Morgunblaðið - 14.05.1992, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNÐLÍF FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992
Happadrætti
íslendingar „lottuðu “ fyrir 5,3
milljarða fyrstu fínun árin
FRÁ því að íslensk getspá, sem rekur lottóið, tók til starfa í nóvem-
ber 1986 og til ársloka 1991 „lottuðu" íslendingar fyrir 5.364 milljón-
ir króna á verðlagi síðasta árs. Fjöldi vinningshafa með fimm rétta
er orðinn rétt tæplega fimm hundruð og af þeim hafa um 250 hlotið
eina milljón króna eða meira í vinning. Heildarupphæð greiddra vinn-
inga á þessum tíma er 2.145 milljónir króna á verðlagi 1991. fþrótta-
samband íslands er stærsti eigandi íslenskrar getspár með 46,67%
hutafjár. Öryrkjabandalag íslands á 40% og Ungmennafélag íslands
13,33%. Frá upphafi hefur um 1.800 milljónum króna verið úthlutað
til eignaraðila í hlutfalli við hlutafjáreign.
Vilhjálmur B. Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri íslenskrar get-
spár, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að menn hafi í byijun rennt
alveg blint í sjóinn með viðtökum-
ar. Það hafi hins vegar fljótlega
komið í ljós að lottóið átti vinsældum
að fagna meðal íslendinga. Sú stað-
reynd að fyrsti vinningur gekk ekki
út í fyrstu tilraun hafði mjög hvetj-
andi áhrif á fólk að slá til í vikunni
þar á eftir og þar með hafi boltinn
farið að rúlla. Strax í annarri viku
hafi salan verið tæplega tuttugu
milljónir á verðlagi þess árs. „Það
skemmdi heldur ekki að fyrsti millj-
ónavinningurinn fór á stað þar sem
hans var virkilega þörf. Þetta gaf
okkur fljúgandi start,“ sagði Vil-
hjálmur.
„Renndum blint í sjóinn
með viðtökurnar“
„Þar sem við höfðum litla hug-
mynd um viðtökumar í upphafi var
ákveðið að hafa umgjörðina eins
ódýra og mögulegt væri. Við þjöpp-
uðum okkur þannig saman í 100 fm
húsnæði hér í kjallaranum," sagði
Vilhjálmur, en íslensk getspá hefur
frá byijun verið til húsa í byggingu
íþróttasambands íslands í Laugard-
al. Að sögn Vilhjálms leið ekki á
löngu þar til starfsemin óx hús-
næðinu yfír höfuð og fermetrunum
fjölgaði í kjölfarið.
Strax í upphafí var ákveðið að
notast við svokallað beinlínutengt
sölukerfí. „Sú ákvörðun fól í sér
mikla undirbúningsvinnu, en á end-
anum völdum við þann aðila sem
er langstærstur á þessu sviði,
bandaríska fyrirtækið GTECH
Corp., sem er með mörg tölvuvædd
lottókerfí í heiminum á sínum snær-
um. Við höfum fengið mjög góða
þjónustu hjá þessum aðilum, enda
litu þeir á Island sem nokkurs kon-
ar stökkpall inn á Evrópumarkað-
inn,“ sagði Vilhjálmur.
Hver sala tímasett
upp á einn
hundraðasta úr sekúndu
Tölvukerfíð sem íslensk getspá
notar er mjög fullkomið enda eru
F J Á R M A G
T I L
Við fjármögnum að fullu eða lánum til kaupa á hvers
konar vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar.
Lánstími eða leigutími er oftast 3 - 7 ár.
Einnig bjóðum við fjármögnun á atvinnuhúsnæði, þar
sem leigutími er á bilinu 10 -15 ár.
Upplýsingabæklingar eru í öllum útibúum
Landsbanka og Búnaðarbanka um land allt, en nánari
upplýsingar veita starfsmenn fyrirtækisins
í síma:
68 90 50
Sumartími
)um-)uh-dgust
kl 8:00-16:00
Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, Sími: 689050
gerðar þarna gífurlegar kröfur um
öryggi. „Menn átta sig almennt
ekki á því þegar þeir sjá sölukassa
úti í bæ hvað liggur á hinum endan-
um, þ.e. hversu stórt og umfangs-
mikið þetta dæmi í rauninni er,“
sagði Vilhjálmur. „Við keyrum t.d.
alltaf með tvær tölvur í einu. Síðan
er sú þriðja til staðar ti! að setja í
samband ef önnur hinna bilar.“
Að sögn Vilhjálms eru allar færsl-
ur færðar á mörgum stöðum, disk-
um og segulböndum til að koma í
veg fyrir að sú staða komi upp að
ekki sé á hreinu hvaða viðskipti
hafi átt sér stað hveiju sinni. Þann-
ig er hver sala tímasett upp á einn
hundraðasta hluta úr sekúndu. „Ef
einhver vafaatriði koma upp getum
við því skoðað nákvæmlega hvern
sölustað, þ.e. hve margar afgreiðsl-
ur hafa átt sér stað á ákveðnum
degi á ákveðnum tíma, hvaða tölur
voru seldar o.fl,“ sagði Vilhjálmur
og bætti við að sú staða hefði kom-
ið upp að gott var að hafa þessar
upplýsingar nákvæmlega skráðar
og aðgengilegar.
