerfinu. Þetta á ekki síður við
hjá sveitarstjórnum. Það eru opinber-
RIKISFYRIRTÆKI
— Samkvæmt útreikningum
Þórs Sigfússonar eru ríkisfyrir-
tæki um 20% af landsfram-
leiðslu hérlendis sem er mun
meira en víðast annars staðar.
Undanfarin ár hafa mörg ríki
selt stóran hluta ríkisfyrirtækja
sinna og t.d. eru þau núna ein-
ungis rúmlega 7% af landsfram-
leiðslu Breta samanborið við
11,5% árið 1979.
ar stofnanir á Íslandi og þær koma
margar til með að vera hér áfram,
við verðum að gera okkur grein fyr-
ir því. Bretar eru t.d. farnir í gang
með einhvers konar „borgaraskipu-
lag“, til að bæta ríkisstofnanir en
það er komið svo stutt áleiðis að
árangurinn er ekki enn kominn í ljós.
Þetta er ekki enn komið inn í umræð-
una hérlendis en ég tel það vera
vegna þess að við heyrum lítið já-
kvætt um ríkisstofnanir og því er
mest megnis rætt um að nauðsynlegt
sé að selja þær eða leggja þær niður.
Systurnar einkavæðing og sú nú-
tímavæðing, sem ég ræddi um, fara
vel saman og geta skilað neytendum
bættum hag, fleiri valkostum og betri
þjónustu,“ segir Þór Sigfússon.
ÁHB
Ekki ráðlegt að selja Póst & síma
Rætt við Philip Bowyer, aðalritara alþjóðasamtaka póst- og símamanna um einkavæðingu
REYNSLAN af einkavæðingu póst- og símafyrirtækja er slæm að
mati Philips Bowyer, aðalritara alþjóðasamtaka póst- og símamanna,
og ráðleggur hann íslenskum stjórnvöldum frá því að breyta Pósti &
síma í almenningshlutafélag. Bowyer segir einkavæðingu bresku síma-
málastofnunarinnar árið 1984 hafa leitt til þess að innarbæjarsímtöl á
dagtaxta hafi farið hækkandi og bitnað mest á hinum almenna neyt-
anda á meðan samkeppnin hafi frekar komið fyrirtækjum í miklum
samskiptum við erlend fyrirtæki til góða. Þá telur hann engar tölur
sanna að einkarekin símafyrirtæki séu hagkvæmari en opinber.
Bowyer kom hingað til lands og
hélt fyrirlestur á vegum BSRB um
reynsluna af einkavæðingu póst- og
símafyrirtækja á liðnum árum og
flallaði hann m.a. um áhrif einka-
væðingar á launþega. Hann segir
starfsmenn símans hafa tapað mikið
á einkavæðingu og stórlega hafí
dregið úr atvinnuöryggi. Starfs-
mönnum hafí verið fækkað stórlega
og um fjórðungi af 250 þúsund
starfsmönnum hafí nú verið sagt upp
störfum eða verði sagt upp á næsta
eina og hálfa ári. Þá hafí samskipti
fyrirtækisins við stéttarfélög versnað
stóriega.
Aðspurður hvað einkavæðingin í
Bretlandi hefði sýnt fram á sagði
Bowyer að fyrirtæki hefðu ekki orð-
ið skilvirkari, þjónusta hefði ekki
batnað og verð hefði ekki endilega
lækkað. „Opinber fyrirtæki eru jafn-
vel með lægra verð á sinni vöru en
einkarekin. Það að breska símaþjón-
ustan var seld til einkaaðila leiddi
til þess að verð á langlínusímtölum,
viðskiptasímtöium og þjónustu við
atvinnulífíð lækkaði töluvert, en verð
á þjónustu til heimilisnota hækkaði.
Þeir sem græða á þessu eru því stærri
aðilar í viðskiptalífínu en þeir sem
tapa er meirihluti notenda, hinn venj-
ulegi neytandi.
Eg mæli því alls ekki með einka-
væðingu og allra síst á Islandi. Síma-
kerfið á íslandi er mjög þróað, ekki
síst með tiiliti til þess hversu margir
eru með síma miðið við önnur lönd.
Þá er þjónusta Pósts & síma lægri
en víðast annars staðar og ef það
er reyndin hver eru þá rökin með
breyttu fyrirkomulagi? Ef að kvartað
er yfír einhveijum þáttum kerfísins
þá þarf að líta á hvert vandamál
fyrir sig og reyna að lagfæra þann
þátt. Það þarf ekki að breyta öllu
kerfinu heldur hveijum og einum
þætti sem gæti verið betri.“
Bowyer minntist á að þar sem
símaþjónusta hefði verið seld, t.d. á
Nýja Sjálandi, hefðu erlendir fjár-
festar og þá aðallega Bandaríkja-
menn, keypt hluta í fyrirtækjunum.
Það taldi hann það einnig geta orðið
reyndina með Póst & síma.
í flestum þeim löndum þar sem
verið sé að einkavæða símaþjónustu
er hún ákaflega vanþróuð og efna-
hagur landanna þoli ekki þá ijárfest-
ingu sem til þurfi. Einkavæðing í
þessum ríkjum er talin nauðsynleg
til að ná í útlenda tækniþekkingu
og fjármagn. Það sé hins vegar ekki
nauðsynlegt hérlendis.
Betri framleiðni í ~
ríkisfyrirtækjum
Bowyer telur að engar tölur sanni
að eipkarekin símafyrirtæki séu hag-
kvæmari en opinber. Staðreyndin sé
sú að til séu vel rekin fyrirtæki og
illa rekin, það breyti engu hvert eign-
arformið sé. „Það ríki sem mesta
reynslu hefur af einkavæðingu er
Bretland. Sé litið til. rekstrarhag-
kvæmni er gaman að líta á tvær
staðreyndir. I fyrsta lagi jókst hagn-
aður og framleiðni meira í fyrirtækj-
unum fyrir einkavæðingu en eftir.
í öðru lagi var framleiðni meiri í
TISKUFYRIR-
BRIGÐI — Phiiip Bowyer
segir hugmyndina um einka-
væðingu vera eins og hveija
aðra tískubólu, sem hann býst
við að hjaðni og raunveruleikinn
fái aftur hljómgrunn.
7
7
ÁRMÚLA13A
IÐISILAIMASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950
____i_Jvl_lA____________
fyrirtækjum sem ekki voru einka-
vædd. Á árunum 1979 til 1990 juk-
ust afköst um 4,2% á mann á ári í
ríkisreknum fyrirtækjum meðan
samsvarandi tala var 3,5% í einka-
geiranum.
Frá 1974 er samanburðurinn ríkis-
fyrirtækjum enn frekar í hag með
6,5% aukningu í afköstum á ári mið-
að við 3,7% í einkafyrirtækjum. Þetta
á við um afköst vinnuaflsins.
Niðurstöður rannsóknar á vegum
London Business School sýna að
heidlarafköst í ríkisrekinni póstþjón-
ustu jukust um 3,7% á ári á níunda
áratugnum samanborið við 2,4% hjá
British Telecom eftir einkavæðingu,“
sagði Philip Bowyer.