Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992
Flug
Flugleiðir herða markaðs-
sóknina á meginlandinu
Umfangsmikil markaðssetning Norður-Atlantshafsflugsins á Lúxemborgarsvæðinu
ISLANDSKYNNING — Flugleiðir stóðu fyrir íslandskynningu í Miinchen í lok apríl þar sem
áætlanafíug félagsins til Islands í sumar var kynnt fyrir mörgum af helstu ferðaheildsölum í Þýskalandi. Það
er Steinn Logi Björnsson, forstöðumaður austursvæðisins sem ávarpar gesti en með honum á myndinni
eru m.a. starfsmenn Flugleiða og Ferðamálaráðs.
FLUGLEIÐIR hafa á síðustu
þremur árum unnið að fram-
kvæmd nýrrar markaðsstefnu á
meginlandi Evrópu sem skil-
greint er sem austursvæði. A
þessu svæði eru Þýskaland,
Frakkland, Sviss, Austurríki,
Belgía, Holland, Lúxemborg og
Itaiía auk Austur-Evrópu. I flugi
milli meginlandsins og Banda-
ríkjanna ieggur félagið annars-
vegar höfuðahersiu á að bjóða
gæðaþjónustu á markaðsverði
fyrir bæði farþega á viðskiptafar-
rými og venjulegu farrými. Hins
vegar hefur félagið að markmiði
halda forystu í flugi til og frá
íslandi með nýjum vélum, góðri
tíðni og þjónustu fyrir alla hluta
markaðarins. Þessi stefna ásamt
nýjum vélum og auknum ferða-
mannastraumi frá meginlandinu
hefur átt þátt í því að fjöldi far-
þega sem ferðast þaðan tii Is-
lands með félaginu hefur tvöfald-
ast frá árinu 1988. Tókst að upp-
fylla markmið um 50% markaðs-
hlutdeild á öllum mörkuðum
svæðisins á árínu 1991. Það kom
í hlut Steins Loga Björnssonar,
forstöðumanns austursvæðisins,
að stýra markaðssókninni á þessu
svæði en hann tók við þessu starfi
árið 1988. Það ár var Steinn Logi
aðeins 28 ára gamall og er hann
langyngstur þeirra sem gegnt
hafa þessu starfi.
Á austursvæðinu starfrækja Flug-
leiðir skrifstofur í Frankfurt, París,
Amsterdam, Brussel, Ziirich og Lúx-
emborg en jafnframt hefur félagið
aðalumboðsmenn á Spáni, Suður-
Afríku, Ítalíu, Grikklandi o.fl. Þá eru
uppi hugmyndir um að opna skrif-
stofur í Barcelona á Spáni og Mílanó
á Ítalíu á næsta ári. Áuk hefðbund-
inna áætlanastaða á meginlandinu
munu Flugleiðir nú í sumar í fyrsta
sinn efna til áætlanaflugs til Miinch-
en einu sinn í viku en það mun þó
einungis standa yflr í tvo mánuði. Á
næsta ári hafa Flugleiðir síðan í
hyggju að hefja áætlanaflug milli
borga í Evrópu eins og raunar kom
fram í viðtali við Sigurð Helgason,
forstjóra félagsins í Morgunblaðinu
sl. laugardag.
að slík aukning getur ekki haldið
áfram endalaust."
Mikill áhugi á íslandi
á Ítalíu
Um 7 þúsund svissneskir ferða-
menn komu hingað til lands á sl.
ári sem er tiltölulega há tala miðað
við fólksfjölda í landinu. Þá fer ferða-
mönnum frá Austurríki fjölgandi en
þeir voru alls um 4 þúsund á sl.
