Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 ); B 9 skráðir níu þúsund þátttakendur á norrænum ráðstefnum á íslandi á þessu ári en á alþjóðlegar ráðstefnur eru skráðir 1.400 þátttakendur. Þá er hér lítill markaður vegna fjöl- skylduheimsókna þar sem einungis 1.362 íslendingar eru búsettir á meginlandinu. Ennfremur er hér lít- ill viðskiptamannamarkaður þar sem viðskiptum íslendinga er í miklum mæli stýrt frá Bretlandi og Norður- löndurn." Keflavíkurflugvöllur nýttur sem skiptistöð Hinar nýju áherslur í áætianaflugi yfir N-Atlantshafið sem Flugleiðir tóku upp árið 1988 þegar hafist var handa um að framfylgja stefnunni „The New Icelandair" fólust í að draga úr sætaframboði yfír sumarið, fljúga daglega allt árið og bjóða nýjar flugvélar og góða stundvísi. „Við tókum upp þá stefnu að líta á Lúxemborg sem heimamarkað en fylgjum jaðarstefnu á fjarlægari mörkuðum. T.d. erum við hættir að markaðssetja N-Atlantshafsflugið í Austurríki og á Ítaiíu erum við að reyna að byggja upp markaðinn með Luxair í stað lestartengingar eins og áður var. Einnig erum við að þreifa okkur áfram með tengiflug frá Italíu til Amsterdam með því að nýta okkur flug KLM.“ Saga Class farrýmið hefur verið notað sem merkisberi Flugleiða í Lúxemborg og nágrenni við kynn- ingu á NA-fluginu. Sala á sætum á því farrými hefur aukist mjög mikið og er orðin rúmlega 10% af sölunni í Lúxemborg. Lykilinn að árangri í N-Atlants- hafsfluginu telja Flugleiðamenn jafnframt felast í því að nýta Kefla- vík sem skiptistöð. „Keflavíkurflug- völlur mun eflast ennfrekar ef við fáum þriðju Boeing 757 vélina á næsta ári,“ segir Steinn Logi. „Þá mun annað vandamál leysast sem er ójafnvægi í sætaframboðinu vest- an og austan megin við skiptistöð- ina. Það þýðir að sætaframboð er miklu meira til Evrópu en Bandaríkj- anna sem kemur' fram í því að hleðslunýting er miklu verri í Evr- ópufluginu. Þetta þýddi t.d. að stundum var ekki hægt að selja sæti til Bandaríkjanna frá Skandi- navíu eða Lúxemborg vegna þess að flugið frá Keflavík til Bandaríkj- anna var orðið fullbókað enda þótt laus sæti hafi verið á leiðinni til ís- lands.“ Markaðsrannsókn Lögð hefur verið mikil áhersla á MllÍíM STÁLSKÁPAR FYRIR VINNUSTAÐI O.FL. — tei I 0 1 I Stálskápar með 1 -2-3-4 og 5 hólfum með læsingu Staðlaðar stærðir á einingu: hæð: 170sm, dýpt: 55sm breiddir: 25-30 og 40sm. >4ó auki smíðum við aðrar stærðir eftir pöntunum HF.OFNASMIOJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 að markaðssetja N-Atlantshafsflug- ið á svæðinu kringum Lúxemborg og réðist félagið í umfangsmikla markaðsrannsókn til að afla upplýs- inga um stöðu sína á markaðnum. „Við söfnuðum saman nöfnum tíu þúsund fyrirtækja í Lúxemborg, Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu sem voru innan ákveðins radíus frá Lúxemborg. Síðan fengum við þýskt markaðsrannsóknafyrirtæki til að gera könnun fyrir okkur á ímynd og þjónustu félagsins. Einnig spurð- um við um óskir þessara aðila og hvaða þægindum þeir óskuðu eftir um borð. Niðurstaðan var m.a. sú að fargjaldið skiptir ekki höfuðmáli vegna þess að fyrirtæki greiða að ’ jafnaði kostnaðinn en farþeginn vel- ur flugfélagið. Þess vegna ákváðum við að halda okkur við IATA-far- gjöld á viðskiptafarrými en láta far- þegana fremur njóta ýmissa fríð- inda. Núna fær sá sem ferðast á Saga Class ókeypis miða fyrir maka og þeir sem ferðast einir fá ókeypis farmiða sömu leið á venjulegu far- rými sem unnt er að nota síðar. Ennfremur er innifalin í miðanum gisting í tvær nætur á Flugleiðahót- eli í Reykjavík ásamt skoðunarferð eða bílaleigubíl. Þetta fargjald er nú um 170 þúsund krónur til New York.“ Aðildin að ísland Tours leggur okkur skyldur á herðar Flugleiðir eiga 25% hlutafjár í einu stærsta ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi, ísland Tours; sem raunar er að öðru leyti í eigu Islend- inga. „Samstarfið við ferðaheildsala þarf ekki endilega að fela í sér eigna- raðild,“ segir Steinn Logi. „Við erum með samstarf við fleiri aðila eftir en við gerðumst aðilar að ísland Tours heldur en áður. Auðvitað ger- um við okkur fulla grein fyrir því að aðildin að ísland Tours leggur okkur miklar skyldur á herðar að sinna vel samstarfinu við hina ferða- heildsalana. Samstarfið getur falist í sameigin- legu markaðsátaki eins og sameigin- legum auglýsingum. Við leggjum áherslu á að ferðaheildsalarnir bjóði upp á ferðir utan háanna- tímans og ef um mjög víðtækt samstarf er að ræða gerum við að skilyrði að þeir skipti eingöngu við Flugleiðir. Það er t.d. ákveðið samkomulag við ísland Tours um að þróa upp ferðir utan háannatímans og á nýjum mörkuðum, t.d. í Hollandi. Dæmi um ferðir utan háanna- tímans em haust- og vorferðir í eina viku, hvatningarferðir og helgar- ferðir til Reykjavíkur en einnig höf- um við reynt að láta háannatímann byija aðeins fyrr en áður og enda aðeins seinna." Að sögn Steins Loga hefur ferðamönnum frá austursvæð- inu sem koma til íslands utan háann- atímans fjölgað um 63,8% frá árinu 1988 á meðan ferðamönnum í heild frá svæðinu hefur fjölgað um 46,5%. „Ég tel að við séum búnir að tryggja það að okkar markaðshlutdeild eigi eftir að haldast óbreytt eða jafnvel að aukast þó það fari auðvitað eftir því hvernig salan þróast hjá einstök- um ferðaheildsölum,“ sagði Steinn Logi Björnsson. KB EUROCLASS EUROCLASS EUROCLASS Tylltu þér áður en þú skodar þetta tilboð! SAS Euroclass þægindin byrja helma í stoful Þiö eruö flutt með límósínu frá útidyrum út á flugvöll.* 90% afsláttur fyrir maka. Hóteldvöl kostar 100 kr. fyrstu nóttina á SAS hóteii og síðan er 50% afsláttur. Tilboðið gildir til allra áfangastaða SAS á Norðurlöndum Að auki eru í fullu gildi önnur hlunnindi Euroclass. /S4S EuroClass SAS á íslandl - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 - Sími 62 22 11 *Gildir fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.