Morgunblaðið - 14.05.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992
B 13
Greiðslukort
Símaþjónusta í
boði fyrir Euro-
card gullkorthafa
EUROCARD á íslandi gerði nýlega samning við bandaríska fyrirtæk-
ið Executive TeleCard Ltd. um símaþjónustu við Eurocard gullkort-
hafa. Þessi þjónusta gerir korthöfum kleift að hringja sjálfvirkt
úr tónvalssíma frá yfir 30 löndum til nánast allra landa í heiminum
svo og innan landanna. Kostnaðurinn er færður á greiðslukortið
samkvæmt taxta viðkomandi lands að viðbættri þóknun Executive
TeleCard Ltd. Öll fyrirmæli í þessari þjónustu eru á íslensku og
unnt er að hringja beint án þess að hafa hafa samband við erlenda
talsímaverði.
Samkvæmt upplýsingum frá
Eurocard felur hin nýja þjónusta í
sér að korthafi hringir í svokallað
„grænt númer“ í viðkomandi landi
og slær inn landsnúmer, svæðis-
númer og númer móttakanda,
ásamt upplýsingum um kortnúmer
og leyninúmer. Búnaðurinn hringir
sjálfvirkt í viðkomandi númer og
skuldfærir síðan kostnaðinn á
greiðslukortið. Notendur þjón-
ustunnar geta m.a. laékkað sím-
kostnað sinn á hótelum þar sem
há álagning er að jafnaði á síma-
töxtum.
Executive TeleCard þjónustan
Fyrirtæki
Þróunarfé-
lagið vill
selja hlut
í tveimur
fyrirtækjum
ÞRÓUNARFÉLAGIÐ áformar að
selja hlut sinn í malbikunarfyrir-
tækinu Hlaðbær-Colas hf. og í
Yleiiiingu hf. í Biskupstungum.
Söluverðmætið í þessum tveimur
fyrirtækjum mun samtals vera á
bilinu 50-60 milljónir króna. I stað-
inn hyggst Þróunarfélagið fjár-
festa í fyrirtækjum sem byggja
starfsemi sína á þekkingu og
tækni.
Að sögn Gunnlaugs M. Sigmunds-
sonar framkvæmdastjóra Þróunarfé-
lagsins var ákvörðun tekin um sölu
fyrirtækjanna í samræmi við nýja
stefnumörkun Þróunarfélagsins um
að félagið einbeitti sér að fyrirtækj-
um sem byggja starfsemi sína á
þekkingu og tækni.
Þróunarfélagið á nú 25% í
Hlaðbæ-Colas hf. að nafnvirði 17,5
milljóna króna og 33,3% af hlutafé
Yleiningar hf. að nafnvirði 16,7 millj-
óna króna.
verður fyrst í boði í þessum mán-
uði fyrir EuroCard gullkorthafa en
kortinu fylgja einnig ferðatrygg-
ingar, háar úttektarheimildir og
ýmis önnur þjónusta fyrir þá sem
ferðast oft. Viðskiptavinir í þessari
þjónustu eru nú alls 35 milljónir
talsins og fer hratt fjölgandi. Unnt
er að velja um 13 tungumál vegna
leiðbeininga og verður íslenska 14.
tungumálið.
Hvað er það sem gerir BMW bíla áhugaverðari en aðra?
Þaðgeturverið hagstættverð, lægri rekstarkostnaður, minnaviðhald, háþróuð
tækni, fyrsta flokks þjónusta eða hámarks öryggi. Nýja BMW 3 línan sameinar
alla þessa kosti, en býður jafnframt upp á hinn "klassíska" stíl . «■* . -
Dilaumbooio ni
sem ávallt er að finna í BMW. BMW - bíll sem vekur athygli Krókháisi 1-110 Reykjavik-simi 686633
o
Engum
líkur
Flugleiðir flytja
frakttil og frá
Evrópu í stórum stíl
Fraktvélar Flugleiða fljúga á sunnu-
dögum, og oftar ef þarf, til og frá
Evrópu, nánar tiltekið Oostende í
Belgíu. Burðargeta fraktvélanna er 45
tonn og því eru þessar ferðir tilvaldar
fyrir þá sem þurfa að flytja vörur í
stórum einingum eða miklu magni.
Starfsfólk Flugleiða aðstoðar viðskipta-
vini sína fúslega við að koma fraktinni
á endanlegan áfangastað ef á þarf að
halda. Daglegt áætlunarflug Flugleiða
er síðan til 15 landa og þangað flytja
Flugleiðir að sjálfsögðu einnig frakt.
Nánari upplýsingar í síma 690 101.
FLUGLEIDIR
F R A K T
Á METTÍMA
TIL ÍSLANDS
íslendingar flytja mikið inn
af vörum frá Taiwan. Leiðin
frá Taiwan til íslands er löng
og ströng en víðtækt og
öflugt flutninganet Samskipa
tryggir að þú fáir vörumar
þínar heim að dyrum, fljótt
og örugglega.
Innflytjendur geta treyst á
Samskip í flutningum, alla
leið frá Taiwan.
t^SAMSKIP
Traustur valkostur
Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavík • Sími (91) 69 83 00