ári. Frá Ítalíu komu um 4.800 manns
og telur Dieter að unnt sé að fjölga
þeim í 10 þúsund á ári á fáeinum
árum með beinu flugi þangað. ít-
alskt leiguflugfélag flýgur til íslands
einu sinni í viku en að öðrum kosti
verða ítalskir ferðamenn á leið til
íslands að fljúga fyrst til Frankfurt
eða Kaupmannahafnar. „Við tókum
eftir því á sýningu í Mílanó í febr-
úar hversu mikill áhugi var á ís-
landi. Hins vegar er aðalmarkmið
okkar að lengja ferðamannatímabilið
og möguleikarnir eru ekki svo mikl-
ir á Ítalíu eða á Spáni.
Til að lengja ferðamannatímabilið
þurfum við að einbeita okkur að því
að fá ráðstefnur til íslands og svo-
kallaðar hvatningarferðir. Við höf-
um unnið töluvert í því og m.a. boð-
ið ritstjórum frá tímaritum sem fjalla
um hvatningarferðir og ráðstefnu-
mál til íslands. Ég held að vöxturinn
muni ekki halda áfram nema við
komum fram með nýjar hugmyndir
um ferðamennsku utan háanna-
tímans."
En hefur Dieter fengið góð við-
brögð frá því fólki sem hefur ferð-
ast til íslands. „Við tökum eftir því
að Þjoðverjar taka langan tíma í að
undirbúa sig fyrir ferð til íslands
og eru allt að 2-3 ár að ákveða sig
Til marks um þýðingu austur-
svæðisins fyrir félagið má nefna að
gjaldeyristekjur frá því voru í fyrra
u.þ.b. 40 milljónir dollara eða um
2,5 milljarðar króna. Þetta er ein-
vörðungu vegna millilandaflugsins
og er því ótalin ýmis eyðsla ferða-
manna í gistingu, bílaleigubíla og
aðra ferðaþjónustu á íslandi.
Horfur eru á að fjöldi farþega frá
og e.t.v. að safna fyrir ferðinni. Þetta
fólk kaupir mikið af bókum og útgef-
andi sem ég ræddi við kvaðst telja
að hér Þýskalandi væru seldar 50-60
þúsund ferðahandbækur árlega um
Island. Það sýnir hversu vel áhuga
fólks og hversu vel það er undir-
búið. Fólk veit það áður en það kem-
ur til landsins að ísland er dýrt land
þannig að lítið er kvartað. Við reyn-
um að fá fólk í skipulagðar ferðir
og bendum á að ef ferð er keypt
fyrirfram með fullu fæði þá geti
ferðin ekki verið mikið dýrari fyrir
utan vasapeninga o.fl.“
Vantar kynningarefni frá
íslenskum framleiðendum
Dieter telur það gagnrýni vert
meginlandinu verði svipaður á þessu
ári og á sl. ári en bókanir eru þó
ætíð háðar talsverðri óvissu. „Bók-
anir 5 Evrópufluginu fyrir fjórum
vikum voru langt umfram bókanir
en á sama tíma í fyrra en síðustu
vikur hefur dregið verulega úr bók-
anainnstreyminu,“ segir Steinn
Logi. „Engu að síður eru bókanir í
júlí og ágúst vel yfir því sem var í
fyrra, bókanir í júní eru undir því
sem var í fyrra og í apríl og maí
stefnir í svipaðan íjölda farþega. í
Norður-Atlantshafsfluginu eru bók-
anir langt yfír því sem var á sama
tíma í fyrra. Hins vegar sjáum við
fram á það að bókunarinnstreymið
á næstu vikum verður lakara þannig
að hugsanlega verður endanlegur
heildarfjöldi farþega í N-Atlants-
hafsflugi og Evrópuflugi svipaður
og í fyrra. Ástæðurnar þess eru fyrst
og fremst efnahagsástandið á
meginlandinu og mikil samkeppni á
N-Atlantshafsleiðinni en einnig hef-
ur veðurfarið í Evrópu haft áhrif á
sölu íslandsferða."
Mikil samkeppni einkennir
austursvæðið
Á austursvæðinu í heild var 25%
fjölgun farþega til Islands á sl. ári
sem skilaði 27% tekjuaukningu.