Sölukassarnir voru ekki
eftirsóttir í upphafi
Starfsmenn íslenskrar getspár
eru 18. Þar af eru starfa sjö í tölvu-
deild og þrír sjá um viðgerðir á sölu-
kössunum og alla þjónustu við sölu-
staðina. Síðan eru sölu- og markaðs-
menn og fólk í bókhaldi og inn-
heimtu. Við upphaf starfseminnar
voru sölukassamir 79 en í dag eru
183 tengdir kassar á sölustöðum
víða um land. Umboðsmenn Is-
lenskrar getspár eru hins vegar 172
þar sem þeir tíu söluhæstu eru með
tvo kassa.
Bjarni S. Bjamason, sölustjóri hjá
íslenskri getspá, sagði að sölukass-
amir hefðu ekki verið eftirsóttir í
upphafi. „Við auglýstum eftir um-
boðsmönnum í öllum dagblöðum en
fengum engin viðbrögð, enginn sótti
um. Við vomm búnir að áætla að
70-80 aðila þyrfti til að koma þessu
af stað og að lokum fór ég á stað-
ina til að reyna að leiða mönnum
fyrir sjónir að það væri eftirsóknar-
vert fyrir þá að gerast umboðsaðilar
okkar. Til þess notaði ég dæmi er-
lendis frá sem sýndu svart á hvítu
að svona sölukassar auka flæði fólks
um viðkomandi sölustaði sem síðan
Morgunblaðið
LOTTÓIÐ — Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, framkvæmda-
stjóri íslenskrar getspár.
njóta góðs af því með annarri sölu,“
sagði Bjarni.
Þessir byijunarörðugleikar vom
fljótlega að baki og nú em um 300
aðilar á biðlista eftir sölukössum.
„Það hefur verið lítil sem engin
fjölgun í sölukössum hjá okkur und-
anfarin tvö ár. Nú emm við með
um 1.400 viðskiptavini á bak við
hvem kassa og það er álitið hæfí-
legt,“ sagði Vilhjálmur, en bætti við
að auðvitað væri þó reynt að setja
sem fyrst upp sölukassa í nýjum
íbúðarhverfum. Hann sagði enn-
fremur að umboðsmönnum væri
haldið vel við efnið og þeim sýnt
mikið aðhald. Þannig væri lokað
fyrir sölu hjá þeim umboðsmönnum
sem ekki stæðu í skilum á réttum
tíma.
Rútufarmar af fólki á
vinsæla sölustaði lottósins
Hjá íslenskri getspá sögðu menn
það ekki vera neitt launungarmál
að sölukassar íslenskrar getspár
hefðu reynst mörgum umboðsmönn-
um hinn mesti bjargvættur og
mætti tala um allt að 20-30% sölu-
aukningu á einstaka stöðum þegar
best léti.
Bjami tók dæmi um sölustað sem
seint á síðasta ári seldi miða sem á
kom vinningur upp á 16 milljónir
króna. Viðkomandi sölustaður jók
söluna til muna eftir þetta og rauk
úr 16. sæti í það efsta. Vilhjáimur
tók undir þetta og sagði spumir
hafa borist af því að næstu vikur á
eftir hefðu komið heilu rútufarm-
arnir af fólki til að kaupa þama
lottómiða, enda hefði salan nífaldast
þar á skömmum tíma.
HKF
VIÐURKEIMNING — Söluturninn Skalli í Hraunbæ er með-
al þeirra staða sem hefur haft lottósölukassa frá upphafi. Nú em 183
sölukassar víðs vegar um landið, en af þeim 79 sem settir vom upp
í byijun eru 30 eftir. í tilefni fímm ára starfsafmælis íslenskrar get-
spár er hveijum umboðsmanni sem hefur verið með frá upphafí veitt
sérstök klukka að gjöf. Þeir umboðsmenn sem hér eftir ná fímm ára
áfanganum fá einnig klukku. Á myndinni veitir Guðlaug Steingríms-
dóttir í Skalla klukkunni viðtöku úr hendi Bergsveins Sampsted, mark-
aðsstjóra Islenskrar getspár og Bjama S. Bjarnasonar, sölustjóra í
fyrirtækinu. Guðlaug hefur ásamt öðmm umboðsmanni verið með flestu
1. vinningana í Reykjavík frá upphafí, en hún hefur tólf sinnum selt
miða með fyrsta vinning. Söluturninn Allrabest í Stigahlíð hefur líka
selt tólf fyrstu vinninga. í Skalla hafa hins vegar verið 19 Bónusvinn-
ingar miðað við tíu í Allrabest. Nætursalan á Akureyri hefur selt flesta
1. vinninga á landsvísu.