Hlutur þessa svæðis er einnig
stærstur í N-Atlantshafsfluginu,
aðallega frá Lúxemborg. Steinn Logi
bendir á að helstu möguleikarnir á
að selja flug yfír hafið frá Þýska-
landi og Sviss felist í því að bjóða
stutta dvöl á íslandi Ekki sé um að
ræða möguleika á tengiflugi um
Keflavíkurflugvöll á. sama hátt og
frá Lúxemborg vegna gífurlegrar
samkeppni Lufthansa og bandarísku
flugfélaganna.
„Það er eitt helsta sérkenni aust-
ursvæðisins að hér ríkir meiri sam-
keppni en á öðrum mörkuðum. Hér
er einnig hátt hlutfall ferðamanna
sem fara til íslands en aftur á móti
lítill ráðstefnumarkaður. Alls eru
hversu lítið íslenskir framleiðendur
leggi af mörkum til gerð kynningar-
efnis um ísland og ætlað er ferða-
fólki. „Ég tel að að ferðamenn fái
ekki nægar upplýsingar um hvaða
minjagripi sé hægt að kaupa á ís-
landi. Við fáum ekkert kynningar-
efni, hvorki frá t.d. íslenskum mark-
aði né frá Rammagerðinni. I bækl-
ingum okkar er eingöngu íjallað um
náttúruna. Norðmenn, Finnar og
Svíar fjalla alltaf í sínum bæklingum
um eigin framleiðslu t.d. reyktan
fisk, peysur og húsgögn. í íslensku
bæklingunum er þessa aldrei getið.
Mér finnst að íslensku fyrirtækin
ættu að vera aðilar að skrifstofunni
eins og tíðkast hjá hinum Norður-
löndunum. Hvernig eiga útlendingar
að vita hvað við höfum á boðstólum
ef við sýnum þeim það aldrei? Landa-
kortin sem kostuð eru með auglýs-
ingum eru dæmigerð fyrir þetta en
ferðamennirnir fá ekki þessi kort
fyrr en þeir koma til íslands. Af
hverju er ekki hægt að prenta svona
kort þegar við förum á sýningar?
Hver einasti maður sem kemur til
okkar spyr um kort af íslandi. Með
korti fengi fólk einnig hugmyndir
urp framleiðsluvörurnar. í Þýska-
landi hafa Landmælingar veitt einni
ferðaskrifstofu einkaumboð fyrir sín
kort þannig að ekki er hægt að
kaupa þau nema frá þessari skrif-
stofu. Þegar menn skrifa okkur get-
um við því eingöngu vísað á hana
sem er mjög slæmt. Einnig vantar
upplýsingar um t.d. Listahátíð og
jazzhátíð sem verða haldnar á næst-
unni. Við fengum nýlega upplýs-
ingar um Listahátíðina en þær voru
allar á íslensku."
Varðandi aðstöðu fyrir ferðamenn
á íslandi kveðst Dieter telja að nóg
framboð sé af gistirými. „Ég held
að það sé nóg af gistirými á alfara-
leiðum ef menn eru tilbúnir að vera
á Edduhótelum og bændagistingu.
Það er einnig spurning hvort við
viljum að fólk haldi áfram að fara
þessar alfaraleiðir eða viljum við
opna fleiri svæði. Það er augljóst
að hálendið tekur ekki við fleiri
ferðamönnum,“ sagði Dieter Wendl-
er Jóhannsson.
Landkynning
Ítalía og Spánn gætu orðið okkar
bestu markaðir í ferðaþjónustu
- segir Dieter Wendler Jóhannsson, framkvæmdastjóri landkynningarskrifstofu íslands í Frankfurt
FERÐAMÁLARÁÐ hefur frá árinu 1985 starfrækt sérstaka landkynn-
ingarskrifstofu í Þýskaiandi í samstarfi við nokkra aðila í ferðaþjón-
ustu. Skrifstofan var starfrækt í Hamborg 1985—1986 en hefur síðan
verið í Frankfurt. Hún þjónar beint Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu en
í Sviss, Frakklandi, Hollandi og Lúxemborg eru Flugieiðir umboðsað-
ili Ferðamálaráðs. Augu manna hafa á síðustu misserum beinst í æ
ríkari mæli að Ítalíu og Spáni en talið er að þaðan megi vænta auk-
ins ferðamannastraums til Islands á næstu árum. Það er Dieter Wendl-
er Jóhannsson sem veitir skrifstofunni í Frankfurt forstöðu.
„Hlutverk okkar er að veita al-
menningi upplýsingar um ísland og
við fáum um 18—20 þúsund fyrir-
spurnir árlega," sagði Dieter Wendl-
er í samtali við Morgunblaðið. „Flug-
leiðir, umboðsmaður Smyrils og
helstu ferðaheildsalar hér í Þýska-
landi, taka þátt í sérstakri sameigin-
legri útsendingu bæklinga á tímabil-
inu janúar til maí árlega. Einnig
sendum við út fréttatilkynningar
reglulega til 460 blaðamanna, aðal-
lega í Þýskalandi en einnig í Austur-
ríki, Sviss, Hollandi og Belgíu. Síðan
styrkjum við blaðamenn sem vilja
fara til íslands og ef okkur finnst
efnið nógu spennandi þá er þeim
boðið. Við þjónum ferðaheildsölun-
um með því að láta þá fá upplýsinga-
efni, bjóðum þeim á Vest-Norden
ferðakaupstefnuna og reynum að
aðstoða þá með ýmis konar upplýs-
ingar. Stærsta alþjóðlega kaupstefn-
an hér er t.d. haldin í Berlín og þar
eigum við samstarf við hinar Norð-
urlandaþjóðirnar."
Vantar meira fjármagn til
auglýsinga
Dieter kveðst telja að Ítalía og
Spánn gæti orðið okkar bestu mark-
aðir fyrir ferðaþjónustu því þaðan
sé unnt að Iaða efnað fólk til íslands
sem vilji fá fyrsta flokks þjónustu á
betri hótelum. „Það gerir okkur hins
vegar erfítt fyrir að allir ítalir fara
í sumarfrí í ágúst og svipað gildir
um Spánveija. Því veitist okkur erf-
itt að lengja ferðatímabilið sem við
verðum nauðsynlega að gera.“
Landkynningarskrifstofan er ijár-
mögnuð þannig að Ferðamálaráð
íslands leggur til 56% af kostnaðin-
um, Flugleiðir 25%, Samband veit-
inga- og gistihúsa 4%, Félag ís-
lenskra ferðaskrifstofa 4%, BSI 2%
og Ferðaskrifstofa bænda 2%. Verið
er að vinna að því að fá inn nýja
aðila til að fjármagna þau 7% sem
á vantar. „Við höfum til ráðstöfunar
um 500 þúsund þýsk mörk (18 millj.
kr.) sem er allt of lítið þegar til Iitið
er til þess að Norðmenn og Danir
hafa margar milljónir til ráðstöfunar
í þessu skyni. Ef við ætlum að gera
átak til að lengja ferðamannatíma-
bilið og koma fólki á nýjar slóðir á
Islandi þurfum við meira fjármagn
til auglýsinga.“
Dieter telur ekki að um aukningu
á ferðamönnum verði að ræða í sum-
ar frá Þýskalandi og bendir á hversu
mikil hún hafi verið á undanförnum
árum. „Landkynningarskrifstofan
var opnuð 1985 og þá voru þýskir
ferðamenn 9.500 en á sl. ári voru
þeir 22.500. Aukningin hefur verið
að meðaltali 12% nema árið þegar
Tsjernobyl-slysið varð en þá varð
44% aukning. Það er alveg augljóst
T